Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hægristjórnin í Noregi hélt naum- lega velli í þingkosningunum í fyrra- dag en talið er að erfitt verði fyrir Ernu Solberg forsætisráðherra að mynda trausta ríkisstjórn og halda völdunum út kjörtímabilið. Niðurstaða kosninganna er sögu- legur varnarsigur fyrir Solberg sem verður að öllum líkindum fyrsti leið- togi Hægriflokksins í rúm 30 ár til að halda embætti forsætisráðherra í kosningum eftir að hafa gegnt því í eitt kjörtímabil. Kåre Willoch er eini leiðtogi flokksins sem hefur verið forsætisráðherra lengur en í eitt kjörtímabil eftir síðari heimsstyrj- öldina. Stjórn hans féll í atkvæða- greiðslu um vantraust árið 1986, að- eins ári eftir að hún hélt velli í þingkosningum. Gegni Solberg emb- ættinu lengur en til 9. maí á næsta ári slær hún met Willochs. Stjórninni spáð falli Hægriflokkurinn myndaði minni- hlutastjórn með Framfaraflokknum eftir þingkosningar fyrir fjórum ár- um og tveir flokkar, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn (Venstre), vörðu hana falli á Stórþinginu. Flokkarnir fjórir töpuðu allir þingsætum í kosning- unum í fyrradag, alls átta sætum. Nái þeir samkomulagi um að halda samstarfinu áfram verður stjórnin því veikari en á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir höfðu þá svo mikinn meirihluta á þinginu að hún gat haldið velli þótt annar stuðnings- flokkanna styddi ekki frumvörp minnihlutastjórnarinnar. Núna þurfa hins vegar stjórnarflokkarnir tveir stuðning beggja litlu flokkanna til að halda meirihlutanum á þinginu. Ekki er víst að Kristilegi þjóðar- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn samþykki áframhaldandi samstarf vegna vaxandi óánægju þeirra með stefnu Framfaraflokksins, einkum í loftslagsmálum og málefnum inn- flytjenda. Leiðtogar Kristilega þjóðarflokksins hafa þegar hafnað formlegum samningi um stuðning við ríkisstjórn Hægriflokksins ef Framfaraflokkurinn verður áfram í henni. Án slíks samnings myndi Sol- berg þurfa að semja við flokkana um hvert mál fyrir sig til að ná því fram á þinginu og það gæti reynst erfitt. Líklegt er því að Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn þurfi að fall- ast á tilslakanir til að tryggja stjórn- inni meirihluta á þinginu. Margir stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að stjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins endist allt kjör- tímabilið, þeirra á meðal Knut Heid- ar, prófessor í stjórnmálafræði við Óslóarháskóla. „Ég tel að innflytj- endamálin, eða ef til vill tengsl borg- anna og dreifbýlisins, verði til þess að Kristilegi þjóðarflokkurinn felli stjórnina,“ segir hann. Tilslakanir yrðu erfiðar Forystumenn Kristilega þjóðar- flokksins ítrekuðu í gær að hann myndi ekki tryggja stjórninni meiri- hluta á þinginu næstu fjögur árin ef Framfaraflokkurinn verður áfram í henni. Forystumenn Frjálslynda flokksins léðu hins vegar máls á því að mynda minnihlutastjórn með Hægriflokknum og Framfaraflokkn- um. Norski stjórnmálafræðingurinn Bernt Aardal telur að niðurstaða kosninganna hafi aukið sjálfstraust Hægriflokksins og Framfaraflokks- ins og það geti orðið til þess að erfitt verði fyrir þá að fallast á tilslakanir í málum sem þeir telja mikilvæg, til að mynda í málefnum innflytjenda. „Útkoma Hægriflokksins og Fram- faraflokksins í kosningunum verður túlkuð sem stuðningur við stefnu þeirra … Það er engin ástæða til að ætla að þeir breyti stefnu sinni,“ hef- ur fréttavefur norska ríkisútvarps- ins eftir Aardal. Útlit fyrir veikari ríkisstjórn  Stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að stjórn Ernu Solberg haldi velli út kjörtímabilið vegna óánægju stuðningsflokka með Framfaraflokkinn  Borgaralegu flokkarnir misstu sjö þingsæti AFP Ánægð Erna Solberg forsætisráðherra hægristjórnarinnar, dóttir hennar Ingrid Solberg Finnes (t.h.) og ráðgjafi hennar Sigbjørn Aanes horfa á sjónvarpsskjá þegar fyrstu atkvæðatölur í kosningunum voru birtar í fyrrakvöld. Skipting þingsæta eftir kosningarnar Breytingar á fjölda þingsæta og kjörfylgi flokkanna frá kosningum 2013 Heimild: NRK +1 +4 -6 +9 0 -2 -1 -3 -2 1 þingm. 2,4% fylgi Rødt 1 þingm. 3,2% fylgi Um- hverfis- flokkurinn 8 þingm. 4,2% fylgi Kristilegi þjóðar- flokkurinn 8 þingm. 4,3% fylgi Frjálslyndi flokkurinn (Venstre) 11 þingm. 6% fylgi Sósíalíski vinstri- flokkurinn 19 þingm. 10,3% fylgi Mið- flokkurinn 27 þingm. 15,3% fylgi Framfara- flokkurinn 45 þingm. 25,1% fylgi Hægri- flokkurinn 49 þingm. 27,4% fylgi Verka- manna- flokkurinn Vinsæll leiðtogi » Erna Solberg er 56 ára og var fyrst kjörin á þing 28 ára að aldri. » Hún varð leiðtogi Hægri- flokksins 2004 og var kölluð „Járn-Erna“ þegar hún var ráð- herra sveitarstjórnarmála 2001-2005 vegna tilrauna hennar til að stemma stigu við fjölgun hælisleitenda. » Solberg þykir alþýðleg og vera í betri tengslum við al- menning en aðrir flokks- leiðtogar í Noregi. Heimildir: Human RightsWatch/IOM/SÞ/Reliefweb/ERCC/yfirvöld í Búrma *Samkvæmt upplýsingum frá stofnunum Evrópusambandsins Flótti rohingja frá Búrma 60 km DHAKA BANGLADESS BÚRMA INDLAND Maungdaw Cox's Bazar Ukhia Teknaf Buthidaung Sittwe Ríkisstjórnin í Bangladess hefur lagt til að rohingjar setjist að á óbyggðri eyju við ós Meghna-fljóts Hatiya Sandwip RAKHINE-FYLKI Rohingjum er meinað um ríkisborgararétt og ferða- og atvinnufrelsi þeirra er takmarkað BENGAL- FLÓI M eghna- fljót Talið er að um 370.000 rohingjar hafi flúið til Bangladess frá 25. ágúst, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna Svæði þar sem til átaka hefur komið* Gervihnattamyndir og frásagnir sjónarvotta benda til þess að mörg hús hafi verið brennd frá 25. ágúst til 4. september, að sögn mannréttindasamtaka Forsætisráðherra Bangladess, Hasina Wazed, hvatti í gær stjórnvöld í Búrma til að taka við hundruðum þús- unda rohingja sem hafa flúið þaðan til Bangladess vegna átaka og ofsókna. Rohingjar eru minnihluta- hópur í Búrma, flestir þeirra múslímar. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að um 370.000 rohingjar hafi flúið frá Búrma eftir að átök hófust þar 25. ágúst milli hers landsins og öfgahóps sem tengist minnihluta- hópnum. Fyrir voru um 300.000 rohingjar í flótta- mannabúðum í Bangladess. Stjórn landsins hefur lagt til að fólkið setjist að á óbyggðri eyju í Bengalflóa en mannréttindasamtök segja að hún sé ekki byggileg vegna tíðra flóða. Hermenn í Búrma eru sakaðir um grimmilegar árás- ir á þorp rohingja í Rakhine-fylki eftir að átökin hófust og sagðir hafa kveikt í mörgum húsum þeirra. Mann- réttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árás- unum sem „skólabókardæmi um þjóðernishreinsanir“. Um 370.000 rohingjar flúðu Sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að ein- ræðisstjórn landsins hafnaði nýrri ályktun öryggisráðsins um hertar refsi- aðgerðir gegn henni vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna hennar. Álykt- unin kveður á um takmarkanir á olíuinnflutningi til Norður-Kóreu, bann við útflutningi þaðan á vefnaðarvörum og bann við því að farandverka- menn frá Norður-Kóreu fái vegabréfsáritanir í öðrum löndum. Bandaríkja- stjórn hafði beitt sér fyrir harðari refsiaðgerðum, m.a. algeru banni við sölu á olíu til Norður-Kóreu, en Kínverjar og Rússar höfnuðu því. Sendiherrann sagði að einræðisstjórnin myndi svara ályktuninni með hörðum aðgerðum gegn Bandaríkjunum. „Komandi aðgerðir Norður- Kóreu munu valda Bandaríkjunum mestu þjáningum í sögu landsins,“ sagði hann á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf. NÝJAR REFSIAÐGERÐIR GEGN NORÐUR-KÓREU Hótar að valda Bandaríkjunum þjáningum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.