Feykir


Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 27.02.2014, Blaðsíða 11
08/2014 Feykir 11 Zanný og Jói kokka Mexíkanskt lasagna og Tobelerone-mús KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar mætti alveg hjálpa næsta manni. Tilvitnun vikunnar Það er ekki endilega slæmt þó aðrir séu á annarri skoðun en þú. - Maj Munk Sudoku Ansi langt orð ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT Lengsta orðið í ensku, samkvæmt Oxford English Dictionary er pneumonoultramicroscopicsilicovolcanoconiosis sem mun merkja lungnasjúkdóm af völdum innöndunar agna af ösku eða sandryki. Ótrúlegt en kannski satt er að annað orð með sama stafafjölda er fleirtala þess orðs, pneumonoultramicrosc opicsilicovolcanoconiosesl. Zanný Lind Hjaltadóttir og Jói Hólmar Ragnarsson á Sturluhóli í A-Hún. eru matgæðingar Feykis þessa vikuna. Bjóða upp á Mexíkanskt lasagne í aðalrétt og Toblerone-mús í eftirrétt. „Við ætlum að skora á Bergþór Gunnarsson að vera með næst en hann var með góðar ráðleggingar til okkar þegar hann sá áskorunina á okkur. Það verður gaman að sjá hvaða rétti hann hristir fram úr erminni!“ AÐALRÉTTUR Mexíkanskt lasagna 600 gr hakk 250 gr nýrnabaunir (tilbúnar) 1 pakki taco-krydd 350 gr salsa sósa (styrkleiki eftir smekk) 2 dl vatn mexíkanskar pönnukökur rifinn ostur Aðferð: Þessi réttur er í sérstöku uppáhaldi hjá húsfrúnni, enda ofboðslega fljótlegur og þægilegur. Eldunartími er um 25 mínútur. Hitið ofninn. Steikið hakkið og kryddið með taco-kryddinu, smellið sósunni og vatninu ásamt nýrnabaunum út í (hér eru yfirleitt til tilbúnar nýrnabaunir í frosti en Feykir spyr... [SPURTÍ KAUPFÉLAGINU Á HVAMMSTANGA ] Hvaða sjónvarpsefni fylgistu helst með? MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is það er líka ekkert mál að kaupa bara dós!). Smyrjið hringlaga eldfast mót (eða spreyið það með olíu) og setjið eina pönnuköku í botninn, ausið hakk-sósunni yfir og setjið aðra pönnuköku ofan á, og svo koll af kolli þar til hakk-sósan klárast. Lokið með pönnuköku og rífið ostinn yfir. Bakið í ofni við 180- 200°C þar til osturinn er gullinn. Berið fram með sýrðum rjóma, fersku salati og fetaosti. EFTIRÉTTUR Tobelerone-mús 4 blöð matarlím 4 dl rjómi 4 egg (að sjálfsögðu frá Efri-Mýrar búinu!!!) 4 msk sykur 300 gr Tobelerone 3-4 msk vatn Aðferð: Þessi eftirréttur er hinsvegar í algjöru uppáhaldi hjá Jóa, það er aldrei afgangur, sama hvað það er gert mikið. Uppskriftin var tekin af www.tobelerone.is fyrir einhverjum árum. Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn. Léttþeytið rjóma. Þeytið saman egg og sykur. Bræðið 160 g af Toblerone, ásamt vatni, við vægan hita. Bræðið matarlímið í vatnsbaði eða í ör- bylgjuofni. Blandið rjómanum og eggjahærunni saman. Bætið bræddu Toblerone út í og hrærið vel saman. Hellið matarlími saman við í mjórri bunu og hrærið í á meðan. Hellið í skál eða skálar og látið kólna. Verði ykkur að góðu! ÞÓRUNN HELGA ÞORVALDSDÓTTIR -Öllu skemmtilegu, Norðurlandaþáttum og einhverju sem tengist tónlist, góðum bíómyndum, fréttum og Kastljósi. MATTHILDUR HJÁLMARSDÓTTIR -Einstaka framhaldsþáttum, breskum og dönskum og Ólympíuleikunum. OLIVIA WEAVING -Eurovision. JÓNÍNA RAGNA SIGURBJARTSDÓTTIR -Landanum og veðurfréttum. JÚLÍUS GUÐNI ANTONSSON -Ég horfi helst á fréttir. FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is Slysfarir í Drangey FRÉTTIR FYRRI ALDA: SKAGAFJÖRÐUR 1629 Mikið mannfall hefur orðið í Drangey hin síðari ár. Í ár fórust þar tveir menn af völdum grjóthruns, í hitteðfyrra dó þar einn, en þrír örkumluðust, og árið 1626 varð grjótflug þar manni að bana. Öldin sautjánda, bls 71. Zanný Lind og Jói Hólmar. Leikfélag Blönduóss Leikfélag Blönduóss hefur hafið æfingar á leikverkinu Dagbókin hans Dadda eftir Sue Townsend í þýðingu Guðnýjar Halldórsdóttur. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson. Að sögn Guðmundar K. Ellertssonar eru um tuttugu hlutverk eru í leikritinu og er uppsetningin í ár í samstarfi við nemendur dreifnáms á Blönduósi. Dagbókin hans Dadda kom út hjá Fjölva árið 1985 og var vinsæl unglingabók á þeim tíma. Nokkur leikfélög víðs vegar um land hafa sett leikverkið upp, m.a. í Mos- fellsbæ og Öngulstaðahreppi. Áætlað er að frumsýna seinni partinn í mars. /KSE Setja upp Dagbókina hans Dadda

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.