Morgunblaðið - 13.09.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Elín Björg
Jónsdóttir
„Hagkerfið er að breyta um takt
eftir mikinn efnahagsuppgang og
hagvöxt síðustu ára,“ segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdstjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, en hann segir skýr merki þess
í fjárlagafrumvarpinu.
„Hagvöxtur verður minni á
næsta ári og fjárlögin endurspegla
þann breytta veruleika. Ég sakna
þess því að sjá ekki áherslur um að
koma til móts við atvinnulífið, m.a.
með lækkun á tryggingagjaldi,“
segir hann og bendir á að nú séu
kjöraðstæður til lækkunar gjalds-
ins.
Halldór segir jákvætt að greidd-
ar séu niður skuldir hins opinbera
en þær hafa að hans sögn minnkað
um tæpan helming frá því þær
voru hvað mestar í kringum ára-
mótin 2011-2012. Stóra málið í vet-
ur segir hann þó vera kjaravið-
ræður ríkisins við stéttarfélög
opinberra starfsmanna.
„Ég tel mikilvægt að ríkið sýni
ábyrgð í fjármálastjórn og hjálpi
okkur að varðveita kaupmáttar-
aukningu síðustu ára,“ segir hann
og vísar þar til komandi kjara-
viðræðna.
Áhyggjur af innviðum
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, tekur í sama streng og
Halldór og segir mikilvægt að
kaupmátturinn sé varinn.
„Þetta snýst ekki bara um krón-
ur og aura heldur hvað við fáum
fyrir þær. Þess vegna er mikilvægt
að fullt samráð verði haft við alla
aðila vinnumarkaðarins í málum
sem varða okkur öll,“ segir Elín.
Spurð um fjárlagafrumvarpið
telur hún rétt að tala varfærn-
islega en óttast þó að innviðum
samfélagsins sé ekki sinnt sem
skyldi.
„Í þeim málum sem lúta að al-
mannaþjónustu er mikilvægt að
beina fjármunum til þeirra verk-
efna sem almenningur telur brýn-
ust.“ Nefnir Elín dæmi um heilsu-
gæslustöðvar á höfuðborgarsvæð-
inu en hún gagnrýnir að einka-
reknar stöðvar taki til sín mest
fjármagn þvert á vilja almennings
meðan þær opinberu sitji eftir
fjársveltar. vilhjalmur@mbl.is
Lækka
þarf trygg-
ingagjald
Sammála um að
verja kaupmáttinn
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjálmur@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstrihreyfingarinnar græns fram-
boðs, segir jákvætt að verið sé að
hækka svokallaða umhverfisskatta
og vísar þar til hækkunar á bensín-
og olíugjaldi.
„Þrátt fyrir að hækkunin ein og
sér sé jákvæð er skortur á heild-
arstefnu stjórnvalda í þessum mála-
flokki,“ segir Katrín, sem kallar eft-
ir skýrari stefnu í umhverfis- og
loftlagsmálum.
„Við höfum lagt til að Ísland
gangi lengra en Parísarsamkomu-
lagið og stefnt verði að kolefnishlut-
lausu Íslandi. Skattastefnan þarf að
spila með því markmiði og það er
löngu tímabært að sú stefna liggi
fyrir.“
Hún segir fjárlagafrumvarpið
ekki hafa komið sér á óvart. Það sé í
takt við fjármálaáætlun sem sam-
þykkt var af stjórnarflokkunum í
vor.
„Hér er verið að lögfesta það sem
ég hef kosið að kalla sveltistefnu.
Það er ekki verið að sækja fram í
neinum málaflokkum. Hlutur sam-
neyslunnar er að dragast saman
sem hlutfall af landsframleiðslu og
það sést víða í fjárlagafrumvarpinu.
Barnabætur lækka, vaxtabætur
lækka og við sjáum að ekki er verið
að hlusta á ákall kjósenda um stór-
aukin framlög til heilbrigðismála,“
segir Katrín og telur þá einnig til
fjársvelti í menntamálum.
Skattahækkun á ungt fólk
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, segir
fátt koma sér á óvart í fjárlagafrum-
varpinu, það sé að mestu í samræmi
við fjármálaáætlun.
„Það sem kemur mér þó á óvart
er að fjármálaráðherra skuli hunsa
tilmæli meirihluta stjórnarliða um
að falla frá hækkun á virðisauka-
skatti á ferðaþjónustu og skoða þess
í stað komugjöld,“ segir Sigurður og
bendir á að þegar hafi menn séð
merki þess að hækkun virðisauka-
skatts á ferðaþjónustu komi verst
niður á ferðaþjónustusvæðum utan
áhrifasvæðis höfuðborgarsvæðisins.
Þá gagnrýnir Sigurður fyrirhug-
aða skattahækkun á olíu- og bensín-
gjald sem hann segir bitna verst á
þeim sem vegna búsetu sinnar þurfi
að aka langar vegalengdir.
Hann segir jafnframt mikilvægt
að nýta fjárlagaafganginn með
skynsamlegum hætti.
„Framsóknarflokkurinn benti á
það í vor að afgangurinn yrði meiri
en áætlanir gerðu ráð fyrir, þ.e. að
tekjur myndu vaxa meira. Þess
vegna lögðum við það til þá og mun-
um gera aftur í haust að auknu fé
verði varið í innviðauppbyggingu
þeirra svæða sem ekki hafa notið
sama hagvaxtar og þéttbýlustu
kjarnar landsins.“
Samfylking vill eignaskatt
Logi Már Einarsson, formaður
Samfylkingarinnar, segist orðlaus
yfir því metnaðarleysi stjórnar-
flokkana sem birtist í fjárlagafrum-
varpinu í garð mennta- og velferð-
armála.
„Mér finnst það vonbrigði að ekki
sé meira fé varið í sjúkraþjónustu
og skammsýnt að gefa ekki öldr-
uðum tækifæri til að vinna og finna
sér lífsfyllingu,“ segir Logi og vísar
þar m.a. til frítekjumarks.
„Samfylkingin hefur talað fyrir
klassískum leiðum jafnaðarstefn-
unnar þar sem gæðum og birgðum
er skipt jafnar á fólk. Ég hafna því
alfarið þeirri hugmyndafræði að
stækka þurfi bara kökuna og brauð-
molarnir leiti niður.“
Spurður um skattastefnu stjórn-
valda segir Logi að skattkerfið þurfi
að vera tekjuskiptara, þ.e. að fólk
með lægstu og meðaltekjur beri
ekki meiri álögur en auðugasti hluti
þjóðarinnar.
„Ég vil sjá hér einhvers konar út-
færslu á auðlegðarskatti og breyt-
ingar á skattkerfinu. Við munum því
að sjálfsögðu, líkt og áður, leggja
fram breytingartillögur við fjárlaga-
frumvarpið.“
Spurður hvort hann eigi þá við
einhvers konar eignaskatt svara
hann játandi.
Birgitta þingflokksformaður
Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur,
kaftein Pírata, en í fréttatilkynningu
frá flokknum kemur fram að Birg-
itta hafi verið kjörin þingflokksfor-
maður, Þórhildur Sunna Ævarsdótt-
ir varaformaður þingflokksins og
Jón Þór Ólafsson ritari hans.
„Stjórnarkjörið er hluti af end-
urskipulagningu innan þingflokks-
ins sem hefur staðið yfir í sumar en
verkaskipting og valddreifing er nú
jafnari en áður meðal stjórnarliða
þingflokks. Þessi verkaskipan er að-
eins einn angi af vinnu þingflokks
við að skerpa á leiðum til að hrinda í
framkvæmd helstu stefnumálum
Pírata,“ segir í tilkynningu frá
flokknum.
Vilja auka útgjöld og skatta
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja flestir að verja þurfi auknum fjár-
munum í félags- og heilbrigðisþjónustu Samfylking vill auðlegðarskatt á þá ríku
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Alþingi var sett með hefðbundnum
hætti í gær. Þingmenn héldu til
guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að
henni lokinni ávarpaði Guðni Th. Jó-
hannesson, forseti Íslands, Alþingi. Í
ávarpinu gerði forsetinn stjórnar-
skrána að sínu helsta umræðuefni og
lagði áherslu á mikilvægi þess að
endurskoða hana reglulega.
„Þegar stjórnarskrá konungsrík-
isins Íslands var endurskoðuð við
lýðveldisstofnun árið 1944 var um
það einhugur að breyta því einu sem
breyta þyrfti af nauðsyn við þau
kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði
stjórnarskráin svo tekin til gagn-
gerðrar endurskoðunar. Vissulega
hefur stjórnarskrá Íslands oft verið
breytt frá stofnun lýðveldis. En
samfélagið vex áfram og þróast,“
segir Guðni sem líkti stjórnar-
skránni við flík sem sífellt þyrfti að
bæta.
Úrelt lagaákvæði
Hann telur ýmis lagaákvæði úrelt,
þar með talið ákvæðið um uppreist
æru. „Fyrr í sumar brugðust fjöl-
margir ókvæða við þegar kynferð-
isbrotamenn fengu uppreist æru eft-
ir afplánun dóms. Engu skipti að
stuðst var við lög og ríka hefð um
framkvæmdina. Þetta skipti engu
vegna þess að lagahugtakið uppreist
æru þykir úrelt og villandi. Löngu er
tímabært að það heyri sögunni til,“
sagði Guðni.
Að lokum lýsti hann yfir von sinni
um að fólk lærði af biturri reynslu.
Auk þess sem Alþingi yrði við kröf-
um um endurskoðun á stjórnarskrá
Íslands á þeim grundvelli sem unnið
hefur verið að á undanförnum árum
á vettvangi stjórnlagaráðs og
stjórnarskrárnefnda.
Forsetinn lagði til breytingar
Hvatti til endurskoðunar á stjórnarskrá við þingsetningu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þingsetning Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M.
Sigurðardóttur, biskupi, Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, Unni Brá
Konráðsdóttur, forseta Alþingis, Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, og
séra Bolla Þór Bollasyni, sem predikaði í Dómkirkjunni fyrir þingsetningu.
Stefnuræða forsætisráðherra og um-
ræður um hana eru á dagskrá Alþingis
í kvöld. Á fimmtudag mælir fjár-
málaráðherra síðan fyrir fjárlaga-
frumvarpi næsta árs.
„Þingið hefst með nokkuð hefð-
bundnu sniði á stefnuræðu forsætis-
ráðherra og umræðu um hana. Þá
verður fjárlagafrumvarpið tekið fyrir á
fimmtudag og á föstudaginn mun hver
fagráðherra gera sérstaka grein fyrir
sínu sviði er varðar fjárlagafrum-
varpið,“ segir Unnur Brá Konráðs-
dóttir, forseti Alþingis. Hún vonar að
með þeim hætti verði umræða um fjár-
lagafrumvarpið skipulagðari en áður.
„Í næstu viku hefjast svo hefðbundin
þingstörf en búast má við því að tekist
verði að mestu á um mál tengd fjár-
lagafrumvarpinu.“
Dregið var um sætaskipan í þing-
salnum í gær og vakti athygli að
nokkrir þingmenn Framsóknarflokks-
ins lentu hver við hliðina á öðrum.
Þannig mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir
hafa þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson
og Gunnar Braga Sveinsson sinn til
hvorrar handar í vetur.
Stefnuræða forsætisráðherra í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Sessunautar Þrír þingmenn Framsóknarflokksins: Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sitja hlið við hlið.