Feykir


Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 2
2 Feykir 08/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Undarlegt háttalag austanáttarinnar Þegar ég var að reyna láta mér detta í hug hvaða skemmtilega efni ég gæti rætt um í þessum leiðara þá kom mér einhvern veginn ekkert til hugar nema veðrið, eins frumlegt og það umræðuefni kann að vera. Já, og kannski ESB-aðildarumræðan en þá kaus ég heldur að ræða um veðrið þar sem ég tel mig þurfa að setjast aftur á skólabekk til treysta mér nánar út í ESB- umræðuna. Veðrið skal það vera - enda snertir það okkur öll, blessuð blíðan eða bölvaður bylurinn. Þannig hefur það verið að austan- og norðaustanáttin hafa verið mjög ríkjandi á landinu undanfarið. Fyrir forvitni sakir athugaði ég málið hjá Veðurstofunni og þar kemur einmitt fram að austlægar áttir hafi verið sérlega þrálátar í janúarmánuði og að „austanþáttur vigurvinds“ hafi verið sá sterkasti sem vitað er um í janúar, síðan mælingar hófust árið 1949. Þá spyr maður sig; hvað er vigurvindur? Og ég sem hélt að mér væri tiltölulega óhætt að tala um veðrið en allt annað kom á daginn og þörf var á að leggjast í bókalestur. Fyrir þá sem ekki vita hvað vigurvindur er, þá má segja að hann sé útreiknuð ríkjandi vindátt á ákveðnu tímabili (í grófum dráttum). Þar hafið þið það. Ekki var búið að taka saman tölur fyrir febrúar en efast ég ekki um að samskonar tölur séu þar upp á teningnum. Þá er það undarlegi þáttur austanáttarinnar og þau áhrif sem hún hefur á Sauðárkrók og nágrenni, sem eru ósköp lítil, en í þeirri vindátt virðist svæðið vera í vari fyrir Tröllaskaga. Því hefur verið blessuð blíða hér á Krók undanfarna mánuði; varla hægt að tala um snjókomu, en þess í stað logn og sólskin. Á sama tíma heyrast fregnir af því að fólk í næsta nágrenni bölvi bylnum sem austanáttin færir þeim; hvassviðri og ofankomu. Fjallvegum til allra átta frá Skagafirði hefur trekk í trekk verið lokað vegna þessa, hlutir fjúka og björgunarsveitarmenn þurfa ítrekað að koma fólki til aðstoðar. En á meðan austanáttin heldur sínu striki blívar blessuð blíðan á Króknum, svo undarlegt er það nú. Með ósk um hagstæðan vigurvind. Berglind Þorsteinsdóttir. Tjón vegna óveðurs Óveður í Blönduhlíð Engan sakaði Rúta fauk út af Rúta fauk út af Þverárfjallsvegi sl. föstudag en um var að ræða rútu íþróttafélagsins Tindastóls. Hún valt þó ekki og tókst að koma henni upp á veginn aftur. Það var meistaraflokkur karla í körfubolta, Tinda- stóll, sem var á ferð með rútunni en engan sakaði við óhappið. /KSEAustanáttin gerði mikinn óskunda í Blönduhlíð og Hegranesi fyrir helgi og bárust nokkrar tilkynningar um tjón til tryggingafélag- anna vegna þessa. Í Hjarðarhaga var þetta „býsna strembin nótt“ en þar splundruðust rúður, grindverk mölvaðist, hestakerra og jeppi fuku útaf heimkeyrslunni og kyrrstæður flutningabíllinn fauk á hliðina. Þak lyftist af fjárhúsi á bænum Keflavík í Hegranesi og gluggar fuku upp á fjósinu í Kúskerpi í Blöndu- hlíð og varð við það tjón á sjálfvirkum opnurum og mæli- kerfi þeim tengdum. Þá bárust tilkynningar um brotnar rúður á fleiri bæjum. Samkvæmt VÍS á Sauðárkróki varð þó nokkuð tjón af veðrinu en það hefur þó oft verið verra að sögn starfsmanns. Engin tilkynning barst til lögreglu og að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar lögreglu- stjóra var nóttin róleg hjá þeim þrátt fyrir veðurhaminn. Sömu sögu er að segja af Flugbjörg- unarsveitinni í Varmahlíð. Engin aðstoðarbeiðni barst til þeirra, að minnsta kosti ekki formleg, samkvæmt Þorsteini Guðmundssyni formanni björgunarsveitarinnar. Margir meðlimir björgunarsveitar- innar búa á bæjum á þessu svæði og hafa sjálfsagt einhverjir þeirra staðið í ströngu þessa nótt en algengt er að nágrannar hjálpist að þegar þörf er á. Nokkrir bílar sátu fastir upp á Öxnadalsheiði en óskuðu ekki eftir aðstoð, heldur kusu að bíða eftir Vegagerðinni. /BÞ & KSE Veitinga- og bensínskáli í Húnaþingi vestra Verið er að skoða möguleikann fyrir skála með veitinga- og bensínsölu á landi Melstaðar í Miðfirði, samkvæmt talsmanni Stöðvarinnar, en vinna að undirbúningi hennar hefur verið í gangi í nokkur ár. „Í kjölfar eigendaskipta á Skeljungi sem gengu í gegn í janúar síðastliðnum, var ákveðið að skoða málið betur og ákvarðanir um málið verða teknar á næstu mán- uðum,“ segir talsmaður Stöðvarinnar í samtali við Feyki. /BÞ Stöðin í skoðun Klósett á undarlegum stað Aðgengismál eru mörgum hugleikin og oft geta sjálfsagðir hlutir eins og aðgengi að salerni verið erfiðir og jafnvel ómögulegir. Það er þó ekki víst að gárungarnir sem komu þessu klósetti fyrir á þaki geymslu- skúrsins við Ábæ á Sauðárkróki um síðustu helgi hafi haft þetta í huga. Myndin getur þó minnt okkur á að fyrir marga eru klósett jafn óaðgengileg og þetta sem stendur nú á vörubretti ofan á umræddum geymslu- skúr. /KSE Sauðárkrókur Vörumerki fyrir Gand Loðdýrabændur að Syðra- Skörðugili í Skagafirði hafa undanfarin misseri unnið að vöruþróun sem gengur út á að vinna græðandi smyrsl úr minkafitu. Nú í ársbyrjun fóru aðstandendur verkefnisins þess á leit við Myndlistaskólann á Akureyri að nemendur List- hönnunardeildar skólans hönn- uðu vörumerki fyrir afurðirnar. Í framhaldinu var efnt til samkeppni nemenda á fyrsta-, öðru- og þriðja ári deildarinnar. Merki Ingibjargar Berglindar Guð- mundsdóttur var valið sem framtíðar- auðkenni Gands. Afhending verð- launa fór fram í Myndlistaskólanum á Akureyri sl. föstu- dag, ásamt því að eigendur Gands tóku formlega við merkinu. Vikudagur segir frá þessu. /KSE Vöruþróun fyrir smyrsl úr minkafitu Vill stuðla að bættri umferðarmenningu Svavar Jakobsson húsasmíðameistari hafði samband við Feykir og lýsti yfir áhyggjum af hnignandi umferðarmenningu á Sauðárkróki. Hann vill minna fólk á að gæta fyllsta öryggis í umferðinni. „Ég er mikið á ferðinni hér í bænum og hef tekið eftir því að margir nota ekki stefnuljós, eru að tala í símann, sumir eru ljóslausir eða jafnvel eineygðir,“ segir Svavar. Þá segist hann hafa séð suma ekki virða umferðamerki og þar fram eftir götunum. „Ég vil bara minna fólk á að það eru fleiri en við á ferðinni, við erum ekki ein í heiminum.“ /BÞ Erum ekki ein í heiminum Mynd frá Haraldi Smára Haraldssyni í Hjarðarhaga í Blönduhlíð sem sýnir bílinn á hliðinni. Ef vel er að gáð má sjá þetta fína klósett fyrir miðri mynd. Mynd: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.