Morgunblaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 Heildarlausnir Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is HOTELREKSTUR ALLT Á EINUM STAÐ N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 VISBY sófi 2ja og 3ja sæta, horn eða tungusófar, mikið úrval af áklæði og leðri BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í fyrra komu tvær milljónir gesta í Hörpu, haldnir voru 1.284 viðburðir og 295.000 aðgöngumiðar voru seldir. Sífellt meira er um að vera í Hörpu, nýting hússins jókst um 22% á milli ára, gestum fjölgar ár frá ári og bók- aðir hafa verið viðburðir fram til árs- ins 2022. Engu að síður var tapið af starfseminni rúmar 668 milljónir í fyrra, sem var 24% aukning frá árinu á undan. Þórður Sverrisson, nýr stjórnar- formaður Hörpu, segir að rýna þurfi í reksturinn og Svanhildur Konráðs- dóttir, forstjóri Hörpu, segir „morg- unljóst“ að reksturinn beri ekki þau gjöld sem fylgja honum, eins og t.d. fasteignagjöldin. „Dæmið gengur bara ekki upp,“ segir Svanhildur. Ársreikningur samstæðu Hörpu, sem er húsið sjálft og dótturfélög, var kynntur á framhaldsaðalfundi í fyrra- dag. Í ársreikningnum segir m.a. að greiðslustaða samstæðunnar hafi ver- ið þung. Ein af ástæðunum sem eru nefndar er að fasteignagjöld hafi ver- ið mun hærri en gert hafði verið ráð fyrir, en lengi hefur verið deilt um fasteignamat Hörpu sem gjaldið er byggt á og stjórnendur Hörpu telja of hátt. Dæmt hefur verið í málinu bæði í héraðsdómi og hæstarétti, því var vísað til Þjóðskrár, svo til yfirfast- eignamatsnefndar sem vísaði því aft- ur til Þjóðskrár þar sem málið er nú til meðferðar enn á ný. Fasteignagjöldin í fyrra voru tæp- ar 269 milljónir, rúm 18% af heildar- tekjum Hörpu sem voru 1.472 millj- ónir. „Þetta er eitt af því sem þarf að fara vel yfir aftur og komast þarf að niðurstöðu um þessar tölur sem fyrst,“ segir Þórður. Ný stjórn fari í gegnum stöðuna Hann segir ljóst að rekstur Hörpu hafi verið neikvæður frá upphafi, fyr- ir því séu margvíslegar ástæður. „Það verður meginverkefni nýrrar stjórn- ar að fara í gegnum fjárhagsstöðuna og leita leiða til að styrkja hana. Eigið fé var neikvætt, samkvæmt reikning- um, í lok síðasta árs. Menn þurfa að rýna í reksturinn fyrir árið í ljósi af- komunnar og finna raunhæfar leiðir til að halda áfram úti þeirri blómlegu starfsemi sem einkennir Hörpu,“ seg- ir Þórður. „Eigendurnir, ríki og borg, og hús- ið sjálft þurfa að vinna saman að því að byggja grundvöll fyrir rekstur Hörpu. Frá því að ég tók við í vor hef- ur verið rekstrarrýning í gangi,“ seg- ir Svanhildur. Hún segir að það sé al- gjört grundvallaratriði að létta af rekstrinum þeim resktrarkostnaði sem snertir fasteignina sjálfa og á þar m.a. við umfangsmikið viðhald. Hún segir að víða í nágrannalöndunum séu menningarhús undanskilin slíkum gjöldum. „Þá mætti skoða að setja fasteignina í eitt félag og reksturinn í annað.“ Að sögn Svanhildar eru í eigenda- stefnu hússins sett fram mjög skýr menningarleg og listræn markmið fyrir starfsemina. Að þar eigi að efla tónlist af öllum tegundum, en sam- hliða því er gerð sú krafa að rekst- urinn skuli vera sjálfbær. „Það er al- gerlega útilokað að þannig sé hægt að bera þungann af fasteigninni. Þetta gengur ekki upp. Húsið hefur verið rekið með tapi í sex ár. Á sama tíma hafa tekjur aukist og umfang allrar starfsemi vaxið ár frá ári. En þessir kostnaðarþættir, þeir ytri eins og fasteignagjöldin og þeir innri, eru að sliga reksturinn.“ Svanhildur segir að nú sé verið að skoða innri kostnaðarþætti og þar sé öllum steinum lyft upp. „Við erum að skoða hvað við getum gert innanhúss til að bæta reksturinn og ná árangri miðað við starfsemina og þær kvaðir sem fylgja húsinu varðandi menning- arstarfsemi.“ – Stendur til að fækka starfsfólki? „Það eru engar slíkar hugmyndir uppi.“ Margir ónýttir möguleikar Að mati Svanhildar gætu ýmis tækifæri skapast þegar alþjóðlega hótelkeðjan Marriott opnar hótel við Hörpu 2019. „Þetta er öflug keðja með alþjóðlegt markaðsstarf og þar gætu verið margir möguleikar á sam- starfi bæði hvað varðar ráðstefnur, en ekki síður í menningartengdri ferðaþjónustu. Ég held að við eigum ennþá marga ónýtta möguleika í að fá hingað ferðamenn sem hafa áhuga á íslenskri menningu.“ – Er hægt að reka Hörpu réttum megin við strikið? „Miðað við þær forsendur sem blasa við er það mat fráfarandi stjórnar og mitt sömuleiðis að það þurfi að endurskoða rekstrargrund- völlinn í heild,“ svarar Svanhildur, „þannig að við getum farið að einbeita okkur að því sem var ástæða þess að húsið var byggt; að þar verði vett- vangur alþjóðlegs ráðstefnuhalds og þar geti allar tegundir tónlistar átt heima, ekki bara sú sem getur fyllt Eldborg.“ „Dæmið gengur bara ekki upp“  Forstjóri og stjórnarformaður Hörpu segja að fara þurfi yfir reksturinn  Aldrei fleiri gestir, sífellt fleiri tónleikar og viðburðir en tapið eykst ár frá ári  Segja að fasteignagjöldin séu að sliga reksturinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpa Mikið tap er á rekstrinum. Tekjur Hörpu 2016 » Ráðstefnur, fundir og út- leiga 25% » Listviðburðir 19% » Fastir leigjendur (Sinfónían og Íslenska óperan) 14% » Framlög eigenda 13% » Miðasala á eigin viðburði 11% » Rekstrarleigusamningar við veitingastaði og verslanir 11% » Ferðamenn 5% » Aðrar tekjur 2% Þórður Sverrisson Svanhildur Konráðsdóttir magna búnað og lausafé tengt stjörnuverinu og nemur áætlun þeirrar fjárfestingar 310 milljónum króna. Fram kemur að áætluð heild- arfjárfesting félagsins í tengslum við sýninguna í Perlunni nemi um 2.000 milljónum króna við opnun á áfanga 2 sem fyrirhugaður er í maí 2018. Á framkvæmdatímanum hefur jafnframt komið í ljós að ástand Perlunnar var verra en ætlað hafði verið og mun kostnaður vegna lag- færinga, eldvarnamála og breytinga hússins því hækka um 100 milljónir króna eða úr 230 m.kr. í 330 m.kr. „Áhrif þess á afkomu vegna Perl- unnar eru þó óveruleg. Þannig var gert ráð fyrir að fjárfestingin í Perl- unni væri búin að skila sér að fullu á árinu 2034 miðað við 4% ávöxt- unarkröfu en seinkar fram á mitt ár 2035 með þessari viðbót. Ekki er þörf á að gera breytingu á fjárfest- ingaráætlun yfirstandandi árs vegna þessar aukningar né heldur vegna viðbyggingar,“ segir í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að heim- ila viðbyggingu við Perluna sem hýsa mun stjörnuver nýrrar nátt- úrusýningar í húsinu. Áætlaður grunnflötur viðbyggingar er 850 fermetrar og frumkostnaðaráætlun 350 milljónir króna. Stefnt er að því að nýtt hátæknivætt stjörnuver verði opnað haustið 2018. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgar- innar að byggingin verði að mestu neðanjarðar og tengd Perlunni með glerbyggingu. Í upphaflegum hug- myndum átti stjörnuverið að vera í Perlunni sjálfri og átti toppur þess að standa upp úr gólfi þriðju hæðar. Á framkvæmdatímanum kom í ljós að ekki reyndist unnt að koma fyrir- hugðu stjörnuveri fyrir á milligólfi eins og áformað hafði verið. Þess í stað hafa verið lögð drög að því að reisa nýtt mannvirki norðan við Perluna. Byggingin verður hönnuð af arki- tekt hússins, Ingimundi Sveinssyni, og framkvæmdin unnin í samráði við hann. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem heimilar viðbygg- inguna var í kynningu til 17. ágúst. Borgin fjármagnar bygginguna Bygging stjörnuversins verður fjármögnuð af Reykjavíkurborg enda viðbygging við núverandi eign. „Tekjur af viðbótinni yrðu tæplega 24 milljónir króna á ári og mun fjár- festingin því skila sér til baka á inn- an við 15 árum og er þá mið tekið af 4% ávöxtunarkröfu. Að 25 árum liðnum hefur fjárfestingin skilað hagnaði upp á 243 m.kr. miðað við sömu forsendur,“ segir í bréfinu. Eignarhaldsfélagið Perla norð- ursins ehf., sem er móðurfélag Perlu norðursins hf., mun fjár- Hátæknivætt stjörnuver opnað í Perlunni 2018  Viðgerð á Perlunni mun kosta 330 milljónir króna Morgunblaðið/Ómar Perlan Húsnæðinu hefur verið gerbylt og komið fyrir nýrri náttúrusýningu. Stjörnuverið verður með 360 gráðu „allt-umlykjandi upp- lifun“ með öflugu hljóðkerfi og mestu myndgæðum sem í boði eru á heimsvísu í dag, segir í kynningu á heimasíðu Perl- unnar. Fyrsta sýningin er sér- staklega samin fyrir nýja stjörnuverið, framleidd af Perl- unni og Bowen Productions, sem sérhæfir sig í myndum fyrir stjörnuver. Sýningin er byggð á verkum kunnra íslenskra ljós- myndara og kvikmyndatöku- manna sem feta nýjar slóðir til að sýna náttúru og lífríki Ís- lands. Hljóðmyndin er sett sam- an af Ragnhildi Gísladóttur. 360 gráðu upplifun STJÖRNUVERIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.