Feykir


Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 3
06/2014 Feykir 3 Vonast eftir aðkomu fleiri sveitarfélaga Náttúrustofa Norðurlands vestra Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur verið rekin um árabil með samningi sveitarfélaganna í Skagafirði við ríkið. Á síðasta ári sagði Akrahreppur sig frá þessu samstarfi og í kjölfarið var ákveðið að segja starfsmanni Náttúrustofu upp störfum á meðan óvissa ríkti um áframhaldandi starfsemi hennar. Ekki hefur verið ritað undir nýjan samning á milli ríkis og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofu á árinu 2014. „Stjórninni var falið að reyna að ná sam- komulagi við fleiri sveitarfélög á Norðurlandi vestra um reksturinn og áframhald hans. Þar sem óvissa ríkti um framtíðina og áfram- haldandi samningur var ekki til staðar var Sveitarfélaginu Skagafirði ekki stætt á því að halda rekstrinum áfram án þess að láta reyna á aðkomu fleiri aðila. Því var ekkert annað í stöðunni en að segja starfsmanninum upp og leggja niður starfsemina og freista þess að ná nýjum samningum,“ sagði Sigríður Magnús- dóttir, formaður stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra, í samtali við Feyki. Sigríður segir að samningar hafi náðst á milli sveitarfélagsins og umhverfisráðuneytis- ins um að láta reyna á aðkomu fleiri sveitar- félaga, mótun samstarfsins og stefnumörkun Náttúrustofunnar. Hún sé búin að funda með sveitarfélögum á vettvangi SSNV, og hafi skynjað áhuga á slíku samstarfi hjá a.m.k. hluta þeirra. Sigríður segir að SSNV geti þó ekki Aflahornið 2.–8. febrúar 2014 Arnar landar á Skagaströnd Í viku 4 var landað rúmum 500 tonnum á Skagaströnd, tæpum 7 tonnum á Hofsósi, 320 tonnum á Sauðárkróki og 1600 kg á Hvammstanga. Alls gera þetta tæp 900 tonn á Norðurlandi vestra, sem er nærri fimmfaldur afli síðustu viku. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Harpa HU-4 Dragnót 1.621 Alls á Hvammstanga 1.621 Alda HU-112 Landb.lína 2.005 Arnar HU-1 Botnvarpa 484.849 Arney HU-36 Lína 4.488 Blær HU- Landb.lína 356 Flugalda ST-54 Landb.lína 3.601 Nonni HU-9 Handfæri 421 Sæfari HU-200 Landb. lína 4.306 Alls á Skagaströnd 500.026 Ásmundur SK-123 Landb.lína 2.421 Geisli SK-32 Línutrekt 2.219 Skáley SK-32 Landb.lína 2.007 Alls á Hofsósi 6.647 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 1.683 Hafey SK-10 Þorskfisknet 1.471 Klakkur SK-5 Botnvarpa 105.730 Már SK-90 Rauðmaganet 175 Steini SK-14 Handfæri 118 Örvar SK-2 Botnvarpa 211.700 Alls á Sauðárkróki 320.877 Auglýst eftir vitnum Skemmdarverk á aðstöðuhúsi Fyrir um hálfum mánuði voru unnin skemmdarverk á aðstöðuhúsi á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki. Að sögn Guðmundar Þórs Guðmundssonar hjá eignarsjóði sveitar- félagsins hafa skemmdirnar verið tilkynntar til lögreglu. Eru hugsanleg vitni eða þeir sem geta gefið upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Sauðárkróki. /KSE Farsælt samstarf heldur áfram Nýsköpunar- og sprotafyrir- tækið BioPol ehf. á Skaga- strönd og Háskólinn á Akureyri endurnýjuðu samstarfssamning sinn þann 6. febrúar sl. en stofnanirnar hafa starfað saman við rannsóknir í sjávarlíftækni við góðan orðstýr. Fyrri samningur var gerður 2007 og var til fimm ára. „Mikil ánægja hefur verið meðal forráðamanna og starfs- manna BioPol ehf. með sam- starfið við Háskólann og sú ánægja er gagnkvæm. Í ljósi þess hefur nú verið gerður nýr samningur um áframhaldandi samstarf,“ segir í fréttatil- kynningu. Samningurinn fjallar einkum um rannsóknir og tækniþróun á sviði sjávarlíf- tækni, matvælafræði og tengdra sviða. Í því felst m.a. að skilgreina ný rannsóknaverkefni en helsti styrkleiki samstarfsins byggir á samlegð mismunandi sérfræði- þekkingar og meiri líkum á árangri með stærri rannsókna- og þróunarverkefnum. Í tengslum við heimsókn Sigurðar B. Sigurðssonar há- skólarektors var jafnframt tekin í notkun, með formlegum hætti, glæsileg viðbót við rannsókna- aðstöðu BioPol ehf. Um er að ræða aðstöðu sem sérstaklega hönnuð með það fyrir augum að geta unnið með frumuræktir við „sterilar“ aðstæður /BÞ Samstarfssamningur BioPol og HA endurnýjaður verið samningsaðili við ríkið vegna reksturs Náttúrustofunnar, heldur verði það að vera sveitarfélögin á svæðinu. „Náist samningar á milli fleiri sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins þarf að gera nýjar samþykktir, skipa nýja stjórn og ráðast í endurskipulagningu. Ég treysti á að starfsemin hefjist á ný því af nægum verkefnum er að taka. Mikilvægt er að fleiri sveitarfélög taki þátt í starfseminni og að starfsemi stofunnar nái yfir stærra svæði en verið hefur, sagði Sigríður. /KSE Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ásamt Dorrit eiginkonu sinni heimsóttu NNV í apríl 2008. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, fyr- rverandi forstöðumaður NNV, er til vinstri á myndinni. Veggjakrotið á aðstöðuhúsinu hefur auðsjáanlega ekki verið unnið í neinum listrænum tilgangi heldur eingöngu um skemmdarverk að ræða. Miðað við óbreytt framlag þarf að draga saman seglin Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki er ætlað að skera enn frekar niður í starfsemi sinni samkvæmt fjárlögum en stofnunin glímir við mikinn hallarekstur. Að sögn Hafsteins Sæmundssonar forstjóra HS hafa ekki ennþá verið teknar neinar ákvarðanir um breyt- ingar á starfsemi stofnunar- innar. „Við höfum ítrekað bent á mikla slagsíðu sem er í fjárveitingum til HS og höfum við þurft að sæta meiri niðurskurði en nokkur önnur heilbrigðisstofnun hefur mátt þola. Auðvelt er að benda á þessa skekkju sem er í úthlutun fjármagns en leiðrétting hefur ekki fengist,“ segir Hafsteinn um alvarlega stöðu Heilbrigðisstofn- unarinnar. Hann bætir við að miðað við óbreytt framlag þurfi verulega að draga saman seglin. Framkvæmdastjórn HS hitti þingmenn stjórnarflokkanna í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku og samkvæmt Hafsteini lofuðu þeir að skoða hvort finna mætti viðunandi lausn. Þá eru sveitarstjórnarmenn í Skagafirði einnig upplýstir um stöðuna og ætla að leita leiða til að fá þessum málum breytt. „Það er þó ljóst að við getum ekki beðið lengur með að ráðast til atlögu við hallarekstur og áframhaldandi aukna hagræðingarkröfu. Það mun skýrast á næstu vikum hvert stefnir,“ segir Hafsteinn í samtali við Feyki. /BÞ Aukin hagræðingarkrafa á HS Stefán B. Sigurðsson rektor HA og Adolf H. Berndsen stjórnarformaður BioPol klippa á borða við inngang nýju rannsóknastofu BioPols.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.