Feykir


Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 2
2 Feykir 14/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Burtu með fordóma Með hækkandi sól eykst að sama skapi spenningurinn fyrir Júróvisjón. Ég er mjög ánægð með framlag okkar Íslendinga þetta árið, hresst lag með góðan boðskap þar sem umburðarlyndið er í fyrirrúmi – getur ekki klikkað. Ég held ég geti fullyrt að umburðarlyndi sé uppáhalds dyggðin mín, ef allir myndu sýna meira umburðalyndi þá held ég að heimurinn væri heilt yfir frábær staður. Þegar manni verður hugsað um fordóma þá koma kannski fyrst til hugar fordómar í garð einhverra minnihlutahópa eða einhverra sem eiga undir högg að sækja. En ég var að velta vöngum yfir hugtakinu á dögunum þegar ég var að vafra um netið og gat ekki annað en hugsað með mér hve ánægjulegt það væri ef við gætum öll tamið okkur það í víðari skilningi. Til dæmis virðist margir hafa mjög sterkar skoðanir á barneignum og barnauppeldi annarra. Til að mynda hef ég orðið vör við umræður um brjóstagjöf, þá eru sumir lastaðir fyrir að vera ekki með barn sitt á brjósti en aðrir fyrir að vera með börnin sín of lengi á brjósti. Það sem verra er að sumar konur upplifa einhverskonar samviskubit eða skömm yfir því að vera sakaðar um annað hvort. Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju fólk hefur svo sterka afstöðu gagnvart þessu og finnst í lagi að vera að slengja þeim svona fram. Ég get ekki séð að það hvort barn sé 3 vikur, 3 mánuði eða 3 ár, eða jafnvel ekki neitt á brjósti, skipti nokkru máli í nútíma samfélagi, eins lengi og barnið er heilbrigt og hamingjusamt í góðu sambandi við foreldra sína. Mér varð einnig hugsað um þetta þegar ég rakst á grein sem fólk var að deila á Facebook undir heitinu: „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kýs að eignast ekki börn“. Í greininni tjáði stúlka sig um það hve ánægð hún væri með líf sitt, hún gæti gert það sem hugur hennar girndist og væri ekki bundin yfir barnauppeldi. Þegar greinin gekk á milli manna var stúlkan gagnrýnd fyrir afstöðu sína til barneigna en ég hugsaði með mér: „Gott hjá henni!“ . Í greininni kom nefnilega einnig fram að hún hafði fengið þær fréttir á unglingsaldri að hún gæti líklega ekki átt börn og að hún hafði svo ítrekað reynt en ekkert gengið. Er þá ekki betra að hún hafi fundið lífsfyllingu og hamingju í öðru í stað þess að gefast upp og gráta örlög sín. Umburðarlyndi og jákvæðni smitar útfrá sér, líkt og neikvæðni og gagnrýni, og fyrir mitt leyti þá kýs ég heldur að taka undir með Júróvisjónförum okkar: „Burtu með fordóma og annan eins ósóma. […] Þetta er engin algebra, öll erum við eins. Hey!“ Berglind Þorsteinsdóttir Kjötafurðastöð KS og SKVH Sauðárkrókskirkjugarður Hækka verð fyrir nautgripakjöt til bænda Fara fram á stækkun Kjötafurðastöð KS og SKVH hafa ákveðið að hækka verð fyrir nautgripakjöt til bænda um 5%. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Kjötafurðastöð KS er ætlunin ekki að hækka verð á sömu afurðum til neytenda heldur er þetta liður í að hvetja bændur til að auka framleiðslu, því ekki næst að anna eftirspurn. Hækkunin tekur gildi frá og með 7. apríl nk. /BÞ Sóknarnefnd Sauðárkróks- kirkju hefur farið fram á stækkun Sauðárkróks- kirkjugarðs við skipulags- yfirvöld Svf. Skagafjarðar, einnig að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið ásamt tilheyrandi aðal- skipulagsbreytingu. Þetta kemur fram í fundar- gerð skipulags- og byggingar- nefndar sveitarfélagsins frá 1. apríl sl. Á fundinum var lögð fram tillaga sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur /BÞ Feykir.is Þú finnur þínar fréttir á... Feykir í páskafrí Ekki blað í dymbilvikunni Mikill áhugi á sögu- og menn- ingartengdum fyrirlestrum Byggðasafn Húnaþings og Stranda Í vetur hefur Byggðasafn Húnvetninga og Stranda verið með fyrirlestrarröð þar sem fyrirlesarar hafa fjallað um nýjar rannsóknir á sviði sagnfræði og menningarmiðlunar. Um var að ræða þrjá athyglisverða fyrirlestra sem allir tengdust Húnaþingi og voru vel sóttir af heimafólki. „Nú er fyrirlestraröð safnsins lokið á þessum vetri en við erum þegar farin að undirbúa næsta vetur, því við komumst að því að það er mikill áhugi á sögu og menningartengdum fyrirlestr- um á svæðinu, sagði Sigríður Bachmann og er safnstjóri í samtali við Feyki. „Við reynum að hafa þetta þannig að bjóða upp á nýjar sagnfræðirannsóknir og við erum svo heppin að þær hafa tengst okkar svæði. Við bjóðum líka upp á lesefni, tímarit eða bækur ef að fólk vill fara dýpra í rannsóknirnar,“ sagði Sigríður. Þessa dagana er starfsfólk safnsins á fullu að undirbúa sýningar fyrir sumarið en safnið mun einnig taka þátt í sagnadegi sem verður á svæðinu í næstu viku. /KSE Þar sem páskavikan gengur senn í garð fer Feykir í frí og kemur því ekki út blað þá vikuna. Blaðið sem kemur út vikuna þar á eftir verður þó fyrr á ferðinni en vanalega og kemur út þriðjudaginn 22. apríl. Blaðið verður þá með stærra sniði og verður tileinkað atvinnulífssýningunni Lífsins gæði og gleði og jafnframt upphafi Sæluvikunnar. Þess má geta að Feykir.is verður ferskur á netinu í næstu viku, líkt og alltaf. /BÞ Aflafréttir 30. mars – 5. apríl 2014 Grásleppuveiðar fara hægt af stað Í viku 14 var landað rúmum 460 tonnum á Sauðárkróki, rúmum 17 tonnum á Hofsósi, 85 tonnum á Skagaströnd tæpum 9 tonnum á Hvammstanga. Aðspurður um hvernig grásleppuveiðarnar færu af stað sagði Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður hjá Skagafjarðarhöfnum: „Veiðar ganga ekkert allt of vel, þorskgengd hefur verið að gera köllunum lífið leitt.“/KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Ólafur Magnús. HU-54 Þorskanet 5.638 Óli Gísla HU-212 Lína 4.561 Smári HU-7 Handfæri 1.573 Sæfari HU-200 Landb. lína 988 Þorleifur EA-88 Þorskanet 12.491 Alls á Skagaströnd: 85.248 Fannar SK-11 Grásleppunet 9.318 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 4.784 Hafey SK-10 Grásleppunet 6.902 Helga Guðm. KS-23 Handfæri 1.640 Hrappur SK-121 Grásleppunet 1.558 Klakkur SK-5 Botnvarpa 85.437 Málmey SK-1 Botnvarpa 327.293 Már SK-90 Rauðmaganet 688 Nona SK-141 Rauðmaganet 696 Nökkvi ÞH-27 Rækjuvarpa 13.668 Óskar SK-13 Grásleppunet 5.647 Þytur SK-18 Grásleppunet 3.151 Alls á Sauðárkróki 460.782 Brák HU-8 Handfæri 1.025 Þorleifur EA-88 Þorskfiskanet 7.619 Alls á Hvammstanga 8.644 Ásmundur SK-123 Landb.lína 1.683 Skáley SK-32 Grásleppunet 6.364 Þorgrímur SK-27 Grásleppunet 6.618 Þorleifur EA-88 Þorskfisknet 1.683 Alls á Hofsósi 17.671 Bergur sterki HU Landb.lína 4.580 Dagrún HU-121 Landb.lína 12.575 Flugalda ST-54 Grásleppunet 5.520Bergur sterki HU Landb.lína 8.582 Blær HU-77 Landb.lína 1.014 Flugalda ST-54 Grásleppunet 5.392 Garpur HU-58 Handfæri 761 Hafrún HU-12 Dragnót 28.154 Ísborg ÍS-250 Rækjuvarpa 16.094

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.