Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er í lófa lagið að svipta hulunni af leyndardómum í dag, ef þannig ber und- ir, eða ná árangri í rannsóknum. Nú er lag að leysa gamlan ágreining. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að láta ekki neikvæðar hugsanir ná stjórn á huganum. Og hafðu vaðið fyrir neðan þig, ef um einhverjar ábyrgðir er að ræða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að íhuga hvort þú haldir í einhvern af ótta eða óöryggi. Ekki gefa drauminn upp á bátinn þó á móti blási. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það kemur aldri ekkert við en við erum alltaf börn foreldra okkar. Ef þú minn- ist gætilega á umkvörtunarefni heilar það sambandið. Hertu upp hugann – þú stendur vel fyrir þínu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt nútíminn sé nærtækastur er alltaf viturlegt að horfa fram á veginn um leið og mönnum er hollt að hyggja að fortíðinni. En misstu ekki sjónar á léttleikanum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hið óvænta liggur í loftinu. Ást- arsamband gengur glimrandi vel. Ef þú heldur bara ró þinni og leyfir látunum að ganga yfir kemstu í gegnum allt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Viðskipti ættu að ganga vel í dag. Gríptu til andlegra tóla til að róa þig; möntru eða öndunaræfinga. Sinntu lík- amanum líka, farðu í sund eða göngutúr í góða veðrinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef einhver passar ekki í hlut- verkið sem þú vilt að hann/hún leiki, þýðir það ekki að hann/hún megi ekki vera með. Sambönd koma þér áleiðis núna, ekki gleyma að þakka fyrir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert aldrei of gamall til þess að læra. Fjarlægðu stressið, með því hverf- ur tilhneigingin til þess að fara yfir strikið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þér mislíkar eitthvað í fari annarra gerir þú rétt í því að láta það í ljósi. Láttu ekki vaða yfir þig, stattu fast á þínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhverjar hindranir verða á vegi þínum. Læknaðu gömul sár með því að vera fyrstur til þess að fyrirgefa. Ekki er allt gull sem glóir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fjötrar fortíðarinnar losna af þér í dag. Gerðu málin upp í hvelli svo þú getir haldið ótrauð/ur áfram – reynslunni ríkari. Helgi R. Einarsson kallar þessalimru „Óskhyggju“: Vesalings Vigga á Bakka vildi helst ganga með krakka. En það gerir hún ei, er ennþá hrein mey og því engum er neitt að þakka. Sagan endurtekur sig. – Fía á Sandi skrifar á Leir að hún hafi rek- ist á þennan gamla texta. – „Fyrir fjöldamörgum árum var nefnilega mikið rætt um að borga bændum fyr- ir að hætta með kindur og varð text- inn til þá“: Út á græna grundu gakktu hjörðin mín móann hérna mundu og mig, ég sakna þín. Yfir allífs jötu ærin mikla skín með fóðurbæti í fötu far vel, lömbin mín. Mig hrjáir mikil mæða mörg er fjármanns sorg. Ég gekkst uppí að græða og geta flutt í borg. Seðlana ég syng um sunnanundir vegg á klakann allt í kringum kindahausa legg. Páll Imsland segir í aðdraganda sláturtíðar að kindur hafi ekki sungið sitt síðasta. „Varla verður alslátrað í haust. Ég er nokkuð sannfærður um að hvorki króna né kind heyri sög- unni til, né heldur vísnagerðin“: Uppá sínar ær hún bindur allt sitt góss og dýra málma. Þetta eru eðalkindur albúnar í fen og tálma. Þó eftir liggi vísa’ og vísa varla’ er tómur skaði bara. Þær ná ugglaust veginn vísa vinum sem um braut þar fara. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um Irmu: Fellur skógur, fýkur kind, foss af brúnum rýkur og þruma skekur Þverfellstind þegar Irma leysir vind. Einar Kolbeinsson orti á facebook á þriðjudag: Grettist bráin gránar hár, glittir senn í elli. 44 ár, flogin hjá í hvelli. Og í lokin húsgangur eftir Kjóa: Það er passlegt prestastarf að predika yfir kellingum þennan gamla þulu-arf í þessum sömu stellingum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af fjármanns sorg, sláturtíð og Irmu „FORELDRAR MÍNIR FYLLTU ÚT STARFSUMSÓKNINA FYRIR MIG. EF ÉG VERÐ RÁÐINN ER ÉG VISS UM AÐ ÞAU MUNU STANDA SIG MEÐ MIKLUM SÓMA.“ „HVAÐ HEFURÐU EIGINLEGA GEFIÐ ÞESSUM PÁFAGAUK AÐ BORÐA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að biðjast afsökun- ar og að samþykkja afsökunarbeiðnina af hugprýði. SUMIR HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ SOFA OF MIKIÐ EKKI ÉG SAMT ÉG HEF ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ VAKA OF MIKIÐ HÚN SAGÐI JÁ!MAMMA ÞÍN VAR MJÖG ÓLÍK ÖLLUM HINUM KON- UNUM SEM ÉG ÞEKKTI… PABBI, HVERS VEGNA VILDIRÐU GIFTAST MÖMMU? FYRIR- GEFÐU! ALLT Í LAGI Víkverji hefur alltaf verið veikurfyrir njósnamyndum þar sem söguþráðurinn er flókinn, hetjur og varmenni keppast við að villa á sér heimildir og engum er treystandi. Kalda stríðið hefur verið frjór jarð- vegur fyrir slíkar myndir. x x x Í sumar hefur myndin Atómljóska(á ensku Atomic Blonde) verið sýnd á hvíta tjaldinu og Víkverji stóðst ekki mátið að fara í bíó. Sögu- þráður myndarinnar er reyndar ær- ið gloppóttur og þunnur á köflum, en myndin er bráðvel gerð og upp- full af skemmtilegum uppákomum. Myndin gerist árið 1989 dagana áð- ur en múrinn féll og sögusviðið er Berlín. Charlize Theron sýnir mikil tilþrif í hlutverki atómljóskunnar, sem gerð er út af örkinni til að hafa uppi á lista gagnnjósnara, sem eru í bráðri hættu komist hann í rangar hendur. x x x Myndin er gerð eftir teikni-myndasögu og ber þess merki. Bardagasenurnar í myndinni eru með líflegasta móti og allt umhverfi mjög stíliserað og poppað. Alls kyns táknum er dreift hingað og þangað um myndina. Í eltingaleik um kvik- myndahús í Austur-Berlín sést til dæmis á veggspjöldum að verið er að sýna Stalker eftir rússneska leik- stjórann Andrej Tarkovskí. x x x Jóhannes Haukur Jóhannesson áskemmtilega innkomu í mynd- inni, er hæfilega ógnvekjandi og tekst ágætlega að tala ensku með rússneskum hreim. Nokkrir þýskir leikarar skjóta upp kollinum. Barb- ara Sukova, sem fór mikinn í þýsk- um kvikmyndum á 9. áratugnum, fær nokkrar línur í hlutverki krufn- ingalæknis. x x x Víkverji skemmti sér vel á Atóm-ljóskunni og finnst að fleiri ættu að spreyta sig á njósnamyndum. Samtíminn ætti líka að bjóða upp á nægt söguefni, ekkert síður en kalda stríðið. Fréttir dagsins af meintum tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og öðr- um undirmálum sýna að af nógu er að taka. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Davíðssálm. 23:1).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.