Feykir


Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 08/2014 starfssvæði þeirra. Starfið út- heimtir því töluverð ferðalög, en Sirrý hefur skrifstofuaðstöðu heima hjá sér á Sólbakka, sem hún segir koma sér vel. „Maður hefur alls konar aðferðir til að hafa ofan af fyrir sér, hlustar t.d. á danskar sögur á ferðalögunum, sem kemur sér vel þegar maður fer á ráðstefnur eða í endur- menntun erlendis vegna starfsins.“ Talið berst að tölvutækni og fjarskiptum, en sú nýbreytni hefur verið tekin upp að skrifa skýrslur á spjaldtölvur og fá fólk til að kvitta undir þær á staðn- um. „En svo er netkerfið hérna á Íslandi svo lélegt að 3G virkar ekki alls staðar. Við erum t.d. með kannanir og gátlista, sem þarf netsamband til að opna, og það virkar oft ekki þegar komið er á staðinn. Þannig að við erum ekki alveg eins framarlega í tækninni og við höldum. Sem dæmi má nefna Varmahlíð sem er þéttbýlisstaður og viðkomu- staður ferðamanna,“ segir Sirrý. Sirrý segist leggja á það Sigríður er fædd og uppalin í Hafnarfirði og eftir að hafa gengið í menntaskóla og numið jarðfræði við HÍ hóf hún kennslu í jarðfræði við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Eiginmaður hennar, Skúli Sigurbjartsson er hins vegar alinn upp á Sólbakka. „Ég kem hingað, í kringum 20. maí 1992, á móti straumnum þegar allir voru að flytja suður. Við komum með dótturina fimm eða sex vikna. Mér tókst fá manninn minn til Hafnarfjarð- ar, en hann var svo eirðarlaus fyrir sunnan að ég nennti ekki að vera með hann þar, enda vorum við alltaf að flækjast hingað norður.“ Skúli og Sigríður, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, eiga tvö börn, dótturina Ólöfu Rún, fædda 1992 og soninn Guðna Þór, fæddan 1995. Ólöf stundar nám við Háskóla Íslands en Guðni stundar nám Með mörg járn í eldinum Sigríður Hjaltadóttir á Sólbakka í Víðidal er kona sem hefur sannarlega í mörg horn að líta. Hún er ættuð að austan og vestan, uppalin í Hafnarfirði en settist að á Norðurlandi. Um þrítugt flutti hún með bónda sínum í Víðidalinn af því hún „nennti ekki að vera með hann svona eirðarlausan fyrir sunnan.“ Hún hafði þá menntað sig í jarðfræði og síðan hefur hún stundað kennslu, verið í stjórnum ýmissa félaga og fyrirtækja, bætt við sig viðskiptafræði og er nú í meistaranámi við Háskólann á Akureyri. Umhverfismál og jafnréttismál eru Sigríði hugleikin og voru meðal þess sem bar á góma þegar Feykir heimsótti Sigríði á fallegum febrúardegi þar sem heimili hennar, Sólbakki, bar sannarlega nafn með rentu. áherslu í starfi að hún og eftir- litsþegarnir eigi sér sameigin- leg markmið. „Við eigum okkur sameiginlega skjólstæðinga sem eru viðskiptavinir fyrir- tækjanna, líkt og starfsmenn- irnir eru skjólstæðingar Vinnu- eftirlitsins. Það eru íbúarnir á svæðinu sem eiga hagsmuna að gæta varðandi heilbrigðismálin. Það þarf að vinna saman að því að finna lausnir.“ Íslendingar eru öfgafullir í umhverfismálum Umhverfismál eru Sirrý hug- leikin og segist hún vilja sjá fleiri þéttbýlisstaði fara sömu leið og á Hvammstanga þar sem búið er að hanna frá- rennslisvirki og setja við eina útrás. Slíkt virki verður sett við hverja útrás út í sjóinn. Fyrir um tíu árum hönnuðu hún og byggingafulltrúinn á svæðinu þessa lausn í sameiningu og meiningin er að hún geti orðið fyrirmynd að einhverju kerfi sem nota megi við aðra þéttbýlisstaði. Almennt segir hún varðandi umhverfismál á Norðurlandi vestra að sumt sé í lagi en annað ekki og leggur áherslu á að fólki vilji gera vel. Oft séu úrbætur spurning um peninga. Hún leggur áherslu á að vinna lausnamiðað og að eftirlitið sé ekki einhver grýla. Í öllu falli er í næg horn að líta hjá Heilbrigðiseftirliti NV. Nýverið fór það í gegnum gæðaeftirlit hjá ESB og kom mjög vel út í því. Aðspurð um umhverfis- vitund Íslendinga segir Sirrý langt í land. „Við erum svolítið öfgafull, annað hvort erum við svakalega meðvituð um hlutina eða við erum meðvituð um að vera það ekki. Það er t.d. ríkjandi viðhorf að það séu bara Vinstri grænir sem hugsa um umhverfismál og að það að sinna umhverfismálum sé allt of dýrt. Við erum ennþá að hreinsa til eftir 20. öldina, í byrjun 20. aldarinnar vissum við kannski ekki betur en seinni hluta hennar vorum við umhverfis- sóðar. En við eigum bara ekkert val, afleiðingarnar geta verið alvarlegar, t.d. ófrjósemi, ýmsir sjúkdómar og ýmis fleiri vanda- mál sem stafa af mengun.“ Meðfram heilbrigðiseftir- litinu sinnir Sirrý 20% starfi hjá Byggðasafni Húnaþings og Stranda. „Ég byrjaði þar í stjórn 2007, sem formaður stjórnar, svo var þetta eitthvað á milli ráðuneyta og þá tók ég að mér safnstjórastöðuna. Síðan réðum Viðtal við Sigríði Hjaltadóttur á Sólbakka VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir við Verkmenntaskólann á Akureyri. Eftir að Sigríður flutti norð- ur kenndi hún í afleysingum við Laugarbakkaskóla, við Vestur-Hópsskóla og loks eitt ár við Grunnskólann á Hvammstanga. Eftir það lá leiðin í Sláturhúsið á Hvamms- tanga, þar sem Sirrý var gæðastjóri um tíma. Hún nefnir sérstaklega að sér hafi fundist starf sitt í gæðaeftirliti í Sláturhúsinu á Hvammstanga lærdómsríkt og nýtist það henni vel í starfi í dag. Núverandi vinnustaður Sirrýjar, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, skiptist í þrjú svið; matvæla-, hollustu- hátta- og mengunarsvið. Það er einkum mengunarsviðið sem heyrir undir Sirrý en hún segir þetta þó skarast. Starfs- menn eru þrír í 2,3 stöðu- gildum en sjálf er Sirrý í 80% starfi. Aðrir starfsmenn hjá Heilbrigðiseftirlitinu eru Stein- unn Hjartardóttir og Sigurjón Þórðarson. Auk Norðurlands vestra heyrir Fjallabyggð undir Hollvinasamtök Víðidalstunguheiðar komu saman til að fagna þegar Hliðskjálf hafði verið endurgerð. Sigríður er efst til vinstri á myndinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.