Feykir


Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 7
08/2014 Feykir 7 við safnstjóra í 80% stöðu og þá sat ég eftir með 20% starf.“ Sirrý segir rekstur safna erfiðan í dag, þau séu rekin á lágmarks fjár- magni sem þýði bara niður- skurð á flestum sviðum. Árið 2006 hóf Sirrý nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í fjarnámi, sem hún segist eingöngu hafa gert fyrir forvitnissakir. „Mér lék svo mikil forvitni á að vita hvað væri að gerast í fjármálaheim- inum að ég fór í viðskiptafræði. En svo komst ég auðvitað að því að það sem var að gerast hafði ekkert með viðskiptafræði að gera, heldur var það fyrst og fremst siðferði. Það var ekki það að verið væri að kenna einhverja klæki eða neitt slíkt. Ég tók þetta nám á fjórum árum, mér til skemmtunar.“ Sirrý segir námið þó nýtast við búreksturinn og eins við Byggðasafnið. Auk náms og starfs sinnir Sirrý ýmsum félagsmálum. Hún er sem stendur formaður Ferðamálasamtaka Norður- lands vestra. „Það er svolítið spaugilegt hvernig ég datt inn í það. Þegar Háskólasetrið á Skagaströnd var stofnað þá mynduðum við hóp sem erum með söfnin og setrin og héldum fund þar sem niðurstaðan varð sú að söfn og setur skilgreindu sig opinberlega í ferðaþjónustu. Þetta er eina svæðið á landinu þar sem það er gert. Þannig lenti ég í ferðaþjónustu. Ferða- málasamtökin eru mynduð úr ferðamálafélögunum á hverju svæði. Ég var kosin í stjórn á fundi, sem ég reyndar sat ekki, en hef sinnt þessu síðan.“ Virk í félagsmálum en ekki í pólitík Sirrý segist vera hlynnt því að aðilar í ferðaþjónustu auki samvinnu sín á milli, stækki fyrirtækin og auki gæði og fagmennsku. „Maður á alltaf að vera betri í dag en í gær.“ Ferða- málasamtökin standa m.a. fyrir námskeiðaröð sem boðið er upp á um þessar mundir, í samstarfi við Farskólann, og fjalla einkum um markaðssetningu, samv- innu og gæðamál. „Bara svona hlutir eins og að koma vel fyrir og vera snyrtilegur til fara, þetta skiptir miklu máli því allir starfsmenn eru andlit fyrir- tækisins,“ segir Sirrý. Hún bætir við að um þessar mundir vinni ráðherra að því að einfalda „kerfið“ kringum ferðaþjónustuna. Ferðamála- samtök Íslands, sem formenn ferðamálasamtaka um landið mynda, eru skilgreind sem grasrótarsamtök en SAF eru Samtök atvinnulífsins í ferða- þjónustu. „Kannski verður ein- hver gerjun þarna og breytingar. Það er ekki ljóst í dag hvernig þetta verður en það er til- hneiging til sameiningar í þessum geira.“ Af öðrum félagsmálum má nefna að Sirrý er meðlimur í kvenfélaginu Ársól í Vesturhópi. Einnig er hún gjaldkeri í UMF Víði og hefur starfað með Rauða krossinum sem fjölda- hjálparstjóri. Einnig hefur hún nýlega látið af formennsku Soroptimista, var fyrsti for- maður Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa, sem er fyrir báðar Húnavatnssýslurnar. Þrátt fyrir virka þátttöku í félagsmálum aftekur Sirrý að vera virk í pólitík og segist forðast það. Hollvinafélag Víðidals- tunguheiðar er eitt af þeim félögum þar sem Sirrý hefur látið til sín taka. Samtökin tóku sig til og endurbyggðu Hlið- skjálf, gangnakofa við Réttar- vatn á Arnarvatnsheiði, og létu gera söguskilti á sama stað og lauk því verki í sumar. Allt timbur-verk kofans var hrunið en grunnurinn var uppistand- andi og var fullur af rusli. Því var fyrsta verk hópsins að hreinsa ruslið upp úr grunninum. Sirrý segir töluvert um ferðamenn á heiðinni, meðal annars veiði-fólk og gönguhópa. „Þegar við hittumst þarna 11. ágúst í fyrra til að fagna „upprisunni“ þá kom allt í einu 10-20 manna gönguhópur upp úr landslag-inu, íslenskur leiðsögumaður með Þjóðverja. Við buðum þeim kaffi með okkur og þeim fannst þetta mikil upplifun,“ rifjar Sirrý upp. Næstu verkefni félagsins eru að láta endurgera gamlar vörður og skrásetja örnefni á Víðidalstunguheiði. Þrátt fyrir vinnu, nám og félagsstörf reynir Sirrý að gefa sér tíma til að sinna öðrum áhugamálum en hún segist hafa mikinn áhuga á ferðalögum og útivist. Fjölskyldan hefur ferðast töluvert erlendis þrátt fyrir að vera með kúabú. Sirrý hefur einnig gengið töluvert innanlands og fór m.a. Lauga- veginn svokallaða í fyrrasumar og segist vilja gera meira af slíku seinna meir, þegar meiri tími gefst til. „Ég ferðaðist mikið þegar ég var í jarðfræðinni, bæði innanlands og utan og ferðaðist m.a. vítt og breitt um Sovétríkin, ég hef mjög gaman af því að ferðast bæði innan- lands og erlendis.“ Sirrý segist ekkert koma að búskapnum, nema kannski helst að grípa í fjárhúsin. „Þegar við kynnumst þá erum við um þrítugt, ég var búin með jarðfræðina og kennsluréttindin og var að kenna jarðfræði í Flensborg en Skúli var bú- fræðingur. Þetta var í rauninni bara samkomulag hjá okkur þegar við fluttum norður, að hann yrði bóndi en ég starfaði utan búsins og nýtti mína menntun,“ segir Sirrý. Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós að hún sér um bókhald búsins og tekur þátt í áætlanagerð. Skúli grípur líka í önnur störf utan búsins og er t.a.m. verktaki með vagn og gröfu. Þau velta því fyrir sér að byggja stærra fjós og reyna að gera það ódýrara. Mjólkurframleiðslan á Sólbakka er um 150 þúsund lítrar, sem er nokkuð undir meðalbúi. Sirrý segir það vissulega hafa verið viðbrigði að flytja sem kaupstaðarstelpa í sveitina. „Fyrst fórum við mikið suður en svo höfum við minnkað það, maður er hættur að nenna suður.“ Sveitalífið var henni þó ekki alveg ókunnugt því hún átti ömmu og afa bæði á Dverga-steini í Álftafirði og Naustahvammi í Norðfirði. Talið berst að því að í byggðar- lögum úti á landi þurfi að huga að tækifærum fyrir menntað fólk. Áherslan sé á að auka menntunarstig, sem er jákvætt, en það gleymist að huga að tækifærum fyrir þá sem hafa góða menntun. „Samfélags- gerðin má ekki hindra það að fólk flytji út á land.“ Meistaraverkefni um heimavinnslu afurða Nýjasta viðfangsefni Sirrýjar er MA nám við Háskólann á Akureyri. Þar hyggst hún ljúka meistaragráðu í viðskiptafræði og ætlar í meistaraverkefni sínu að skoða heimavinnslu afurða, eða „Beint frá býli.“ Sirrý útskýrir að árið 2006 hafi Finnar tekið upp Evrópusam- bandslöggjöfina um matvæla- öryggi. „Árið 2010 tókum við upp sömu reglugerð og ég er semsagt að fara að skoða hvort eftirfylgnin með þessum reglu- gerðum sé mismunandi á milli landa. Þannig tengi ég saman viðskiptafræðina og heilbrigðis- eftirlitið en er að vísu komin frá jarðfræðinni sem slíkri. En mig langar að komast að því af hverju það er svona lítil heima- vinnsla afurða hérna miðað við víða erlendis. Ef til vill eru það einhverjar hefðir sem hafa fengið að lifa þar, en við höfum ekki þessar hefðir af því við hættum allri heimaframleiðslu um 1930.“ Sjálf hefur Sirrý áhuga á heimavinnslu og hefur aðeins spreytt sig á henni til eigin nota. Hún gerir t.d. jógúrt og súr- mjólk eftir gömlum uppskrift- um frá ömmu sinni. „Þegar ég talaði við ömmu þá sagði hún að vinnsla úr mjólk byggði á tíma og hitastigi. Ég nota lífræna gerla og þetta er besta jógúrt og súrmjólk sem maður fær.“ Sirrý og Skúli reykja sitt hangikjöt og bjúgu og búa til kjötfars, en almennt segist Sirrý hafa meira gaman af matargerð en bakstri. Hún er einmitt að ljúka við að sjóða hangikjöt fyrir fjölskylduna, en 60-70 manna stórfjölskyldan heldur saman þorrablót, þegar blaða- mann ber að garði og er einnig búin að baka hrökkbrauð fyrir heimilið fyrr um morguninn. Þegar spjallinu lýkur undir hádegi liggur leiðin á Hvamms- tanga til að sinna heilbrigðis- eftirlitinu en félagsmálunum segist hún sinna á kvöldin þegar eiginmaðurinn fer í fjós. Það er því engin lognmolla hjá Sirrý á Sólbakka. Móðir Sigríðar með fjögur af systkinunum, Sirrý er lengst til vinstri. Skúli og Sigríður ásamt börnunum Ólöfu Rún og Guðna Þór á fermingardegi Guðna árið 2009. Sigríður hefur mikinn áhuga á útivist og ferðalögum og í jarðfræðináminu gáfust mörg tækifæri til að sinna þeim áhugamálum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.