Morgunblaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef ekki spilað þennan konsert
hér áður, en fannst þetta rökrétt
framhald á því sem ég hef verið að
gera,“ segir Stefán Ragnar Hösk-
uldsson um flautukonsert eftir Jacq-
ues Ibert sem hann leikur með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands á tónleikum
í Eldborg Hörpu annað kvöld kl.
19.30. Auk þess leikur hljómsveitin
sinfóníu nr. 1 eftir Charles Gounod
og konsert fyrir hljómsveit eftir
Witold Lutosławski. Stjórnandi er
Yan Pascal Tortelier.
Stefán Ragnar er einn þeirra Ís-
lendinga sem hvað lengst hafa náð í
heimi klassískrar tónlistar. Á ár-
unum 2008 til 2016 var hann fyrsti
flautuleikari við hljómsveit Metro-
politan-óperunnar, en gegnir nú
sömu stöðu við Sinfóníuhljómsveit-
ina í Chicago þar sem Riccardo Muti
er við stjórnvölinn. Stefán Ragnar
hefur leikið víða um Bandaríkin,
Evrópu og Japan með hljómsveitar-
stjórum á borð við James Levine,
Daniel Barenboim og Valery Gerg-
iev. Þá hefur hann unnið með tón-
listarfólki á borð við píanóleikarana
Evgeni Kissin og Alfred Brendel,
fiðluleikarann Gil Shaham og sópr-
ansöngkonuna Önnu Netrebko.
Ekta frönsk músík
eins og hún gerist best
„Ég þekki konsert Ibert mjög vel,
enda eru 16-17 ár síðan ég spilaði
hann fyrst. Síðan hef ég spilað hann
reglulega, m.a. með píanóundirleik á
prufuspilum, í keppnum og öðru
slíku, en aldrei áður spilað hann með
hljómsveit. Þannig að það er mjög
spennandi,“ segir Stefán Ragnar
sem hlakkar til kvöldsins. „Ég byrj-
aði að æfa hann af krafi í apríl og
æfði hann í allt sumar með hléi,
enda þarf maður að leyfa tónlistinni
að meltast. Þó maður læri konsert
eins vel og maður getur, sem tekur
mikinn tíma, þá er maður aldrei bú-
inn að æfa sig. Þetta er alltaf eins og
málverk sem aldrei klárast.“
Að sögn Stefáns Ragnars var
konsertinn saminn snemma á fjórða
áratug síðustu aldar. „Þetta er ekta
frönsk músík eins og hún gerist
best. Ibert var sér á parti á sínum
tíma og hélt sér ekkert endilega við
einn stíl heldur valdi það besta úr
ýmsum áttum. Í konsertinum má
heyra greinilega djassáhrif og hægi
kaflinn er algjör konfektmoli, bæði
dreyminn og dulúðlegur. Tónlistin
sjálf er frekar létt, glaðvær, fjöl-
breytt og afar áheyrileg enda ein-
staklega vel samin,“ segir Stefán
Ragnar og tekur fram að það sé
engin tilviljun að konsertinn sé einn
vinsælasti flautukonsert allra tíma.
Mikilvægt að koma heim
„Einhverra hluta vegna samdi
Ibert mikið fyrir flautuna. Eftir
hann liggja m.a. verk fyrir sóló-
flautu, verk fyrir flautu og píanó og
kammerverk,“ segir Stefán Ragnar
og rifjar upp að konsertinn hafi
Ibert samið fyrir flautuleikarann
Marcel Moyse. „Sem nefndur hefur
verið guðfaðir flautunnar. Hann var
meiriháttar flautuleikari og markaði
ákveðna nálgunarleið og tækni sem
ég lærði í mínu námi,“ segir Stefán
Ragnar sem nam flautuleik hjá
Bernharði Wilkinson í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og stundaði
síðan framhaldsnám í Royal Nort-
hern College of Music í Manchester.
„Marcel Moyse þróaði mjög fínan
flaututón, sem er djúpur og flottur.
Lengi vel var flautan á skjön, en
þróaðist geysilega mikið sem hljóð-
færi í Frakklandi á seinni hluta 19.
aldar þegar farið var að gera flautur
úr silfri og gulli. Við það tók hljóð-
færið á sig meiri sólósvip,“ segir
Stefán Ragnar og bendir á að París
hafi verið vagga nútímaflautuleiks.
Fjögur ár eru síðan Stefán Ragn-
ar hélt síðast tónleika hérlendis, en
þá lék hann konsert eftir Carl Niel-
sen með SÍ undir stjórn Ashkenazy.
„Það hefur verið erfitt að finna tíma
til tónleikahalds hérlendis því það er
búið að vera svo mikið að gera hjá
mér síðustu ár. En mér finnst mjög
mikilvægt að koma heim og spila –
það er skylda mín enda liggja rætur
mínar hér. Það var því orðið tíma-
bært að halda hér tónleika.“
Aðspurður segist Stefán Ragnar
aldrei hafa unnið með Tortelier,
aðalstjórnanda SÍ, áður. „Ég þekki
hann úr tónlistarheiminum, en við
höfum ekki unnið saman áður svo
það er mjög spennandi. Reynslan
hefur kennt mér að það er mikil-
vægt að hafa franskan hljómsveit-
arstjóra þegar verið er að flytja
franska tónlist,“ segir Stefán Ragn-
ar og bendir á að franskir hljóm-
sveitarstjórar virðast skilja tungu-
mál franskrar tónlistar betur en
aðrir.
Sem fyrr segir söðlaði Stefán
Ragnar um þegar hann flutti sig frá
hljómsveit Metropolitan-óperunnar
til Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chic-
ago í fyrra. Spurður af hverju hann
hafi fært sig milli hljómsveita segist
Stefán Ragnar hafa eygt tækifæri
sem hann gat ekki látið sér úr greip-
um renna. „Það var auglýst prufu-
spil og ég sendi inn umsókn vegna
þess að mér fannst spennandi að
vinna meira með Riccardo Muti,
sem er einn af mínum uppáhalds-
hljómsveitarstjórum,“ segir Stefán
Ragnar og bendir á að mikill munur
sé á hljómsveitunum tveimur.
„Sem hljóðfæraleikari er í raun
skemmtilegra að vera í sinfóníu-
hljómsveit, því þar fær maður meira
að njóta sín og hefur meira til mál-
anna að leggja í hljómnum. Í óper-
unni er hljómsveitin í hlutverki und-
irleikara, en auðvitað mikilvæg sem
slík. Í sinfóníuhljómsveit eru leið-
arar hverrar raddar í aðalhlutverk-
unum,“ segir Stefán Ragnar og
bendir á að allir leiðarar hljómsveit-
arinnar fái tækifæri til að leika ein-
leik með hljómsveitinni einu sinni á
þriggja ára fresti. „Ég reikna með
að leika einleik innan næstu tveggja
ára. Mér þykir mjög vænt um Niel-
sen-konsertinn svo það getur vel
verið að ég spili hann. Annars er
aldrei að vita hvað maður gerir.“
Spennandi verkefni
Stefán Ragnar er staddur hér-
lendis í um þriggja vikna fríi ásamt
fjölskyldu sinni, eiginkonunni og fa-
gottleikaranum Natalie Pilla og syni
þeirra, Alexander sem er eins árs.
„Hljómsveitin í Chicago er enn í
sumarfríi, en upphafstónleikarnir
verða 22. september þar sem við
munum leika 4. sinfóníu Bruckner,“
segir Stefán Ragnar og tekur fram
að margt spennandi verði á efnis-
skrá Sinfóníuhljómsveitarinnar í
Chicago í vetur. „Í mars munum við
spila Dafnis og Klóa undir stjórn
Charles Dutoit, sem ég hef aldrei
spilað áður. Þannig að ég hlakka
mjög til þess,“ segir Stefán Ragnar.
Líkt og á undan öllum öðrum
áskriftartónleikum hefst tónleika-
kynning í Hörpuhorni kl. 18 á tón-
leikadegi. Á morgun sér Sigurður
Ingvi Snorrason um kynninguna. Að
vanda verður tónleikunum útvarpað
í beinni útsendingu á Rás 1.
Morgunblaðið/Golli
Kampakátir Flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson og hljómsveitarstjórinn Yan Pascal Tortelier.
„Eins og málverk
sem aldrei klárast“
Stefán Ragnar Höskuldsson leikur flautukonsert eftir
Jacques Ibert á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar á morgun
Málþing í tengslum við sýninguna Málverk –
ekki miðill, sem nú stendur yfir í Hafnarborg,
verður haldið annað kvöld kl. 20. Þar verða við-
fangsefnum sýningarinnar gerð skil með sýn-
ingarstjóra og listamönnum sem taka þátt í
sýningunni. Sýningin fjallar um málverkið og
forsendur þess í því eftir-miðla umhverfi sem
einkennir list samtímans. Er hún tækifæri til að hugsa um þá hugmynd að
málverk verði best skilið sem eitthvað annað en sá miðill sem listamað-
urinn velur sér að vinna í, eins og segir í tilkynningu.
Þátttakendur málþingsins eru Jóhannes Dagsson, sýningarstjóri, list-
heimspekingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og listamennirnir Fritz
Hendrik Berndsen, Hulda Stefánsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir.
Málverk Jóhannes Dagsson,
sýningarstjóri sýningarinnar.
Málþing haldið í Hafnarborg
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 15. sýn Lau 21/10 kl. 20:00 21. sýn
Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 16. sýn Sun 22/10 kl. 20:00 22. sýn
Sun 17/9 kl. 20:00 10. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 17. sýn Sun 29/10 kl. 20:00 23. sýn
Fim 21/9 kl. 20:00 11. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 18. sýn Lau 4/11 kl. 20:00 24. sýn
Fös 22/9 kl. 20:00 12. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 aukas. Fös 10/11 kl. 20:00 25. sýn
Sun 24/9 kl. 20:00 13. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 19. sýn Sun 12/11 kl. 20:00 26. sýn
Fim 28/9 kl. 20:00 14. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 20.
sýn
Þri 14/11 kl. 20:00 aukas.
Sýningin sem sló í gegn síðasta vor snýr aftur.
1984 (Nýja svið)
Fös 15/9 kl. 20:00
Frumsýning
Lau 23/9 kl. 20:00 4. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 7. sýn
Lau 16/9 kl. 20:00 2. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 5. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 8. sýn
Fös 22/9 kl. 20:00 3. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 6. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 9. sýn
Stóri bróðir fylgist með þér
Úti að aka (Stóra svið)
Lau 16/9 kl. 20:00 1. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 3. sýn
Lau 23/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/10 kl. 20:00 4. sýn
Sprenghlægilegur farsi!
Kartöfluæturnar (Litla svið)
Fim 21/9 kl. 20:00
Frumsýning
Fös 29/9 kl. 20:00 4. sýn Fös 13/10 kl. 20:00 7. sýn
Fös 22/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 5. sýn Sun 15/10 kl. 20:00 8. sýn
Fim 28/9 kl. 20:00 3. sýn Sun 8/10 kl. 20:00 6. sýn Fös 20/10 kl. 20:00 9. sýn
Fjölskyldukeppni í meðvirkni!
Brot úr hjónabandi (Litli salur)
Fös 10/11 kl. 20:00 1. sýn Mið 15/11 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/11 kl. 20:00 7. sýn
Lau 11/11 kl. 20:00 2. sýn Lau 18/11 kl. 20:00 5. sýn Fim 23/11 kl. 20:00 8. sýn
Sun 12/11 kl. 20:00 3. sýn Sun 19/11 kl. 20:00 6. sýn Fös 24/11 kl. 20:00 9. sýn
Draumur um eilífa ást.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 29/10 kl. 13:00 48. sýn Sun 5/11 kl. 13:00 49. sýn Sun 12/11 kl. 13:00 50. sýn
Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið)
Fös 15/9 kl. 19:30 Sun 24/9 kl. 19:30
Sun 17/9 kl. 19:30 Sun 1/10 kl. 20:00
Lokasýning
ATHUGIÐ SNARPUR SÝNINGARTÍMI. SÝNINGUM LÝKUR Í OKTOBER.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 17/9 kl. 13:00 Sun 8/10 kl. 13:00 Sun 22/10 kl. 13:00
Sun 24/9 kl. 13:00 Sun 15/10 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Sun 24/9 kl. 19:30 Sun 8/10 kl. 19:30 Sun 22/10 kl. 19:30
Lokasýning
Fös 29/9 kl. 19:30 Sun 15/10 kl. 19:30
Sun 1/10 kl. 19:30 Fim 19/10 kl. 19:30
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Eniga Meninga (Stóra sviðið)
Lau 28/10 kl. 13:00
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 20/10 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýning
Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýning
Óvinur fólksins (Stóra sviðið)
Fös 22/9 kl. 19:30
Frumsýning
Fim 28/9 kl. 19:30 3.sýning
Lau 23/9 kl. 19:30 2.sýning Lau 30/9 kl. 19:30 4.sýning
Faðirinn (Kassinn)
Lau 7/10 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 13/10 kl. 19:30 3.sýning
Fim 12/10 kl. 19:30 2.sýning Fös 20/10 kl. 19:30 4.sýning
Smán (Kúlan)
Fös 15/9 kl. 19:30 Fös 22/9 kl. 19:30 Lau 30/9 kl. 19:30
Lau 16/9 kl. 19:30 Lau 23/9 kl. 19:30
Mið 20/9 kl. 19:30 Fim 28/9 kl. 19:30
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 14/10 kl. 13:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 13:00
Lau 14/10 kl. 15:00 Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 4/11 kl. 15:00
Lau 21/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 15:00
Brúðusýning
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 4/10 kl. 20:00 Mið 18/10 kl. 20:00
Mið 11/10 kl. 20:00 Mið 25/10 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200