Feykir


Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 8
 8 Feykir 17/2009 Gaman saman á útreiðum Krakkar í hestamennsku kennslustunda. Var þá forminu breytt í það sem kalla má undirbúning að knapa-merki. Að sögn Rúnars Páls er lagt mest upp úr því að hafa gaman saman, ríða út og kynnast hestinum á útreiðum og gera æfingar í gerði. Krakkarnir hafa verið sjö talsins á námskeiðinu en þegar blaðamaður leit við á Hofsósi í síðustu viku vantaði tvo í hópinn en það voru þau Arnar Magnússon og Fanney Guðmundsdóttir. Margrét Árnadóttir var hins vegar mætt og sagði að hún væri lítið vön hestum en hefði áhuga á að kynnast hestamennskunni og fór því á námskeiðið. Hvort hún hyggist reyna seinna við knapamerki hélt hún ekki þar sem hún stefndi á það að fara í VMA næsta haust og ekki er boðið upp á slíkt námskeið þar. Júlía Ósk Gestsdóttir gæti hins vegar hugsað sér að fara í Jór í FNV á næsta skólaári. Hún á hryssu sem er nýtamin og stefnir hún á að þjálfa hana í sumar. Sjöfn Finnsdóttir á hins vegar ekki hest en hefur fengið að umgangast þá í sveitinni hjá frændfólki. Sjöfn segist hafa lært mikið og bóklega námið skilað miklu. Hjördís Árnadóttir er vön hestum, á einn hest alein og nokkra með mömmu sinni. Hún hefur gaman að hestamennskunni og hefur verið að hjálpa til við að gera tryppi taumvön og svo fer hún í göngur og smalar í Laufskálarétt. Friðberg Rúnar Jóelsson er vanur hestamaður þó hann sé ekki mikill keppnismaður að eigin sögn. Hann er vanur að ríða út, smala og fer í göngur í Deildardalinn. Hann er hrossaræktandi því hann á von á einu folaldi í vor, tvö komu í fyrra og sex hross á hann í allt. Aðspurð hvað komið hefði mest á óvart á námskeiðinu voru krakkarnir sammála um að það væri atferli hesta, hvernig hestar haga sér sem einstaklingar svo og sem stóð en þar er margt sem kemur á óvart. Sigurvegari frumtamningarkeppninnar Christina Mai. Á Hofsósi hefur í vetur verið boðið upp á reiðkennslu sem valgrein hjá krökkum í 9. og 10. bekk Grunnskólans austan Vatna. Valgreinin er í samvinnu skólans og Hestamannafélagsins Svaða. Leiðbeinandi er Rúnar Páll Hreinsson tamningamaður. Í upphafi námskeiðs var lagt upp með það að kenna eftir Knapamerkjakerfinu og stefnt á Knapamerki 1. Bóklegi hlutinn var kenndur fyrir áramót og gekk mjög vel og nemendur sýndu mikinn áhuga. Fljótlega eftir áramót kom í ljós að erfitt myndi reynast að kenna verklega hlutann eftir reglum knapamerkisins vegna að- stæðna en engin inniaðstaða er fyrir hendi á félagssvæði Svaða. Auk þess sem lánshest- ar voru notaðir og knaparnir ekki í aðstöðu til að leysa þau verkefni sem ætluð er milli HESTAUMFJÖLLUN Feykis Fyrsta frum- tamningakeppni á Íslandi Tekið til kostanna Stórhátíðin Tekið til kostanna var haldin í Svaðastaðahöllinni í upphafi Sæluviku og var mikið um að vera. Á laugardeginum kynnti reiðkennarabraut Hólaskóla nýja strauma í hestamennskunni og er óhætt að segja að ýmislegt þar hafi vakið athygli. Það sem vakti ekki hvað síst athygli var frumtamninga- keppni Hólaskóla en sú keppni er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigurvegari keppninnar varð hin þýska Christina Mai en hún er nú í verknámi á Þingeyrum. Í keppninni sýndu knapar hve ótrúlegar æfingar er hægt að kenna hrossum á aðeins 100 dögum en verðandi tamningamenn tóku þátt í keppninni og fengu þeir ýmis verkefni til að leysa innan ákveðins tímaramma. Margt annað var á dagskrá og allt mjög áhugavert. Spurningunni, um hvor væru betri knapar konur eða karlar, var svarað með fyrirlestri þeirra Jelenu Ohm og Line Nörgaard og var aðallega gengið út frá líffræðilegum mun karla og kvenna. Þegar allt var tínt til, plúsar og mínusar, varð útkoman sú að jafnt væri komið á með þeim. Jelena Ohm og Line Nörgaard drógu ýmislegt fróðlegt fram í sínum fyrirlestri. Geir Eyjólfs hjálpar til við sýnikennsluna. Hesturinn og knapinn bæði með augun lokuð Verið var að taka blindandi jafnvægisæfingar. Kátir framtíðarknapar. Hjördís, Margrét, Friðberg Rúnar, Sjöfn, Rúnar Páll og Júlía Ósk.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.