Morgunblaðið - 13.09.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Pabbi var alla tíð
mikill dýravinur og
fljótur að greina ef
bjátaði á í umhirðu.
Oft keypti hann
skepnur úr þeirri prísund. Á
Grísabóli voru alltaf hundar og
kettir. Þar kom hann daglega
og brást ekki að hann hafði
með sér gómsæta bita sem báð-
um hentaði. Hann kunni
ógrynni kveðskapar um dýrin.
Þegar talið barst að hestum, en
einkum þó góðhestum, brást
ekki að hann fór með þessi er-
indi úr Skúlaskeiði.
Sörli minn! Þig hef ég ungan alið
og aldrei valið nema besta fóður.
Nú er líf mitt þínum fótum falið,
forðaðu mér nú undan, klárinn
góður.
Það var eins og blessuð skepnan
skildi
Skúla bæn því háls og eyru hann
reisti,
frýsaði hart – og þar með gammur-
inn gildi
glennti sig og fram á hraunið þeysti.
Á kostum Sörli fór í fyrsta sinni,
furðar dverga hve í klungrum syng-
ur.
Aldrei hefur enn í manna minni
meira riðið nokkur Íslendingur.
Tíðara Sörli en sendlingur á leiru
sinastælta bar í gljúfrum leggi,
glumruðu Skúla skeifurnar um eyru,
skóf af klettunum í hófahreggi.
Rann hann yfir urðir eins og örin
eða skjótur hvirfilbylur þjóti.
Ennþá sjást í hellum hófaförin,
harðir fætur ruddu braut í grjóti.
(Grímur Thomsen)
Kristinn
Sveinsson
✝ Kristinn Sveins-son fæddist 17.
október 1924. Hann
lést 23. ágúst 2107.
Útför Kristins fór
fram 6. september
2017.
Sumarkoman
var honum hug-
leikin:
Lóan er komin að
kveða burt snjóinn,
að kveða burt leið-
indin, það getur
hún.
Hún hefur sagt mér,
að senn komi spó-
inn,
sólskin í dali og
blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna
minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og
vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.
(Páll Ólafsson)
Þegar blásið var til starfs-
mannafagnaðar hjá Grísabóli
var skálað, sungið og hafðar yf-
ir góðar vísur.
Sá sem aldrei elskar vín,
óð né fagran svanna,
hann er alla ævi sín
andstyggð góðra manna.
(Jón Thoroddsen)
Þetta dugði ekki og var þess
vegna:
Sá sem aldrei elskar svín,
sem og fagran svanna,
hann er alla ævi sín
andstyggð góðra manna.
(Tilbrigði)
Hann vakti yfir svínabúinu.
– kom þar hvort heldur kvölds
eða nætur að fylgjast með got-
um og hlúa að gyltunum hvað
sem leið verkefnum næsta
vinnudags. Þannig bjargaði
hann mörgum grísum og gylt-
um þegar um var að ræða erfið
got. Hjartahnoð og bað í yl-
volgu vatni eru dæmi um þá
umhyggju. Þetta gerði hann
jafnt í vinnugalla og spariföt-
um. Umhirðan skipti hann
miklu máli, enda sagði hann
jafnan: „Svín er ekki svín nema
svínahirðirinn sé svín.“ Bú-
stjórar Grísabóls voru nokkrir,
en aðeins einn varð ráðherra –
og þar að auki landbúnaðarráð-
herra. Sá var Guðni Ágústsson.
Þegar pabbi hætti fyrir-
tækjarekstri vildi hann eftir
sem áður njóta samvista við
dýrin. Hann átti tvo Cavalier-
hunda. Sá fyrri var Bjössi en
hinn var Amor. Bjössi gekk
aldrei heill til skógar, en pabbi
var vakinn og sofinn yfir vel-
ferð hans og naut þar afburða-
þjónustu dýralækna og starfs-
manna Dýraspítalans í Víðidal
og einkum Ólafar, sem hann
tók umsvifalaust í dýrlingatölu.
Við þökkum þeim öllum. Hann
vitnaði oft til þessarar gömlu
speki: „Samband manns og
hunds er undir manninum kom-
ið. Hundurinn gerir alltaf sitt
bezta.“
Fyrir hönd málleysingjanna,
sem voru föður mínum svo
kærir,
María Aldís Kristinsdóttir.
Kveðja frá Svínaræktar-
félagi Íslands
Svínaræktarfélag Íslands
var stofnað árið 1976 á Hótel
Holti í Reykjavík. Aðalhvata-
menn að stofnun þess voru
svínabændurnir Kristinn
Sveinsson, Páll Ólafsson í
Brautarholti og Þorvaldur Guð-
mundsson í Síld og fiski. Krist-
inn var fyrsti formaður félags-
ins og gegndi því til ársins
1982. Fyrstu kynni hans af
svínum komu þannig til að þeg-
ar faðir hans lést, er Kristinn
var á barnsaldri, var fjölskyld-
unni gefinn grís. Kom það í
hlut Kristins að annast grísinn.
Þá vaknaði áhugi hans á svín-
um og svínarækt sem hélst til
æviloka. Löngu seinna, þá um-
svifamikill byggingaverktaki,
lét hann gamlan draum rætast
um að stofnsetja svínabú og
rak hann árum saman eitt af
stærri svínabúum landsins á
Hamri ofan Reykjavíkur og var
þar einnig með lítið sláturhús.
Árið 1986 byggði hann svo sér-
hæft svínasláturhús skammt
ofan Elliðaárvogs og starfrækti
það í nokkur ár og tók þá
einnig að slátra fyrir fleiri
svínabændur. Eftir að Kristinn
gerðist svínabóndi varð honum
fljótt ljós nauðsyn þess að
svínabændur hefðu með sér
hagsmunafélag og í formanns-
tíð sinni hafði hann mikinn
metnað fyrir hönd svínarækt-
arinnar, og alla tíð, eins eftir
að hann hætti rekstri svínabús,
bar hann hag svínabænda fyrir
brjósti, ekki síst þeirra minni.
Það var mikils virði fyrir svína-
bændur, á mótunarárum fé-
lagsskapar þeirra, að fá til for-
ystu mann með bakgrunn og
lífsreynslu Kristins. Allir sem
hann þekktu vita hversu ein-
staklega kraftmikill, áhuga-
samur og ósérhlífinn hann var í
öllu er hann tók sér fyrir hend-
ur.
Fjölskylda hans á Sveins-
stöðum í Dölum háði erfiða lífs-
baráttu, en Kristinn var þannig
að skapferli að erfiðleikar og
raunir beygðu hann ekki held-
ur efldu miklu fremur til fram-
sækni og dáða. Hann var afar
agaður maður, vinnusamur,
heiðarlegur og traustur í hví-
vetna, enda naut hann virðing-
ar allra sem við hann áttu við-
skipti, t.d. sem bygginga-
verktaka, eða kynntust honum
á öðrum vettvangi. Og þó að
hann efnaðist ágætlega
gleymdi hann aldrei uppruna
sínum og þeir er minna máttu
sín, ekki hvað síst fólk í hópi
bænda, áttu hauk í horni þar
sem hann var. Ekki löngu eftir
stofnun svínaræktarfélagsins
tóku svínabændur að sækja sér
þekkingu út fyrir landsteinana,
einkum til Danmerkur, t.d. með
ferðum á landbúnaðarsýningar.
Kristinn var oft með í þessum
ferðum, hlýr í viðmóti, léttur
og skemmtilegur, sagnamaður
ágætur og góð eftirherma.
Hann gat farið á kostum er
hann hermdi eftir körlunum í
fyrrverandi sveit sinni og
sýslu. Að leiðarlokum þakka
svínabændur samfylgdina og
votta Margréti og aðstandend-
um öllum dýpstu samúð. Bless-
uð sé minning hins mæta
manns Kristins Sveinssonar.
Ingvi Stefánsson, formaður
Svínaræktarfélags Íslands.
Í hinsta sinn 7.
september kvaddi
ég mömmu mína
sem var yndið mitt
kæra.
Elsku mamma mín, ég ætla
að þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum
saman.
Tími minn með þér er eitt
það dýrmætasta sem ég hef
fengið í lífi mínu og mun ég
alltaf minnast hans svo lengi
sem ég lifi. Ég mun einnig
minnast þín eins og þú varst,
hin yndislegasta sál sem gerði
Hrefna Björg
Guðmundsdóttir
✝ Hrefna BjörgGuðmunds-
dóttir fæddist 22.
janúar 1952. Hún
lést 19. ágúst 2017.
Útför Hrefnu fór
fram 7. september
2017.
allt fyrir fjölskyldu
sína.
Mamma var ein
sú blíðasta mann-
eskja sem ég
þekki. Ég er og
verð þér alltaf
þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir
mig í lífi mínu. Þú
varst besta
mamma og vinur
sem ég gat óskað
mér.
Ég dýrkaði þig meira en þú
gerðir þér grein fyrir. Þú ert
og verður alltaf fyrirmyndin
mín, elsku mamma.
Þú varst alltaf svo traust,
rösk, þolinmóð og skilningsrík.
Góður hlustandi var hún
mamma. Gat ég sagt henni allt
og hún dæmdi mann aldrei.
Öryggi og huggun fann ég allt-
af hjá þér.
Einnig þakka ég þér fyrir
alla þína ást og umhyggju sem
þú gafst mér og mun ég alltaf
meta og aldrei gleyma ást þinni
og umhyggju.
Ég elskaði þig út af lífinu og
mun alltaf gera það, elsku
mamma, endalaust og að eilífu.
Þú mótaðir mig sem persónu
og kenndir mér margt um lífið.
Ég met það mikils að hafa erft
góðsemi þína. Ég lærði margt
af þér, elsku mamma.
Frá því ég man eftir mér
varstu alltaf svo bókelsk og þú
smitaðir mig með áhuga þínum.
Í öllum þeim litlu hlutum
sem ég geri mun ég minnast
þín, þegar ég les góða bók eða
horfi á góðar kvikmyndir sem
þú hefðir haft gaman af þá
hugsa ég til þín. Ég mun aldrei
nokkurn tímann gleyma þér og
mun ég ávallt sakna þín á
hverjum einasta degi meðan ég
lifi og þangað til við hittumst á
ný.
Nú kveð ég þig, elsku
mamma mín, með sorg í hjarta
og minning þín lifir ávallt hjá
okkur fjölskyldu þinni.
Ég ætla að láta fylgja með
fallegt ljóð:
Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín
sál mín fyllist angurværum trega.
Öll þú bættir bernskuárin mín
blessuð sé þín minning ævinlega.
Oft ég lá við mjúka móðurkinn
þá mildar hendur struku tár af hvarmi.
Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn
þá svaf ég vært á hlýjum móður armi.
Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel
mikill var þinn hlýi trúarkraftur.
Þig blessun Guðs í bæninni ég fel
á bak við lífið kem ég til þín aftur.
(Jón Gunnlaugsson)
Elísabet Kjartansdóttir.
Þann sjöunda september
kvaddi ég dásamlega móður
mína í hinsta sinn. Það er erfitt
að trúa að hún sé farin, alltof
snemmt og snöggt. Hún var
stór partur í tilveru minni og
mun verða það ávallt í minn-
ingum mínum.
Hún var góðlynd sál, hógvær
og tókst á við allt sem varð á
vegi hennar með jafnaðargeði.
Ég mun minnast skemmti-
legu æskuáranna með henni á
Suðurgötunni og Heiðarvegin-
um með hlýju er ég vaknaði við
hamagang hennar í eldhúsinu
eða við heimilisverkin. Hún
helgaði líf sitt uppeldi barna
sinna og skapaði hamingjuríkt
heimili fyrir þau til að vaxa og
dafna.
Og fyrir það erum við syst-
kinin ævinlega þakklát. Takk
mamma.
Móðir mín var bæði tón- og
bókelsk og ég man sérstaklega
eftir ferðum okkar til gamla
bókasafnsins á Mánagötu. Þar
smitaðist ég af áhuga hennar á
bókum og lestri og varð gamla
bókasafnið sem mitt annað
heimili til fullorðinsára.
Móðir mín var líka góður
hlustandi og skilningsrík og gat
maður leitað til hennar þegar
mann vantaði andlegan stuðn-
ing.
Á fimmtugsaldri greindist
hún með vefjagigt og síðar
bættist við slitgigt sem reynd-
ist henni erfiður sjúkdómur.
Samt tók hún á þessu með sínu
jafnaðargeði og æðruleysi þó
maður sæi þennan leynda sjúk-
dóm draga úr henni orku og
þrekþegar leið á.
En með komu tengdadætra
og barnabarna kom einnig nýr
og ánægjulegur kafli sem hún
naut sem tengdamóðir og
amma, hann veitti henni mikla
gleði og styrk allt til leiðarloka
Ég mun ávallt meta okkar
stundir saman og varðveita í
hjarta mínu. Takk fyrir allt,
mamma, og hvíl þú í friði á
himnum meðal þinna nánustu
sem voru saman komnir þar á
undan þér.
Bjarni J. Kjartansson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA STEINUNN
KRISTJÁNSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 29. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. september
klukkan 13.
Eiríkur Þorbjörnsson Svanhildur Þengilsdóttir
Hulda María Þorbjörnsdóttir Bergþór Sigfússon
Kristbjörn Þorbjörnsson Guðríður Ingvarsdóttir
Birna Rut Þorbjörnsdóttir Sverrir Þorgeirsson
Ágúst Þorbjörnsson Ragnhildur Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN HREFNA KRISTJÁNSDÓTTIR
sjúkraliði,
frá Hvallátrum við Látrabjarg,
Jötunsölum 2, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
föstudaginn 15. september klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á minningar- og húsnæðissjóð Ljóssins.
Guðlaug Ragnarsdóttir Birgir Bjarnason
Kristján Hjálmar Ragnarsson Kristjana Una Gunnarsdóttir
Sigríður Ragnarsdóttir Trausti Gylfason
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
áður til heimilis á Njálsgötu 14,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu-
daginn 7. september.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
20. september klukkan 13.
Brynja Baldursdóttir Kristján Helgi Jóhannsson
Styrmir Sigurðsson Helga María Jónsdóttir
Kristjana Mjöll Sigurðard. Óskar Sigurðsson
Vífill Sigurðsson Freygerður A.
Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur,
bróðir, mágur og tengdasonur,
ÞÓRÐUR EYFJÖRÐ HALLDÓRSSON,
Hrauntúni 12, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 9. september eftir stutt
veikindi.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 18. september
klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á
framtíðarsjóð sonar Þórðar og Sólveigar, kt. 131202-2450,
reikningsnúmer 515-18-510831.
Sólveig Stefánsdóttir
Jökull Halldór Þórðarson
Hanna Björg Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörn Halldórsson, Ásdís Ingadóttir
Kristín Björg Halldórsdóttir, Bjarni Helgason
Kristín Ísleifsdóttir