Feykir


Feykir - 13.02.2014, Síða 5

Feykir - 13.02.2014, Síða 5
06/2014 Feykir 5 á RÚV. Systir þeirra, Birgitta 12 ára, er nemandi í Varmárskóla. Sævar fór snemma að stunda gönguskíði, enda mikið skíðafólk í fjölskyldunni. „Ætli ég hafi ekki verið 5 ára þegar ég steig fyrst á skíði, fór svo að æfa að einhverju viti 11-12 ára. Pabbi og afi voru miklir skíðakappar þannig að þetta er í blóðinu. Afi heitinn, Gunnar Guðmundsson frá Siglufirði, varð margfaldur Íslandsmeist- ari á árum áður. Pabbi keppti svo eitthvað í unglingaflokkum en hætti áður en hann komst í fullorðinsflokk. En svo tók hann íslandsmeistaratitil 2006 og skaut yngri göngumönnum ref fyrir rass.“ Sævar bætir við að auk þeirra séu margir göngumenn sem hann lítur upp til og ber sig saman við. Aðspurður um eftirminni- leg atvik frá skíðaferlinum segir Sævar af nógu að taka þar. Sævar er fæddur í Reykjavík árið 1988 og er því 26 ára á þessu ári. Hann er uppalinn á Króknum, sonur Þorgerðar Sævarsdóttur kennara, sem er Sauðkrækingur, og Siglfirð- ingsins Gunnars Birgissonar sem nú er forstjóri Reykja- lundar. Sævar gekk í Árskóla og stundaði nám við FNV í tvö ár, áður en hann fluttist til Lillehammer í Noregi árið 2005. Hann segist þó klárlega vera Króksari í sér og finnst hann alltaf vera kominn heim þegar hann kemur á Krókinn. Í Lillehammer gekk Sævar í skíðamenntaskóla og lauk þaðan stúdentsprófi. Í dag er hann langt kominn með Bs í viðskiptalögfræði á Bifröst, en tók sér hlé frá námi til að stunda skíðin. Bróðir Sævars, Gunnar er 19 ára gamall, nemandi í Versló og hefur hann verið að lýsa skíða- keppnum á Ólympíuleikunum Afi var alltaf stuðnings- maður númer eitt Sauðkrækingurinn og gönguskíðakappinn Sævar Birgisson er þessa dagana staddur í Sochi þar sem hann keppir á vetrarólympíuleikunum. Sævar var fánaberi Íslands við setningarathöfn leikanna og hefur nú lokið keppni í sprettgöngu þar sem hann hafnaði í 72. sæti. Á morgun keppir hann svo í hefðbundinni göngu. Með aðstoð tækninnar náði Feykir viðtali við Sævar, í lok fyrri keppnisdagsins. sumrin, vann t.d. síðasta sumar í banka í Svíþjóð í einn mánuð.“ Sævar segir Ólympíuleik- ana hafa verið draum alveg síðan hann man eftir sér. „Ég fylgdist alltaf spenntur með leikunum þegar ég var yngri. Svo seinni árin hefur þetta orðið að markmiði og svo er ég hingað kominn.“ Lágmarkinu náði Sævar tiltölulega snemma en hann segir það í raun ekki hafa verið gefið út hverjir færu á leikana fyrr en seinni partinn í janúar. Hann undirbjó sig þó allan tímann með það í huga að hann væri að fara. Á undirbúningstímanum hefur hann varið á vítt og breytt um Evrópu. „Ég hef búið í ferðatösku síðasta árið, mikið verið á ferðalagi í keppnis- og æfingaferðum. En ég bjó í nokkra mánuði í Ulricehamn í Svíþjóð en svo hætti þjálfarinn sem ég hafði þar og þá fór ég að stjórna upplegginu sjálfur. Hef samt haft „base“ heima hjá mömmu og pabba í Mosfellsbæ á milli tarna. En ég var á Ítalíu í lok sumars, fór svo til Austur- ríkis, svo Finnlands og tók svo megnið af keppnistímabilinu í Svíþjóð. Svo fór lokaundir- búningurinn fram á Ítalíu.“ Sævar segir það hafa verið frábæra tilfinningu að vera fulltrúi Íslands á leikunum. „Ég er stoltur að vera hér sem fulltrúi míns lands og vona að nái að standa mig sómasam- lega í því hlutverki. Það var ólýsanleg stund að ganga inná leikvanginn með íslenska fánann í hönd. Ég gleymi þeirri tilfinningu seint.“ Sævar segir fyrirfram erfitt að segja á hvaða árangur sé stefnt, en ef hann hafi tekið á öllu sem hann átti þegar hann renni sér yfir marklínuna, þá verði hann að vera sáttur. Í sprettgöngunni endaði hann í 72. sæti af 86 keppendum. Hann segist nokkuð sáttur við það. „Ég tók mig alveg út og meira til. Ég ætlaði mér meira en líkaminn leyfði ekki hraðara tempó. Ég byrjaði vel en stífnaði mikið upp seinustu brekkuna og þá tapast sekúndurnar fljótt. Ég er svo að keppa á föstudaginn 14. febrúar næst, hvet fólk sem hefur áhuga að kíkja á það!“ En hvaða skilaboð skildi hann hafa að lokum, til ungra krakka sem eru að byrja í íþróttum? „Hafið gaman af því sem þið eruð að gera og ekki gefast upp þó að á móti blási. Ef þið eruð þolinmóð þá kemur árangurinn fyrir rest, sanniði til.“ Sauðkrækingurinn Sævar Birgisson á Ólympíuleikunum í Sochi VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir „En þar sem ég er á toppi tilverunnar á Ólympíuleik- unum þegar þetta er skrifað þá verð ég að segja að það sé það langstærsta sem ég hef upplifað á ferlinum og bara í lífinu. En leiðin hingað hefur verið býsna strembin og ýmislegt á daga manns drifið á þeirri för. Ég man t.d. alltaf þegar ég varð Andrésar Andarmeistari í fyrsta sinn 10 ára gamall og þegar ég tók minn fyrsta íslandsmeistaratitil í Tindastóli 2005. Svo var það mjög eftir- minnilegt þegar ég náði Ólympíulágmarkinu í fyrsta sinn í Idre í Svíþjóð.“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum glímdi Sævar við mikil veikindi og meiðsli fyrir fáeinum árum og greindist þá m.a. með hrygggigt sem gerði það að verkum að hann var nánast rúmliggjandi um tíma. Ólympíuleikarnir verið draumur frá því hann man eftir sér En kom aldrei til greina að hætta? „Ég viðurkenni alveg að ég var eiginlega hættur 2010, þá fannst mér þetta komið fínt af veseni og ég skráði mig í háskólanám. Svo kviknaði aftur áhugi ári seinna, þegar ég landaði Íslands- meistaratitlinum árið 2011 eftir þrjú erfið ár á undan. Þá ákvað ég að setja stefnuna á ÓL.“ Sævar segist alltaf hafa haft gríðarlegan stuðning frá vinum og ættingjum. „En það var erfitt þegar afi heitinn féll frá 2010, hann var alltaf stuðningsmaður nr. 1. En ég held hann sé að hjálpa mér stundum þegar ég þarf á því að halda. En það er nú einmitt þannig að maður hefur stærsta stuðningshópinn þegar gengur vel, sem er eðlilegt. Þetta var stundum erfitt þegar á móti blés sem mest, en stuðn- ingurinn frá fjölskyldunni var alltaf til staðar.“ Sævar segir það vera fyrst núna á þessu tímabili sem eitthvað gangi að fjármagna þau útgjöld sem fylgja því að stunda íþróttina af kappi. „Það hefur verið strembið síðustu árin, en útgjöldin eru bara eftir því hvað kemur inn. Ég hef þá fækkað og stytt keppnis- og æfingaferðir, ef fjármagn hefur ekki verið nægilegt. En núna á þessu tímabili hef ég getað gert flest af því sem ég hef ætlað mér, en sá mér ekki fært að vera með þjálfara á fullum launum samt, einhvers staðar þarf að skera niður. Ég hef yfirleitt unnið eitthvað á Brynjar Jökull og Einar Kristinn ásamt fánaberanum Sævari. Sævar Birgisson á æfingu í Sochi.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.