Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 þrepum en það hefur áhrif á gjald- stofninn sem tryggingagjaldið er reiknað af. Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða mun hafa tæplega 800 milljónir til ráðstöfunar á næsta ári gangi áætl- anir frumvarpsins eftir en það er aukning um 200 milljónir. Verja á auknu fé til rannsókna og gagnaöfl- unar í ferðaþjónustu og auka stuðn- ing við Markaðsstofur landshluta. Tæplega 18 milljarðar króna fara í framkvæmdir og viðhald vega sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Meðal stærstu verkefna verða Dýrafjarðar- göng en þar er gert ráð fyrir tveggja milljarða kr. auknu framlagi til fram- kvæmdanna. Ljósleiðaratengingar verða og styrktar um hálfan milljarð í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt, og hafnabótasjóður eflist. Þá er áætlað að útgjöld vegna at- vinnuleysisbóta muni hækka um rúmlega 1,4 milljarða á næsta ári í takt við endurskoðaða þjóðhagsspá. Í umfjöllun frumvarpsins um barnabætur er bent á að nýlega var skipaður starfshópur á vegum vel- ferðarráðherra til að endurskoða kerfi barnabóta og barnalífeyris al- mannatrygginga og á sá hópur að skila tillögum sínum í nóvember nk. ,,Í ljósi þess er lagt til að heildarút- gjöld til barnabóta verði svipuð og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2018-2022, eða 10,5 [milljarða kr.] Í því felst að barnabótaútgjöldin hækka um 10,5% milli ára í krónum talið,“ segir þar. Útgjaldaskuldbindingar 28 milljarðar Aukin útgjöld umfram forsendur fjárlaga 2017 Útgjöld í milljörðum þar af: Sjúkratryggingar - einkumvegna lækniskostnaðar og lyfja 9,8 þar af:Almannatryggingar – einkumvegna elli- og örorkulífeyrisþega 4,8 þar af: Útlendingamál – vegna aukins fjölda umsókna umhæli 3,1 Almannatryggingar - áætluð fjölgun bótaþega 2018 1,9 Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng 2,7 Bygging nýs Landspítala 2,0 Hækkun stofnframlaga til byggingar og kaupa á almennum íbúðum 1,5 Atvinnuleysisbætur – spá umaukið atvinnuleysi frá forsendum fjárlaga 2017 1,5 Fæðingarorlofssjóður – hækkun hámarksgreiðslna og kjarasamninga 1,1 Framkvæmdalok við Norðfjarðargöng, vegtengingu o.fl. við Bakka 2,6 Vaxtabætur –m.v. óbreyttar viðmiðunarfjárhæðir og reiknireglur 2,0 Önnur bundin útgjöld 12,9 Samtals breytingar á útgjaldaskuldbindingum 28,4 Heimild: Fjármála- og Efnahagsráðuneytið Tekjur og gjöld 2018 Frumtekjur 822 milljarðar Vaxtatekjur 12 milljarðar Frumgjöld 717 milljarðar Vaxtagjöld 73 milljarðar Afgangur 44milljarðar Heimild: Fjármála- og Efnahagsráðuneytið Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Útgjöld vegna öryggis- og varn- armála eiga að hækka um 22% skv. fjárlaga- frumvarpinu. Með því á m.a. að kosta borgara- lega sérfræðinga til verkefna hjá NATO og mögulega að fjölga sér- fræðingastöðum. Gangi frum- varpið eftir munu heildargjöld rík- isins vegna öryggis- og varnarmála nema 1.891 milljón króna sam- anborið við tæpar 1.550 milljónir í ár. 22% hækkun til ör- yggis- og varnarmála Lífeyrisskuld- bindingar ríkis- sjóðs eru 515 milljarðar kr. vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins og 62 millj- arðar vegna Líf- eyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. LH og B-deild LSR verða sameinaðar 1. janúar nk. og til þess að sameinaður sjóð- ur geti staðið við skuldbindingar sínar þyrftu árleg framlög rík- issjóðs að vera 7,6 milljarðar á ári næstu 30 árin í stað 5 milljarða eins og nú er gert ráð fyrir á næstu árum. 577 milljarða lífeyr- isskuldbindingar 4,7% hækkanir á bótum almannatrygg- inga á næsta ári skv. frumvarpinu. 2,8 milljarða kr. framlög sem veita á til byggingar nýs Landspítala 2018 2,3 milljarða króna stuðningur við ný- sköpun úr Tækniþróunarsjóði 2018 84.000 Útgjöld í krónum á hvern Íslending til framhaldsskóla á næsta ári 334.000 Útgjöld í kr. á hvern Íslending til heil- brigðismála á árinu 2018 652 Tekjur ríkissjóðs af sköttum í millj- örðum kr. á næsta ári. ÚR FRUMVARPINU » Kynning Benedikt Jóhann- esson, fjármála- og efnhags- ráðherra, greindi frá efni fjárlagafrumvarps næsta árs á blaðamannafundi í gær- morgun. Á morgun mun hann hafa framsögu um frumvarpið við 1. umræðu á Alþingi. LINGERIE DE PEAU AQUA NUDE WATER.INFUSED PERFECTING FLUID SMOOTHES - PLUMPS HYDRATES SPF 20 LINGERIE DE PEAU AQUA NUDE WATER-INFUSED NUDE FOUNDATIONS Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af Guerlain vörum kynningardagana kynnir tvo nýja farða til leiks úr Lingerie de Peau línunni Glæsileg kynning miðvikudag, fimmtudag og föstudag Hækka á greiðslur vegna stofn- framlaga vegna nýrra félagslegra leiguíbúða um 1,5 milljarða á næsta ári í tengslum við loforð um aðgerð- ir í húsnæðis- málum. Framlag til vaxtabóta lækkar hins vegar um rúma tvo milljarða. En gert er ráð fyrir að fjárheimild til greiðslu vaxtabóta verði fjórir milljarðar kr. á árinu 2018 ,,og er þá miðað við sömu reiknireglur og viðmið- unarfjárhæðir og giltu á þessu ári“. Tveggja milljarða lækkun vaxtabóta Framlag til fjár- festinga á há- skólastigi skv. flokkun fjárlaga- frumvarpsins verður aukið um 590 milljónir vegna byggingar Húss íslenskra fræða. Um er að ræða tímabundið framlag en gert er ráð fyrir að framlög vegna fram- kvæmdarinnar verði 3,8 milljarðar kr. á árabilinu 2017-2020. Í frumvarpinu eru fjárveitingar til kennslu í háskólum hækkaðar um 773,3 milljónir og framlag til að styrkja Aldarafmælissjóð HÍ verður hækkað um 140 milljónir kr. Hækkun vegna Húss íslenskra fræða Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Að óbreyttu mun þessi ríkisstjórn, miðað við áætlun vegna reksturs rík- issjóðs í ár og fjárlögin sem nú liggja fyrir, hækka heildartekjur sínar af bílum um 9,3%, þetta er auðvitað bara aðför að heimilisbílnum,“ segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB), um fyrirhugaðar skattahækkanir á ol- íu og bensín í fjárlögum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra kynnti í gær verður olíu- og bensíngjald jafnað á næsta ári. Áhrif þess verða um 8 króna hækkun á bensínlítra og 18 króna hækkun á dísílolíulítra. Benedikt sagði í samtali við mbl.is að breytingin mundi skila ríkissjóði um 1,7 milljörðum í auknar tekjur en Runólfur telur töl- una vera mun hærri. „Tekjur hins opinbera af dísíl- og olíugjald- inu hækka um tæplega tvo milljarða. Síðan er áætl- að að kolefnisgjaldið hækki, þannig að þar verði líka um tveggja milljarða tekjuaukning, og síðan leggst ofan á þetta allt virðisaukaskattur,“ segir Runólfur sem áætlar að heildartekjur ríkisins vegna hækkananna verði 4,6 milljarðar. Hann segir að þetta muni bitna á heimilum og atvinnulífinu. „Útgjöld vegna reksturs heimilisbílsins er næststærsti útgjaldaliður heimilanna, samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig að þetta hefur umtalsverð áhrif. Útgjöld vegna meðalfjölskyldu- bíls sem eyðir um 2.000 lítrum á ári, ef það er dísilbíll hækka þau um 42 þúsund á ári og til þess að afla þess þarf að þéna um 70 þúsund,“ segir Runólfur en hækkunin mun einnig hafa áhrif á atvinnubílstjóra. „Þetta mun hafa verulegar hækk- anir í för með sér og hefur áhrif á vísi- tölu. Ég man ekki til þess að þessi rík- istjórn hafi gefið sig út fyrir það að vera einhver skattahækkunarstjórn en hún allavega fer þannig af stað gagnvart heimilum og atvinnulífinu í leiðinni.“ Runólfur segir einnig að ef markmiðið sé að rafbílavæða Ísland skorti stjórnvöld framtíðarsýn í þeim efnum. „Það er engin sýn komin á framtíðina. Það er ekki einu sinni búið að leggja fyrir að það eigi að vera hluti af byggingarreglugerð að það sé gert ráð fyrir raftenglum utan á hús- um.“  FÍB ósátt við skattahækkanir Runólfur Ólafsson „Aðför að heimilisbílnum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.