Feykir


Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 11
14/2014 Feykir 11 Ingibjörg og Viktor Elvar matreiða Fiskrétt með fylltu naan brauði og kókospannacotta KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að fá sér stórt páskaegg. Staðreynd vikunnar Kornabörn eru með 350 bein í líkamanum. Í fullorðnum manni eru þau um 200. Ástæða þess að þeim fækkar er að þau gróa saman. Sudoku • Ansi langt orð ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT • Lengsta orðið í ensku, samkvæmt Oxford English Dictionary er pneumonoultramicroscopicsilicovolcanoconiosis sem mun merkja lungnasjúkdóm af völdum innöndun agna af ösku eða sandryki. Ótrúlegt en kannski satt er að annað orð með sama stafafjölda er fleirtala þess orðs, pneumonoultramicroscopicsilicovolcanoconios esl. AÐALRÉTTUR Fiskréttur 800 g þorskur 4 dl rjómi 3-4 msk tandori krydd (frá Pottagöldrum) 1 tsk salt 1-2 msk tómatsósa Aðferð: Fiskurinn er lagður í eldfastmót. Hinum hráefnunum er blandað saman í skál og hellt yfir fiskinn. Setjið álpappír yfir eldfastamótið og bakið við 200°C í ca. 20 mín. Áður en fiskurinn er borinn fram er cashew hnetum og ferskum koríander dreift yfir fiskinn. Með þessum rétt ber ég fram brún hrísgrjón, salat og fyllt naanbrauð. Fyllt naan brauð: 2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 1 dl kókosjógúrt 3 msk kokosolía (hita þarf kókosolíuna svo hún verði fljótandi) ¾ tsk salt Aðferð: Heilhveiti blandað út í vökvann þar til deigið er passlegt, þannig að hægt sé að móta úr því litlar bollur. Deigið látið lyfta sér í 30 mín. Fylling í naan brauðið: 100 g döðlur (saxaðar) ¼ dl vatn (vatn og döðlur hitað saman í potti, hrært í á meðan, þar til döðlurnar eru orðnar að mauki) ½ dl kókosmjöl (hrært saman við döðlumaukið) Aðferð: Skiptið deiginu í litlar bollur á stærð við tómata. Fletjið síðan bollurnar út og setjið fyllingu á helminginn. Lokið þá brauðinu, þannig að það líti út eins og hálfmáni. Fletjið aftur aðeins yfir brauðið. Þegar brauðin eru öll tilbúin eru þau steikt á þurri pönnu og pensluð með hvítlauskolíu um leið og þau koma af pönnunni. u MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is AUÐUR JÓHANNES., Hofsósi Fara á Búndur og blásýrur & bingó. HELGA SJÖFN HELGAD., Hátún i -Prinsessan á bænum fermist laugardag fyrir páska og svo njótum við páskanna heima í sveitasælunni FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is Hvað er svart og hvítt, svart og hvítt, svart og hvítt…? Hahahahahaha Nunna að rúlla niður brekku. Hvað er svart og hvítt og skellihlæjandi? Nunna sem hrinti hinni nunnunni. Krossgáta Ingibjörg, Viktor Elvar og börnin þeirra Björn Viktor og Elín Anna. „Fyrirmynd mín í eldhúsinu Hjördís Stefánsdóttir frænka mín, hefur skorað á mig að opna uppskriftabókina mína. Ég eyði mörgum klukku- tímum á viku í eldhúsinu, því mér finnst mjög gaman að EFTIRRÉTTUR Kókospannacotta 4 matarlímsblöð ½ tsk vanilluduft eða ein vanillustöng (kljúfið stöngina í tvennt og skafið kornin úr) 3 dl rjómi 3 dl kókosmjólk 1 dl flórsykur Aðferð: Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mín. Hrærið saman í potti kókosmjólk, rjóma og flórsykur. Hitið upp að suðu. Takið þá pottinn af hellunni og hrærið vanilluduftinu saman við. Að lokum hrærið þið einu matarlímsblaði í einu saman við blönduna. Hellið blöndunni svo í falleg glös og látið stífna í ca. 2 tíma í ísskáp. Skreytið réttinn með söxuðum jarðarberjum áður en hann er borinn fram Verði ykkur að góðu! elda hollan og góðan mat. Uppskriftirnar sem ég ætla að deila með ykkur eru einfaldar og fljótlegar. Ég ætla að skora á vin minn Orra Hreinsson. Ég er viss um að hann lumi á nokkrum spennandi upp- skriftum sem hann er vanur að hrista fram úr erminni fyrir hana Þóru sína.“ JÓN INGI HALLDÓRSSON, frá Miklabæ -Ég ætla að vera heima, slappa af, og njóta þess að vera heima hjá mér. GUÐRÚN J. VALGEIRS., brottfl. Skr. -Ég fer í fermingu hjá skagfirskri blómarós sem býr í Grindavík. Annað er ekki planað nema jú, fara yfir próf og verkefni en aðallega ætla ég að slaka á og njóta lífsins. Við skreppum jafnvel á Krókinn og á skíði. SVANHILDUR GUÐMUNDS., brottfluttur Sauðkrækingur -Um páskana ætla ég að liggja í leti, taka á móti góðum gesti, leika mér, fíflast, skrifa eitthvað skemmtilegt og gæða mér á íslensku páskaeggi í Noregslandinu. [SPURT Á FACEBOOK ] Hvað ætlar þú að gera um páskana?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.