Feykir


Feykir - 13.02.2014, Side 9

Feykir - 13.02.2014, Side 9
06/2014 Feykir 9 Sölvi á harma að hefna Hver er maðurinn? -Sölvi Sig- urðarson. Hvaðan ertu? -Fæddur og upp- alinn í Grafarholti við Vestur- landsveg. Við hvað starfar þú? -Tamn- ingamaður og reiðkennari. Hefurðu tekið þátt í KS deildinni áður? -Ég hef verið með í deildinni frá byrjun en féll út í fyrra þannig að ég á harma að hefna...! Best gekk mér 2012 þegar ég var annar á eftir Narfa- staðatröllinu Bjarna Jónassyni Hvernig líst þér á KS deildina í ár? -Mér líst vel á deildina í ár, held að liðafyrirkomulagið eigi eftir að hleypa meiri spennu og samheldni í keppnina. Varstu sáttur við sæti þitt í úrtökunni? -Já, það er ekki hægt að vera óhress með fyrsta sæti þó að maður vilji alltaf gera betur og meira. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur? Hverjir eru aðalkostir þeirra? -Ég er ekki búinn að ákveða hvaða hesta ég fer með í Kynning á nýjum knöpum KS deildarinnar Undanfarna vetur hefur Feykir kynnt þá knapa sem koma nýir inn sem keppendur í KS-deildinni. Sama form verður haft á nú og þeir fjórir sem koma nýir inn kynntir í öðru hverju blaði héðan í frá. Að þessu sinni er það Sölvi Sigurðarson á Sauðárkróki sem ríður á vaðið og svarar nokkrum laufléttum spurningum. ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Elísabet Jóna Gunnarsdóttir / tónlistaráhugakona Fékk Panasonic græju- skáp í fermingargjöf Elísabet J. Gunnarsdóttir er Króksari í húð og hár, uppalinn á Öldustígnum frá því snemmsumars 1970 og síðan á Suðurgötunni. Hún starfar nú sem ráðgjafi hjá Advania á Króknum. Elísabet spilar ekki á neitt hljóðfæri en hefur þó verið beðin um að syngja sem henni finnst nokkuð merkilegt afrek. Uppáhalds tónlistartímabil? -Ekkert sérstakt svo sem. Tónlistin í dag finnst mér góð og svo kemur tónlistin frá the ‘80 manni alltaf í stuð. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Bara allt svo sem, allt frá Katy Perry til Skálmöld með Sinfó. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? -Rokk og klassík. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? -1982 keypti ég plötuna Speak and Spell með Depeche Mode (á hana ennþá í góðu lagi). Hvaða græjur varstu þá með? -Græjur sem pabbi og mamma áttu, en 1984 fékk ég í fermingargjöf græjuskáp frá Panasonic sem voru mikið notaðar. Hvað syngur þú helst í sturtunni? -Syng mjög lítið í sturtu. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? -Komdu í Kántrýbæ. Uppáhalds Júróvisjónlagið? -Wild Dances – Ruslana (2004). Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? -´80 lög og popp tónlist. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- toppurinn Vinsælustu lögin á Playlistanum: Monster EMINEM OG RIHANNA Dear Darling OLLY MURS Loved Me Back To Life CÉLINE DION My Kind of Love EMELI SANDÉ Seprate Ways JOURNEY People Like Us KELLY CLARKSON dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -Rólega tónlist með Céline Dion. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Get ekki gert upp á milli þriggja tónlistamanna. Staðsetningin væri aukaatriði en tónleikarnir væru; Pink og með mér væri Fríða Einars, Robbie Williams og þar væri María Leifs með eða Bruce Springsteen og þá væri Anna María (systir) með mér. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? -Hummmm, hef nú ekki hugsað út í það, helst þá kannski Pink. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -Born in the USA með Bruce Springsteen. hvaða grein, vel þann sem er bestur þá stundina. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? -Ég er ekkert búin að ákveða með nein mót en mjög líklega verður maður að elta einhverjar keppnir hingað og þangað um Norðurland. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Ég hef ekki náð að þróa með mér neina hjátrú fyrir keppnir en sérviskan er hinsvegar allt annar handleggur. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Áfram Lækjamót! /KSE Sölvi tekur gæðing til kostanna. Samstarfssamningur undirritaður Framhald tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig á Norðurlandi vestra Samstarfsamningur Menntamálaráðherra og rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á miðvikudaginn í síðustu viku samning um framhald tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Meginmarkmið samningsins er að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um stafstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslensku- kunnáttu innflytjenda. Verkefnið er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins í maí 2011. Verkefnið felur einkum í sér átak í raunfærnimati, starfs- tengdum námskeiðum og íslenskukennslu á vinnustöð- um. Áherslurnar byggja á ítar- legri greiningu á þörfum at- vinnurekenda og starfsmanna fyrir nám. Sú greining var framkvæmd á síðasta ári með umfangsmikilli viðtalsrann- sókn og spurningakönnunum á meðal íbúa í kjördæminu. Háskólinn á Bifröst ber ábyrgð á verkefninu sem nær til eins árs en framkvæmd þess verður unnin í náinni sam- vinnu við símenntunarmið- stöðvar og framhaldsskóla í kjördæminu. Norðvesturkjör- dæmi er einstaklega auðugt af öflugum fræðslustofnunum en þar eru m.a. starfandi þrjár símenntunarmiðstöðvar, fimm framhaldsskólar og þrír há- skólar auk háskólasetra. Menntunarstig í kjördæminu er umtalsvert lægra en á lands- vísu skv. vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands. Samn- ingur þessi veitir einstakt tækifæri til að auka menntun íbúa í kjördæminu og efla fræðslu á vinnustöðum. /Fréttatilkynning

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.