Morgunblaðið - 08.09.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.09.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 SVIÐSLJÓS Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Almenningur á Húsavík sýndi lítinn áhuga opnum fundi síðdegis í gær, þar sem fulltrúar Umhverfisstofnun- ar (UST) kynntu tillögu að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju á Bakka. Flestir þeirra sem sátu fundinn voru starfs- menn Umhverfisstofnunar eða fyrir- tækisins PCC Bakki Húsavík, verk- smiðjunnar sjálfrar. Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að nýju starfsleyfi fyrir verk- smiðjuna og hefur fólk frest til 15. þessa mánaðar til að gera athuga- semdir. Því var blásið til kynningar- fundar og fjallað um útgáfu starfs- leyfis, um eftirlit með mengandi starfsemi og umhverfisvöktun sem tengist starfseminni. Einn fundarmanna, starfsmaður PCC, harmaði það í samtali við Morgunblaðið hve fáir bæjarbúar létu sjá sig. Sagði hann marga hafa sterkar skoðanir á uppbyggingunni á Bakka og því hefði verið gott ef þeir hefðu mætt og látið skoðanir sínar í ljósi. Margir tengjast vinnustaðnum Starfsmenn UST fjölluðu almennt um starfsleyfi, lög og reglugerðir og síðan sérstaklega um þá þætti varð- andi PCC. Einnig var fjallað um drei- filíkön, vöktun loftgæða og aðra vökt- un umhverfis. Þá töluðu fulltrúar PCC um umhverfismál. Þegar fundarmönnum gafst kostur á að leggja orð í belg var einkum rætt um mengun og eftirlit með henni. Einn fundargesta benti á að margir íbúa bæjarins tengdust verksmiðj- unni beint eða óbeint; tíundi hver bæjarbúi myndi líklega starfa þar og samfélagið í heild væri því að mörgu leyti vanhæft þegar kæmi að um- hverfisþáttum. Brýndi hann Um- hverfisstofnun til þess að fylgjast strax með af kostgæfni og ábyrgð og lagði raunar til að stofnunin kæmi sér upp starfsmanni á Húsavík. Vert er að geta þess að fram kom í máli starfsmanna UST að kröfur um lyktarmengun hafi verið settar inn í tillögu að starfsleyfi, sérstaklega sak- ir þess hvernig ástandið hefur verið í Reykjanesbæ undanfarið vegna kís- ilversins í Helguvík. Ástandið þar sé fordæmalaust og hvorki starfsmenn UST né starfsbræður þeirra í Noregi hafi kynnst öðru eins. Þorkell Björnsson, starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE) á Húsavík, setti fram þá einu gagnrýni sem fram kom á til- lögu að starfsleyfinu. Hann benti á að PCC hefði á sínum tíma sagst ekki myndu urða úrgang á lóð verksmiðjunnar heldur yrði hann afhentur viðurkenndum þjónustuað- ila. Samkvæmt upplýsingum frá 2013 væri gert ráð fyrir 1.250 tonnum úr- gangs á ári miðað við framleiðslu upp á 33.000 tonn en 2.500 tonnum ef verksmiðjan yrðu stækkuð og fram- leidd yrðu 66.000 tonn á ári. „PCC svaraði því á sínum tíma að fyrirtækið myndi leitast við að há- marka magn seljanlegra afurða og minnka þannig það magn úrgangs sem myndaðist við framleiðslu,“ sagði Þorkell. Nú væri því haldið fram að nánast allt yrði hægt að selja og til förgunar yrði aðallega umbúða- úrgangur, plastfilmur, timbur og fleira slíkt, svo og heimilisúrgangur. „Nú er því gert ráð fyrir 326 tonnum úrgangs í fyrsta áfanga en 652 tonn- um í öðrum áfanga, ef verksmiðjan verður stækkuð,“ sagði hann. Algjört neyðarúrræði „Í tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi er samt inni talan sem PCC var með fyrst; að samanlagður úrgangur sem þarf að fara í viður- kennda móttökustöð skuli ekki vera meira en 2.500 tonn á ári. Talsmenn fyrirtækisins tala reyndar þannig að þeir eigi ekki von á því, en ef þetta verður óbreytt er þessi tala í starfs- leyfinu og það finnst mér ekki ganga. Ef PCC sér sér ekki hag í að flytja þetta út eigum við þá að sitja uppi með úrganginn? Þetta þyrfti að vera algjört neyðarúrræði og ætti að vera þannig í starfsleyfinu.“ Erlingur Jónsson, sem er í forsvari fyrir umhverfis-, öryggis- og gæða- mál PCC, sagði stefnt að því að selja allar afurðir frá verksmiðjunni. „Það getur komið fyrir að þær uppfylli ein- hvern tíma ekki kröfur kaupenda, af einhverjum sökum, og þá verðum við að hafa möguleika á að losna við af- urðirnar en það verður algert neyð- arúrræði að haugsetja það eða urða,“ sagði hann í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Starfsleyfi Húsvíkingar á fundinum í gær en hann var haldinn í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna. Ekki mikill áhugi  Fámennt á kynningu Umhverfisstofnunar á tillögu að starfsleyfi kísilverksmiðjunnar á Bakka við Húsavík Húsavík Frá fundinum þar sem fjallað var um starfsleyfi kílisversins. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is 99 ára kona sem sótti nýverið um var- anlegt pláss á hjúkrunarheimili í Reykjavík fékk höfnun á þeim for- sendum að önnur úrræði væru ekki fullreynd. Konan, sem fram að þessu hefur verið mjög hraust, er nú nánast rúmliggjandi og háð aðstoð ættingja. „Amma hefur alltaf verið hraust og ern, en nú er líkaminn farinn að gefa sig. Ég og mamma höfum séð um þarfir hennar og ekki sótt um neina aðstoð frá borginni. Henni hrakaði mjög á síðasta ári, svo að við ákváðum í vor að sækja um hjúkr- unarheimili. Hún hafði tvisvar nýtt sér hvíldarinnlögn á Hrafnistu og fannst það gott fyrir sig. Við töluðum við heimilislækni sem skrifaði bréf sem sagði að hún gæti ekki lengur verið heima og hefði þörf fyrir hjúkr- unarheimili, elliheimili væri ekki nægjanlegt fyrir hana. Við fengum höfnun á þeim forsendum að það væri ekki fullreynt að nýta sér þau úrræði sem byðust til stuðnings til áframhaldandi búsetu á eigin heimili, eins og að fá þjónustu heim, en málið er að við höfum hjálpað henni með þá þjónustu,“ segir Hólmfríður Krist- jánsdóttir, barnabarn konunnar. „Þá segir að athuga mætti með dægra- dvöl, en það er ekki hægt að bjóða 99 ára konu sem liggur að mestu leyti í rúminu, sér ekki orðið vel, heyrir illa og er nánast kraftlaus, að fara með rútu á daginn í dægradvöl og liggja þar. Einnig er sagt að það mætti at- huga með öryggis- eða þjónustuíbúð á vegum sveitarfélaganna. Ég gerði það en fékk þau svör að hún mætti ekki eiga fasteign eða aðrar eignir yf- ir 28 m.kr. til að komast þar inn. Amma á fína íbúð og er því ekki gjaldgeng. Nú er staðan sú að hún á bara að vera heima en við ætlum að hitta öldrunarlækni og sækja um aftur fyr- ir hana. Það er gott að leyfa fólki að vera heima eins lengi og það getur en það passar ekki fyrir hana, hún er orðin það gömul og það munar um hvert ár hjá svona öldruðum ein- staklingi,“ segir Hólmfríður. 99 ára fékk „nei“ við plássi á hjúkrunarheimili  Var bent á að skoða önnur úrræði Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Á ferð í Reykjavík Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir og formaður færni- og heilsumats- nefndar höfuðborgarsvæðis, segir ýmislegt geta komið til þegar fólk fær höfnun um dvöl á hjúkr- unarheimili. T.d. er alloft mælt með að fólk fái heildrænt öld- unarmat til þessa að ganga úr skugga um að fullnægjandi greining, meðferð og eða endurhæf- ing hafi verið reynd. „Við höfum ekki heimild skv. reglugerð til þess að samþykkja matið fyrr en búið er að ganga úr skugga um að það sé búið að meðhöndla allt sem er með- höndlanlegt. Ýmislegt getur skert lífsgæði fólks, sem hugsanlega má snúa við og okkur ber að passa upp á að það sé ekki látið hjá líða. Stund- um sést að veruleg líkindi séu til að viðkomandi einstaklingur þurfi að fara á hjúkrunarheimili, þá er það samt í þágu hans að búið sé að fara vandlega yfir málið og koma fólki til eins góðrar heilsu og færni og kost- ur er upp á lífsgæði að gera, alveg óháð því hvort fólkið býr heima eða á hjúkrunarheimili í framhaldinu.“ Pálmi segir þjónustu frá ætt- ingjum vera tekna sem ígildi op- inberrar þjónustu og ætti ekki að skerða möguleika einstaklingsins á að fá annarskonar þjónustu eða pláss á hjúkrunarheimili. „Stundum taka ættingjar mikið á sig en ef ein- staklingurinn sjálfur hefur ákveðna færni og heilsu til að vera áfram heima þá mælum við gjarnan með dagdvöl eða reglulegum hvíldarinn- lögnum, til þess að ættingjar geti hlaðið batteríin og stutt ástvin sinn lengur heima.“ Þá segir Pálmi að matið fari ekki eftir aldri því 100 ára einstaklingur getur verið betur á sig kominn en áttræður. „Við reynum alltaf að vanda okkur í þessu mati en erum háð þeim upplýsingum sem við fáum því við hittum ekki fólkið sem á hlut að máli. Við erum alltaf að meta inn- send gögn frá fagfólki og við verð- um að treysta á að allar mikilvægar upplýsingar skili sér í okkar hendur, ef mistök verða í upplýsingamiðlun er hægt að senda fyllri upplýsingar og óska eftir endurmati.“ Pálmi V. Jónsson Matið fer ekki eftir aldri Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Þessi viðurkenning er til marks um þann einstaka árangur sem náðst hefur og um leið það mikla og góða starf sem allir aðilar verkefnisins hafa lagt á sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um þá við- urkenningu sem átak lögreglunnar og sveitarfélaga gegn heimilisof- beldi hefur hlotið hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Fjallað var sérstaklega um verkefnið í nýút- kominni skýrslu stofnunarinnar sem framúrskar- andi nýsköpunar- verkefni og valdi OECD íslenska samstarfsverkefnið jafnframt sem fyrirmynd af því hvernig hægt er að breyta rótgrónu kerfi til hins betra. „Verkefnið hefur vakið töluverða athygli erlendis og það er fyrst og fremst góðum árangri þess að þakka. Árangri sem ekki hefði náðst án góðs samstarfs allra aðila sem koma að þessu. Barátta gegn heim- ilisofbeldi vinnst ekki í einni stofn- un,“ segir Sigríður Björk og bendir á mikilvægi þess að þolendur heim- ilisofbeldis eigi í einhver hús að venda. „Starf sjálfstæðra stofnana og góðgerðarsamtaka á borð við Kvennaathvarfið er mikilvægur lið- ur í þessu samstarfi og út úr þessu vaknaði t.d. hugmyndin um athvarf- ið í Bjarkarhlíð.“ Frá Suðurnesjum til Svíþjóðar Í skýrslunni er greint frá því hvernig lögreglan og sveitarfélögin tóku upp nýtt verklag í þessum málaflokki og sendu þau skilaboð að heimilisofbeldi væri ekki liðið. Verk- lagið var upphaflega þróað á Suð- urnesjum og tekið upp í framhald- inu hjá öðrum lögregluyfirvöldum. Í byrjun árs 2015 hófst innleiðing og þróun verkefnisins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með áður- nefndum árangri og viðurkenningu. „Lögregluembætti í nágranna- löndum okkar hafa veitt verkefninu athygli og er t.a.m. verið að innleið sambærilegt kerfi í Gautaborg að fyrirmynd þess kerfis sem við höf- um þróað hér,“ segir Sigríður Björk. Átak lögreglunnar vekur athygli erlendis  Efnahags- og framfarastofnun Evrópu veitir átaki lögreglu gegn heimilisofbeldi viðurkenningu Sigríður Björk Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.