Morgunblaðið - 08.09.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.09.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Jóhanna María Eyjólfsdóttir heldur upp á 50 ára afmælið sitt semer í dag í Vestmannaeyjum þar sem hún er fædd og uppalin, enhún fór þangað með sonum sínum í morgun. „Við dveljum á æsku- heimilinu mínu og ætlum að fara í fjallgöngu og út á sjó. Siglum ann- aðhvort kringum Eyjarnar eða skellum okkur út á tuðru og upp á Heimaklett og ætli ég skáli ekki þar í freyðivíni í tilefni afmælisins. Svo förum við út að borða í kvöld á Slippinn, besta veitingastað á Íslandi. Seinna í mánuðinum förum við til Sikileyjar, en það verður stóra afmælisferðin.“ Synir Jóhönnu Maríu eru Anton Emil 20 ára og Bene- dikt Aron 12 ára Albertssynir. Jóhanna María lauk í sumar djáknanámi við Háskóla Íslands. „Svo hefst vonandi seinni starfsferill minn í haust, en ég er að leita mér að vinnu og er að velta ýmsum hlutum fyrir mér og svo næsta haust fer ég til Bandaríkjanna í framhaldsnám í CPE, nám í sálgæslufræðum.“ Jó- hanna María hefur verið í starfsþjálfun á Landspítalanum og hefur unn- ið með hælisleitendum í Laugarneskirkju meðan hún var í náminu og hún var einnig formaður Pieta-samtakanna á Íslandi, en í þeim sam- tökum er reynt að finna úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum og sem er með sjálfsskaðahegðun. „Mig langar að beita mér þar sem á bjátar hjá fólki og hef vent kvæði mínu í kross en áður vann ég við fjöl- miðla, í menntamálum og var viðloðandi pólitík.“ Áhugamál Jóhönnu Maríu eru víðtæk. Hún hefur mikinn áhuga á fót- bolta og hefur gaman af listum og menningu, útiveru, fjallgöngum og ferðalögum og hefur gaman af því að dansa. „Uppáhaldsliðið mitt er ÍBV að sjálfsögðu og ég æfði fótbolta með því og handbolta með Tý. Svo held ég einnig með Arsenal og Juventus og neyðist líka til að halda með KR í yngri flokkunum því að strákarnir mínir æfa fótbolta þar.“ Mæðginin Anton Emil, Jóhanna María og Benedikt Aron við útskriftarathöfn Jóhönnu Maríu í Dómkirkjunni 27. júní síðastliðinn. Heldur upp á dag- inn á heimaslóðum Jóhanna María Eyjólfsdóttir er fimmtug K atrín Ágústa Johnson fæddist í Reykjavík 8.9. 1977 og átti heima í Vesturbænum fyrstu árin en flutti fjögurra ára í Breiðholtið þar sem hún var til 12 ára aldurs. Þá fór hún aftur vestur yfir Læk: „Það snerist flest um dans hjá mér í barnæsku. Ég byrjaði fimm ára í ballett hjá Eddu Scheving, lærði líka samkvæmisdans og djassballett. En allt vék fyrir ballettinum þegar ég þurfti að gera upp á milli. Ég var ekki í sveit en fór í sumarbúðir í Vindás- hlíð, fjögur sumur.“ Katrín var í Hólabrekkuskóla, Melaskóla og Hagaskóla. Hún flutti til Stokkhólms þegar hún var 16 ára til að læra í Konunglega sænska ball- ettskólanum, lauk þar stúdentsprófi 1996 og flutti þá aftur heim til Ís- lands. Katrín dansaði hjá Íslenska dans- flokknum 1996-2011 að undanskildu einu leikári, 2005-2006. Þá bjó hún í Bern í Sviss og dansaði með Bern Ballet í Stadttheater Bern. Á dansferlinum lék Kartín einnig í leikritum og söngleikjum í Borgar- leikhúsinu og Stadttheater Bern. Auk þess lék hún í nokkrum stuttmyndum og í fjölda auglýsinga. „Ég var alltaf meðvituð um að ég gæti ekki dansað gegnum allan minn starfsferil. Þar setur tíminn sín mörk eins og svo víða. Ég hef aldrei haft áhuga á að vera danshöfundur eða danskennari. Ég stefndi því alltaf á að fara í háskólanám eftir að ég hætti að dansa. Upphaflega stóð til að læra lögfræði en það breyttist með tím- anum og ég lærði mannfræði þegar ég hætti í Íslenska dansflokknum ár- ið 2011.“ Katrín Johnson, listdansari og mannfræðingur – 40 ára Vinkonur úr dansinum Talið frá vinstri: Tinna Grétarsdóttir, Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir, afmælisbarnið, Katr- ín Ingvadóttir og loks Aðalheiður Halldórsdóttir. Myndin var tekin á árshátíð dansara fyrir nokkrum árum. Kattavinurinn Katrín elskar rússíbanaferðir Katrín á sviði Myndin er stilla úr sjónvarpsþáttunum Dans, dans dans. Hafnarfjörður Aron Dreki Arnarson fæddist á Akranesi 8. september 2016 kl. 16.44 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 4.215 g og var 55 cm langur í fæðingu. Foreldrar hans eru Ást- rós Eva Gunnarsdóttir og Örn Erlingsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is HÁGÆÐA POTTAR OG PÖNNUR Á ALLAR GERÐIR ELDAVÉLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.