Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 á því hversu mikið má flytja inn af ostum eða öðrum landbúnaðarvörum á fullum tollum. Hún rifjar upp að árið 2007 hafi tollkvótar fyrir ost verið auknir. Það hafi verið gert samkvæmt tvíhliða samningi við ESB, samkvæmt 19. grein EES-samningsins sem fjallar um verslun með landbúnaðarafurðir. Eykst um 410 tonn „Tollkvótum fyrir osta var síðast breytt árið 2007,“ segir Erna. Sam- kvæmt samningunum frá 2007 skyldi tollfrjáls kvóti fyrir ost vera 80 tonn á ári en 20 tonn fyrir svæðisbundinn ost. „Með nýjum samningum við ESB haustið 2015 hækka þessar töl- ur í 300 og 210 tonn frá og með miðju næsta ári,“ segir Erna. Samanlagt fer tollfrjáls kvóti á osti frá ríkjum ESB því úr 100 í 510 tonn. Til sam- anburðar er WTO-kvótinn 119 tonn en ekki tollfrjáls. Að sögn Ernu jafn- gildir aukningin, 410 tonn, rösklega 4 milljónum tonna af mjólk á ári. Þá megi nefna til samanburðar að heildarneyslan á osti frá ágúst 2016 til júlí 2017 hafi verið um 6.292 tonn. Tollfrjáls kvóti fyrir svæðisbund- inn ost verður aukinn í einu skrefi í 210 tonn. Kvótinn á almennum osti mun hins vegar aukast um 75 tonn á ári í fjögur ár, samtals 300 tonn sem áður segir. Mun þrýsta niður verðinu Samkvæmt því verður tollfrjáls kvóti á osti því 6-7% af heildarneysl- unni, sem er að aukast. Erna segir aðspurð að slík hlut- deild muni þrýsta niður verði á osti. Það muni aftur hafa áhrif á af- urðaverð til íslenskra bænda. Þá megi leiða að því líkur að innflutn- ingur muni enn aukast frá því sem nú er þegar samningurinn við ESB kemur til framkvæmda á næsta ári. „Nú virðist sem gengisstyrkingin sé að breyta samkeppnisstöðunni. Að auki er kominn nýr gerandi á þess- um markaði sem er Costco. Þótt við höfum ekki sundurliðaðar tölur um innflutning fyrirtækja vitum við að Costco er nær eingöngu með inn- flutta osta,“ segir Erna. Hún segir svæðisbundinn ost verndaðan með upprunamerkingum samkvæmt sérstökum reglum. Dæmi um slíkan ost er Roquefort- osturinn franski. Uppboðið verndaraðgerð Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, segir samtökin fagna aukn- um tollfrjálsum kvótum á osti. Hann rifjar upp að meirihluti at- vinnuveganefndar hafi um haustið 2015 samþykkt að úthluta toll- frjálsum kvóta fyrir osta sem njóta svæðisbundinnar tegundaverndar með hlutkesti og án endurgjalds. „Fram kom í rökstuðningi nefnd- arinnar að svæðisbundinn ostur væri ekki í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Í því fólst viðurkenning á því að uppboðið [á tollfrjálsum kvóta] er verndaraðgerð, sem rík- isvaldið hefur löngum verið tregt til að viðurkenna. Uppboðsleiðin er að- ferð til að beita tollvernd gagnvart vörum sem ættu að vera tollfrjálsar,“ segir Ólafur og bendir á að útboðs- gjaldið hafi hækkað í byrjun árs í framhaldi af ákvæði í búvörusamn- ingi um að hækka almenna tolla á osti. „Vegna þessa held ég að neyt- endur hafi ekki notið sterks gengis sem skyldi [hvað varðar verð á inn- fluttum osti],“ segir Ólafur. Leiði til verðlækkunar Hann telur aðspurður að með auknum tollfrjálsum kvóta á næsta ári verði hægt að bjóða innfluttan ost á samkeppnishæfara verði. Verð á osti á Íslandi geti þannig lækkað um jafnvel hundruð króna á kíló. „Það er mikil eftirspurn eftir inn- fluttum ostum og meiri fjölbreytni. Þannig að ég á ekki von á öðru en að kvótar fyrir osta verði ágætlega nýttir,“ segir Ólafur. Hann segir að þótt styrking krónu kunni að hafa aukið innflutning á osti sé útlit fyrir að markaðshlutdeild innflutts osts verði áfram lág. „Inn- anlandsneyslan eykst svo hratt í bú- vörum að hlutfallið í osti innfluttum á tollkvóta verður innan við 10%. Það er engu að síður hærra hlutfall en verið hefur. Vonandi hagræða inn- lendir framleiðendur vegna aukinnar samkeppni og fara að bjóða fjöl- breyttara úrval.“ Fleiri útboð hækka verðið Þá segir Ólafur útboðsgjaldið á uppboðum með ost vinna gegn mark- miði samkomulagsins við ESB. Með því að fjölga uppboðum úr einu í tvö á ári hafi gjaldið hækkað. Það hafi aftur bitnað á neytendum. Innflutningur á tómötum hefur einnig aukist mikið síðustu ár. Flutt voru inn tæplega 600 tonn árið 2012 en í fyrra hafði magnið tvöfaldast í 1.200 tonn. Á sama tíma jókst inn- flutningur á papriku úr um 1.250 tonnum í 1.484 tonn, eða um 19%. Innflutningur á osti stóreykst  Um 90% meira var flutt inn af osti á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra  Félag atvinnurekenda telur hækkanir á tollum hafa komið í veg fyrir enn meiri verðlækkun Innflutningur á osti, tómötum og papriku Kvóti í boði, tonn Umsóknir, tonn Breyting Umframeftirspurn 2016,margfeldi2014 2015 2016 2015-16 Ostur (vöruliður 406) 80 170 254 195 -23,2% 2,4 Ostur (svæðisbundinn) 20 37 52 80 53,8% 4,0 Meðalverð kr./kg Hækkun í % 2014 2015 2016 2014-16 2015-16 Ostur (vöruliður 406) 410 443 458 11,7% 3,4% Ostur (svæðisbundinn) 434 445 474 9,2% 6,5% Verð á tollfrjálsum kvóta2 Umsóknir um tollfrjálsan kvóta2 2. H ei m ild :F él ag at vi nn ur ek en da Heildarinnflutningur í tonnum1 Breyting 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2012-16 2015-16 Ostur 144 141 163 228 251 265 325 100% 23% Tómatar 597 780 870 1.097 1.205 102% 10% Paprika 1.249 1.310 1.326 1.369 1.484 19% 8% 1. Heimildir: Hagstofan/Bændasamtökin/Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði 1.500 1.200 900 600 300 0 2012 2013 2014 2015 2016 Ostur Tómatar Paprika Innflutningur í tonnum2012 til 2016 301 892 Innflutningur jan.-júlí Breyting Í tonnum 2016 2017 2016-17 Ostur 159 301 89% Tómatar 707 892 26% Paprika 904 996 10% 996 Innflutningur í tonnum í janúar til júlí 2016og2017 Ostur Tómatar Paprika 2016 Ólafur Stephensen Erna Bjarnadóttir BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Innflutningur á osti á fyrstu sjö mán- uðum ársins var tæplega 90% meiri en á sama tímabili í fyrra. Með aukn- um tollfrjálsum kvótum á næsta ári er útlit fyrir að innflutningurinn auk- ist frekar næstu ár. Samkvæmt samantekt Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur innflutningur á osti aukist úr 143,9 tonnum árið 2010 í 325 tonn árið 2016. Það er aukning um 126%. Erna Bjarnadóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að á fyrstu sjö mán- uðum ársins 2017 hafi verið flutt inn rúmlega 300 tonn af osti. Til saman- burðar voru flutt inn 159,4 tonn á sama tímabili í fyrra. Það er aukning um tæp 89% milli ára. Með sama áframhaldi fer innflutn- ingur á osti í fyrsta sinn yfir 400 tonn í ár. Það er rúmt kíló á hvern lands- mann. Ferðamenn auka eftirspurn Erna segir svo mikinn innflutning á osti án fordæma á Íslandi. „Slíkar tölur sáust ekki fyrir hrun. Þá var allt annað landslag í búvör- unum og innflutningur óverulegur. Síðan hafa verið settir tollkvótar og ferðamönnum fjölgað gríðarlega á fáum árum sem hefur aukið eftir- spurnina. Gengisstyrkingin hefur líka haft áhrif. Innfluttar vörur hafa lækkað í verði. Þessi þróun sýnir hvað breytingar geta orðið miklar á skömmum tíma, ef samkeppnis- staðan breytist mikið,“ segir Erna um þróunina. Að hennar sögn voru flutt inn milli 100 og 200 tonn af osti á ári á fyrstu árum aldarinnar. Sá innflutningur hafi verið á grundvelli kvóta Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) frá 1995. Kvóti WTO mið- aðist við 5% af meðaltalsneyslu á osti innanlands árin 1986-1988. Sá kvóti er á umtalsvert lægri tollum en al- mennir tollar á innfluttan ost. Erna segir hins vegar engar takmarkanir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Við skoðun á fasteignamati í þéttbýli á landinu kemur í ljós að það var lægst í Bolungarvík um síðustu ára- mót. Matið var hins vegar hæst í Þingholtunum í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef Byggða- stofnunar, en stofnunin fékk Þjóð- skrá Íslands til að reikna út fast- eignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Við- miðunareignin er ávallt sú sama, einbýlishús sem er 161,1 fermetri að grunnfleti og á 808 fermetra lóð. Fasteignamat og lóðarleiga eru reiknuð út frá stærðum fasteignar og lóðar og með sömu viðmiðunar- eigninni á öllum stöðum er því verið að gera mat og gjöld samanburð- arhæf. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru, utan höfuðborgar- svæðisins, er matið hæst á Akureyri 37,5 milljónir, var 35,4 milljónir árið áður. Lægsta heildarmat undanfarin ár hefur verið til skiptis á Patreks- firði og Vopnafirði. Heildarmatið á þessum tveimur stöðum hækkaði hins vegar hlutfallslega mest allra staða á milli áranna 2016 - 2017. Matið á Vopnafirði er nú 15,2 millj- ónir en var 12,0 milljónir og á Pat- reksfirði er það nú 14,5 milljónir en var 11,7 milljónir. Bolungarvík er nú með lægsta heildarmatið, 65 þúsund krónum lægra en er á Patreksfirði. Heildarmat á viðmiðunarsvæðum í höfuðborginni er frá 30 milljónum upp í 66 milljónir og hækkaði um 3 – 11% á milli ára. Heildarmatið lækkar á fjórum stöðum, um 8,58% á Blönduósi, um 6,03% á Hólmavík, um 1,53% á Húsavík og um 0,38% á Sauðár- króki. Á Blönduósi og á Hólmavík lækkaði heildarmatið einnig á síð- asta ári. Þegar horft er á fasteignagjöld breytist myndin verulega eins og undanfarin ár. Tekið er fram að horft er til allra svokallaðra fast- eignagjalda, það er fasteignaskatts, lóðarleigu, fráveitugjalds, vatns- gjalds og sorpgjalda. Mismunandi álagningarreglur eru i einstökum sveitarfélögum og þjónusta sveitar- félaga er mismunandi. Lækkun gjalda á Blönduósi Gjöld miðað við fyrrnefnda eign eru nú hæst í Keflavík, 387 þúsund en voru 344 þúsund fyrir ári síðan. Næst hæst eru gjöldin í Borgarnesi 364 þúsund, en voru hæst í fyrra 351 þúsund. Líkt og undanfarin ár eru lægstu gjöldin á Vopnafirði, nú 227 þúsund en voru 180 þúsund í fyrra. Gjöldin á Vopnafirði í ár eru 59% af hæstu gjöldunum. Mesta hækkun fasteignagjalda á milli áranna 2015 og 2016 var um 25,7% eða um 46 þúsund á Vopna- firði. Þetta árið er 21% hækkun eða um 50 þúsund á Patreksfirði. Hækk- un gjalda á þessum tveimur stöðum endurspeglast af hækkun heildar- mats. Nú líkt og í fyrra lækka gjöld- in mest á Blönduósi, um 2,76% eða um tæplega 7 þúsund. Lægsta mat fasteigna er nú í Bolungarvík  Tiltekin eign metin á 14,4 milljónir í Bolungarvík  Mat á eigninni á við- miðunarsvæðum í höfuðborginni 30-66 milljónir  Gjöldin hæst í Keflavík Fasteignamat á viðmiðunareign* *161,1 m2 einbýlishús ásamt 808m2 lóð Heimild: Byggðastofnun Reykjavík - Suður-Þingholt Kópavogur - Vesturbær Kópavogur - Hvörf, Þing Reykjavík - Grafarholt Kópavogur - Kórar Reykjavík - Úlfarsárdalur Akureyri - Efri Brekka Akranes Keflavík Vestmannaeyjar Stykkishólmur Selfoss Hveragerði Borgarnes Sauðárkrókur Höfn Egilsstaðir Grindavík Hvolsvöllur Grundarfjörður Dalvík Neskaupstaður Húsavík Ísafjörður - Nýrri byggð Siglufjörður Hólmavík Blönduós Vopnafjörður Seyðisfjörður Patreksfjörður Bolungarvík 0 20 40 60 80 Milljónir króna 0 20 40 60 80 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Löndun Mikil umsvif hafa skapast við smábátaútgerð í Bolungarvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.