Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Fellibylurinn Irma hélt áfram að valda mikilli eyðileggingu á eyjum í Karíbahafi í gær, lagði mörg hús í rúst og kostaði a.m.k. tíu manns lífið. Óttast er að manntjónið aukist. Yfir- völd á eyjunni Barbúda sögðu að hún væri „varla byggileg“ og um 95% húsa á eyjunni Saint Martin eru sögð hafa eyðilagst. Styrkur bylsins mældist enn á fimmta og hæsta stigi á kvarða sem kenndur er við vísindamennina Saffir og Simpson. Þegar fellibylur nær fimmta stigi er vindhraðinn yfir 80 m/s og sjávarstaða yfirleitt meira en 6 m hærri en í meðallagi, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Irma var í gær norðan við Dóm- iníska lýðveldið og stefndi að eyjun- um Turks og Caicos. Hætta var á miklum flóðum á eyjunum. Almannavarnastofnun Bandaríkj- anna, FEMA, sagði að búist væri við miklu tjóni á suðurströnd landsins þegar fellibylurinn kæmi þar að landi, líklega aðfaranótt sunnudags að staðartíma. „Meirihluti íbúa á ströndinni hefur aldrei lent í eins öfl- ugum fellibyl,“ sagði yfirmaður FEMA, Brock Long, í viðtali við CNN-sjónvarpið. Búist er við að þegar fellibylurinn kemur að landi í Flórída verði styrk- ur hans á fjórða stigi eins og fellibyl- urinn Harvey sem olli miklu tjóni í Texas fyrir tæpum tveimur vikum. Frá því að mælingar hófust hefur það aldrei gerst áður að tveir fjórða stigs fellibyljir komi að landi í Bandaríkj- unum á sama fellibyljatímabili. Eyjan „varla byggileg“ Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði að um 95% húsa á eyjunni Barbúda hefðu skemmst í óveðrinu. „Eyjan er bók- staflega undir vatni. Reyndar tel ég, eins og staðan er núna, að eyjan sé varla byggileg,“ sagði Browne í við- tali við breska ríkisútvarpið. Um 1.600 manns búa á Barbúda og Browne telur að um helmingur þeirra hafi misst heimili sitt. Minna tjón varð á eyjunni Antígva þar sem íbúarnir eru fleiri, eða um 80.000. Embættismenn sögðu að mikið tjón hefði orðið á eyjunum Saint Martin og Saint Barthélemy. Einn þeirra sagði að 95% húsa á Saint Martin hefðu eyðilagst. Miklar skemmdir urðu einnig á aðalflugvelli eyjunnar. Saint Martin lýtur yfirráð- um Frakklands og Hollands. Um þrjár milljónir manna voru án rafmagns í Púertó Ríkó vegna Irmu en tjónið virtist ekki vera eins mikið þar og óttast hafði verið. Óveðrið náði einnig til bresku eyjunnar Anguilla og Bresku Jómfrúreyja. Annar fellibylur, Jose, var austan við Irmu í Atlantshafi en stefndi ekki að eyjunum. Hann var skilgreindur sem fyrsta stigs fellibylur. Þriðji fellibylurinn, Katia, stefndi að strönd Mexíkó og gert var ráð fyr- ir að hann kæmi að landi í dag. Hann var einnig á lægsta stigi styrkleika- kvarðans. bogi@mbl.is Óttast meira manntjón  Fellibylurinn Irma hefur valdið mikilli eyðileggingu á eyjum í Karíbahafi  Um 95% húsa á tveimur eyjanna sögð hafa eyðilagst eða skemmst í óveðrinu AFP Hamfarir Frá Marigot, stærsta bænum í franska hluta Saint Martin. Mikið eignatjón varð á eyjunni af völdum Irmu. Jose Katia Irma Fellibyljir í Atlantshafi Heimild: Fellibyljastofnun Bandaríkjanna 250 km ATLANTSHAF KÚBA BANDARÍKIN MEXÍKÓ DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ PÚERTÓ RÍKÓ Karíbahaf Í gær kl. 05.00 Í gær kl. 03.00 Í gær kl. 06.00 Laugardag kl. 23.00 Fellibylur Öflugur fellibylur Hitabeltisstormur/lægð Mexíkóflói HAÍTÍ Þriðjudag 00:00 Þriðjudag kl. 00.00 Líkleg leið fellibylsins að ísl. tíma Spár Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur komið þingmönnum repúblik- ana í opna skjöldu með því að styðja tillögu demókrata um að tengja fjárveitingu til neyðaraðstoðar vegna fellibylsins Harvey við að- gerðir til að fjármagna starfsemi al- ríkisstofnana og hækka skuldaþak ríkisins þar til um miðjan desember. Þingmenn repúblikana urðu forviða og reiðir yfir ákvörðun Trumps, að sögn dagblaðsins The Wall Street Journal sem segir hana vekja spurningar um hvort forsetinn snúi sér nú að demókrötum á þinginu til að semja um breytingar á skattkerf- inu og innflytjendalöggjöfinni. „Sýnir klofning“ Talið er að ákvörðun Trumps auki spennuna í samskiptum hans við forystumenn repúblikana á þinginu. „Þetta kemur forystu repú- blikana í vandræði og sýnir klofn- ing,“ hefur The Wall Street Journal eftir Trent Lott, fyrrverandi leið- toga repúblikana í öldungadeild þingsins. Paul Ryan, forseti fulltrúadeild- arinnar, hafði sagt að tillaga demó- krata um að tengja fjárveitinguna vegna Harvey við hækkun skulda- þaksins í þrjá mánuði væri „fárán- leg og óframkvæmanleg“. Leiðtogar repúblikana höfðu upp- haflega lagt til að skuldaþakið yrði framlengt um átján mánuði, þannig að þingið greiddi næst atkvæði um það eftir þingkosningar 6. nóv- ember á næsta ári. Þegar leiðtogar demókrata höfnuðu þeirri tillögu lögðu repúblikanar til að þakið yrði framlengt um sex mánuði. Þingmenn repúblikana óttast að ákvörðun Trumps geti styrkt stöðu demókrata í næstu atkvæða- greiðslum á þinginu um skuldaþakið og telja að erfiðara verði fyrir repú- blikana að ná stefnu sinni fram í desember. bogi@mbl.is Repú- blikanar reiðir  Trump tók afstöðu með demókrötum Ríkissaksóknari Spánar sagði í gær að leiðtogar Katalóníu yrðu sóttir til saka fyr- ir áform þeirra um að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu í hér- aðinu um aðskiln- að frá Spáni. Enn fremur ættu spænsk yfirvöld að leggja hald á öll kjörgögn í tengslum við atkvæðagreiðsluna. Ríkissaksóknarinn Jose Manuel Maza kvaðst vera að undirbúa ákær- ur á hendur leiðtogum þings Kata- lóníu og embættismönnum í stjórn héraðsins sem hafa beitt sér fyrir at- kvæðagreiðslunni. Hann bætti við að saksóknarar í Katalóníu, ríkislög- regla Spánar og katalónska lögregl- an hefðu fengið fyrirmæli um að rannsaka allar ráðstafanir sem gerð- ar hafa verið til að undirbúa at- kvæðagreiðsluna vegna hugsanlegra saksókna fyrir „óhlýðni“, „vísvitandi blekkingar“ og „misnotkun á opin- beru fé“. Þing Katalóníu samþykkti at- kvæðagreiðsluna eftir heitar um- ræður í fyrradag. 52 andstæðingar hennar fóru af fundi áður en gengið var til atkvæða og af þeim sem voru eftir studdu 72 þingmenn atkvæða- greiðsluna en 11 sátu hjá. Áður hafði stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðað að atkvæða- greiðslan myndi ganga í berhögg við stjórnarskrána. „Óviðunandi óhlýðni“ Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði að leiðtogar Katalóníu, hefðu gerst sekir um „óviðunandi óhlýðni“ með því að samþykkja at- kvæðagreiðsluna. Hann bætti við að stjórnlagadómstóllinn yrði beðinn um að ógilda lög sem þing Katalóníu setti um atkvæðagreiðsluna. Sveitarstjórnir í Katalóníu hefðu einnig verið áminntar um að þeim bæri skylda til að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðslan færi fram. Talsmaður Katalóníustjórnar, Jordi Turull, sagði að hún myndi halda áformunum til streitu þrátt fyrir „umsátursaðgerðir“ spænskra stjórnvalda. „Við ætlum að gera þetta hvað sem á dynur vegna þess að við erum samningsbundin íbúum Katalóníu,“ sagði Turull. bogi@mbl.is Leiðtogarnir verða ákærðir  Katalónar undirbúa atkvæðagreiðslu um sjálfstæði  Yfirvöld boða saksóknir Mariano Rajoy Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.