Morgunblaðið - 13.09.2017, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Það verður önnur bankakreppa
2. Bensín og dísil hækka...
3. Edda komin með nóg af Jóni...
4. Magnús Ólafur: „Bull og vitleysa“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Myndlistargalleríið BERG Contem-
porary tekur þátt í myndlistar-
kaupstefnunni EXPO Chicago sem
hefst í dag og lýkur 17. september á
Navy Pier í Chicago. Galleríið sýnir
verk fjögurra listamanna sem það fer
með umboð fyrir, þeirra Finnboga
Péturssonar, Monika Grzymala og
Steinu og Woody Vasulka.
Berg Contemporary
á EXPO Chicago
Rússneskir
kvikmyndadagar
hefjast á morgun í
Bíó Paradís og
standa yfir í fjóra
daga. Fjórar kvik-
myndir verða
sýndar og allar
verðlaunamyndir
sem eiga að sýna
það besta í rússneskri kvikmynda-
gerð nú um stundir. Kvikmyndirnar
verða sýndar á rússnesku með ensk-
um texta og er aðgangur að öllum
sýningum ókeypis.
Rússneskar verð-
launamyndir sýndar
Temma Bell, dóttir Louisu Matt-
híasdóttur, og Ólöf K. Sigurðardóttir,
safnstjóri Listasafns Reykja-
víkur, veita leiðsögn um
sýningu á verkum Louisu,
Kyrrð, á Kjarvalsstöðum, á
morgun kl. 12.30.
Kyrrð er viðamikil
yfirlitssýning á verk-
um Louisu þar sem
veitt er yfirsýn yf-
ir feril listakon-
unnar.
Veita leiðsögn um
sýninguna Kyrrð
Á fimmtudag Vestan og norðvestan 5-15 m/s, hvassast austast.
Bjart með köflum, en dálítil rigning NA-lands í fyrstu. Hiti 4 til 14
stig, mildast SA-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-13 og léttir til S- og V-lands.
Gengur í norðvestan 13-20 austast eftir hádegi og súld eða rigning
NA- og A-til með slyddu til fjalla. Hiti 3 til 12 stig yfir daginn.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Fram
lentu í kröppum dansi gegn
Gróttu í fyrsta leik liðanna á
Íslandsmótinu í handknatt-
leik í gærkvöldi. Framliðið
mátti þakka fyrir annað
stigið úr leiknum eftir að
markvörður liðsins varði
vítakast á lokasekúndunni
og tryggði liðinu jafntefli. Á
sama tíma töpuðu ríkjandi
deildar- og bikarmeistarar
Stjörnunnar fyrir Selfossi
með eins marks mun. »3
Óvænt úrslit í
upphafsleikjum
„Borgin er flott, íbúðin
sem ég er að flytja í
lítur vel út og það er
búið að taka vel á
móti manni. Ég er
bara spenntur,“
sagði Tryggvi
Snær Hlinason,
landsliðsmaður í
körfuknattleik,
sem er að
koma sér fyrir
hjá Spánar-
meist-
urunum Val-
encia. »4
Tryggvi er spenntur
fyrir verunni í Valencia
Íslandsmótið í íshokkí karla fer fjör-
lega af stað þótt ljóst sé að Íslands-
meistarar Esjunnar séu með sterk-
asta liðið. Esjumenn unnu liðsmenn
Skautafélags Akureyrar í tíu marka
leik, 6:4, nyrðra í gærkvöldi þar sem
Robbie Sigurðsson fór á kostum á
svellinu og skoraði fjögur mörk.
Þetta var annar sigur Esjunnar í
Hertz-deildinni. »2
Boðið upp á markasúpu
á svellinu á Akureyri
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erna Ýr Öldudóttir
erna@mbl.is
„Við tökum við konum frá 67 ára í
Senjóríturnar,“ segir Silja Aðal-
steinsdóttir, meðlimur í kvenna-
kórnum Senjórítunum sem er um 70
manna kór full-
orðinna kvenna.
Silja lýsti nýlega
eftir fleiri senjór-
ítum í kórinn, öll-
um raddgerðum,
á facebooksíðu
sinni, en eitthvað
hafði grisjast í
kórnum í sumar.
„Ég fékk reyndar
ekki leyfi hjá
kórnum til að
gera þetta, en mér fannst raðirnar
eitthvað hafa þynnst,“ segir Silja og
hlær.
Eru með góðan kórstjórnanda
„Við erum með mjög góðan
stjórnanda, hana Ágotu Joó, sem er
einnig stjórnandi Kvennakórs
Reykjavíkur og hefur unnið til
þrennra fyrstu verðlauna á al-
þjóðlegu kóramóti með hann, þannig
að það er betra að hafa einhverja
reynslu af söng, nótum eða hljóð-
færaleik,“ heldur Silja áfram.
„Senjórítukórinn varð til upp úr
Kvennakór Reykjavíkur. Þegar kon-
ur eldast þá breytist röddin, þegar
þær urðu of fullorðnar til að vera í
honum voru þær látnar hætta. Sum-
ar kvennanna vildu samt halda
áfram, þannig varð Senjórítukórinn
til sem deild út úr Kvennakór
Reykjavíkur. Senjóríturnar voru svo
stofnaðar formlega fyrir um tveimur
árum, þegar við vorum orðnar svo
margar að við vildum vera sjálf-
stæðar,“ segir Silja. „Við tókum þátt
í kvennakóramóti á Ísafirði í vor,
tókum sérstakt ísfirskt þema. Við
munum halda tónleika í Seltjarnar-
neskirkju 28. október nk., við verð-
um einar, ekki með einsöngvara með
okkur, og við ætlum að syngja hress
lög eins og Án þín, Vorkvöld í
Reykjavík, Kenndu mér að kyssa
rétt, Bíllinn minn og ég, og svo mun-
um við taka syrpu úr Mamma Mia.“
Eiga trygga aðdáendur
Senjóríturnar hafa enn ekki gefið
neitt út af tónlist en eiga orðið
trygga aðdáendur. Kórinn æfir viku-
lega á mánudögum kl. 16 í matsal
þjónustukjarna aldraðra við Vita-
torg. Aðspurð hvort kórstarfið feli í
sér fleira en æfingar, tónleika og
kórferðir segir Silja að þær hafi t.d.
farið um 40 saman á „singalong“-
sýningu á Mamma Mia í Borgarleik-
húsinu og þær sungu þar við raust
við þýðingu Þórarins Eldjárns.
Senjóríturnar fóru í söngferðalag
til Færeyja og hyggjast fara til Dan-
merkur í kórferð næsta vor. „Fær-
eyska Kringvarpið hrósaði okkur í
hástert og kallaði okkur „gráa gullið
frá Íslandi“,“ segir Silja og hlær við.
„Gráa gullið frá Íslandi“
Senjóríturnar
eru kór fullorð-
inna kvenna
Ljósmynd/Senjóríturnar
Senjórítukórinn Frá kóramóti kvennakóra á Ísafirði í vor.
Silja
Aðalsteinsdóttir
„Starfandi kórar á landinu eru
örugglega um 250,“ segir Margrét
Bóasdóttir, formaður Lands-
sambands blandaðra kóra, en hún
segir 35 kóra vera í sambandinu,
sem heldur kóramót og heldur utan
um upplýsingar handa aðildarkórum.
Með haustinu fer af stað kórstarf
úti um land allt. Hægt er að vera í
ýmsum gerðum kóra en það eru t.d.
karlakórar, kvennakórar, blandaðir
kórar, kórar aldraðra, barnakórar og
kirkjukórar.
„Markmiðið er að stuðla að sam-
vinnu og efla kvennakórastarf á
landinu. Á þriggja ára fresti erum við
með kvennakóramót þar sem við
syngjum saman eða erum með
söngsmiðjur,“ segir Kolbrún Hall-
dórsdóttir, varaformaður Gígjunnar,
sambands íslenskra kvennakóra. Í
Gígjunni eru 28 kórar, sem er þó ekki
tæmandi listi yfir alla kvennakóra
landsins.
Karlakórar í Sambandi íslenskra
karlakóra eru 32 og svo eru tveir til
viðbótar að sækja um, að sögn Geirs
A. Guðsteinssonar formanns. „Við
gerum ráð fyrir að kór þurfi að hafa
a.m.k. sextán meðlimi til að teljast
kór,“ segir Geir. Sambandið er regn-
hlífarsamtök fyrir karlakóra og sér
um söngmót karlakóra, sem skiptast
í Heklukóra og Kötlukóra sem halda
mót innbyrðis eftir því hvar þeir eru
á landinu.
Söngvaþjóðin Íslendingar
GRÍÐARÖFLUGT KÓRSTARF Á LANDINU