Morgunblaðið - 08.09.2017, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017
efnisins Verum klár, borðum fisk og
er þetta níunda árið í röð sem ferð
með Húna stendum krökkum til
boða. Sjávarútvegsfræðingar jafnan
með í för. „Börnin fá fræðslu um ör-
yggismál og um lífríki sjávar. Síðan
veiðum við, fiskurinn er flakaður,
grillaður og borðaður,“ segir Þor-
steinn Pétursson, Steini Pje, fyrr-
verandi lögreglumaður og einn að-
alkarlinn í Húnahópnum.
Akureyrarbær og Samherji
kosta verkefnið en karlarnir um
borð sinna sínu eins og ætíð í sjálf-
boðavinnu í nafni Hollvina Húna.
Slökkvilið Akureyrar hefur tek-
ið í notkun nýjan reykköfunarbúnað
og þar með skipt út (að mestu) göml-
um græjum, sem sumar hverjar hafa
verið notaðar til áratuga. Nýi bún-
aðurinn er mun þægilegri og betri á
alla lund, að sögn slökkviliðsmanna.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri
tók formlega við búnaðinum í vik-
unni þegar Sverrir E. Bergmann frá
fyrirtækinu Landstjörnunni, sem
flytur búnaðinn inn og selur, afhenti
hann formlega.
Sigurgeir Guðjónsson, sagn-
fræðingur, hefur skrásett sögu
Leikfélags Akureyrar síðasta ald-
arfjórðunginn. Í gær kom út Afmæl-
isrit Leikfélags Akureyrar 1992-
2017, eins og ritið heitir og var kynnt
í Borgarasal Samkomuhússins.
Á 75 ára afmæli LA var gefin út
bókin Saga leiklistar á Akureyri, rit-
uð af Haraldi Sigurðssyni og tekur
Sigurgeir upp þráðinn þar sem frá
var horfið í bók Haraldar.
Fundur fólksins, tveggja daga
lýðræðishátíð, verður í menningar-
húsinu Hofi í dag og á morgun. Ýmis
félagasamtök, stjórnmálaflokkar og
stofnanir bjóða upp á umræður og
alls kyns uppákomur. Hátíðin er nú
haldin í þriðja sinn en var í bæði
fyrri skiptin á höfuðborgarsvæðinu.
Allir eru velkomnir á Fund
fólksins enda tilgangurinn beinlínis
sá að fá sem flesta til að taka þátt í
formlegum og óformlegum fundum
um málefni samfélagsins. Hátíðir
sem þessi hafa lengi verið haldnar
annars staðar á Norðurlöndunum.
Bæjarstjórn Akureyrar fundaði
á þriðjudag, í fyrsta skipti eftir sum-
arfrí. Meðal þess sem þá var rætt,
var tillaga að nýju aðalskipulagi
bæjarins og var samþykkt, eftir
töluverðar umræður, að tillagan
yrði auglýst.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn, Gunnar Gíslason og
Eva Hrund Einarsdóttir, sam-
þykktu að tillagan yrði auglýst en
gerðu þó ýmsar athugasemdir. Þeir
bókuðu eftirfarandi: „Við sam-
þykkjum að tillaga að aðalskipulagi
2018-2030 fari í auglýsingu þannig
að umræða um hana í bæjarfélaginu
geti farið fram með skipulögðum og
markvissum hætti. Hins vegar ger-
um við m.a. þann fyrirvara á að við
erum alfarið gegn þéttingu byggðar
í Kotárborgum eins og gert er ráð
fyrir henni í skipulagsuppdrætti og
það sama á við á svæðinu sunnan
KA húss og austan Lundarskóla
(San Síró) og svokölluðum kastvelli
austan Skarðshlíðar við Þórs-
svæðið.“
Af listamanni, ungum
sjóurum og fundarfólki
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Haldið úr höfn Börn úr 6. bekk Hrafnagilsskóla ásamt kennurum sínum og flestum úr áhöfn Húna í gærmorgun.
Morgunblaðið/Skapti
Heiður Örn Ingi Gíslason þakkar
fyrir viðurkenningu bæjarins.
Morgunblaðið/Skapti
Reykköfun Sverrir Bergmann og
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Örn Ingi Gíslason, hinn kunni fjöl-
listamaður, fékk á dögunum heið-
ursviðurkenningu Menningarsjóðs
Akureyrar „fyrir fjölbreytt og mik-
ilsvert framlag til menningarlífs á
Akureyri,“ eins og það var orðað.
Stjórn Akureyrarstofu ákveður
hverjir hljóta viðurkenninguna en
Matthías Rögnvaldsson, forseti bæj-
arstjórnar, afhenti. Tækifærið var
notað þegar þriðja A! gjörningahá-
tíðin fór fram.
Örn Ingi var frumkvöðull í gjörn-
ingalist á Akureyri fyrir margt
löngu, og stundum kallaður Gjörn-
ingi til gamans á árum áður! Hann
hefur komið víða við en það sem
flestum er líklega ferskast í minni er
verk Arnar Inga, foss í kirkjutröpp-
unum, á fyrstu gjörningahátíðinni
fyrir þremur árum.
Samkoman mömmur og möffins
var haldin í Lystigarðinum um versl-
unarmannahelgina eins og oft áður.
Fyrirtæki og bæjarbúar lögðu til
2.300 möffins, þessar litlu, girnilegu
kökur og fallega skreyttu kökur, og
fólk streymdi á staðinn. Mest allt
seldist en afgangnum var komið á
deildir Sjúkrahússins á Akureyri
(SAk) og á bæði öldrunarheimili
bæjarins.Alls söfnuðust rúmlega 800
þúsund krónur og var fæðingardeild
SAk afhent upphæðin í gær.
Verið er að safna fyrir nýjum
hjartsláttarmónitor á fæðingardeild-
inni; tæki sem nemur hjartslátt bæði
móður og barns í fæðingu, en það
sem notað hefur verið er orðið gam-
alt. Nýtt tæki kostar rúma milljón
og því ljóst að söfnunin skiptir miklu
máli.
Karlarnir á eikarbátnum Húna
II eru samir við sig og hafa í haust
farið margir ferðir á sjó með börn úr
6. bekk grunnskólanna á Akureyri.
Síðasta ferð haustsins, sú nítjanda,
var í gærmorgun þegar börn úr
Hrafnagilsskóla í nágrannabyggð-
arlaginu Eyjafjarðarsveit voru um
borð. Alls hafa um 300 krakkar farið
í slíka fræðsluferð í haust.
Húnamenn eru í samvinnu við
Háskólann á Akureyri vegna verk-
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Landsbankinn hefur auglýst eftir
arkitektum til þess að hanna ný-
byggingu bankans að Austurhöfn 2 á
Hörpureitnum við höfnina.
Endanleg áætlun um tímasetning-
ar framkvæmda við nýbygginguna
mun ekki liggja fyrir fyrr en hönnun
er lokið og niðurstaða hefur fengist
úr útboði, samkvæmt upplýsingum
Rúnars Pálmasonar, upplýsingafull-
trúa Landsbankans.
Bankinn leigir meirihluta húsnæð-
is sem notuð er fyrir starfsemi hans í
miðborginni, að sögn Rúnars. Húsin
við Hafnarstræti 10, 12 og 14 eru í
eigu bankans og gert er ráð fyrir að
þau hús verði boðin til sölu. Einnig á
bankinn húsið við Austurstræti 11
sem hefur menningarlegt og sögu-
legt gildi. „Bankinn vill að það hús
fái áfram að njóta sín til framtíðar en
ekki liggur fyrir með hvaða hætti
það verður,“ segir Rúnar í skriflegu
svari.
Í auglýsingu Landsbankans er til-
tekið að þeir arkitektar sem hafi
áhuga á að hanna hið nýja hús þurfi
að hafa samband við bankann eigi
síðar en mánudaginn 18. september
n.k. Landsbankinn muni í kjölfarið
velja 3-5 arkitektastofur eða arki-
tektateymi til að skila frumtillögum
að hönnun hússins. Áætlaður skila-
frestur á tillögum er tveir mánuðir.
Bankinn mun síðan velja sér sam-
starfsaðila við endanlega hönnun
hússins.
16.500 fermetra hús
Fram kemur í auglýsingunni að
nýbygging Landsbankans verði
14.500 fermetrar ofanjarðar og 2.000
fermetrar í kjallara, alls 16.500 fer-
metrar. Að auki verður bílakjallari
sem nýtist öllu svæðinu við Austur-
höfn. Landsbankinn hyggst nýta
10.000 fermetra undir eigin starf-
semi. Á jarðhæð er gert ráð fyrir
rými fyrir verslun og þjónustu, þar
með talin móttaka og afgreiðsla fyrir
bankann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Austurstræti 11 Núverandi höfuðstöðvar bankans eru í friðuðu húsi.
Eldri hlutinn er steinhlaðið hús frá 1896. Byggt var við það 1923.
Nýtt hús teiknað
fyrir bankann
Landsbankinn fer í Austurhöfn
Eignir við Hafnarstræti verða seldar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
beindi því til Samgöngustofu fyrr á
árinu að þegar yrði hafin endurskoð-
un á reglum um losunar- og sjósetn-
ingarbúnað um borð í íslenskum
skipum og heildarúttekt á þeim bún-
aði sem er í notkun í dag.
„Staða málsins hjá Samgöngu-
stofu er sú að hér er unnið að drög-
um að reglugerð þar sem til skoð-
unar er að alþjóðlegar kröfur um
björgunarbúnað gildi, þannig að nú-
gildandi íslenskar sérkröfur verði
valkostur útgerða,“ segir í skriflegu
svari frá Samgöngustofu þegar
Morgunblaðið grennslaðist fyrir um
stöðu málsins.
Tvö mál rannsökuð
Dragnótabátnum Jóni Hákoni BA
60 hvolfdi þegar hann var á veiðum á
Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí
2015 og sökk báturinn skömmu síð-
ar. Einn maður fórst en þrír björg-
uðust í nærstaddan bát.
Tveir gúmmíbjörgunarbátar af
Viking-gerð voru í sjálfvirkum
sleppibúnaði á þaki stýrishúss Jón
Hákonar en eftir að honum hvolfdi
skilaði hvorugur björgunarbátanna
sér upp á yfirborðið.
Strandveiðibáturinn Brekkunes
ÍS fékk á sig straumhnút bakborðs-
megin sem varð til þess að honum
hvolfdi. Þetta gerðist 11. maí 2016.
Skipstjórinn, sem var einn um borð,
drukknaði. Talsverð ákoma var á
hliðarglugga á bakborðshlið bátsins.
Einnig hafði gúmmíbjörgunarbátur
á þaki hans fengið á sig högg og
gengið til. Slysið varð um 18 sjómílur
norðvestur af Straumnesi.
Gúmmíbjörgunarbáturinn losnaði
ekki frá bátnum eftir að honum
hvolfdi og ekki heldur þegar bátur-
inn var dreginn á hvolfi til Bolung-
arvíkur.
Í framhaldi af rannsókn á þessum
tveimur málum beindi nefndin erindi
til Samgöngustofu. sisi@mbl.is
Vinna drög að
nýrri reglugerð
Samgöngustofa skoðar sleppibúnað
skipa Björgunarbátar losnuðu ekki
Losnaði ekki Björgunarbátur Jóns
Hákonar fastur á 80 metra dýpi.