Feykir


Feykir - 24.01.2014, Side 6

Feykir - 24.01.2014, Side 6
6 Feykir 03/2014 runninn upp. Þar með var það ákveðið. Ég var þó ekki búin að útfæra hugmyndina nánar. En mér til mikillar lukku, þá frétti Una vinkona mín úr MH, sem var á þeim tíma bara kunningi minn, af þessum áformum og fékk að slást í för með mér. Hún er góð að koma hlutunum í framkvæmd og þekkti auk þess aðeins til í Parísar. Hún útvegaði okkur íbúð og var leiðsögumaður minn um borgina til að byrja með. Þetta reyndist því afar auðvelt fyrir mig, ég mætti bara á svæðið í sumarlok 2009. Við bjuggum í pínulítilli íbúð, eins og gengur og gerist þar í borg, en það var alltaf pláss fyrir gamla og nýja vini og þaðan eigum við ótal góðar minningar. Á árinu sem ég eyddi í París vann ég á veitingastað og fór á frönsku- námskeið við Sorbonne háskóla og síðast en ekki síst, naut lífsins,“ segir Sigyn. Ferðast víða þrátt fyrir ungan aldur Leiðir Sigynjar hafa legið til margra landa á síðustu árum í mismunandi tilgangi, ýmist til náms, vinnu eða ferðalaga. „Eins og ég nefndi að ofan, þá erum við fjölskyldan mikið fyrir að ferðast. Ekki síst foreldrar mínir. En með þeim hef ég ferðast um Evrópu og Sigyn Björk flutti 13 ára til Reykjavíkur með móður sinni en hafði þó ennþá annan fótinn á Króknum í nokkur ár á eftir og starfaði við hin ýmsu störf innan Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki yfir sumartímann. Sigyn lauk námi við MH árið 2009 og ákvað í kjölfarið að þá væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt og því var stefnan sett til Frakklands. ,,Mig hafði alltaf langað að flytja til Parísar og læra frönsku, þegar sá fyrir endann á menntaskólagöng- unni var hinn fullkomni tími Á flakki að hætti infæddra Sigyn Björk Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki, dóttir Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, deildarstjóra hjá Mími og Sigurðar Jónssonar, kennara við Árskóla. Sigyn hefur haft í nógu að snúast frá því hún flutti frá Króknum, en auk þess að mennta sig hefur hún ferðast heimshorna á milli í hinum ýmsu erindagjörðum. Sigyn segir fjölskyldu sína vera mikla ferðalanga og saman nái þau að mála ansi stóran hluta af heimskortinu yfir staði sem þau hafa ferðast til. Blaðamaður Feykis hafði samband við Sigyn, sem nú er stödd í Kaupmannahöfn, og fékk að heyra af ferðum hennar. farið og heimsótt vini vítt og breytt sem ég hef safnað að mér á fyrri ferðalögum,“ segir Sigyn. Lét gamlan draum rætast Síðasta sumar lét Sigyn lang- þráðan draum rætast og fór til Líbanon með systur sinni, sem var búsett í Kína, en vinur hennar frá Kína bjó í Beirút svo þær nýttu tækifærið og heimsóttu hann. „Það var rosalega gaman að koma til Líbanon, þar er mjög fallegt, upp til fjalla og niður til stranda, sólríkt á sumrin og maturinn frábær. En það var einmitt maturinn sem vakti áhuga minn á Líbanon. Ég hafði séð breskan matreiðslu- þátt, u.þ.b. 10 árum áður, þar sem matarmenningunni í Líbanon voru gerð góð skil og síðan þá hafði mig langað að fara til Líbanon. Við vorum kannski á síðasta séns með að fara þangað, að svo stöddu, en þar er hálfgert ófriðarástand vegna borgarastyrjaldarainnar í nágrannalandinu, Sýrlandi. Enda voru alls ekki margir túristar á ferli þegar við vorum þar, um hásumar,“ segir Sigyn. Kína, Líbanon og Frakkland heillandi Aðspurð hvaða land hafi Skagfirðingurinn og ferðalangurinn Sigyn Björk Sigurðardóttir SAMANTEKT Guðrún Sif Gísladóttir svo lengra, eða til Kúbu og Kína. Systir mín bjó í Kína á þeim tíma og með henni og hennar innfæddu vinum fengum við að sjá og fara margt þar sem venjulegur ferðalangur gerir ekki. Ég er mjög hrifin af þeim ferðamáta, að heimsækja fólk sem býr og þekkir til á svæðinu og getur gefið manni innsýn í líf almennings í landinu. Eftir að ég var vaxin úr grasi og farin að ferðast uppá eigin spýtur, þá hef ég yfirleitt haft þann mátann á, Sigyn með Kristínu systur sinni í Líbanon. Þessi mynd er svo frá Hróaskeldu árið 2011. Alltaf klassíkt og eitt það skemmtilegasta sem ég geri, tónlistarhátíðir.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.