Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 08.09.2017, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 ✝ Karl HerbertHaraldsson pípulagninga- meistari fæddist á Akureyri 23. mars 1955. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Vana- byggð 6C, Akur- eyri, 31. ágúst 2017. Foreldrar Karls voru Haraldur Guðni Karlsson, f. 19.9. 1917, d. 14.2. 1969, og Jóninna Jóns- dóttir, f. 25.10. 1918, d. 8.3. 1987. Systkini Karls eru Haraldur Haraldsson, f. 8.3. 1956, kvænt- ur Sigurlaugu Báru Jónasdótt- ur, f. 25.6. 1959, og Jóninna sitt árið 1987. Fyrir átti Kalli dótturina Freydísi, f. 22.4.1980, móðir hennar er Þórhildur Freysdóttir, f. 9.12. 1954. Unn- usti Freydísar er Atli Þór Her- geirsson, f. 2.4. 1979. Saman eiga þau börnin Fannar Karl, f. 1.7. 2004, Heru Dís, f. 4.9. 2007, og Hildi Ninnu, f. 15.9. 2015. Denna átti fyrir dótturina Hel- enu Hafþórsdóttur, f. 29.4. 1985, faðir hennar er Hafþór Jóhannsson, f. 17.8. 1960. Eig- inmaður Helenu er Knut Kittil Lindheim, f. 14.2. 1989. Saman áttu Kalli og Denna dæturnar Erlu, f. 8.11. 1988, sambýlis- maður hennar er Árni Björn Gestsson, f. 28.4. 1988, og Júlíu, f. 2.7. 1990. Ævistarf Kalla var við pípulagnir og vann hann óeigingjarnt starf fyrir Knatt- spyrnufélag Akureyrar í mörg ár. Útför Karls fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 8. sept- ember 2017, og hefst athöfnin kl. 13.30. Karlsdóttir, f. 15.5. 1945, gift Heiðari Árnasyni, f. 14.3. 1941. Eiginkona Karls er Stein- gerður Zóphonías- dóttir, f. 29.10. 1966. Foreldrar hennar eru Zóp- honías Baldvinsson, f. 28.8. 1943, og Erla Þorsteins- dóttir, f. 4.12. 1943, d. 26.4. 1991. Bræður Stein- gerðar eru Svanur Z., f. 6.11. 1965; Brynjar Z., f. 18.1. 1968; Guðbjörn Ólafur Z., f. 25.4. 1972, og Baldvin Z., f. 18.3. 1978. Karl og Steingerður, eða Kalli og Denna, hófu samband Elsku hjartans pabbi minn. Það besta við að verða full- orðin hefur verið að dýpka tengslin við þig og verða vin- kona þín. Frá mínum dýpstu hjartarótum þakka ég þér fyrir vináttuna, traustið, brandarana, sögurnar, áhugann þinn á öllu sem ég geri og næturlöng sam- tölin sem ég veit að hefðu bara orðið fleiri. Öll ráðin, takk fyrir öll ráðin, elsku pabbi minn. Elsku skemmtilegi og fyndni pabbi minn. Við áttum tæplega 29 ár sam- an og nú eru þau orðin að minn- ingu. Ég bara trúi því ekki. Takk fyrir að vera pabbi minn, ég sakna þín svo sárt. Ég er svo glöð að ég skuli vera „eins og snýtt út úr nefinu“ á þér. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir, Erla. Elsku hjartans pabbinn minn. Þarna sendir þú mig af stað í erfiðasta verkefni sem ég hef þurft að takast á við. Ekki grunaði mig það þegar ég vakn- aði að morgni fimmtudagsins. Eitt veit ég þó fyrir víst, sem ég hugga mig við, að þú hefðir ekki kært þig um að leggja þetta á nokkurt okkar. Þú hefur alla tíð verið órjúf- anlegur hluti af lífi mínu þrátt fyrir að við byggjum ekki alltaf í sama landshluta eða landi. Það segir svo mikið um karakter þinn. Þú lagðir þig fram við að halda því og sem dæmi um það var fastur punktur árum saman að tala við þig á sunnudags- kvöldum. Ég hef oft hugsað um það í gegnum tíðina og tek það með í jöfnuna þegar ég lýsi því hversu heppin ég væri með pabba. Þú varst mér alveg ofsa- lega góður pabbi og ég hef oft sagt að ég eigi þér svo mikið að þakka að ég skuli vera sú sem ég er. Ég sagði það líka við þig. Í þessari sorg er það huggun harmi gegn að ég skyldi ekki hafa tekið þér sem sjálfsögðum hlut. Við áttum innihaldsrík samtöl og eftir að ég byrjaði í heim- speki við HÍ hvatti ég þig til að skrifa niður hugleiðingar þínar. Þú varst með áhugaverða sýn á marga hluti og mjög gagnrýn- inn í hugsun. Við ráðleggingar á unglingsárunum féll það ekki oft í góðan jarðveg en ég sé skynsemina í þeim í dag. Takk pabbi, fyrir að kenna mér hvað felst í því að taka ábyrgð. Það hefurðu líka tekið að þér að kenna barnabörnunum þínum. Það verður ekki hægt að fylla í það skarð sem nú hefur orðið hjá Fannari Karli, Heru Dís og Hildi Ninnu. Það sást á við- brögðum þeirra eldri við þess- um tíðindum. Þú sást sjálfur um að sorgin er sárari en minning- arnar dýrmætari. Það eru engin orð sem geta lýst sársaukanum yfir því að hafa þig ekki hjá mér 14. októ- ber, mig langaði að bera undir þig kjólahugmyndir svo að við yrðum í stíl, mig langaði að þú myndir leiða mig til Atla, mig langaði að heyra orð þín til okk- ar, mig langaði að hafa þig ná- lægt mér. Undirbúningur átti að fara á fullt eftir ritgerðar- skil, ég sé eftir að hafa beðið. Ég treysti á að við höfum haft rangt fyrir okkur varðandi það að fólk kæmi til baka. Ég vona að þú hangir yfir okkur og veitir okkur styrk og nærveru. Við elskum þig. Ég og börnin mín kveðjum þig með sárum söknuði. Elsku pabbi og afi, hvíl í friði. Freydís Karlsdóttir. Elsku Karl Herbert, besti vinur minn og tengdafaðir, er látinn. Það er varla að ég þekki neitt annað en lífið með þig sem tengdaföður. Ég hef verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi í 18 ár að fá að kalla þig tengdapabba, rétt um helming lífs míns. Sorgin er óyfirstíganleg. Eftir rúman mánuð göngum við Freydís í hjónaband og ég verð réttilega tengdasonur þinn. Loksins. Til- hlökkun þín fyrir því var síst minni en hjá okkur. Fyrir nokkrum vikum spurðir þú mig hvort þú ættir að kaupa þér jakkaföt eða smóking fyrir stóra daginn. Ég svaraði að þú skyldir kaupa þér venjuleg jakkaföt því þú mættir ekki vera of flottur og stela þrumunni af mér. Hugsunin til þess að þú fáir svo ekki að upp- lifa það að leiða Freydísi að alt- arinu og til mín er verri en nokkur orð fá lýst. Ósanngirnin er algjör og vona ég þess vegna að það sé meira eftir þetta líf og þú verðir þar með okkur. Þetta verður þó á engan hátt eins án þín, rétt eins og lífið sjálft. Börnin okkar syrgja afa sinn sárlega og minnast allra gleði- stundanna, og þær voru marg- ar. Það sem ég get tekið þig til fyrirmyndar í þeim efnum. Von- andi verð ég einn daginn jafn- góður afi og þú ert búinn að vera fyrir mín börn. Áhuginn sem þú hefur ávallt sýnt öllu því sem þau taka sér fyrir hendur er aðdáunarverður. Það skarð sem þú skilur eftir þig er ómögulegt að fylla. Hver á að hringja í mig til að segja mér hversu gott veður sé á Akur- eyri? Hver á að hringja í mig þegar Manchester United er að spila? Hver á að sofa yfir sjón- varpinu með mér? Hver á að hringja í mig og segja mér frá góðum tónleikum á Græna? Hver á að hringja í mig og at- huga hvernig Ninna hafi það? Hver á að hringja í mig til að athuga hvernig Fannari og Heru gangi í fótboltanum? Hver á að hringja á aðfangadag og athuga hvernig gangi með rjúp- una? Og síðast en ekki síst, hver af okkur á að taka það að sér að vera á eldgosa- og skjálftavaktinni á vef Veður- stofunnar? Þessu og því að geta ekki hringt í þig til að spjalla eða fá ráð þarf ég að finna út úr. Það að heyra þig aldrei ræskja þig svo hressilega að flestir í kringum þig hrökkvi í kút og að geta aldrei heyrt þig blístra og söngla öll þessi sömu lög og þú hefur haft á heilanum síðustu 20 árin er mjög erfitt. Tónlistarsmekkur þinn og áhugi á tónlist var framúrskar- andi. Þú elskaðir gott rokk og ról með Trúbrot fremst í flokki. Plata þeirra Lifun var alltaf á blasti í bílnum. Þegar við sáum Trúbrot í Hörpu og þeir tóku „Feel me“ er greypt fast í minni mér. Ég leit til þín og þú brostir út að eyrum með augun tárvot. Ég heyri ekki í Ham- mond án þess að hugsa til þín. Trúbrot mun alltaf leiða huga minn til þín og ég mun gera mitt besta í því að halda boð- skapnum gangandi til minna barna og svo síðar barnabarna minna. Ég lofa. Þú ætlaðir að njóta síðustu 20 áranna eða svo, en fékkst tvö ár. Þú varst skyndilega tekinn frá okkur í blóma lífs þíns. Þín verður sárt saknað. Ást til Dennu og stelpn- anna. Atli Þór Hergeirsson. Þegar Erla færði mér frétt- irnar þá sat ég einn heima á rúmstokknum. Ég svaraði með grínröddu og hélt að þetta væri enn eitt símtalið þess efnis hvað við tvö ættum nú eiginlega að borða í kvöldmatinn. Þetta augnablik og augnablikin sem fylgdu eru ennþá jafn óraun- verulegt í dag og þau voru þá. Þau eru eiginlega bara fljótandi einhvers staðar þarna þar sem ég næ ekki að vinna almenni- lega úr þeim. Ég veit ekki hve- nær raunveruleikinn mun verða raunverulegur aftur. Tilhugsun- in að Kalli sé búinn að kveðja er svo sár og staðreyndin að hann kvaddi alltof fljótt og alltof skyndilega er óbærileg. Við átt- um eftir að gera svo margt saman. Það er meira en erfitt að hugsa til þess að eiga ekki fleiri stundir með honum. Þær áttu eftir að vera svo margar og svo margt sem við áttum eftir óklárað. Skemmta okkur saman yfir einhverju misgáfulegu. Pæla saman í einhverju sæmi- lega tilgangslausu og brosa yfir því síðar meir. Og hlæja saman að einhverju sem fæstum þótti fyndið. Það var líka fátt betra en að koma kallinum til að skellihlæja. Reyndar var það yf- irleitt ekkert sérlega erfitt, en ótrúlega var það skemmtilegt. Við áttum líka eftir að fræðast meira um bæinn okkar, þar sem fyrsti kafli var bara rétt að klárast. Eða öllu heldur átti hann eftir að skóla mig með hinum ótrúlegustu staðreynd- um. Enda fáir jafn áhugasamir um bæjarfélagið Akureyri og elsku Kalli. Má segja að hann hafi vakað yfir bænum sínum eins og ofurhetja, alltaf með puttann á púlsinum. Eins og Batman yfir Gotham borg. Nema hann var ekki að hætta sér út í eitthvað glæfralegt eins og að berjast við þrjóta að næt- urlagi í biksvörtum leðurheil- galla. Talandi um fatnað, þá kom Kalli einfaldlega til dyranna eins og hann var klæddur. Var með sterkar skoðanir og heil- mikill prinsippmaður. Á köflum var hann meira að segja allt að því óþægilega mikill prinsipp- maður. Sem stangast kannski á við þá staðreynd hversu fjör- ugur, skemmtilegur, ræðinn og fyndinn hann var. Þessar stað- föstu skoðanir kunni fólkið hans að meta og fólkið sem hann hitti á förnum vegi. Því einhvern veginn þekkti hann alla. Eða mögulega voru það kannski bara allir sem vildu þekkja hann. En eitt veit ég þó, að það búa allir vel að því að hafa kynnst Kalla. Og það voru margir sem kynntust honum. Kalli var mér annars miklu meira en tengdafaðir, við vorum bara bestu vinir. Áhuginn sem Kalli sýndi var ólíkur flestu sem ég hef kynnst og náði yfir ótrú- legustu hluti. Og úr urðu oft heillöng símtöl um allt og ekk- ert. Vissulega fóru þau eftir við- fangsefni, en mikið á ég eftir að sakna þess að sjá nafnið hans á símaskjánum. Hvíldu í friði, allra skemmti- legasti prinsippmaður sem ég hef kynnst og mun kynnast. Það var yndislegt að njóta hversdagsleikans með þér. Ég mun reyna að tileinka mér kosti þína í leik og starfi um ókomna ævi. Takk fyrir tónleikana, herra minn. Þinn vinur, Árni Björn. Aldrei hefði mig grunað að ég sæti hér og skrifaði minning- argrein um bróður minn. Eins sárt og það nú er þá verður ekki undan því komist. Margar minningar koma upp í hugann, við bræðurnir ólumst upp á brekkunni á Akureyri, nánar tiltekið í Frímúrahúsinu, þar var mikið af hressum krökkum og við bræðurnir lét- um okkar ekki eftir liggja, það var fótboltinn í Skátagilinu, þetta var Wembley okkar tíma, fullt af krökkum og spilað langt fram á kvöld. Við fórum víða um bæinn, veiddum á bryggjunni og feng- um stundum síld hjá bátunum sem komu þarna að og við reyndum að selja húsmæðrun- um á brekkunni síldina með mjög misjöfnum árangri. Síðan var farið í hópum og barist við aðra hópa í öðrum hverfum um yfirráðin. Sérstak- lega er mér minnisstætt þegar við lokuðum Gilsbakkaveginum fyrir umferð gangandi fólks nema þeir létu eitthvað gott af hendi rakna, flestir greiddu og héldu leiðar sinnar óáreittir meðan aðrir áttu fótum fjör að launa, svona var stemmingin á Gilsbakkaveginum. Síðar fluttum við í þorpið og þar hélt þetta áfram, fótboltinn og alls konar uppátæki sem vöktu mismikla kátínu þeirra sem urðu fyrir barðinu á okkur, Kalli var sérstaklega laginn við að láta reyna á þolinmæði ágætra manna, hann kom stundum hlaupandi og í gegnum íbúðina og þaðan niður svalirn- ar, það voru ekki margir sem gátu leikið þetta eftir. Svo komu unglingsárin með tilheyrandi, Kalli hafði mjög gaman af tónlist og var mjög duglegur við að kaupa sér plöt- ur, við fórum gjarnan á tónleika þegar stórsveitir komu norður eins og Hljómar eða Trúbrot, Kalli var mjög duglegur að fara á tónleika fyrir sunnan og með- al annars fór hann á Led Zepp- elin og hann var á leiðinni á Stones núna í októberbyrjun í Kaupmannahöfn. Eins og fram kemur hér þá vorum við bræður mjög sam- rýndir á þessum tíma, það má líka segja að sá tími sem fór í íþróttir hjá mér hafi farið í að hlusta á tónlist hjá Kalla, það kom ósjaldan fyrir að frúrnar í næstu íbúðum fóru fram á að Kalli lækkaði í græjunum. Kalli var alltaf mikill Akur- eyringur og sérstaklega stoltur af bænum, mikill KA- og Unit- ed-maður, ÍBA var í miklum metum hjá okkur og þegar ÍBA sigraði þá fórum við heim og hlustuðum á íþróttafréttir í út- varpinu og fögnuðum mikið þegar úrslitin voru lesin upp. Síðan róaðist þessi tími og fjölskyldan tók við, börnin fóru að koma eitt af öðru og var Kalli mjög stoltur af börnunum og þeirra fjölskyldum, afabörn- in og stelpurnar áttu stóran sess í hjarta hans, það er alveg ljóst að þeirra missir er mikill. Við bræðurnir vorum alltaf nánir, við þurftum ekkert að hanga á hurðarhúninum hvor hjá öðrum, það var alltaf ein- hver strengur á milli okkar sem slitnaði ekki. Ég er nokkuð viss um að for- eldrar okkar sem einnig létust langt fyrir aldur fram hafa tek- ið vel á móti drengnum sínum. Að lokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar senda stór- fjölskyldu Kalla innilegar sam- úðarkveðjur, börnum, barna- börnum og fjölskyldum þeirra, að ógleymdum Depli. Minningin um góðan dreng lifir. Haraldur Haraldsson. Enn fækkar í vinahópnum. Því komst ég að þegar ég frétti af láti vinar míns og æskufélaga til 50 ára. Leiðir okkar lágu fyrst saman í fyrsta bekk í Barnaskóla Akureyrar þegar við vorum sjö ára. Hann táp- mikill og kjaftfor. Ég feiminn og lét lítið fyrir mér fara. Enda urðu kynni okkar fyrst þegar við fluttum út í þorp, á sömu svalir í Skarðshlíð 10, árið 1966. Þar fylgdi með í bónus Halli bróðir Kalla. Fyrst neituðum við Kalli alfarið að ganga í Odd- eyrarskólann og mættum í BA og komumst upp með það. Gengum úr þorpinu í skólann á hverjum degi. Vorum báðir illa syndir og að fara í 5. bekk, sem var hneisa. Kalli fann ráð og við mættum í sund klukkan 7 fyrir skóla og syntum í innilauginni með bankastjórum og forstjór- um. Síðar bættust bekkjarfélag- ar við og úr varð mikil skemmt- un og kútarnir hurfu. Öskudagslið með Gudda Brjáns, Valda og Kalla. Farið af stað klukkan 6. Æskuárin í þorpinu voru skemmtileg, fullt af krökk- um, enginn sími eða sjónvarp. Þvælst um allar trissur, fótbolti á kvöldin. Þrjúbíó. Hoppað fram af stillönsum í snjóskafla, bílar teikaðir og Kalli og Halli þar fremstir í flokki. Síðan komu fótboltaæfingar með KA á sumrin og handbolti á veturna. Kalli var KA maður til æviloka. Ég fór í sveit að elta kúarassa. Á unglingsárum fórum við í skemmuna hverja helgi og horfðum á allar íþróttir. ÍBA og fótbolti á sumrin. Síðan var það brennivínið. Kalli byrjaði langt á undan mér. Kalli byrjaði snemma í pípu- lögnunum. 13, 14 ára var hann byrjaður að snitta og skera sundur rör fyrir píparana sem unnu við byggingu á hinum enda blokkarinnar. Síðan lærði hann þessa iðn. Þegar út í lífið kom minnkuðu samverustund- irnar eins og gengur og gerist, en vinátta okkar þoldi það. Ég hringdi ef eitthvað bilaði í pípu- lögn. Hann hringdi ef hann vantaði burðarkarl. Ég hringdi oftar. Kalli og brennivín voru ekki góð blanda, það var mitt álit. Fljót- lega eftir að Kalli eignaðist Freydísi sína sagði hann skilið við brennivínið og þannig var það meðan hann var að koma stelpunum sínum til manns. Eitt sinn hitti ég Kalla á krá og hann var með bjór í glasi. Ég spurði hissa hvort hann væri ekki búinn með kvótann. Svarið var: „Fékk smá bjórkvóta, bara bjór.“ Síðustu árin sóttum við Kalli saman Græna Hattinn, báðir áhugasamir um lifandi tónlist. Kalli dýrkaði Hljóma og Trúbrot. Þegar ég kvaddi hann í hinsta sinn, óafvitandi, vorum við að koma af Græna Hatt- inum, föstudaginn 25. ágúst. Við höfðum rætt för þeirra hjóna til Köben á Rolling Stones, sem hann reyndi að fá mig á, og til- hlökkun fyrir Focus-tónleikum á Græna Hattinum. Svo kvaddi hann mig á fimmtudag, alfarinn. Hver á nú að hanga á hurð- arhúninum á Græna Hattinum og redda góðum sætum? Ég?! Denna, Freydís, Helena, Erla, Júlía, Halli og allt ykkar fólk. Við hjónin syrgjum og sökn- um góðs vinar og manneskju með ykkur. Frosti L. Meldal. Mig langar til að þakka Kalla fyrir að hafa verið trúnaðarvin- ur minn og félagi í 40 ár, og ég man ekki til þess að það hafi slest upp á vinskapinn öll þessi ár. Karl Haraldsson pípari var þekktur fyrir hispursleysi og að segja sína meiningu tæpitungu- laust, og átti afar erfitt með að hæla sjálfum sér og sínum. Þó bar við eftir að hann varð afi að hann átti í erfiðleikum með að fela aðdáun sína á barnabörn- unum sínum og varð einkenni- lega mildur til augnanna þegar þau bar á góma. Denna og Kalli bjuggu við barnalán og bera dætur þeirra Freydís, Helena, Erla, og Júlía því vitni, fallegar öðlingskonur sem hann sá ekki sólina fyrir. Kalli var pípulagningamaður að ævistarfi, og var afar vandvirk- ur og laginn, enda var hann af- burða greindur og hefði getað lært það sem hann vildi, en þá hefðu Akureyringar kannski misst af einum sínum besta iðn- aðarmanni. Ég verð að gæta mín að hæla Kalla ekki um of því þá fæ ég að heyra það þegar við hittumst næst. Þegar við vorum ungir og höguðum okkur og skemmtum eins og ungra manna er siður, þá var gaman, og gaman að rifja það upp tveir saman þegar aðrir heyrðu ekki til enda ým- islegt af því bannað innan 16 ára það verður tómleg tilvera að geta ekki átt von á hressi- legri umræðu um samfélagsmál rokk og ról, knattspyrnu og jafnvel matreiðslu sem Kalli var orðinn nokkuð góður í eins og Ninna mamma hans sem var lærð matreiðslukona úr fínum dönskum matreiðsluskóla, einn- ig veit ég af leyndarmáli sem Kalli getur ekki svarað fyrir hérna megin þils, maðurinn var skáldmæltur á laun. Einhverju sinni þegar ég fór í pólitík til að bjarga heiminum, sem var ekki vanþörf á þá, varð Kalli að gerast kommi um nokk- urt skeið, sem var honum þvert um geð. Þá hafði hann það á orði þegar hann kom í heim- sókn hvort ég gæti ekki hætt í pólitík, það væri ekki gott fyrir heiðarlegan íhaldsmann að kjósa komma of oft. Karl Herbert Haraldsson af íslenskum aðli innan úr bæ, ég kveð þig með þakklæti og trega fyrir áralangan vinskap, og sendi Dennu þinni og yndisleg- um dætrum þínum og barna- börnum, og ekki má gleyma Depli gamla, mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Baldvin. Karl Herbert Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.