Morgunblaðið - 13.09.2017, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Seðlabanki Íslands ber fyrir sig
þagnarskyldu gagnvart fyrirspurn
sem Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, bar
upp við Bjarna Benediktsson for-
sætisráðherra á Alþingi hinn 22. maí
síðastliðinn og svar hefur nú borist
við. Fyrirspurnin sneri að Seðla-
bankanum og dótturfélögum hans,
einkum Eignasafni Seðlabanka Ís-
lands (ESÍ). Henni var beint til for-
sætisráðherra þar sem málefni
bankans heyra undir ráðuneyti hans
samkvæmt forsetaúrskurði.
Í fyrirspurninni, sem er í fimm lið-
um, er kallað eftir svörum við því
hvernig staðið hefur verið að ráðstöf-
un eigna/krafna sem bankanum var
falin umsjón með í kjölfar banka-
hrunsins 2008.
Í svari bankans segir að verkefni
ESÍ og dótturfélaga þess hafi að litlu
leyti snúist um eignasölu en að
mestu um innheimtu útistandandi
krafna. Þó er þar rakið að fimm
veigamiklar sölur hafi átt sér stað,
þ.e. salan á danska FIH-bankanum
árið 2010, sala á hlutabréfum í Sjóvá-
Almennum árið 2011, sala lánasafna
til Arion banka 2013 til að gera upp
kröfu bankans á hendur Dróma,
slitabúi sem komið var undir forræði
Seðlabankans, sala á samnings-
bundnum sértryggðum skuldabréf-
um útgefnum af Arion banka til
Íbúðalánasjóðs 2015 og 2016, og í síð-
asta lagi sala árið 2016 á veðtryggðu
skuldabréfi sem Íslandsbanki hafði
gefið út til Íbúðalánasjóðs.
Ekkert upplýst um aðkeypta
þjónustu né hvað hún kostaði
Í fyrirspurninni er einnig kallað
eftir upplýsingum um að hversu
miklu leyti Seðlabanki Íslands, beint
eða í gegnum dótturfélög, hefur
keypt sérfræðiþjónustu vegna sölu á
eignum og kröfum í eigu stofnunar-
innar. Þá er þar spurt hvort þjón-
ustan hafi verið auglýst eða boðin út
og hvernig staðið hafi verið að ráðn-
ingu þeirra þjónustuaðila sem komið
hafi að fyrrnefndum málum.
Ekki „opinberar upplýsingar“
Í svari ráðherra kemur fram að
bankinn hafi aflað sér þjónustu
utanaðkomandi sérfræðinga og að
„fjármálafyrirtækjum og eftir atvik-
um lögmannsstofum hafi verið
greidd þóknun vegna sölu á mark-
aðsverðbréfum, skuldabréfum og
hlutabréfum auk þess sem fasteigna-
sölum hefur verið greidd þóknun
vegna sölu fasteigna“. Þjónustan
hafi hins vegar ekki verið boðin út.
Seðlabankinn neitar hins vegar að
upplýsa um til hverra hafi verið leit-
að um þjónustuna og hversu mikið
hafi verið greitt fyrir hana. Segist
bankinn ekki geta svarað spurning-
unum með vísan til sjónarmiða um
þagnarskyldu. Þannig er í sérstök-
um inngangskafla að svari við fyr-
irspurn formanns Framsóknar-
flokksins sagt að „stór hluti þeirra
upplýsinga sem fyrirspurnin beinist
að eru bæði þess eðlis og efnis að þær
varða hagi viðskiptamanna ESÍ og
dótturfélaga þess (og þar með Seðla-
banka Íslands) og ekki síður málefni
bankans sjálfs“. Og af þeim sökum
segir bankinn upplýsingarnar ekki
„opinberar upplýsingar“ og að um
þær ríki þagnarskylda.
Ber fyrir sig þagnarskyldu
Morgunblaðið/Golli
Eignasafn Miklir fjármunir hafa farið í gegnum ESÍ en litlar upplýsingar
eru gefnar upp um hverjir þegið hafa greiðslur vegna þeirra viðskipta.
Seðlabankinn neitar að upplýsa hverjir sinnt hafi ráðgjafarverkefnum fyrir ESÍ
Ekkert gefið upp um fjárhæðir þóknana til sömu aðila Þjónustan ekki boðin út
Þagnarskylda
» Seðlabankinn segir að
hefðbundin trúnaðarákvæði
eigi við um umbeðnar upplýs-
ingar.
» Þannig eru sérfræðingar
sem veiti aðkeypta þjónustu
skilgreindir sem „viðskipta-
menn“ bankans.
Hagnaður ORF
líftækni, sem
meðal annars
framleiðir Bio-
effect-húðvörur
sem seldar eru í
yfir 1.000 versl-
unum í 28 lönd-
um, var 31 milljón
árið 2016 og dróst
hann saman um
52% á milli ára.
Tekjur jukust um 16% á milli ára og
voru 631 milljón króna í fyrra. Um er
að ræða útflutningsfyrirtæki en
gengi krónu styrktist um 16% í
fyrra.
Arðsemi eiginfjár var 4%. Eigið fé
félagsins var 914 milljónir króna við
lok árs og eiginfjárhlutfallið var
76%. Hlutafé var aukið um 78 millj-
ónir króna í fyrra. Stærsti hluthafi
fyrirtækisins er FIVE Invest með
33% hlut.
Frosti Ólafsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastóri Viðskiptaráðs, settist í
stól framkvæmdastjóra ORF líf-
tækni í byrjun árs 2017. Ársverk hjá
fyrirtækinu eru 43, samkvæmt árs-
reikningi.
Á meðal stjórnarmanna er Guð-
björg Edda Eggertsdóttir, fyrrver-
andi forstjóri Actavis.
helgivifill@mbl.is
Hagnaður ORF
dregst saman milli ára
Frosti
Ólafsson
● Fisk Seafood hefur gert sam-
komulag um kaup á öllum hlutabréf-
um í Soffaníasi Cecilssyni í Grund-
arfirði. Með kaupunum hyggst Fisk
Seafood styrkja sig í sessi sem eitt
öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki lands-
ins og treysta enn frekar fjölbreyttan
rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu
sem byggst hefur upp á undanförnum
árum, að því er segir í tilkynningu frá
félaginu.
Samkomulag um kaupin er með
fyrirvörum, m.a. um samþykki Sam-
keppniseftirlitsins. Ef af kaupunum
verður mun starfsemi félagsins skipu-
lögð með það að markmiði að tryggja
áframhaldandi öfluga starfsemi í
Grundarfirði, segir jafnframt í tilkynn-
ingunni.
Fisk kaupir Soffanías
Cecilsson í Grundarfirði
13. september 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.81 106.31 106.06
Sterlingspund 139.71 140.39 140.05
Kanadadalur 87.34 87.86 87.6
Dönsk króna 17.074 17.174 17.124
Norsk króna 13.584 13.664 13.624
Sænsk króna 13.292 13.37 13.331
Svissn. franki 111.42 112.04 111.73
Japanskt jen 0.9745 0.9803 0.9774
SDR 150.8 151.7 151.25
Evra 127.04 127.76 127.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 154.5341
Hrávöruverð
Gull 1326.25 ($/únsa)
Ál 2100.0 ($/tonn) LME
Hráolía 53.82 ($/fatið) Brent
● Greiningardeild Arion banka spáir því
að vísitala neysluverðs hækki um
0,25% milli mánaða í september, sem
er minni hækkun en bankinn hafði áður
spáð. „Ástæðan er fyrst og fremst að
við teljum að hratt hægi á áhrifum hús-
næðisverðs og aukin samkeppnisáhrif
sem setja verðhækkunum takmörk nú
að loknum sumarútsölum. Gangi spáin
eftir mun ársverðbólgan standa í
1,5%,“ segir í markaðspunktum grein-
ingardeildarinnar.
Bankinn spáir því að verðlag hækki
um 0,25% í október, um 0,1% í nóv-
ember og um 0,3% í desember. Gangi
spáin eftir mun ársverðbólgan standa í
2,1% í desember.
Spáir minni verðbólgu í
september en áður
STUTT
Hagnaður Siglu, fjárfestingafélags í
eigu Finns Reyrs Stefánssonar og
Tómasar Kristjánssonar, nam 1,6
milljörðum króna árið 2016 og jókst
um 43% á milli ára. Arðsemi eigin fjár
nam 28% á árinu.
Eigið fé félagsins var 4,7 milljarðar
króna við árslok. Félagið skuldar
tengdum félögum rúmlega 700 millj-
ónir en öðrum tæplega 300 milljónir
króna sem eru eftirstöðvar lang-
tímaláns. Eiginfjárhlutfallið er 82%.
Fjárfestingafélagið hagnaðist um
tæplega 900 milljónir króna vegna
hækkana á hlutabréfaverði. Það á
6,4% hlut í Regin, sem metinn var á
2,6 milljarða króna við árslok. Hluta-
bréfaverð Regins hækkaði um 34% á
síðasta ári. Sigla á 7,3% hlut í Kviku
sem metinn var á rúmlega 500 millj-
ónir króna, 1,7% hlut í Sjóvá sem met-
inn var á tæplega 400 milljónir og
1,2% hlut í Skeljungi sem metinn var
á 170 milljónir króna.
Hlutdeild Siglu í afkomu dóttur-
félaga var rúmlega 600 milljónir
króna. Mestu munar að Klasi fjárfest-
ing lagði til tæplega 500 milljónir
króna. Félagið á hlut í íbúðaleigu-
félaginu Heimavöllum.
Söluhagnaður eignarhluta var 150
milljónir króna. helgivifill@mbl.is
Sigla hagnaðist um
1,6 milljarða króna