Morgunblaðið - 13.09.2017, Page 2
Að sögn Halldóru Vífilsdóttur er
með þessari samkeppni verið að
horfa til uppbyggingar á reitnum til
langrar framtíðar.
Tillögur sýndar á aldarafmæli
Stefnt er að því að gera grein fyr-
ir niðurstöðum dómnefndar og
halda sýningu á þeim tillögum sem
berast í tengslum við aldarafmæli
fullveldis Íslands hinn 1. desember
2018.
Framkvæmdasýslan óskaði eftir
samstarfi við Reykjavíkurborg
vegna þessara verkefna. Borgarráð
samþykkti að fela borgarstjóra að
tilnefna aðila í samstarfshópa
vegna þeirra.
Lindargötu. Innan hans eru göt-
urnar Sölvhólsgata og Skuggasund.
Í bréfi framkvæmdasýslunnar til
borgarstjóra segir að gert sé ráð
fyrir því að á reitnum verði framtíð-
arhúsnæði allra ráðuneyta nema
hugsanlega forsætisráðuneytisins.
Að auki er gert ráð fyrir að þarna
komi fleiri ríkisstofnanir og e.t.v.
dómstólar. Meðal annars hefur ver-
ið rætt um að þarna verði byggt hús
yfir Landsrétt, en hann tekur til
starfa í bráðabirgðahúsnæði í
Kópavogi um næstu áramót.
Nú þegar eru allmörg ráðuneyti
á reitnum. Einnig eru þar tvö frið-
uð hús, íþróttahús Jóns Þorsteins-
sonar og gamla hæstaréttarhúsið.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdasýsla ríkisins undir-
býr samkeppni um stjórnarráðs-
byggingar sem efnt verður til í upp-
hafi ársins 2018.
Í fyrsta lagi er áformað að halda
framkvæmdasamkeppni um við-
byggingu bak við stjórnarráðshúsið
við Lækjargötu. Í bréfi sem fram-
kvæmdasýslan ritaði Degi B. Egg-
ertssyni borgarstjóra í síðasta
mánuði kemur fram að ráðgert er
að koma fyrir 1.000 fermetra bygg-
ingu á baklóð stjórnarráðsins.
Að sögn Halldóru Vífilsdóttur,
forstjóra Framkvæmdasýslu rík-
isins, er áfomað að hin nýja bygg-
ing rísi fyrir austan stjórnarráðs-
húsið, þar sem nú er bílaplan. Ekki
er gert ráð fyrir hárri byggingu,
líklegast tveim hæðum. Þá er gert
ráð fyrir bílakjallara. Hin nýja
bygging mun tengjast stjórn-
arráðshúsinu með tengigangi. Í
húsinu verða skrifstofur forsæt-
isráðuneytisins.
Fornleifakönnun framkvæmd
Ekkert deiliskipulag er í gildi
fyrir svæðið og þarf því að vinna
slíkt skipulag. Jafnframt þarf að
fara fram fornleifakönnun á reitn-
um. Framkvæmdasýslan hefur átt
samráð við Minjastofnun um þann
þátt málsins, að sögn Halldóru.
Í öðru lagi er áformuð skipulags-
samkeppni um uppbyggingu á svo-
kölluðum stjórnarráðsreit. Ytri
mörk reitsins afmarkast af Ingólfs-
stræti, Skúlagötu, Klapparstíg og
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnarráðshúsið Hugmyndin er að viðbyggingin verði um 1.000 fermetrar. Húsið verður líklega tveggja hæða.
Viðbygging bak við
stjórnarráðshúsið
Samkeppni haldin um uppbyggingu á stjórnarráðsreit
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Umfangsmiklar framkvæmdir hóf-
ust í gær á Kringlumýrarbraut í
Reykjavík og hafa stórvirkar vinnu-
vélar þegar grafið í sundur akbrautir
vestan megin, en verið er að endur-
nýja stofnlögn kalds vatns frá loka-
húsi við Stigahlíð og yfir götuna.
Meðan á þessu stendur verður
verulega þrengt að umferð og hafa
talsmenn lögreglu og slökkviliðs
meðal annars lýst yfir áhyggjum af
þeim miklu umferðartöfum sem
framkvæmdunum kunna að fylgja,
einkum á álagstímum. Umferðin
gekk þó vel í gærmorgun þar sem
verktakinn byrjaði ekki á verkinu
fyrr en eftir morgunumferðina. Tafir
eru hins vegar fyrirsjáanlegar héðan
af, en framkvæmdir munu standa yf-
ir næstu tvær vikurnar.
Skammt frá, á Miklubraut til móts
við Klambratún, stóð til að loka fyrir
alla bílaumferð í austur vegna mal-
bikunar. Þeim framkvæmdum hefur
nú hins vegar verið slegið á frest og
hefjast ekki fyrr en framkvæmdum
er lokið á Kringlumýrarbraut.
khj@mbl.is
Búið að rjúfa ak-
brautir til suðurs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðhald Umferð á Kringlumýrarbraut er leidd yfir á öfugan vegarhelming.
Margt þarf að skoða og ganga upp
áður en hægt er að ræða af alvöru
hugmyndir um að velja Hvassa-
hraun í Vogum sem öryggisflug-
völl á suðvesturhorninu eins og
rætt er um í nýrri skýrslu um ör-
yggishlutverk Reykjavíkurflug-
vallar. Engar viðræður hafa átt
sér stað um þau mál við sveitarfé-
lagið Voga, að sögn Ásgeirs Ei-
ríkssonar bæjarstjóra. Hann segir
að fólk þar sé eiginlega hvorki með
né á móti hugmyndinni, en opið
fyrir því að kanna hana.
Hvassahraun er svokallað fjar-
svæði með tilliti til vatnsverndar
og engin könnun hefur farið fram
á því hvaða áhrif flugvöllur hefði á
vatnsból íbúa í Vogum eða í öðrum
sveitarfélögum í nágrenninu. Ás-
geir segir að Vogar fái sitt vatn úr
borholu við Vogavík rétt við bæ-
inn, en önnur sveitarfélög á Suð-
urnesjum fái vatn frá Lágum sem
eru við Grindavíkurveg. Hann seg-
ir að hafi flugvallargerð áhrif á
vatnsverndarsvæði þurfi það ekki
að takmarkast við Voga, en rann-
sóknir þurfi til að skera úr um
það.
„Það sem er flóknast í þessu
máli er að flugvöllur í Hvassa-
hrauni kallar á breytingu á að-
alskipulagi Voga,“ segir Ásgeir.
„Slík breyting þarf að falla að
svæðisskipulagi allra sveitarfélag-
anna á Suðurnesjum. Svæðisskipu-
laginu verður ekki breytt nema öll
sveitarfélögin fallist á það.“ Að
hans mati gæti það orðið snúið
mál. „Þetta mál á mjög langt í
land og hér verður ekkert aðhafst
fyrr en eitthvað meira áþreifanlegt
kemur fram,“ segir Ásgeir Eiríks-
son. gudmundur@mbl.is
„Þetta á mjög langt í land“
Enginn flugvöllur í Hvassahrauni nema með samþykki allra sveitarfélaganna
Engar viðræður farið fram Áhrif á vatnsverndarsvæði ekki verið könnuð
Hvassahraun
» Í nýrri skýrslu er viðruð hug-
mynd um öryggisflugvöll í
Hvassahrauni.
» Breyta þyrfti aðalskipulagi
Voga og svæðisskipulagi á
Suðurnesjum.
» Öll sveitarfélög á Suður-
nesjum þyrftu að fallast á hug-
myndina.
„Þetta er geng-
ið inn á land og
mun því hverfa
á næstu dög-
um,“ segir Ein-
ar Sveinbjörns-
son veður-
fræðingur og
vísar til þess
mikla veðurofsa
sem gengið hef-
ur yfir Mið- og
Norður-Ameríku að undanförnu,
en hann segist ekki eiga von á
leifum fellibyljanna hingað til
lands. „Fellibylurinn Jose er enn
úti á Atlantshafi og mun dóla þar
næstu daga. Leifar hans gætu
e.t.v. borist norðar.“
Ekki von á neinum
leifum fellibyljanna
hingað til lands
Rústir Irma gekk
yfir með látum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sólarstrendur nutu mikilla vin-
sælda hjá Íslendingum í sumar.
Margir lögðu leið sína til Spánar
og voru áfangastaðirnir Playa de
las Americas, Barcelona, Beni-
dorm og Alicante hvað vinsælastir.
Þetta kemur fram í greiningu bók-
unarvefsins Dohop.is fyrir Morg-
unblaðið.
Armina Ilea, greinandi hjá fyrir-
tækinu, segir ekki ósennilegt að
lækkað verð á ferðum til þessara
staða skýri aukna eftirspurn.
Almennt hafi áfangastaðir sem
ódýrt er að fara til verið vinsælir.
London hafi verið í efsta sæti.
Til samanburðar hafi Íslend-
ingar sýnt meiri áhuga á borg-
arferðum í fyrrasumar. Vinsælustu
borgirnar hafi þá verið New York,
Kaupmannahöfn, London, Boston
og Berlín. Hins vegar nutu sólar-
strendur þá einnig vinsælda og
urðu áfangastaðirnir Nice, Adeje
(Spáni) og Orlando gjarnan fyrir
valinu. Til upprifjunar lék íslenska
karlalandsliðið í knattspyrnu við
Englendinga í Nice á EM 2016.
Loks benda gögn Dohop, sem
byggjast á bókunum Íslendinga á
gistingu, til að eftirspurn eftir
ferðum til Bandaríkjanna hafi ver-
ið minni í sumar en í fyrrasumar.
Eftirspurnin hafi minnkað þrátt
fyrir meira framboð á ódýru flugi.
Ofangreind þróun kann að vera
vísbending um að vegna aukins
kaupmáttar og gengisstyrkingar
framan af sumri hafi Íslendingar
leyft sér dýrari ferðalög en í
fyrra.
Íslendingar sóttu
á sólarstrendur
Gögn Dohop.is benda til að dregið
hafi úr eftirspurn til Bandaríkjanna
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt hefur verið um uppbyggingu
austan við stjórnarráðið. Í janúar 2005 birtist frétt í Morgunblaðinu
þar sem sagði að hugmyndir væru uppi um að reisa allt að fjögurra
hæða skrifstofubyggingu á reitnum bak við Stjórnarráð Íslands og
myndi byggingin tengjast stjórnarráðinu. Tillaga að deiliskipulagi fyr-
ir lóðina hefði verið auglýst, en enn væri langt í að lagt yrði í fram-
kvæmdir.
„Þetta eru tillögur sem eru lagðar fram af hálfu skipulagsins í
Reykjavík, og eru svona einhver framtíðarmúsík,“ var haft eftir Bolla
Þ. Bollasyni, þáverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, í
fréttinni.
Ekkert varð af framkvæmdum á þessum tíma. Þá var gert ráð fyrir
allt að 2.000 fermetra byggingu, eða tvöfalt stærri en nú er rætt um.
Þá var einnig gert ráð fyrir að bílageymsla yrði í kjallara sem kæmi á
móti þeim bílastæðum sem myndu fara undir nýju bygginguna.
Stærri bygging rædd 2005
VIÐBYGGING HEFUR VERIÐ ÁFORMUÐ ÁÐUR