Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Side 18

Víkurfréttir - 12.04.2018, Side 18
18 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. Áfram góð afkoma hjá Isavia ❱❱ Fjölgun farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll 28% og töldu um 8,8 milljónir farþega 2017 Ársreikningur reikningur Isavia fyrir árið 2017 var samþykktur á aðalfundi félagsins sl. fimmtudag. Rekstur ársins gekk áfram vel og var rekstraraf- koma í samræmi við áætlanir félagsins. Tekjur félagsins námu 38 milljörðum króna sem er 15% aukning á milli ára. Stærsti hluti tekna er tilkominn vegna sölu á þjónustu enda Isavia verið þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu frá stofnun félagsins. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 28% milli ára, flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fjölgaði um 12% og innanlandsfarþegum um 3%. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta (EBITDA) nam 9,9 milljörðum króna og jókst um 11% á milli ára. Heildarafkoma nam 3,9 milljörðum króna og lækkaði um 3,0 milljarða króna frá fyrra ári. Á sama tíma nema neikvæð áhrif vegna breyt- inga á gengismun um 3,6 milljörðum króna sem er að mestu tilkominn vegna fjármögnunar í erlendum gjald- miðlum. Arðsemi eiginfjár var 13,6%. Heildareignir samstæðunnar námu 72,5 milljörðum króna í árslok 2017 og jukust um 13,3 milljarða króna milli ára. Þar af eru 59,7 milljarðar tilkomnir vegna varanlegra rekstrar- fjármuna og óefnislegra eigna. Fjár- festingar í varanlegum rekstrarfjár- munum námu 14,4 milljörðum króna og þar af eru um 13,1 milljarður vegna Keflavíkurflugvallar. Staða eigin fjár hækkaði um 3,9 milljarða króna milli ára sem skilaði um 42,7% eiginfjár- hlutfalli sem er lækkun frá síðasta ári en þó ríflegt miðað við þá starfsemi sem félagið er í. Í lok árs 2017 störfuðu 1.202 starfs- menn hjá móðurfélagi Isavia, þar af þriðjungur konur. Á sama tíma störfuðu 313 hjá dótturfélögum, 221 hjá Fríhöfninni og 46 hjá Tern Sys- tems. 30 milljarðar á næstu þremur árum Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar Isavia, sagði á fundinum að 1. febrúar síðastliðinn hefði stjórnin samþykkt að leggja þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll, svonefnt Masterplan, til grundvallar allri upp- byggingu á vellinum. „Og var jafnframt því samþykkt að hefja hönnun á fyrstu verkþáttum uppbyggingaráætlunar til ársins 2025. Þar er gert ráð fyrir því að á árinu 2018 verði boðin út bygging fyrir nýja farangursflokkunar- og skimunar- stöð austur við norðurbyggingu flug- stöðvarinnar, sem áætlað er að verði tilbúin 2020,“ sagði Ingimundur. „Einni er áformað að bjóða út á þessu ári framkvæmdir við áfram- haldandi breikkun tengibyggingar og nýtt landamæraeftirlit norðan við núverandi flugstöðvarbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2021. Alls nemur kostnaður við þessa tvo framkvæmdaþætti ríflega 30 millj- örðum króna á næstu þremur árum.“ Viðburðaríkt ár hjá Isavia Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, sagði árið 2017 hafa verið viðburðar- ríkt hjá fyrirtækinu og mætti tengja mikinn vöxt Isavia við aukningu milli- landaflugs eing og fyrri ár. „Ísland er nú orðinn heilsársáfanga- staður og erum við sérstaklega stolt af þátttöku Keflavíkurflugvallar í því verkefni en sá árangur er afrakstur góðrar samvinnu flugvallarins, verk- taka á flugvellinum og flugfélaganna auk ferðaþjónustunnar á Íslandi. Við höfum fjölgað starfsfólki til að takast á við aukna umferð um flugvöllinn og er það okkar góða fólki að þakka hversu vel hefur gengið. Það er líka ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist að verja arðsemi af rekstrinum við mjög svo þröngar aðstæður á Keflavíkurflugvelli,“ segir Björn Óli. „Með aukinni flugumferð yfir Norður- Atlantshafið hefur flugleiðsöguþjón- usta Isavia haldið áfram að vaxa á liðnu ári. Starfsemin hefur styrkst og ný tækni hefur áfram verið þróuð til verksins. Afkoman af starfseminni hefur áfram verið stöðug.“ „Ég hef verið mjög ánægður með vinnu okkar starfsfólks á innan- landsflugvöllum landsins. Frábæra starf þess hefur gert erlendum aðilum mögulegt að fljúga beint á Akureyrar- flugvöll nú í ár. En rétt er að benda á að fyrirbyggjandi viðhaldi á innan- landsflugvöllunum hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Það er vegna þess að vantað hefur upp á fjármögnun á þjónustusamningum íslenska ríkisins við Isavia um rekstur vallanna.“ „Á árinu fjölgaði farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll um nær 28% og töldu um 8,8 milljónir farþega. Til að taka vel á móti þessum fjölda er nauðsynlegt að standa vel að upp- byggingu á Keflavíkurflugvelli sem og á öðrum innviðum í landinu til að ferðalag þeirra sé sem ánægjulegast frá byrjun til enda.“ Eigendastefna og meira fé til viðhalds flugvalla Í ræðu sinni á fundinum sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, að góðar samgöngur væru forsenda atvinnugreina og blómlegs mannlífs. Hann sagði að örðugt hafi reynst að tryggja rekstrargrundvöll flugvallar- kerfisins innanlands. Viðhald og ný- framkvæmdir hafi seti á hakanum og lendingarstöðum lokað. Uppsöfnuð þörf fyrir viðhald innanlandsflugvalla næmi um 7-8 milljörðum króna með nauðsynlegri endurnýjun flugbrauta og flughlaða. „Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að samkvæmt fjármálaáætlun verður meira fjármagni veitt til viðhalds flug- valla en hefur verið gert á síðustu árum,“ sagði samgönguráðherra. „Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir að mótuð verði eigendastefna fyrir Isavia og mun hún taka til hvert skal stefna varðandi framtíðar fjármögnun og frekari uppbyggingu í þjónustu við flugið.“ Engir Suðurnesjamenn í stjórn Isavia Engir Suðurnesjamenn eru í stjórn Isavia en ný stjórn var kynnt á aðal- fundi félagsins í síðustu viku. Þau Ólafur Þór Ólafsson úr Sandgerði og Helga Sigrún Harðardóttir úr Njarð- vík sem sátu í stjórninni síðastliðin tvö ár duttu út úr stjórninni. Fulltrúar í stjórn koma frá pólitískum flokkum landsins en aldrei í sögu Isavia höfðu tveir fulltrúar frá Suðurnesjum verið á sama tíma í stjórn. Aðalstjórn Isavia ohf. skipa þau Ingi- mundur Sigurpálsson, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson. Varastjórn skipa þau Sigrún Traustadóttir, Björg Eva Erlendsdóttir, Hreiðar Eiríksson, Ingveldur Sæmundsdóttir og Reynir Þór Guðmundsson. GUÐRÚN TINNA TIL FRÍHAFNARINNAR Guðrún Tinna Ólafsdóttir hefur verið ráðin til Fríhafnarinnar sem rekstarstjóri verslunarsviðs sem er nýtt starf og hluti af skipulags- breytingum. Tinna mun hefja störf í byrjun apríl. Undir verslunarsvið heyrir daglegur rekstur verslana Fríhafnarinnar, ásamt almennum sölu-, markaðs- og rekstrarmálum. Tinna er með M.S. gráðu í fjár- málum. Hún hefur víðtæka og góða reynslu af smásölu, rekstri, markaðsmálum og stefnumótun. Hún hefur m.a. starfað sem fram- kvæmdastjóri íslenska barnafata- merkisins Ígló ehf. og hjá Baugi Group þar sem hún vann með stjórnendum smásölufyrirtækja í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi. Þar áður starfaði Tinna hjá Kauphting Bank Luxembourg og Verðbréfa- markaði Íslandsbanka. Í dag situr Tinna í stjórn fasteignafélagsins Regins hf. og er stjórnarformaður Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna. Tinna er gift Karli Pétri Jónssyni og saman eiga þau fimm börn. „Við erum spennt og ánægð að fá reynslumikinn stjórnanda eins og Tinnu til liðs við öflugan hóp Fríhafnarstarfsmanna,“ segir Þor- gerður Þráinsdóttir framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar. „Fríhöfnin er í alþjóðlegu og sí- breytilegu umhverfi og á skömmum tíma hafa orðið mjög hraðar breyt- ingar á starfsumhverfinu. Til að vera betur í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir höfum við verið í stefnumótun og skipulagsbreyt- ingum. Tinna hefur góða þekkingu og reynslu af smásölu og rekstri sem nýtist vel í það kerfjandi verk- efni að stýra verslunarsviði Frí- hafnarinnar.“ Nýr vefur Isavia Á aðalfundinum var kynntur nýr vefur Isavia sem var formlega opn- aður af Birni Óla Haukssyni, for- stjóra Isavia. Vefurinn sameinar alla upplýsingagjöf um flugvelli Isavia á einum stað og þar geta farþegar fundið flugupplýsingar innan flug- valla á Íslandi sem og aðrar nauðsyn- legar upplýsingar við undirbúning ferðalags innanlands sem erlendis. Þar er einnig að finna öfluga upplýs- ingaveitu til flugmanna og er nú mun betra aðgengi fyrir þá sem þurfa að nota þjónustu Isavia eða sækja um störf svo dæmi sé tekið. Mikið er lagt upp úr nýjum lausnum fyrir farþega á vefnum enda er það yfir- lýst markmið Isavia að vera hluti af góðu ferðalagi. Hægt er að fara inn á www.isavia.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.