Feykir


Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 08/2014 Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Sama hvað ég gerði þá kom sogskálin ekki upp Það er árið 2001. Ég bý á Austurgötu á Hofsósi með Samúel Þór syni mínum og Valdimar Sölva föður hans. Samúel Þór fæddist þann 19. febrúar 2001. Ég keypti bók um meðgöngu, fæðingu og fyrstu ár barnsins rétt eftir að ég vissi að við ættum von á barni og ég skoðaði hana mjög oft og ævinlega þann 18. eða 19. hvers mánaðar því þá átti Samúel minn mánaðarafmæli. Þann 18. desember var ég að glugga í bókina, skrifa niður hvað Samúel væri orðinn stór, hvað hann væri farinn að gera og þess háttar. Þá kíkti ég á skyndihjálparkaflann, en hann ég hafði aldrei lesið neitt af alvöru, og ég stöðvaði við hlutann þar sem farið yfir hvað skyldi gera ef það stæði hlutur í barni, þetta var það síðasta sem ég las áður en ég fór að sofa. Það var eftir hádegið þann 19. desember 2001 að ég var að setja ljósaseríu í eldhúsglugg- ann og Samúel var að dunda sér á gólfinu hjá mér með dót. Ég notaði plastsogskálar til að festa seríuna í gluggann. Ég hafði misst eina sogskál á gólfið án þess að taka eftir því og Samúel var þá ekki lengi að ná henni og eins og börn eiga til þá setti hann hana upp í sig og ætlaði að skoða hana með bragðlauk-unum. Ég bað hann að skila mér sogskálinni en hann þrjóskaðist við og ég fór Aflahornið 16. -. 22. febrúar 2014 Aflinn að glæðast Í viku 8 var landað rúmum 47 tonnum á Skagaströnd, tæpum 10 tonnum á Hofsósi, 130 tonnum á Sauðárkróki og tæpum sjö tonnum á Hvammstanga. Alls eru það tæplega 200 tonn. Það er því heldur að lifna yfir höfnunum eftir þunnan þrettánda í vikunni þar á undan. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Alda HU-122 Landb.lína 13.756 Blær HU Landb.lína 1.110 Dagrún HU-121 Landb.lína 3.464 Flugalda ST-54 Landb.lína 3.479 Guðrún P. GK-107 Landb.lína 9.309 Nonni Hu-9 Handfæri 138 Ólafur Magnúss. HU-54 669 Óli Gísla Lína 12.235 Smári HU-7 186 Sæfari HU-200 Landb. lína 3494 Alls á Skagaströnd: 47.840 Ásmundur SK-123 Landb.lína 2.712 Mávur SI-96 Landb.lína 5.365 Skáley SK-32 Landb.lína 1.901 Alls á Hofsósi 9.978 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 1.419 Hrappur SK-121 Rauðmaganet 120 Klakkur SK-5 Botnvarpa 127.717 Már SK-90 Rauðmaganet 374 Vinur SK-22 Handfæri 390 Alls á Sauðárkróki 130.020 Harpa HU-4 Dragnót 6.960 Alls á Hvammstanga 6.960 með puttana upp í hann og ætlaði að ná í sogskálina, en þá var engin sogskál. Ég áttaði mig þá á þeirri staðreynd að barnið hafði gleypt hana! Ég fór aftur með puttann upp í hann og þreifaði og fór svo ofan í hálsinn og fann þá endann á sogskál- inni í hálsinum. Hausinn fór á milljón, ég tók hann upp, bankaði í bakið á honum og fór aftur upp í hann og ekkert hreyfðist sogskálin. Ég hræddist að ég myndi bara ýta henni lengra og lengra niður í hálsinn svo ég tók heimasímann og hringdi í 1-1-2 og þá svaraði maður sem ég sagði í fljótheitum hvað væri að gerast, ég bað hann um sjúkrabíl. Hann sagði mér að setja símann á hátalara ef ég gæti og ég mætti ekki skella á hann, hann bað mig að segja sér alltaf hvað væri að gerast. Samúel var núna hættur að anda og orðinn blár á vörunum. Ég tók hann upp á fótunum og hristi hann, bankaði í bakið á honum og sama hvað ég gerði þá gerðist ekkert og ekki kom sogskálin ekki upp. Ég var orðin sturluð og var farin að hugsa um Bráðavaktina í sjónvarpinu þar sem læknarnir skera á barkann til að sjúklingarnir nái andanum, svona langt var ég leidd að ég sá enga leið og ég væri búin að missa barnið mitt þarna í höndunum á mér. Maðurinn hjá neyðarlínunni sagði mér að sjúkrabíllinn væri á leiðinni og það væri búið að hafa samband við hjúkrunar- konuna sem vann á heilsu- gæslunni á Hofsósi. Komin með tannafar fyrir ofan hnúana Mikið sem tíminn líður hægt og manni finnst maður ekki hafa stjórn á neinu og maður getur ekki geta neitt til að hjálpa barninu sínu. Ég hætti aldrei að banka í bakið og hvolfa honum og ég fór enn og aftur upp í hann og ég reyndi að ná sogskálinni, ég var komin með tannafar fyrir ofan hnúana eftir tennurnar hans Samúels. Ekkert gerðist enn en það var eitthvað sem sagði mér að reyna einu sinni enn. Ég tróð því puttanum enn einu sinni upp í barnið og á einhvern óskiljanlegan hátt þá náði ég að rétta sogskálina á hliðina og náði þar með að ýta henni upp í munn. Ég öskraði af gleði og kallaði á manninn í símanum að ég hafi náð sogskálinni. Þá kemur Sigríður hjúkrunarfræð- ingur einmitt inn og hún tekur Samúel og hristir hann eitthvað til og skoðar hann, maðurinn hjá neyðarlínunni kveður mig. Hjúkrunarfræðingurinn hring- ir í sjúkrabílinn sem er á leið- inni og lætur þá vita að barnið sé úr lífshættu. Augnabliki síðar er sjúkrabíllinn kominn, og inn komu þrír menn. Læknir sem ég man því miður ekki hver var, og sjúkraflutningamennirnir Sibbi og Kári [Sigurbjörn Björnsson og Kári Gunnarsson. Innsk.blm.]. Samúel var grát- andi og hálsinn var bólginn og honum blæddi en það var allt í lagi með hann, barninu mínu var borgið. Þetta fannst mér vera svo langur tími, en eftir á þá fékk ég að vita að frá því að ég hringdi í 1-1-2 og þar til að sjúkrabíllinn kom til mín liðu ekki nema 13 mínútur og þess má geta að á milli Hofsós og Sauðárkróks eru 36 kílómetrar. Pabbi Samúel vissi ekki neitt af þessu og var alveg grunlaus í vinnunni sinni, ég hringdi í hann og hann kom heim og þá fékk ég áfallið. Ég grét og grét og kenndi mér um þetta allt saman en komst nú yfir þetta allt saman að lokum. Hann tók þessu með ró, enda barnið heilt og kannski erfitt að skilja hættuna þegar maður er ekki á staðnum. Samúel var lítill í sér næstu daga, vildi lítið borða, var aumur í hálsinum og ég svaf lítið næstu daga á eftir. Í mörg ár eftir þetta þá hlýnaði mér alltaf við að sjá Sibba eða Kára, sem voru mennirnir sem komu á sjúkrabílnum. Ég er endalaust þakklát fyrir 1-1-2 og Rauða kross Íslands. Það er aldrei tímasóun að læra skyndihjálp. Ég hef sagt við mæður sem ég hef kynnst að vera með skyndi- hjálparbók á náttborðinu, kíkja í þær annað slagið, það getur ekki skaðað. Í dag er komið app frá Rauða kross Íslands og hvet ég alla að hlaða því niður í símana sína. Sigrún Heiða Pétursdóttir var skyndihjálparmaður RKÍ 2001 Eitt af meginverkefnum Rauða kross Íslands er útbreiðsla skyndihjálpar og hafa samtökin haft þá venju að útnefna Skyndihjálparmann ársins á 112-deginum, sem haldinn er 11. febrúar. Tilgangur valsins að vekja athygli almennings á mikilvægi UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir skyndihjálpar. Tveir Norðvestlendingar hafa hreppt titilinn Skyndihjálparmaður ársins frá því RKÍ byrjaði á þessari útnefningu árið 2001. Skyndihjálparmaður ársins 2000 var Jóhann Bjarnason frá Hólum í Hjaltadal en hann bjargaði barni sínu úr bíl upp úr Blöndu í nóvember 2000 og lífgaði það við. Sigrún Heiða Pétursdóttir frá Finnmörku í Fitjárdal í Miðfirði, nú búsett á Sauðárkróki, var valin Skyndihjálparmaður ársins 2001. Hún bjargaði ungum syni sínum á elleftu stundu eftir að hann hafði gleypt sogskál og gat ekki andað. Feykir fékk Sigrúnu til að segja sögu sína. Sigrún Heiða með Samúel Þór.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.