Morgunblaðið - 13.09.2017, Page 32

Morgunblaðið - 13.09.2017, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríska hipphopp-útgáfufyrir- tækið 300 Entertainment og ís- lenska tónlistarútgáfufyrirtækið Alda Music hafa gert með sér sam- komulag um samstarf sem felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi. 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í hipphopp- tónlist og virkilega frambærilegra listamanna sem sprottið hafa fram á sjónarsviðið hérlendis, eins og segir í tilkynningu um samstarfið. Útgáf- an hyggst einnig víkka út starfs- vettvang sinn hingað til lands og til hinna norrænu landanna en í því starfi verður Alda Music í lykilhlut- verki. „Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á ís- lenskri tónlist sem útflutningsvöru,“ segir í tilkynningunni. 300 Entertainment hóf starfsemi fyrir þremur árum og hefur á sínum snærum marga af fremstu og vin- sælustu hipphopp-tónlistarmönnum samtímans, m.a. Migos og Young Thug sem haldið hafa tónleika hér á landi á árinu. Að baki fyrirtækinu eru þungavigtarmenn sem störfuðu áður fyrir útgáfufyrirtæki á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music tók yfir tónlistar- útgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi og á útgáfurétt að miklu safni íslenskrar tónlistar sem nær allt aftur til sjötta áratugarins. Alda Music hefur gefið út nokkrar plötur frá því útgáfan hóf starfsemi og þá m.a. nýjustu plötur Úlfs Úlfs og Páls Óskars, EP-plötu Hildar og fyrstu sólóplötu Ella Grill. Eitt farsælasta tónlistarútgáfu- fyrirtæki Bandaríkjanna „Þetta er eitt af því sem lagt var upp með í byrjun þegar við stofn- uðum fyrirtækið,“ segir Sölvi Blön- dal, spurður að því hvernig þetta samstarf Öldu Music og 300 Enter- tainment hafi komið til. „Markmiðin voru að nútímavæða íslenska tón- listarútgáfu, búa til infrastrúktúr og umhverfi sem gæti lyft íslenskri tónlist upp. Við höfum alltaf haft augun á þessum erlenda vinkli, að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis og finna alvöru samstarfs- aðila vestra, sérstaklega í Banda- ríkjunum því hipphopp-senan er auðvitað stór þar. Og þar eru aðilar sem ég hef þekkt lengi, áratugum saman, sem stofnuðu þetta fyrir- tæki, 300 Entertainment, fyrir nokkrum árum. Þeir stofnuðu á sín- um tíma Def Jam sem er auðvitað mjög þekkt fyrirtæki og þetta fyrir- tæki er að verða ein farsælasta músíkútgáfa í Bandaríkjunum í dag, með risastóra listamenn á sínum snærum. Þeir höfðu áhuga og vissu af íslenskri hipphopp-senu,“ segir Sölvi. Hann segir Ísland lítinn markað og því þurfi að leita út fyrir land- steinana. „Íslenskir tónlistarmenn eiga sér frábæra sögu erlendis, margir hverjir, og við lítum á það sem okkar hlutverk að opna þessar dyr,“ segir Sölvi. Samstarfið við 300 Entertainment taki til allrar þeirrar tónlistar sem Alda Music gefur út. „Auðvitað er stór hluti af útgáfunni hipphopp en ekki eingöngu, það er líka rokk og ról þarna,“ segir Sölvi. Pípan opnuð Sölvi er spurður að því hvort út- gáfan á íslenskri tónlist erlendis verði að mestu í stafrænu formi og svarar hann því játandi. „Þó svo við gefum tónlist líka út í föstu formi verður alltaf minna og minna um það, vöxturinn er gríðarlegur í sölu á stafrænni tónlist og við vitum, eins og allir sem eru í þessu, að þar er framtíðin,“ segir hann. –Geturðu nefnt mér dæmi um ís- lenskar hljómsveitir og tónlistar- menn á ykkar vegum sem munu fá dreifingu erlendis, í gegnum 300 Entertainment? „Við erum á horfa á alla okkar listamenn, Úlf Úlf og Hildi o.fl. Menn frá 300 Entertainment koma á Iceland Airwaves og þar munum við væntanlega setjast niður með fleirum. Þetta er ekki bara Alda Music heldur lítum við svo á að við séum að opna ákveðnar dyr þarna út,“ svarar Sölvi. „Við erum sér- fræðingar í því sem er í gangi á Ís- landi og þeir í 300 Entertainment hafa áhuga á því. Þetta eru sam- starfsaðilar mínir og félagar til margra áratuga margir hverjir, þeir sem stofnuðu þetta fyrirtæki, þann- ig að við erum alla vega búnir að opna núna pípuna út og það er mjög jákvætt.“ Sölvi segir félaga sína hjá 300 Entertainment gera sér grein fyrir mætti streymisins, tónlistarveitna á borð við Spotify, og að þeir hafi allt- af verið mjög meðvitaðir um þann mátt, þ.e. allt frá því farið var að bjóða upp á slíkar veitur. „Við erum á sama báti þar,“ segir Sölvi. Samstarf Sölvi Blöndal og David Giberga, listrænn stjórnandi 300 Enter- tainment, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í New York á dögunum. Alda Music í samstarf við 300 Entertainment  Eykur verðmæti íslenskrar tónlistar The Square Metacritic 74/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 17.15, 22.00 The Limehouse Golem Bíó Paradís 17.45 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 18.00 Forældre Bíó Paradís 20.00 Kongens nei IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.30 BPM Með þekkingu, hugrekki og þrautseigju berst hópur fólks sem aðgerðasinnar til að fræða fólk um alnæmi. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 78/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 22.00 American Made 12 Frásögn af ævi Barry Seal, fyrrverandi flugstjóra sem gerist smyglari fyrir glæpa- klíkur Suður-Ameríku, Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.05 Smárabíó 20.00, 22.40 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Everything, Everything Madeline hefur ekki farið út fyrir hússins dyr í sautján ár. Metacritic 52/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.50, 20.00 Annabelle: Creation 16 Brúðugerðarmaður og kona hans skjóta skjólshúsi yfir nunnu og nokkrar stúlkur. Metacritic 62/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.10 Dunkirk 12 Myndin fjallar um Operation Dynamo árið 1940. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 94/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00 Emojimyndin Metacritic 12/100 IMDb 2,0/10 Smárabíó 15.30, 17.40 Kidnap 12 Karla er fráskilin móðir sex ára stráks, Frankies. Hún vinnur á veitingastað og er bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna. Metacritic 44/100 IMDb 6,0/10 Smárabíó 22.35 Borgarbíó Akureyri 18.00 Spider-Man: Homecoming 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 73/100 IMDb 7,9/10 Smárabíó 17.30 Stóri dagurinn IMDb 6,4/10 Háskólabíó 18.10 The Big Sick Metacritic 86/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 19.50, 22.30 Once Upon a Time in Venice 12 Einkaspæjari í Los Angeles leitar að glæpagenginu sem stal hundinum hans. Metacritic 28/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Logan Lucky Bræðurnir Jimmy, Mellie og Clyde Logan skipuleggja meiriháttar rán. Metacritic 78/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 22.30 Atomic Blonde 16 Lorraine Broughton er njósnari sem notar kyn- þokka sinn og grimmd til að lifa af. Morgunblaðiðbbbmn Metacritic 63/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 20.00 Ég man þig 16 Morgunblaðiðbbbbn IMDb 7,8/10 Háskólabíó 18.00, 20.50 David Gilmour: Heimsútsending frá Pompeii Háskólabíó 21.00 Skrímslafjölskyldan Til að þjappa fjölskyldunni betur saman skipuleggur Emma skemmtilegt kvöld en þau breytast öll í skrímsli. IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Sonur Stórfótar Adam er ósköp venjulegur strákur sem uppgötvar að faðir hans er Stórfótur. IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30, 17.40 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Storkurinn Rikki Metacritic 55/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Bílar 3 Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Agnes grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífs- myndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn. IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 18.00, 20.00, 22.00 Smárabíó 15.30, 17.20, 17.40, 19.30, 19.50, 21.40, 22.00 Háskólabíó 18.00, 20.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Undir trénu 12 The Hitman’s Bodyguard 16 Besti lífvörður í heimi fær nýjan viðskiptavin, leigumorðingja sem þarf að bera vitni hjá alþjóða glæpadómstólnum. Þeir þurfa að leggja ágreiningsmál sín til hliðar rétt á meðan. Metacritic 55/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.20 Sambíóin Akureyri 22.10 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio It 16 Sjö vinir í bænum Derry í Bandaríkjunum komast á snoðir um að í holræsum bæjarins er á kreiki óvættur. Metacritic 70/100 IMDb 8,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.15, 20.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.10, 22.50 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50 Sambíóin Keflavík 19.20, 22.05 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.