Morgunblaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Appótek: www.appotek.is
Einkarekið apótek í 60 ár
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Hindberjajógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
11 milljarða frá gildandi fjárlögum yf-
irstandandi árs.
Meginboðskapur ráðherrans, er
hann kynnti markmið frumvarpsins,
er að viðhalda jafnvægi í efnahagslíf-
inu, stuðla að sterkum kaupmætti og
nýta allt svigrúm til að auka velferð-
ina.
Fram kom í máli ráðherrans að
raunvöxtur útgjalda milli ára er 4,1%
og ef litið er til undanfarinna tveggja
ára er samtals um 13% vöxt að ræða á
miklu hagvaxtarskeiði. Útgjöld í heil-
brigðis- og velferðarmálum hækka til
að mynda um 4,4% að raungildi á milli
ára.
833 milljarðar í tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs fyrir árið
2018 eru áætlaðar 833 milljarðar og
þar af á virðisaukaskatturinn að skila
239 milljörðum. Skattar af tekjum og
hagnaði eiga að aukast úr um það bil
269 milljörðum í fjárlögum yfirstand-
andi árs í tæplega 281 milljarð á
næsta ári. Tryggingagjöld eiga að
skila tæpum 99,5 milljörðum, sem er
aukning um rúma 9 milljarða en
reiknað er með að arðgreiðslur
minnki umtalsvert eða úr 39,7 millj-
örðum sem þær eru taldar skila á
þessu ári í 18,7 milljarða á næsta ári.
Heildarútgjöld ríkissjóðs hækka
um ríflega 36 milljarða kr. á milli ára
og er áætlað að þau verði 790 millj-
arðar að meðtöldum 73 milljarða
vaxtagjöldum á árinu 2018.
Í kynningu á efni frumvarpsins
kemur fram að hækka á tekjutrygg-
ingu í almannatryggingakerfinu
þannig að fólk sem býr eitt og þiggur
örorkulífeyri eða ellilífeyri muni fá
a.m.k. kosti 300 þúsund í stað 280
þúsunda á næsta ári. Útgjöld vegna
þessa eru áætluð á bilinu 700-800
milljónir á næsta ári. Alls aukast út-
gjöld í almannatryggingum um 2,7
milljarða vegna fjölgunar bótaþega.
Stofnstyrkir til byggingar al-
mennra íbúða verða þrír milljarðar
og hæstu greiðslur í fæðingarorlofi
hækka úr 500 í 520 þúsund kr. en
stefnt er að því að hækka greiðslurn-
ar í 600 þúsund á næstu árum.
Þá verða framlög vegna móttöku
flóttamanna nálega þrefölduð og
styrkja á enn frekar stuðningskerfi til
að auka atvinnuþátttöku fólks með
skerta starfsgetu.
Í fréttatilkynningu frá velferðar-
ráðuneytinu í gær er bent á að fram-
lög til byggingar nýs Landspítala
verða aukin um 1,5 milljarða kr. á
næsta ári umfram það sem ráðgert
var í fjármálaáætlun ríkisins. Um 400
milljónir króna verða veittar til við-
halds á eldra húsnæði spítalans.
Rekstur jáeindaskanna hefst á næsta
ári og eru 200 milljónir króna merkt-
ar rekstrinum.
Alls verða heildarútgjöld til heil-
brigðismála á næsta ári tæpir 208
milljarðar kr. sem er 13,5 milljarða
aukning frá fyrra ári eða 6,9%.
Kolefnisgjaldið tvöfaldað
og olíugjöldin hækka
Ýmsar breytingar á skattkerfi og
gjöldum ríkisins með samræmingu
krónutölugjalda taka gildi á næsta ári
og skila alls um 5 milljörðum kr. þegar
allt er talið. Kolefnisgjaldið verður tvö-
faldað frá og með 1. janúar sem eykur
tekjur ríkissjóðs af því um 3,2 milljarða
frá því sem ella hefði orðið að óbreyttu
en hækkunin er liður í aðgerðum
stjórnvalda gegn losun kolefnis út í
andrúmsloftið. Samræma á gjaldtöku
af bensíni og díselolíu sem eykur
tekjur ríkisins um 1,7 milljarða kr. Þá
á að jafna áfengisgjald léttvíns og
bjórs með hækkun gjaldsins á léttvíni
en það eykur tekjur ríkisins skv. áætl-
un frumvarpsins um 400 milljónir.
Ákveðið hefur verið að undanþága
frá virðisaukaskatti fyrir kaup vist-
vænna bíla verði framlengd til
þriggja ára en við það minnka tekjur
ríkissjóðs um tvo milljarða á næsta
ári. Afnám afsláttar af vörugjöldum
bílaleigubíla er talið minnka tekjur af
vörugjöldum um 2,5 milljarða en þeg-
ar hefur verið lögfest að afnema
þennan afslátt sem bílaleigur hafa
notið. Frá ársbyrjun 2018 munu bíla-
leigur því greiða sambærilegt vöru-
gjald og greitt er af fólksbílum al-
mennt.
2 milljarðar í Dýrafjarðargöng
Ekki er gerð breyting á álagning-
arhlutfalli tryggingagjalds en reiknað
er með að tryggingagjaldsstofninn
hækki um 10,4% á næsta ári m.a.
vegna 6,5% hækkunar nafnlauna sem
áætluð er og þar sem iðgjald launa-
greiðenda í lífeyrissjóði er að hækka í
Dæmi um útgjöld á mann
Heimild: Fjármála- og Efnahagsráðuneytið
Löggæsla 43.000 kr.
Samgöngur 100.000 kr.
Umhverfismál 49.000 kr.
Menning, listir, íþrótta– og æskulýðsmál 37.000 kr.
Framhaldsskólar 84.000 kr.
Háskólar 87.000 kr.
Heilbrigðismál 334.000 kr.
Fjölskyldumál 92.000 kr.
Húsnæðisstuðningur 39.000 kr.
Örorkugreiðslur í almannatryggingakerfinu 161.000 kr.
Málefni aldraðra 216.000 kr.
Ríkissjóður skili
44 milljarða
króna afgangi
Aukin útgjöld til velferðarmála Skuldir minnka
Hækkun vsk. í ferðaþjónustunni frestað til 1. janúar 2019
Fjárlagatillögur
» Tekjur ríkissjóðs aukast um
33 milljarða kr. milli ára.
» Útgjöld til heilbrigðismála
eru áætluð 201 milljarður og
útgjöld til félags, húsnæðis- og
tryggingamála 208 milljarðar á
næsta ári.
» Gert er ráð fyrir 100 millj-
óna kr. framlagi til undirbún-
ings endurnýjunar þyrluflota
Landhelgisgæslunnar.
» Reiknað er með að launa-
breytingar hjá ríkinu auki
launakostnað um ríflega 10
milljarða kr. á næsta ári
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Afgangur á að verða af rekstri rík-
issjóðs upp á tæpa 44 milljarða króna
á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum-
varpi ársins 2018, sem Benedikt Jó-
hannesson fjármála- og efnahagsráð-
herra, lagði fram á Alþingi í gær.
Þetta er nær fjórum milljörðum kr.
meiri afgangur en gert var ráð fyrir í
ríkisfjármálaáætlun Alþingis. Í meg-
indráttum er afkoma ríkisins skv.
frumvarpinu þó í samræmi við áætl-
unina og fjármálastefnuna sem þingið
samþykkti sl. vor.
Afgangur fjárlaga á svonefndum
frumjöfnuði, þ.e.a.s. fyrir vexti, er
áætlaður um 104 milljarðar króna
skv. frumvarpinu og sagði Benedikt
er hann kynnti fjárlagafrumvarpið á
fréttamannafundi í gærmorgun, að
þetta væri mesti afgangur ríkissjóðs í
Evrópu, 3,8% af vergri landsfram-
leiðslu.
8,9 milljarða tekjulækkun vegna
frestunar
Frumtekjur ríkissjóðs verða þó um
2,3 milljörðum kr. lægri en gert var
ráð fyrir í fjármálaáætlun og vegur
þar þyngst að ákveðið hefur verið að
fresta hækkun ferðaþjónustutengdr-
ar starfsemi úr neðra þrepi virðis-
aukaskattsins í almennt þrep virðis-
aukaskatts um hálft ár, eða til
ársbyrjunar 2019 en þá á að vera búið
að lækka almenna þrepið í 22,5%.
Þetta er talið leiða til tæplega 8,9
milljarða kr. tekjulækkunar ríkis-
sjóðs á næsta ári. Sagði ráðherra að
með þessari frestun væri komið til
móts við gagnrýni um of skamman
aðlögunartíma fyrir ferðaþjónustuna.
Vel hefur tekist til við lækkun
skulda ríkisins en reiknað er með að
heildarskuldir ríkissjóðs, fyrirtækja
og sjóða ríkisins minnki um 74,5 millj-
arða á næsta ári. Eftir sem áður eru
vaxtagjöldin þó mjög há og Íslend-
ingar borga miklu meira í vexti en
flestar aðrar þjóðir, að því er fram
kom í máli Benedikts. Áætlað er að
vaxtagjöld ríkisins verði tæpir 60
milljarðar kr. á næsta ári og lækki um
Fjárlagafrumvarpið 2018
Áætlað er að
tekjur af veiði-
gjöldum muni
aukast um 3,6
milljarða króna í
fjárlagafrum-
varpi næsta árs
frá árinu 2017 og
verði nálægt 10
milljörðum
króna.
Í greinargerð fjárlagafrum-
varpsins segir að aukninguna megi
rekja til meiri framlegðar af fisk-
veiðum á árinu 2015 sem leiði til
þess að stofn veiðigjalds fyrir botn-
fisk tvöfaldast á fiskveiðiárinu
2017/2018. „Þá hefur réttur til
lækkunar á veiðigjaldi vegna vaxta-
berandi skulda við kaup á afla-
hlutdeild verið afnuminn, sem leiðir
til þess að tekjur ríkissjóðs af veiði-
gjaldi aukast um 650 [milljónir
kr.],“ segir ennfremur í skýringum
á þessu.
Tíu milljarða tekjur
af veiðigjöldum