Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Það var heljarinnar stemningí salnum á hátíðarfrumsýn-ingu á Undir trénu. Þegarhefur skapast nokkur spenna fyrir myndinni í kjölfar þess að hún komst inn í keppnisflokk á Feneyjakvikmyndahátíðinni, sem er mikið fagnaðarefni fyrir aðstand- endur hennar og auðveldar alla dreif- ingu á myndinni. Svo virðist sem vel hafi verið staðið að öllu kynningarefni fyrir myndina, að einu atriði und- anskildu sem ég kemst ekki hjá að nefna. Það er plakatið fyrir íslenskan markað, sem er ekki nærri því eins og fínt og alþjóðlega plakatið, og end- urspeglar engan veginn þá fag- mennsku sem einkennir myndina sjálfa. Hafsteinn leikstjóri og flokkur annarra karla sem gerðu myndina héldu stuttar ræður fyrir sýningu líkt og tíðkast. Ræða Hafsteins var afar góð, stutt og hjartnæm, með örlitlu viskukorni undir lokin þar sem hann impraði á því að nú væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að framleiða gæðaefni á íslensku. Það kostar pen- inga að viðhalda tungumáli og við verðum að gera það að pólitískri stefnu okkar. Heyr, heyr! Hófst svo myndin við glymjandi lófatak. Í upphafi sjást parið Atli og Agnes, persónur Steinþórs Stein- þórssonar og Láru Jóhönnu Jóns- dóttur, fara í háttinn. Það er gefið sterklega í skyn að sambandið sé kynferðislega kulnað, þau snúa sér sitt í hvora áttina og hún setur upp eyrnatappa. Því bregður manni nokk- uð við þegar klippt er á senu af nokk- uð groddalega filmuðu kynlífi, sem kemur í ljós að er á tölvuskjá sem Atli er að horfa á. Myndbandið sýnir hann hafa samræði við aðra konu. Agnes grípur hann glóðvolgan, sakar hann um framhjáhald og rekur hann á dyr. Við tekur kreditlistinn sem endar á dulúðugum skotum af trénu sem tit- illinn vísar til og minna helst á eitt- hvað úr smiðju David Lynch eða Terrence Malick. Tréð stendur í garði foreldra Atla, þeirra Ingu og Baldvins (Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson). Fólkið í næsta húsi, Konráð og Eybjörg (Þor- steinn Bachmann og Selma Björns- dóttir), hafa lengi krafist þess að tréð sé snyrt þar sem það skyggir á pall- inn þeirra. En Inga er heldur betur ekki á þeim buxunum og virðist hafa einskæra unun af því að gera ná- grönnum sínum gramt í geði. Smám saman er okkur gert ljóst að hegðun Ingu stafar af einhverju meira og al- varlegra en að hún sé bara heiftúðug gömul kerling. Einhverjum árum áð- ur varð fjölskyldan fyrir hræðilegu áfalli, sem hefur aldrei verið gert upp sem skyldi. Þetta atvik hvílir enn þungt á fjölskyldunni og Ingu mest af öllum. Eftir því sem sagan mjakast áfram stigmagnast nágrannaerjurnar og þróast út í hrein og bein voðaverk. Á sama tíma reynir Atli að ræða málin við Agnesi, sem gengur afar baga- lega, og það er óvíst að hann fái að halda forræði yfir Ásu litlu dóttur þeirra. Þema myndarinnar er fremur al- þjóðlegt og hún gerist ekki, andstætt mörgum myndum sem hafa komið út nýverið, í séríslenskum aðstæðum eða umhverfi. Það er lítið sýnt af ís- lenskum eða reykvískum kennileitum og myndin gæti átt sér stað hvar sem er, sem ég tel vera góða ákvörðun þar sem engin athygli er dregin frá at- burðarásinni. Þótt myndin hafi mjög almenna skírskotun fæst hún við sértækan kima íslenskrar menningar, þ.e.a.s. hvernig Íslendingar geta verið heim- óttarlegir þorparar. Ísland er agnar- smátt samfélag sem hefur lengst af verið dreifbýlt. Það er hugsanlega þess vegna sem svo margir Íslend- ingar, líka þeir sem hafa búið í borg áratugum saman, eru óhemju lélegir í því að umbera nágranna sína. Þetta endurspeglast í þræðinum um ná- grannaerjurnar um tréð. Best af öllu skilar þetta sér þó í at- riði sem gerist á húsfundi í blokk Atla og Agnesar. Húsfundurinn er atriði sem stimplar sig rakleiðis inn í ís- lenska kvikmyndasögu sem sígilt at- riði. Það er óborganlega fyndið og fangar fullkomlega plebbalegt ís- lenskt samfélag. Þarna er fólk, sem á ekki nokkurn skapaðan hlut sameig- inlegan annan en að búa í sama fjöl- býlishúsi, komið saman til að ræða drenlögn á meðan formaður hús- félagsins bölsótast út í ungt par í blokkinni sem lifir einkar litskrúðugu ástarlífi, með tilheyrandi látum. Full- komið atriði. Undir trénu skiptist á að vera af- spyrnu fyndin og þrúgandi harmræn og þessi línudans lukkast einkenni- lega vel. En hann gerir áhorfand- anum líka svolítið erfitt fyrir, á köfl- um veit maður ekki hvernig maður á að bregðast við og sumum hlutum er erfitt að taka alvarlega. Áhorfandinn er alltaf á varðbergi, síspyrjandi hvað sé grín og hvað ekki. Þetta er bæði kostur og galli, maður þýtur milli til- finninga og fyrir vikið er myndin áhrifaríkari en ella. Þegar svona tví- skipting er annars vegar hefur maður engu að síður tilhneigingu til að vilja meira af öðru hvoru; meira grín eða meiri djúpköfun í persónurnar og sorgir þeirra. Kvikmyndataka og klippingar eru góðar og henta sögunni vel. Kosið er að nota meira af handheldum og hráum tökur í sögulínu Atla og Agnesar en í nágrannaerjunum er myndavélin hógværari og notast við hægt þys og súmm sem magnar upp spennunna í samskiptum grannanna. Heildaryfirbragð myndarinnar er nokkuð grátt, sem er skiljanleg ákvörðun en þar af leiðandi varð útlit hennar ögn flatara en ég hefði kosið. Leikmynd og búingar vekja ekki mikla athygli en eru afar vel úr garði gerð og þá gefa búingarnir sér í lagi sterkar vísbendingar um persónu- leika karakteranna. Stjarna myndarinnar er Edda Björgvinsdóttir, sem gæðir persónu Ingu ótrúlegri dýpt. Mér þykir Inga líka vera best skrifaði karakterinn, hún fær bitastæðustu línurnar. En það þarf auðvitað sterkan leikara til að skila þeim eins og vera ber og það gerir Edda svo sannarlega. Reyndar sýna allir leikarar myndarinnar góða frammistöðu, það er helst að Steindi sé aðeins óöruggari en hinir leik- ararnir en hann skilar þó fyrirtaks dagsverki. Steindi vinnur prýðilega með per- sónu Atla sem er lúser með mjúkan kjarna. Framan af telur maður hann vera algjört óféti en svo reynist meira í hann spunnið. Hann er í vandasamri stöðu í forræðismálinu og þar deilir myndin á núverandi kerfi sem mis- munar feðrum í skilnaðarmálum. Hins vegar er málstaður Agnesar líka tekinn fyrir, sem er ánægulegt, því þá verða deilur þeirra raunsærri og ekki bara einsleit barátta góðs og ills þótt málalyktir séu ofurlítið endasleppar. Undir trénu er mikil þeysireið, sem leiðir áhorfendur þvers og kruss um tilfinningaskalann og þrátt fyrir stöku hnökra ætti ekki nokkrum manni að leiðast. Hún er í senn bráð- fyndin og hádramatísk en fyrst og fremst margslungin saga um mik- ilvægi heilbrigðra samskipta. Ef illt er sífellt goldið með illu er hætt við að illa fari. Stjarna Edda Björgvinsdóttir er stjarna Undir trénu, gæðir persónu Ingu ótrúlegri dýpt, að mati gagnrýnanda. Þvers og kruss um tilfinningaskalann Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Undir trénu bbbbn Leikstjórn: Hafsteinn Gunnar Sigurðs- son. Handrit: Huldar Breiðfjörð og Haf- steinn Gunnar Sigurðsson. Kvikmynda- taka: Monika Lenczewska. Klipping: Kristján Loðmfjörð. Tónlist: Daníel Bjarnason. Aðalhlutverk: Steinþór Hró- ar Steinþórsson, Lára Jóhanna Jóns- dóttir, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þor- steinn Bachmann. 89 mín. Ísland 2017. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR SÝND KL. 4, 6 SÝND KL. 4 SÝND KL. 8, 10.30SÝND KL. 10.30SÝND KL. 6, 8, 10 SÝND KL. 8SÝND KL. 4, 6 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝJAR OG SPENNANDI HAUSTVÖRUR Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.