Víkurfréttir - 12.04.2018, Qupperneq 16
16 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg.
Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ býður upp á dagþjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum,
starfsemi hennar er starfrækt á Ásbrú en var starfrækt á Hafnargötu 90 frá árinu 1990.
Núverandi húsnæði var þegar til staðar og ráðist var í framkvæmdir innanhúss sem voru
aðlagaðar að starfsemi stöðvarinnar.
Jón Kristinn Pétursson, forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar, segir að húsnæðið sé
mjög gott, það sé með gott aðgengi og sniðið að þeirra þörfum. Í því má meðal annars finna
jógaherbergi, matsal, litla rækt, vinnuherbergi og fleira.
Verkefni Hæfingarstöðvarinnar eru margvísleg og má meðal annars finna búð, eða Hæfó-
búðina, þar sem að listaverk, sultur, baðsölt og fleira er til sölu.
STYÐJA VIÐ FÆRNI EINSTAKLINGSINS
Í dag eru 32 einstaklingar frá sextán
ára aldri sem nýta sér þjónustu í dag-
vistun og hjá Hæfingarstöðinni starfa
ellefu manns. Nemendur FS mæta í
skólann á morgnana og koma síðan
á Hæfingarstöðina þegar skóladegi
lýkur. „Þetta er lögboðið atvinnuúr-
ræði, dagþjónusta sem skiptist í
tvennt, annars vegar vinnumiðað
úrræði og hins vegar félagslegt. Á
sama tíma er þetta vinnustaður og
félagsmiðstöð,“ segir Jón Kristinn.
Markmið Hæfingarstöðvarinnar er
að styðja við færni einstaklingsins
eða efla færni einstaklinginn til að
taka þátt í atvinnulífinu og líka í
samfélaginu. Hæfingarstöðin hefur
einnig sinnt ýmsum verkefnum frá
fyrirtækjum og stofnunum, s.s. pökk-
unarverkefnum og öðrum tilfallandi
verkefnum, en þau eru alltaf opin
fyrir því að vinna með eða vera í sam-
starfi við fyrirtæki á svæðinu.
MARGIR VILJA VINNA
Hugmyndafræði Hæfingarstöðvar-
innar er sú að þeir einstaklingar sem
þangað koma læri hvernig það er að
vera á vinnustað, félagsleg færni
þeirra er efld og síðan er farið út á
vinnumarkaðinn eftir getu og þörfum.
„Það eru því miður ekki nógu margir
sem hafa farið út á vinnumarkaðinn
því það ekki nægilega margt í boði
fyrir þennan hóp. Það þarf að líta
meira til þess sem einstaklingurinn
getur gert í stað þess að einblína á
það sem hann getur ekki gert, það er
„Það þarf að horfa á
hvað einstaklingurinn
getur gert“
Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ er með fjölbreytta starfsemi
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Vinnuskóli – Störf fyrir nemendur í 9. og 10. bekk
Heiðarskóli – Skólaritari
Málefni fatlaðs fólks – Sumarstörf í þjónustukjörnum
Leikskólinn Heiðarsel – Deildarstjóri
Hæfingarstöðin – Matráður í 50% starf
Velferðarsvið – Sumarstörf á heimilum fatlaðs fólks
Grunnskólar – Fjölbreytt störf í öllum skólum
Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt
gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla:
Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um
auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær –
laus störf.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Duus Safnahús - Síðasta sýningarhelgi
Verndarsvæði í byggð í Gryfju, Hjartastaður -
Þingvallamyndir í Listasal og Undir pressu, grafíkmyndir í
Stofunni. Sýningum lýkur 15. apríl. Opið kl. 12-17 alla daga.
Bókasafn Reykjanesbæjar - Ævintýri Tinna
Miðvikudagskvöldið 18. apríl kl. 20:00 kemur Gísli
Marteinn Baldursson og fjallar um Tinna bækurnar
sívinsælu. Allir hjartanlega velkomnir.
Listahátíð barna í Reykjanesbæ - Ert þú með viðburð?
Hátíðin fer fram 26. apríl - 13. maí. Fjöldskylduhátíð verður
28. og 29. apríl. Þeir sem vilja tengja sig við hátíðina með
viðburði eða öðru hafið samband á menningarfulltrui@
reykjanesbaer.is. Nánari upplýsingar á reykjanesbaer.is