Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 ✝ Björg Rafnarfæddist í Kristnesi i Eyja- firði 1. september 1945. Hún lést á Landspítalanum þann 21. ágúst 2017. Björg var dóttir Bjarna Rafnar yf- irlæknis og Berg- ljótar Sigríðar Haralz húsmóður. Systkini Bjargar eru Haraldur Rafnar, Kristín Rafnar og Þór- unn Rafnar. Árið 1968 giftist Björg eft- irlifandi eiginmanni sínum Öss- loknu lærði hún lífeindafræði í Stokkhólmi þar sem þau Össur kynntust. Eftir heimkomu hóf Björg nám í læknisfræði og út- skrifaðist árið 1976. Björg stundaði svo sérnám í veiru- fræði í Stokkhólmi og hlaut sér- fræðileyfi árið 1983. Björg vann sem sérfræðilæknir í veirufræði á Rannsóknarstofu í veirufræði, Blóðbankanum og á Tilrauna- stöð Háskóla Íslands í meina- fræði að Keldum. Þá vann hún við rannsóknir á Frederick Cancer Research and Develop- ment Centre í Bandaríkjunum um þriggja ára skeið. Útför Bjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 8. sept- ember 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. uri Kristinssyni. Börn þeirra eru Bjarni Össurarson, maki Sigrún Ósk Þorgeirsdóttir, dæt- ur þeirra Hrafnhild- ur og Björg. Lilja Össurardóttir, maki Bjarni Ásbjörnsson, börn þeirra Brynjar, Össur og Bergur Tjörvi. Börn Brynj- ars og Ingu eigin- konu hans eru Jóel Freyr og Ylfa Rán. Björg ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri. Að því Björg var elst okkar systkin- anna og höndlaði það hlutverk af ábyrgð og talsverðri útsjónar- semi. Hún passaði okkur sem sjá- aldur auga síns þegar við vorum lítil, beitti sjaldan hótunum en oft- ar mútum. Í augum mínum var hún flottust af öllum, grannvaxin, svarthærð og græneygð mennta- skólaskvísa í rauðum kjól á leið á árshátíð. Mikið dansfífl og ófor- betranleg svefnpurka sem túber- aði hárið á okkur yngri systrunum í veglegar heysátur þegar vel lá á henni. Svo hvarf hún að heiman og fór á vit ævintýra í Stokkhólmi. Lærði lífeindafræði, náði augnsambandi við ungan gervilimasmið og eign- aðist Bjarna og Lilju sem voru bestu litlu frændsystkin sem hægt var að ímynda sér og alltaf gaman að hnoðast með. Litla fjölskyldan flutti heim og á meðan Össur lagði nótt við nýtan dag að koma fólki á fætur og stofnsetja fyrirtæki sitt lærði Björg læknisfræði og klín- íska veirufræði. Hún var fyrir- myndin mín, klárari en flestir og duglegri en allir, keyrði hratt, eld- aði mat úr hráefnum sem ég hafði aldrei séð, hlustaði á óperur og Cornelis Vreeswijk og þeysti á milli grunnskóla til að bólusetja heilu árgangana gegn rauðum hundum. Hún sagði sínar skoðanir tæpitungulaust, gat stundum hækkað róminn en langrækni var ekki hluti af hennar geðslagi. Svo liðu árin, Björg vann við veirufræðirannsóknir í Svíþjóð, á Landspítalanum, Keldum og í Bandaríkjunum þar sem við átt- um margar góðar stundir. Hún átti mörg áhugamál fyrir utan veirurnar, bókmenntir, sögu, hannyrðir og tónlist en fjölskyld- an var alltaf í fyrsta sæti. Hún var óþreytandi í að sinna börnum og barnabörnum, hillumetrar af bók- um voru lesnir upphátt, farið í leikhús og bíó, búnir til grímubún- ingar á öskudaginn og farið í ferðalög innan lands og utan. Aðr- ir í fjölskyldunni nutu í ríkum mæli góðs af framtakssemi og ör- læti þeirra Össurar á fleiri vegu en unnt er að telja upp hér. Ég kveð stóru systur mína með þakklæti fyrir allt sem hún var mér og mínum. Frá því að ég man eftir mér gat ég treyst á hana ef í harðbakkann sló, hún var barma- full af skynsemi, raunsæi og örlæti og var lítið fyrir að velta sér upp úr dægurþrasi. Hún gaf mér fyrstu Barbie-dúkkuna mina og kynnti mig fyrir Pétri og úlfinum, Tolkien, Mariu Callas og hvítlauk. Hún lærði með mér diskódans, bauð mér á tónleika og allri fjöl- skyldunni í ævintýraferðir. Hún saumaði handa mér diskaservíett- ur, jóladúka og prjónaði á mig lopapeysu. Hún verður alltaf í hjarta mínu og lifir áfram í börn- um sínum og barnabörnum sem voru henni svo óendanlega kær. Blessuð sé minning hennar. Þórunn Rafnar. Í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. (Guðmundur Guðmundsson) Það er með söknuð í hjarta, sem ég í dag kveð mágkonu mína, en hún hefur nú lokið jarðvist sinni og fengið sína hinstu hvíld. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samfylgd með henni í áratugi og upp í hugann koma ótal minningar um góðar stundir, sem munu verða vel varðveittar í hjarta mér um ókomin ár. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Hvíl í friði, elsku Björg. Þín Rósa. Ég kom inn í fjölskyldu Bjarg- ar sem unglingur og kynntist þá þeim hjónum sem afar víðsýnum einstaklingum sem höfðu ferðast um heiminn. Þau hlustuðu á fram- andi tónlist og höfðu kynnst menningarstraumum sem við Kristín, unglingarnir, þekktum ekki. Seinna bjuggum við öll í sama fjölbýlishúsi og áttum þá margar góðar stundir með þeim og börnum þeirra. Þar bjuggum við hjónakornin raunar undir súð en líka undir verndarvæng Bjarg- ar og Össurar því við fengum af- not af eldhúsi og þvottavél, svo fátt sé nefnt. Þær eru okkur í fersku minni öræfaferðirnar með Björgu og Össuri. Þau áttu stóran jeppa og hægt var að fara á ýmsa staði sem við höfðum ekki séð áður. Alltaf voru ferðirnar jafn skemmtilegar og margar voru óvenjulegar. Ein þeirra varð þó minnisstæðari en aðrar. Þegar Bjarni sonur okkar var fjögurra ára gamall bauðst okkur feðgum að fara með fjölskyldu þeirra í Reykjadal, en slíkt var af- ar óvenjulegt á þeim tíma. Við gengum upp frá Hveragerði, tjölduðum og gengum síðan áfram framhjá Kattartjörnum þar til við fengum ótrúlegt útsýni yfir Þing- vallavatn. Björg hafði hins vegar sett blómkálshaus í plastpoka og lagt hann í heitan hver svo hann var fullsoðinn þegar við komum tilbaka. Síðar fengum við tækifæri til að ferðast með þeim í siglingum um ýmis höf og kynnast þannig fólki og stöðum á nýstárlegan hátt. Björg var bóngóð með eindæm- um og alveg sérstaklega þegar börn voru annars vegar. Alltaf gat Björg aðstoðað og virtist aldrei skipta máli hvernig á stóð hjá henni sjálfri. Oftar en ekki var því leitað til hennar þegar við þurftum barnapössun og alltaf kom Bjarni heim með stjörnur í augum því Björgu hafði dottið eitthvað í hug og gert með því daginn einstakan. Síðar urðu þeir sem bræður, Stef- án Björn sonur okkar og Össur, barnabarn þeirra hjóna. Með sínu jákvæða viðmóti hafði Björg mikil áhrif á öll börn í fjölskyldunni. Börnin sem Björg passaði eru í dag mörg fullorðin og jafnvel orð- in foreldrar. Viðmót þeirra gagn- vart börnum endurspeglar þá hlýju, umhyggju og þolinmæði sem Björg sýndi þeim á unga aldri. Það ber vitni um góðan orðs- tír Bjargar að vera minnst af mörgum kynslóðum fyrir þessa hlýju. Við kveðjum Björgu með sökn- uði og sorg í hjarta. Gunnar Stefánsson. Nú er skarð fyrir skildi í göngu- hópnum. Björg hefur verið með okkur vinkonum og skólasystrum í tæpan áratug í þessum hóp. Við höfum hist vikulega, farið í göngu meðan stætt var og setið síðan saman yfir kaffi og meðlæti og rætt um allt milli himins og jarðar. Héldum að við gætum leyst lífs- gátuna og okkur varð líka tíðrætt um blessuð barnabörnin. Þetta voru góðar stundir. Björg lét hvergi deigan síga í barningnum við erfiðan sjúkdóm. Við erum þakklátar fyrir góðar minningar, þeim grandar hvorki mölur né ryð. Við vottum Össuri og fjöl- skyldunni hjartans samúð. Alfa Astrid, Ólöf og Steinunn. Líf okkar er óskiljanlegt ævin- týr með öllum sínum tilviljunum sem breyta öllu í lífshlaupi manna. Ein slík hending varð fyrir liðlega hálfri öld þegar við tveir ungir námsmenn, sem vorum uppteknir við að reyna að skilja veröldina með því að hlusta á „Ljóð jarð- arinnar“ eftir Mahler og J.S. Bach í túlkun Jacques Loussiers, hitt- um af tilviljun tvær hjúkkur frá Akureyri í fullveldisboði í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi. „Ten- ingunum var kastað“, síðan þá hafa Björg og Össur verið óað- skiljanleg og ekkert varð úr frek- ari krufningu á „Lied von Erde“. Björg var frá upphafi okkar kynna ógleymanleg með sinn akureyrska sjarma og sitt sérkennilega bros sem lýsti henni svo vel og sætti hennar við veröldina. Hún hafði viðmót sem efldi aðra til afreka. Að henni stóðu sterkar gáfu- mannaættir enda þótt enginn hugsaði út í það þá og við áttum fjögur saman ógleymanleg kvöld og okkur Stefaníu var ljóst að ungu skötuhjúin voru ástfangin upp fyrir eyru. Svo skildu leiðir og lífið hélt sín- um uppátækjum. Björg lauk læknanámi með láði og hóf störf á veirurannsóknastöðinni á Keldum þar sem hún vann um árabil og Össur stofnaði sitt stoðtækjafyr- irtæki, sem síðar varð ein af sterk- ustu stoðum íslensks efnahagslífs. Á bak við öll hans afrek stóð Björg, hans líf og ást. Þau hófu búskap í íbúð frænku Bjargar, Aðalheiðar Sigurðar- dóttur, þá ein fremsta kvenrétt- indakona Íslands, á mótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar. Síðan keyptu þau sér hús í „Karde- mommubænum“ á mörkum Hæð- argarðs og Grensásvegar sem fyr- irtæki mitt byggði. Minn elskulegi lífsförunautur Freyja (sem ég missti úr krabbameini fyrir 14 ár- um) og Össur áttu ekki skap sam- an svo minna varð úr samskiptum okkar um langt árabil en ég hefði óskað. Síðan þegar börn þeirra Bjargar og Össurar voru komin í framhaldsnám keyptu þau hjón tvær „Permaform“ íbúðir af okk- ur. Við stóðum okkar plikt og af- hentum á réttum tíma. Þegar ég svo mörgum árum seinna spurði Össur í síma hvernig ég gæti kríað út styrk fyrir tónlistarhátíð hér úti í Provence hjá Össuri hf., þá þagn- aði Össur og ég heyrði hann tala við Björgu og skömmu síðar sagði hann „við getum styrkt þig“ og rausnarlegur styrkur kom inn á reikning tónlistarhátíðarinnar skömmu síðar. Einlægum þökk- um er hér með komið á framfæri þótt seint sé. Undanfarin ár höfum við oftar en ekki, þegar ég hef heimsótt Ís- land með minni nýju konu, Nat- halie, fengið okkur rauðsprettu saman á Jómfrúnni. Björg og Öss- ur tóku minni nýju konu afar vel og er ég þeim þakklátur fyrir það. Nú er Björg öll en hvílíkt ævintýri hefur líf ykkar verið! Hvílíkur hamingjuhrólfur þú mátt vera, Össur, að hafa átt slíka konu í meir en hálfa öld. Allar ár renna að ósi. Ég votta börnum og fjölskyldum þeirra einlæga samúð og Össur minn, Guð veri með þér. Lífið heldur áfram. Ármann Örn Ármannsson Góð vinkona okkar og sam- starfsmaður, Björg Rafnar, lækn- ir og veirufræðingur, er látin fyrir aldur fram eftir baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Það fækkar smátt og smátt í Keldnaveiruhópnum, núverandi og fyrrverandi starfsfólk sem hef- ur komið reglulega saman í nærri tvo áratugi til að halda hópinn, drekka kaffi og spjalla stundar- korn á kaffihúsum hér og þar um bæinn. Eitt af aðalverkefnum Bjargar á Tilraunastöðinni á Keldum var að tjá og framleiða ónæmisvaka mæði/visnuveirunn- ar, þ.e.a.s. prótein veirunnar, bæði heil og í hlutum. Tjáningarvinn- unni sinnti hún hjá samstarfsaðil- um á rannsóknarstofu í Frederick í Maryland, Bandaríkjunum. Hún setti síðan próteintjáningarkerfið upp á Keldum og við tókum að framleiða og prófa endurröðuð prótein og nota þau til að þróa bóluefni gegn veirunni. Björg var fádæma viljug og hamhleypa til vinnu. Hún hringdi gjarnan í þann sem fyrstur var mættur og gaf fyrirmæli um að kveikja á hitablokkinni og taka út sýnin því hún þurfti fyrst að skutla og skjótast með börn og buru, vini og vandamenn. En Björgu var mjög annt um fólkið sitt og lagði sig fram um að sinna því. Síðan einhenti hún sér í að keyra raf- drátt og endalaus ónæmispróf. Ekki þó fyrr en hún hafði drukkið tvo bolla af sterku kaffi, án þeirra gat hún ekki hlaðið sýnum á hlaupin. Það þurfti líka vænan kaffiskammt á blóðtökumorgnum, áður en við klæddum okkur í gulu gallana og gúmmístígvélin og dönsuðum joðballettinn í nokkr- um einangrunarklefum. En þar átti að ganga nettum fótum ofan í bakka með joðlausn til sótthreins- unar. Björg var orðin mjög sjóuð bæði í kindablóðtökum og joðball- ett. Eftir athöfnina lyktuðum við eins og keytustampur svo fólk fitj- aði upp á nefið þegar við nálguð- umst. Einu sinni reyndi Björg að bjarga þessu við og mætti með stóra flösku af Chanel 5 ilmvatni svo að við gætum úðað yfir okkur, en einhvern veginn gerði það ein- ungis illt verra og flaskan var í mörg ár lítið notuð ofan í skúffu í skjalaskáp. Ýmislegt fleira á Keld- um minnir enn á Björgu og henn- ar mörgu handtök á staðnum. Bæði er þar efniviður frá henni sem enn er notaður og hillumetrar af vinnumöppum og gögnum. Björg var afskaplega greiðvikin og góð kona, alltaf tilbúin að lið- sinna og leggja sitt af mörkum. Hennar verður sárt saknað í veirukaffihópnum. Við, samstarfsfólk Bjargar af veirudeild Keldna, vottum fjöl- skyldu hennar og vinum innilega samúð. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Bergljót Magnadóttir, Elsa Benediktsdóttir, Eygló Gísladóttir, Roger Lutley, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Steinunn Árnadóttir, Valgerður Andrésdóttir Björg Rafnar ✝ Gísli Þór Frið-geirsson fædd- ist í Reykjavík 5. maí 1993. Hann lést 27. ágúst 2017. Foreldrar hans eru Guðrún Linda Valbjörnsdóttir, f. 2.1. 1969, og Frið- geir Guðmundsson, f. 7.8. 1962. Guðrún Linda er dóttir Sig- ríðar Bachmann, f. 12.4. 1946, og Valbjörns Þor- lákssonar, f. 9.1. 1934, d. 3.12. 2009. Foreldrar Friðgeirs eru Erla Friðgeirsdóttir, f. 16. 7. 1944, og Guðmundur Jakobsson, f. 29.11. 1941. Systkini Gísla Þórs eru Sigríður Erla Friðgeirs- dóttir, f. 7. október 1994, og Páll Ingi, f. 17. janúar 2003. Gísli Þór ólst upp í Kópavogi. Hann hóf grunnskólanám í Lindaskóla og lauk því frá Vatns- endaskóla. Að grunnskólanámi loknu vann Gísli Þór ýmsa verkamannavinnu bæði til sjós og lands. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 8. september 2017, og hefst at- höfnin kl. 13. Það er eins og gerst hafi í gær að þú komst brosandi í heiminn. Þú varst aðeins tveggja mánaða gamall þegar við fjölskyldan fór- um fyrst austur í Flatey til að heimsækja Palla. Við fórum á hverju sumri, þar til þú varðst 15 ára, í tvær vikur í senn, þar sem þú undir þér svo vel í sveitinni. Þú varst þriggja ára þegar fyrstu fiskarnir komu á land, eftir það varð ekki aftur snúið. Þú beiðst eftir því á hverju ári að fá að fara upp í sveit, allar fjöru- og fjallaferðirnar sem voru einnig ómissandi hluti af sumrinu. Í fyrstu umsögn sem við feng- um frá leikskólanum stóð hvað þú værir kraftmikill strákur en stríð- inn. Þú varst alltaf svo uppátækja- samur. Þegar þú varst aðeins þriggja ára gamall, straukstu úr leikskól- anum með eldri vini þínum og allir á leikskólanum fóru að leita að ykkur. Þessi uppátækjasemi fylgdi þér alla tíð og margar eru minning- arnar sem ylja manni um hjarta- rætur. Þú varst alltaf hörku duglegur í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Við erum svo þakklát fyrir tím- ann sem við fengum með þér. Þú verður alltaf í hjarta okkar og minning þín mun lifa. Takk fyrir allt, elsku Gísli okkar, hvíldu í friði. Þín fjölskylda, Linda, Friðgeir og börn. Elsku besti stóri bróðir minn. Síðustu dagar hafa verið svo erfiðir, hver klukkustund er eins og heil eilífð að líða. Tilfinningin er svo óbærileg og söknuðurinn meiri en orð fá lýst. Frá því að ég man eftir mér hefur þú alltaf passað svo vel upp á mig. Þú gafst lífinu lit, því þú varst allt- af svo uppátækjasamur. Hver einasta minning er mér svo dýrmæt og minningin er ljós í lífi mínu. Ég vil að þú vitir að ég elska þig svo mikið og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Einn daginn mun ég hitta þig aftur en þangað til mun ég hugsa til þín alla daga. Hvíldu í friði, elsku bróðir minn. Þín litla systir, Sigríður Erla (Sirrý). Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elskum þig. Amma og afi, Erla og Guðmundur. Elsku Gísli Þór okkar, allt í einu ertu farinn frá okkur. Mikið er erfitt að hugsa til þess að þú verðir ekki með okkur leng- ur . Við yljum okkur við góðar minningar með þér, þú dásamlegi og blíði Gísli okkar. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Elskum þig. Þínar frænkur, Þórunn (Tóta), Ólöf og Sæunn (Sæa). Elsku Gísli okkar. Elsku besti Gísli Þór okkar. Mikið sem það tók á okkur systk- inin þegar við fréttum að þú værir farinn frá okkur og við trúum ekki enn að við munum aldrei sjá þig aftur. Allar minningarnar sem við áttum með þér hafa farið í gegn- um huga okkar síðustu daga. Þá sérstaklega fjölskylduferðin okkar til Tenerife sumarið 2014, mikið sem okkur þykir vænt um að hafa náð að upplifa þá ferð með þér. Og öll okkar áramót saman frá því við vorum litlir krakkar. Því verða næstu áramót tómleg án þín. Nú kveðjum við þig, elsku frændi, með sorg í hjarta en yljum okkur áfram við allar góðu minn- ingarnar sem við áttum saman. Við munum sakna þín. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þín frændsystkini, Erla Dögg og Guðmundur Sævar. Gísli Þór Friðgeirsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.