Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Page 19

Víkurfréttir - 12.04.2018, Page 19
19UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. GRIPGÆÐI Á ÖLLUM, ALLT ÁRIÐ Frábær dekk á frábæru verði Útvegum flestar gerðir hjólabarða Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf., Vatnsnesvegi 16, 230 Reykjanesbæ, sími 421 4546 Suðurnesjakonur í framlínu Frí- hafnarinnar Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra er nýr stjórnarformaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Ný stjórn var kynnt á aðafundi félagsins í vikunni. Ragnheiður sat á Alþingi frá 2007 til 2016 og var iðnaðar- og við- skiptaráðherra á árunum 2013– 2017. Hún situr í stjórn Lands- virkjunar, er Senior Fellow við bandarísku hugveituna Atlantic Council og sinnir ýmsum ráðgjafa- störfum. Ragnheiður er ekki eini Suður- nesjamaðurinn í stjórn Fríhafnar- innar því Guðný María Jóhanns- dóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri, er varaformaður stjórnar. Aðrir í stjórninni eru Sigrún Trausta- dóttir, Matthías Imsland og Vil- hjálmur Jósefsson. Útboð á aðstöðu fyrir veitinga- rekstur Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Isavia hefur opnað fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs fyrir útleigu á aðstöðu fyrir veitinga- þjónustu á annarri hæð í suður- byggingu Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í valferlinu sem hafa reynslu af veitingarekstri og yfir að ráða vörumerki sem býður m.a. upp á pítsur í sneiðum og fersk salöt. Í valferlinu verður notast við samkeppnisviðræður og síðan samið við þann aðila sem skilar að endingu inn besta tilboðinu. Fram kom í farþegaspá Isavia fyrir árið 2018, sem kynnt var í nóvember síðastliðnum, að ríf- lega 10 milljón farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Það eru 18% fleiri en í fyrra. Fjölgunin er mest á meðal skiptifarþega, sem millilenda einvörðungu á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en þar er spáð 33% aukningu. Nýja veitingaaðstaðan í suður- byggingu flugstöðvarinnar verður liður í aukinni þjónustu við þessa ferðalanga. Áhersla verður lögð á tengingu við Ísland í hönnun á veitingarýminu þar sem kann- anir sýna að farþegarnir sem fara þarna um vilji upplifa að þeir séu staddir á Íslandi. Í útboðinu er byggt á markaðs- rannsóknum meðal tengifarþega sem sýna að þeir vilja einfalda mat- vöru sem er tilbúin á skömmum tíma. Þar kom fram að helst vildu þeir pítsur og ferskt salat. Nánari upplýsingar um útboðið sjálft og útboðsgögn vegna þess má finna hér : www.kefairport.is/Um-felagid/ veitingarekstur/ VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM Vinnum saman Reykjanesbær er bær tæki- færanna. Reykjanesbær er sá bær sem vex hvað hraðast á landsvísu. Reykjanesbær og önnur sveitarfélög á Suður- nesjum hafa átt undir högg að sækja vegna fjármagns frá hinu opinbera. Fjárveitingar meðal annars til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keilis og löggæslu bera þess greinilega merki, en þessar stofnanir eru allar undir stjórn ríkisins. Allir flokkar sem bjóða fram til bæjarstjórnar í kosningunum í vor eru að vinna í málefnastarfi og setja fram ákveðna sýn og stefnu, sem á að vera íbúum Reykjanesbæjar til heilla. Þar þurfum við öll að hafa skýra sýn í ofangreindum málaflokkum. Hvernig náum við best árangri saman Suðurnesja- menn? Við náum bestum árangri með því að vinna öll saman, þvert á flokka, með starfsfólki og stjórn- endum þessara stofnana. Öll sameiginleg barátta þarf að halda áfram þrátt fyrir breyt- ingar á meirihlutasamstarfi í sveitarstjórnum, þrátt fyrir breytingar stjórnmálaflokka í ríkisstjórn og þrátt fyrir endur- nýjun forsvarsmanna stofnana. Okkar barátta endar aldrei og þarf að lifa ríkisstjórnir og meirihluta í bæjarfélögunum. Sveitarfélögin öll á Suður- nesjum þurfa að vinna saman og það þarf að vera samræmi í málflutningi þegar við sækjum að þingmönnum, ráðherrum, embættismönnum og hverjum þeim sem koma að því að stilla upp stefnu og fjármálaáætlun komandi ára. Ef við vinnum saman að for- gangsröðun verkefna, skýrum áherslum og sterkari aðferða- fræði mun allur okkar mál- flutningur bera þess merki að við erum sameinuð. Sameinuð náum við okkar kröfum í gegn og við verðum ósigrandi. Reykjanesbær er bær tæki- færanna og þar viljum við búa. Margrét Sanders skipar 1. sæti hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjanesbæ Listinn hjá Frjálsu afli fyrir komandi kosningar Frjálst afl býður fram í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ 2018. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Frjálst afl tvo fulltrúa kjörna og tók í kjöl- farið þátt í meirihluta samstarfi sem hefur reynst bæjarbúum farsælt. Framboðslisti Frjáls afls í sveitarstjórnakosningum 2018 í Reykjanesbæ: 1. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur 2. Jasmina Crnac, háskólanemi í stjórn- málafræði 3. Íris Kristjánsdóttir, byggingafræð- ingur og fjármálastjóri 4. Alexander Ragnarsson, húsasmíða- meistari 5. Rósa Björk Ágústsdóttir, landamæra- vörður 6. Albert Gibowicz, bílasali 7. Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkenn- ari 8. Gunnar Jón Ólafsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður 9. Guðrún Pálsdóttir, ljósmóðir 10. Jóhannes Kristbjörnsson, lögfræð- ingur 11. Arnar Páll Guðmundsson, viðskipta- fræðingur 12. Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunar- fræðingur 13. Þórður Karlsson, rafvirki og öryggis- vörður 14. Elínborg Ósk Jensdóttir, lögfræð- ingur 15. Stefán Geirsson, matreiðslumaður 16. Hólmfríður Karlsdóttir, grunnskóla- kennari 17. Guðmundur Kristinn Árnason, vél- virki 18. Sólveig Karlsdóttir, grunnskóla- kennari 19. Bryndís Guðmundsdóttir, flugfreyja 20. Berglind Þorsteinsdóttir, tollvörður 21. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknar- prestur 22. Elín Rós Björnsdóttir, bæjarfulltrúi, flugfreyja og jógakennari

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.