Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Eyrún Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi nýsköp-unarfyrirtækisins Róró, á 35 ára afmæli í dag. Fyrsta vara fyr-irtækisins, dúkkan Lúlla, hefur vakið mikla athygli og hafa ver-
ið seld 80.000 eintök af henni úti um allan heim. Eyrún var valin
frumkvöðull ársins 2017 af Stjórnvísi.
„Fókusinn okkar í fyrirtækinu er á svefn og velllíðan, en það eru
margar áskoranirnar sem tengjast svefni. Lúlla er dúkka sem hjálpar
börnum að sofa, hún er mjúk í gegn, er gerð úr náttúrulegum efnum og
spilar upptöku af andardrætti. Ég fékk hugmyndina að henni þegar ég
var í fæðingarorlofi með seinni soninn minn. Vinkona mín átti á sama
tíma fyrirbura og gat ekki verið hjá henni á spítalanum á næturnar. Ég
fór að skoða á netinu hvort ekki væri til vara sem líktist nærveru mann-
eskju en fann ekkert slíkt og kom þá með þessa hugmynd.“
Eyrún vann frumkvöðlakeppnina Gulleggið árið 2011 fyrir hugmynd-
ina að dúkkunni og síðan fékk hún stóran styrk frá Tækniþróunarsjóði.
„Þá ákvað ég að fara ekki aftur í vinnuna sem ég var í heldur fylgja
hugmyndinni vel eftir.“ Eyrún var að vinna hjá Hjallastefnunni í Öskju-
hlíð en hún er með BS-próf í sálfræði.
Nýjar vörur fyrirtækisins Róró munu verða kynntar á vörusýningu í
Los Angeles núna í nóvember. „Nýju vörurnar verða allar tengdar
svefni og vellíðan, við ætlum að kynna fleiri gerðir af dúkkunni og einn-
ig teppi, sjöl og fleira.“
Eiginmaður Eyrúnar er Þorsteinn Otti Jónsson, sjálfstætt starfandi
grafískur hönnuður, og börn þeirra eru Jökull Otti 10 ára, Bjartur Otti,
7 ára og óskírð þriggja vikna.
Við mæðgurnar ætlum í lítinn göngutúr og fá okkur að borða og síð-
an ætlum við að leggja okkur, það eru stóru plönin á afmælisdeginum.“
Frumkvöðull Eyrún var valin frumkvöðull ársins hjá Stjórnvísi.
Nýjar vörur kynnt-
ar í Los Angeles
Eyrún Eggertsdóttir er 35 ára í dag
K
jartan Helgason fæddist
í Reykjavík 13.9. 1932
en ólst upp í Hvammi í
Hrunamannahreppi við
öll almenn sveitastörf.
„Hvammur var nýbýli sem foreldrar
mínir stofnuðu.
Þau voru með kúabúskap en stund-
uðu heilmikla matjurtaræktun og það
þótti þá nýlunda í búskap að rækta
matjurtir fyrir almennan markað.
Hvammur heitir eftir Hvammi í
Dölum þar sem afi var prestur áður en
hann fékk Hruna.
Ég er alinn upp við það að Hvamm-
ur í Hvammssveit sé nánast helgur
staður, en faðir minn var um 10 ára er
fjölskyldan flutti að Hruna.
Pabbi og systkini hans söknuðu
lengi fyrri heimkynna, eins og eftirfar-
andi vísa afa lýsir vel:
Degi hallar. Dalaþrá
djúp og sár er vöknuð.
En Hrunakarlinn, hrottinn sá,
hæðir tár og söknuð.
Sést ei runnur, sjór né álft,
sjaldan kunnur gestur,
eins og nunna hálft um hálft
horfir Unnur vestur.“
Kjartan var í heimavistarskóla á
Flúðum, lauk landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar 1949 og bú-
fræðiprófi frá bændaskólanum á
Stend í Noregi 1956: „Skólinn í Noregi
hafði boðið tveimur Íslendingum að
stunda þar nám. Ég sótti um af ein-
hverri rælni og varð annar þeirra er
urðu fyrir valinu. Þetta var prýðilegur
skóli með fjölbreytilega búfræði-
námskrá.“
Kjartan hóf sjálfur búskap í
Kjartan Helgason, fyrrv. hreppstjóri í Hvammi – 85 ára
Hjónin í Hvammi Kjartan og Björg hafa alltaf ferðast mikið, hér heima og erlendis, og eru nýkomin frá Englandi.
„Degi hallar. Dalaþrá
djúp og sár er vöknuð“
Árið 1935 Frá vinstri: Sigríður Jó-
hannesdóttir, Jóhannes Helgason,
Einar Hallgrímsson, Kjartan Helga-
son og Elín Guðjónsdóttir.
Eva Steinsen gekk í hús á
Kársnesinu og safnaði pen-
ingum fyrir fátæk börn í
Afríku, alls 4.521 kr. Hún
færði Rauða krossinum á
Íslandi peninginn.
Hlutaveltur
Telma Guðrún Þorsteins-
dóttir gekk í hús í Fannafold
í Grafarvogi og seldi gamalt
dót frá sér. Hún styrkti
Rauða krossinn á Íslandi
um 850 kr.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
ERIKURNAR
ERUKOMNAR
990kr
3 stk., 11cm pottur