Feykir


Feykir - 24.01.2014, Síða 1

Feykir - 24.01.2014, Síða 1
BLS. 6-7 BLS. 10 Ásrún og Kolbrún eru stúlkurnar í ruslinu Gefa strákunum ekkert eftir BLS. 8 Ferðalangurinn Sigyn Björk Sigurðardóttir í opnuviðtali Á flakki að hætti innfæddra Söngvarakeppni Grunn- skóla Húnaþings vestra Jóhann Smári og Hrafnhildur Kristín sigruðu 03 TBL 23. janúar 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Meira í leiðinni Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Menningarhúsið Miðgarður var troðfyllt á föstudagskvöldið þegar árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla var haldin þar. Verkið sem hópurinn sýndi var í anda 80´s tímabilsins, Wake me up before you gogo, eftir Hallgrím Helgason. Sýningin tókst með miklum ágætum og mikil stemning ríkti bæði á sviði og í sal. Þaulæfðir leikarar og söngvarar skiluðu sínu með miklum sóma og leik- gleðin leyndi sér ekki. Litrík tíska tíma- bilsins sem skilaði sér í sviðsmynd og búningum setti hressilegan svip á sýn- inguna og ætla má að foreldrar og aðrir í salnum hafi kannast við tískuna. Að venju voru það nemendur 10. bekkjar sem léku burðarhlutverk í sýningunni, en nutu til þess aðstoðar 9.bekkinga. Það voru svo nemendur í 7. Árshátíð Varmahlíðarskóla Frábær 80’s stemning Það ríkti sannkölluð 80’s stemning á árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla. Mynd: Jóndís Inga Hinriksdóttir KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 ÚTSALA ÚTSALA ALLT A Ð 40% AFSL ÁTTUR og 8. bekk sem bættust við í dans- atriðum. Að lokinni sýningu fór þorri áhorfenda og leikenda í hefðbundið kaffi í skólanum, sem var í boði 10. bekkjar og skólans. Að venju var sýn- ingin tekin upp og verður geisladisk- urinn til sölu í næstu viku hjá Margréti, ritara skólans. /KSE Samningar felldir naumlega Aldan – stéttarfélag Talningu atkvæða í kosningu um nýja kjarasamninga lauk hjá Öldunni stéttarfélagi í gærmorgun. Á kjörskrá voru 618 félagsmenn og þar af skiluðu 142 félagsmenn inn atkvæði sínu eða 23%. Nei sögðu 51% en já sögðu 49%. Aðeins tvö atkvæði ráða úrslitum og sýnir það mikilvægi þess að menn greiði atkvæði, en á vefsíðu félagsins furða menn sig á slakri kjörsókn í ljósi þess hve umdeildir samningarnir hafa verið. Kjörsókn var heldur minni en þegar síðast voru greidd atkvæði um samning við SA, árið 2011, en þá var hún 27%. Niðurstaðan þýðir að launakjör haldast óbreytt hjá félagsmönnum því þeir munu áfram starfa samkvæmt eldri kjarasamningi þar til nýjum kjarasamningi hefur verið náð við SA og hann samþykktur af félagsmönn- um í póstatkvæðagreiðslu. /KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.