Morgunblaðið - 08.09.2017, Side 31

Morgunblaðið - 08.09.2017, Side 31
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 9/9 kl. 19:30 Fös 15/9 kl. 19:30 Sun 24/9 kl. 19:30 Sun 10/9 kl. 19:30 Sun 17/9 kl. 19:30 Sun 1/10 kl. 20:00 Lokasýning ATHUGIÐ SNARPUR SÝNINGARTÍMI. SÝNINGUM LÝKUR Í OKTOBER. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 10/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00 Sun 24/9 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Tímaþjófurinn (Kassinn) Lau 9/9 kl. 19:30 Fös 29/9 kl. 19:30 Sun 15/10 kl. 19:30 Sun 10/9 kl. 19:30 Sun 1/10 kl. 19:30 Fim 19/10 kl. 19:30 Sun 24/9 kl. 19:30 Sun 8/10 kl. 19:30 Sun 22/10 kl. 19:30 Lokasýning Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Eniga Meninga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýning Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Fös 22/9 kl. 19:30 Frumsýning Fim 28/9 kl. 19:30 3.sýning Lau 23/9 kl. 19:30 2.sýning Lau 30/9 kl. 19:30 4.sýning Faðirinn (Kassinn) Lau 7/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 13/10 kl. 19:30 Fim 12/10 kl. 19:30 Fös 20/10 kl. 19:30 Smán (Kúlan) Mán 11/9 kl. 19:30 Frumsýning Fös 22/9 kl. 19:30 Lau 30/9 kl. 19:30 Fös 15/9 kl. 19:30 Lau 23/9 kl. 19:30 Lau 16/9 kl. 19:30 Fim 28/9 kl. 19:30 Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 14/10 kl. 13:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Lau 14/10 kl. 15:00 Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 21/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 15:00 Brúðusýning Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 4/10 kl. 20:00 Mið 18/10 kl. 20:00 Mið 11/10 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin The Straits flutti helstu smelli Dire Straits fyrir fjór- um árum í Eldborg og endurtekur nú leikinn á sama sviði, 10. sept- ember, að vísu í breyttri mynd og undir öðru nafni, The Dire Straits Experience, þ.e. Dire Straits upp- lifunin. Tveir liðsmenn sveitarinnar léku fyrir margt löngu með hinni heimskunnu hljómsveit Dire Stra- its, þeir Chris White saxófónleikari og trommarinn Chris Whitten en auk þeirra eru í henni Terence Reis, aðalsöngvari og gítarleikari, gítarleikarinn Tim Walters, Simon Carter sem leikur á hljómborð og píanó, Danny Schogger sem einnig leikur á hljómborð og píanó og bassaleikarinn Paul Geary. Allt eru þetta sjóaðir hljóðfæraleikarar sem leikið hafa með ýmsum hljóm- sveitum og tónlistarmönnum, bæði heimskunnum og minna þekktum. 40 ár eru liðin frá því Dire Stra- its var stofnuð og 22 frá því hún lagði endanlega upp laupana, eftir miklar vinsældir og fjölda viðamik- illa tónleikaferða um heiminn. For- sprakki sveitarinnar, söngvari, gít- arleikari og aðallagahöfundur, Mark Knopfler, sneri sér þá alfarið að sólóferlinum og ljóst að engin væri Dire Straits án hans. Árið 2011 komu fyrrverandi liðsmenn Dire Straits, þeir Alan Clark, Chris White og Phil Palmer, saman sem hljómsveitin The Straits á góðgerð- artónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum en Terence Reis tók að sér söng og gítarleik, brá sér í hlutverk Knopflers, ef svo mætti segja. Voru viðtökur það góðar og eftirspurn mikil eftir hljómsveitinni að ævintýrið hélt áfram víða um lönd og kom sveitin m.a. við hér á landi. The Straits hætti þremur og hálfu ári eftir stofnun en vegna við- varandi eftirspurnar eftir tón- leikum var þráðurinn tekinn upp að nýju nokkru síðar og þá undir hljómsveitarnafninu The Dire Stra- its Experience. Live Aid tónleikarnir afar eftirminnilegir Blaðamaður sló á þráðinn til Chris White, saxófónleikarans sem hefur komið mjög svo víða við á ferli sínum því auk þess að leika með Dire Straits á tónleikaferðum í tíu ár, frá 1985 til 1995, hefur hann leikið með hljómsveitum og lista- mönnum á borð við Paul McCart- ney, Robbie Williams, Mick Jagger, Chris DeBurgh og The The, ýmist á tónleikum eða á hljómplötum. White er fyrst spurður að því hvað standi upp úr á ferli hans með Dire Straits og svarar hann því til að hljómleikaferðin sem fylgdi í kjölfar útgáfu plötunnar Brothers in Arms hafi verið einkar skemmti- leg og eftirminnileg. Meðan á þeirri ferð stóð lék hljómsveitin á hinum sögulegu Live Aid tónleikum sem haldnir voru að frumkvæði Bob Geldof á Wembley leikvanginum, 13. júlí árið 1985, til styrktar fórn- arlömbum hungursneyðar í Afríku. „Það var ákaflega góður dagur og við héldum marga frábæra tónleika í þeirri tónleikaferð,“ rifjar White upp. Það sama megi segja um tón- leikaferðina sem fylgdi plötunni On Every Street og tónleikana sem haldnir voru á Wembley á sjötugs- afmæli Nelsons Mandela árið 1988. Saxófóni bætt við Sem fyrr segir eru liðsmenn The Dire Straits Experience mjög færir hljóðfæraleikarar og segist White afar heppinn að fá að starfa með þeim hæfileikamönnum. „Ég reyndi að finna bestu hljóðfæraleikara sem völ væri á og ég myndi leika með þessum mönnum hvar í heimi sem er við hvaða tækifæri sem er,“ segir hann um félaga sína. White segir enga tvenna tónleika The Dire Straits Experience eins því þeir félagar leggi mikið upp úr því að breyta efnisskránni og vera skapandi. Þá sé Terence Reis alls ekki að reyna að líkja eftir Knop- fler, hann sé með sinn eigin stíl og rödd. En hvað er það við tónlist Dire Straits sem veldur því að White er til í að spila hana ár eftir ár, í hverju landinu á fætur öðru? White segist hafa verið aðdáandi sveit- arinnar löngu áður en honum gafst tækifæri til að leika með henni. „Ég man þegar ég heyrði „Romeo and Juliet“ í fyrsta skipti. Mér fannst það frábært lag og hugsaði með mér að það væri æðislegt að fá að spila það en það var enginn saxófónn í upprunalegu útgáfunni. Þannig að þegar mér bauðst tæki- færi til að spila með Mark Knopfler – og það var ekki með Dire Straits heldur í upptökum á tónlist við kvikmyndina Comfort and Joy – þá tók ég því fegins hendi,“ segir hann. White segir Knopfler stórkost- legan lagahöfund sem hafi samið fjölda frábærra laga sem alltaf sé gaman að flytja. „Þegar ég byrjaði að spila með Dire Straits gaf Mark mér mikið frelsi þannig að saxó- fónninn skipaði stórt hlutverk í lög- unum, lögum þar sem saxófónn hafði ekki áður komið við sögu, t.d. í „Romeo and Juliet“. Þetta eru einstaklega góð lög,“ segir White. Hann segir eftirspurnina eftir tón- leikum The Dire Straits Experi- ence sýna hversu vönduð tónlist Dire Straits hafi verið og hversu góður lagahöfundur Knopfler sé. Tónlist afa og ömmu? – Nú var Dire Straits stofnuð fyrir 40 árum og því veltir maður fyrir sér aldri tónleikagesta. Eru þeir flestir yfir fimmtugu eða sex- tugu? „Það er nú svo merkilegt að ég hitti núna bæði fólk sem ég hitti á tíunda og jafnvel níunda áratugn- um eftir tónleika en það merkilega er, bæði í Evrópu og Ástralíu, að ungt fólk er farið að fjölmenna á tónleikana, fólk á þrítugs- og jafn- vel táningsaldri. Þetta unga fólk hefur líklega kynnst tónlistinni í gegnum foreldra sína, mögulega afa sína og ömmur eða á netinu, hver veit?“ svarar White kíminn. „Einstaklega góð lög“  The Dire Strait Experience flytur lög Dire Straits  Chris White segir Knopfler stórkostlegan lagahöfund Félagar Chris White og Terence Reis eldhressir á tónleikum. Frekari fróðleik um The Dire Stra- its Experience má finna á vefsíðu hljómsveitarinnar, direstraitsex- perience.com. Sýning verður opnuð í Þjóð- arbókhlöðunni í dag kl. 17 í tilefni af 30 ára afmæli plötuútgáfunnar Smekkleysu sem stofnuð var haustið 1986 og er því í raun orð- in 31 árs. Fyrsta útgáfa Smekk- leysu var póstkort gefið út í til- efni leiðtogafundarins í Höfða. Afrakstur sölunnar var notaður til að fjármagna fyrstu plötu Syk- urmolanna sem innihélt lagið „ammæli“. Haustið 1987 var lagið gefið út í Bretlandi og einkunn- arorð Smekkleysu, „heimsyfirráð eða dauði“, fengu nýja merkingu í kjölfar þeirrar velgengni sem Sykurmolarnir nutu næstu árin, segir þar. Á sýningunni má sjá úr- val veggspjalda og annarrar út- gáfu frá níunda áratugnum, einn- ig í aðdraganda stofnunar Smekkleysu. Við opnun sýningarinnar flytur Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður ávarp og Ás- mundur Jónsson, framkvæmda- stjóri Smekkleysu, segir nokkur orð og afhendir Landsbókasafni veggspjöld úr fórum Smekkleysu. Rithöfundarnir Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskarsson lesa upp úr Smáritum Smekkleysu og Sigrún Pálsdóttir les upp úr bók sinni Kompu. Smekkleysa í Þjóðarbókhlöðunni Þriðja sýning raðarinnar Eitt sett verður opnuð í galleríinu Harbin- ger í kvöld kl. 20. Hún ber yfirskriftina Skán/Skin Deep og um hana segir í tilkynningu: „Í Grasagarðinum innan um svíf- andi frjókorn hittust spíran Klængur Gunnarsson & plantan Olga Bergmann. Þau mökuðu yfirborð sitt með brúnku- klútum, drukku sinn latte og ærsluð- ust í grasinu. Upp úr því sveif lítið frjókorn sem dafnaði vel og óx upp í sýninguna Skán" / Skin Deep.“ Hugmynd sýningaraðarinnar er að stefna saman tveimur myndlist- armönnum sem komir eru mis- langt á ferli sínum í von um að samruni þeirra opni á nýjar tengingar sem dreifi ferskum næring- arefnum út í umhverf- ið. Sýningarstjórar eru Una Margrét Árnadóttir og Unn- dór Egill Jónsson. Harbinger er að Freyjugötu 1. Skán í Einu setti opnuð í Harbinger Samruni Spíran Klængur og plantan Olga. Guðrún Óla Jónsdóttir, köll- uð Gógó, heldur sína fyrstu ein- söngstónleika í Lindakirkju í kvöld kl. 20 en hún hefur sung- ið með gosp- elkór kirkjunnar til nokkurra ára og þá bæði með kórnum og sem einsöngvari. Gógó mun í kvöld syngja ýmsar perlur sem eru í uppáhaldi hjá henni, m.a. lög sem Whitney Houston, Celine Dion og Aretha Franklin gerðu fræg. Ósk- ar Einarsson leikur á flygil en hann stjórnar m.a. kór Linda- kirkju. Gestasöngvari verður Arn- ar Dór. Gógó heldur einsöngstónleika Gógó Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fös 22/9 kl. 20:00 12. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 aukas. Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 13. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 19. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 14. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 20. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 15. sýn Lau 21/10 kl. 20:00 21. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 16. sýn Sun 22/10 kl. 20:00 22. sýn Sun 17/9 kl. 20:00 10. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 17. sýn Sun 29/10 kl. 20:00 23. sýn Fim 21/9 kl. 20:00 11. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 18. sýn Sýningin sem sló í gegn síðasta vor snýr aftur. 1984 (Nýja svið) Fös 15/9 kl. 20:00 Frumsýning Fös 22/9 kl. 20:00 3. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 5. sýn Lau 16/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 23/9 kl. 20:00 4. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 6. sýn Stóri bróðir fylgist með þér Úti að aka (Stóra svið) Lau 16/9 kl. 20:00 1. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 23/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/10 kl. 20:00 4. sýn Sprenghlægilegur farsi! Kartöfluæturnar (Litla svið) Fim 21/9 kl. 20:00 Frumsýning Fim 28/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 5. sýn Fös 22/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 6. sýn Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Brot úr hjónabandi (Litli salur) Fös 10/11 kl. 20:00 1. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/11 kl. 20:00 5. sýn Lau 11/11 kl. 20:00 2. sýn Mið 15/11 kl. 20:00 4. sýn Sun 19/11 kl. 20:00 6. sýn Draumur um eilífa ást. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. sýn Sun 5/11 kl. 13:00 49. sýn Sun 12/11 kl. 13:00 50. sýn Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.