Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Ámorgun 14. september gefur Íslandspóstur út fjórar
frímerkjaraðir og eina smáörk. Efni frímerkjanna er til
einkað siðbót í 500 ár, Viðskiptaráði Íslands 100 ára, lífríki
hafsbotnsins og fléttum. Smáörkin er tileinkuð erlendum
vísindaleiðöngrum og ferðamönnum til Íslands í 250 ár.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum listaverkum
Skattgreiðendur fengu kaldarkveðjur í gær þegar fjár-
málaráðherra kynnti fjárlaga-
frumvarp ársins 2018. Skattar
hækka um tugi milljarða króna og
vekur sérstaka athygli að bílaeig-
endur eiga á næsta
ári að greiða rúmum
átta milljörðum
króna meira í alls
kyns skatta og gjöld
en þeir gera í ár og
þótti þó nóg um.
Þessir skattar oggjöld hækka úr 43,5 milljörðum
króna í 51,6 milljarða króna.
Vinstristjórnin sem sat á árunum2009-2013 hækkaði líka skatta
á bifreiðar en hún var þeirrar skoð-
unar að dísel væri minna mengandi
en bensín þannig að dísel var skatt-
lagt þannig að það væri hagstæðara
en bensín.
Almenningur tók sig til og keyptidíselbíla, en fær þá sendingu
frá núverandi ríkisstjórn sem
ákveður að hækka gjöldin á dísellítr-
ann um 18 krónur og bensínlítrann
um átta krónur.
Þetta er rökstutt þannig að jafnaþurfi gjöldin því að dísel sé ekki
endilega heilnæmara en bensín.
Þessi hækkun er sem sagt sett íþann búning að um jöfnunar-
aðgerð sé að ræða, en vitaskuld er
þetta aðeins skattahækkun.
Ef ætlunin hefði verið að jafnahefði átt að lækka bensín-
gjöldin niður í það sem þau eru á
dísel.
Þegar bæði gjöld eru hækkuð, þóað annað sé hækkað meira en
hitt, heitir aðgerðin skattahækkun.
Benedikt
Jóhannesson
Skattahækkun á
bifreiðaeigendur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 10 léttskýjað
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 11 rigning
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 14 heiðskírt
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 16 heiðskírt
Lúxemborg 13 skúrir
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 12 rigning
Glasgow 12 skúrir
London 16 skúrir
París 17 skúrir
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 16 skúrir
Berlín 18 léttskýjað
Vín 15 heiðskírt
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 26 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 29 heiðskírt
Winnipeg 21 heiðskírt
Montreal 18 léttskýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 20 léttskýjað
Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:47 20:02
ÍSAFJÖRÐUR 6:48 20:10
SIGLUFJÖRÐUR 6:31 19:53
DJÚPIVOGUR 6:15 19:32
Innkauparáð Reykjavíkurborgar
hefur samþykkt að taka tilboði
lægstbjóðanda, Háfells ehf., í gatna-
gerð og lagnir á nýju byggingar-
svæði á Strætóreitnum á Kirkju-
sandi.
Þetta var samþykkt með tveimur
atkvæðum fulltrúa Samfylking-
arinnar og Bjartrar framtíðar gegn
einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðis-
flokks.
Lögð var fram svohljóðandi bókun
fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Björns
Gíslasonar, á fundinum:
„Mikilvægt er að hæfi bjóðenda,
rekstrarsaga fyrirtækja og við-
skiptasaga stjórnenda og helstu eig-
enda séu skoðuð gaumgæfilega áður
en til verkkaupa kemur og ekki
gengið til samninga við fyrirtæki
sem nýlega hafa lent í gjaldþroti.“
Dóra Magnúsdóttir og Magnea
Guðmundsdóttir, fulltrúar Samfylk-
ingarinnar og Bjartrar framtíðar,
lögðu fram svohljóðandi bókun :
„Samkvæmt áliti borgarlögmanns
uppfyllir lægstbjóðandi kröfur út-
boðsgagna og innkaupareglna
Reykjavíkurborgar. Fulltrúarnir
telja brýna ástæðu til áframhaldandi
endurskoðunar innkaupareglna
Reykjavíkurborgar er lúta að
kennitöluflakki og viðskiptasögu.“
Á vef Ríkisskattstjóra kemur
fram að Háfell ehf. var úrskurðað
gjaldþrota 7. júní 2016. Þegar félag-
ið var gert upp hafði það hlotið nýtt
nafn, H150 ehf. Ekkert fékkst greitt
upp í kröfur sem námu um 1.200
milljónum króna.
Ný kennitala
Þegar Háfell ehf. varð gjaldþrota
var það rekið á kennitölunni 690186-
1609. Tilboðið í verkið á Kirkjusandi
er hins vegar gert á annarri kenni-
tölu, 500907-1770.
Háfell var áður eitt umsvifamesta
verktakafyrirtæki landsins og kom
að fjölmörgum verkefnum. Má þar
nefna Héðinsfjarðargöng og tvöföld-
un Reykjanesbrautar.
Í verkið á Kirkjusandi bárust alls
sjö tilboð. Tilboð Háfells var lægst
eða 223,5 milljónir, sem var 97% af
kostnaðaráætlun. Næstlægsta til-
boðið átti Urð og grjót ehf., 227,2
milljónir. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Hanna
Strætóreitur Á næstunni hefst jarðvinna fyrir nýja byggð á Kirkjusandi.
Ágreiningur um til-
boð í innkauparáði
Lægstbjóðandi gjaldþrota í fyrra
Reglurnar verði endurskoðaðar
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, verður gestur á fundi Samtaka
eldri sjálfstæðismanna (SES) í hádeginu í dag.
Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Samtaka eldri
sjálfstæðismanna, að fundurinn verður haldinn í Valhöll
og hefst hann kl. 12.00, en húsið verður opnað kl. 11.30.
Fundurinn hefst með því að forsætisráðherra flytur
ræðu um stjórnmálaástandið og í kjölfarið situr hann
síðan fyrir svörum.
Fram kemur að boðið verður upp á súpu gegn vægu
gjaldi, 900 krónur.
Samtök eldri sjálfstæðismanna hafa undanfarin ár
staðið fyrir vikulegum fundum í hádeginu á miðvikudögum að vetri til og
verður fundurinn í dag sá fyrsti á þessum vetri.
Bjarni á fundi með SES í Valhöll
Bjarni
Benediktsson