Feykir


Feykir - 10.04.2014, Qupperneq 12

Feykir - 10.04.2014, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 14 TBL 10 apríl 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 www.skagafjordur.is verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 26.-27. apríl nk. Sýningin er með sama sniði og fyrri sýningar árin 2010 og 2012. Samhliða sýningunni munu fara fram málstofur um fjölbreytt málefni, auk þess sem boðið verður upp á skemmtiatriði á sviði. Sæluvika Skagfirðinga 2014 verður sett á sýningunni sunnudaginn 27. apríl. Sýningin verður opin á laugardegi frá kl. 10-17 og sunnudegi frá kl. 10-16. Skagafjörður2014 Lífsins gæði & gleði ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI DAGANA 26. - 27. APRÍL Skagafjörður Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL Lífsins gæði & gleði SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI 26. - 27. APRÍL Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Forvitnast í fataskápa: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Finnur gersemar í gömlum flíkum! Spakmannsspjaraspekúlant sein- asta innlits, Laufey Kristín Skúladóttir, sá fulla ástæðu til þess að benda á Grétu Sjöfn Guð- mundsdóttur sem næsta gestgjafa og erum við hérna í tískuhorni Fabjúlössmans spenntar að sjá hvað Gréta Sjöfn hefur fram að færa. Gréta Sjöfn er fædd og uppalin á Blönduósi þar sem himininn stendur í ljósum logum við sólarlag við ósa Blöndu eins og hún kemst svo ljóðrænt og fallega að orði. Ættirnar rekur hún í báðar Húnavatnssýslur og á sunnanverða Vestfirði. Eftir búsetu í Höfuð- borginni lá leiðin til Skagafjarðar árið 1982 í smá sumarstopp með betri helmingnum, en eitthvað teygðist úr sumrinu og hefur hún verið alsæl í Skagafirðinum síðan En hvernig er það Gréta, hvað er svo algjörlega uppáhalds hjá þér í fataskápnum? -Þetta er erfið spurning sem gefur ólík svör frá degi til dags, enda er ég hrifnæm persóna sem elska fjölbreytni. Þessa dagana eru það Scarpa fjallgönguskórnir, appelsínu- guli Cintamni útivistajakkinn ásamt nýju göngubroddunum sem ég festi kaup á um daginn sem eru í uppáhaldi enda er ég forfallin í vetrar-fjallgöngum. Skemmti- legast sem ég geri er skapa minn eigin stíl óháð tískustraumum og finnst gaman að fara óhefðbundnar UMSJÓN MEÐ FRÖKEN FABJÚLÖSS Hrafnhildur Viðarsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] leiðir í fatavali, en passa gjarnan að velja nýjan fatnað í takt við það sem er í fataskápnum. Það er nefnilega endalaust hægt að poppa upp gamla jakkann, buxurnar eða pilsið með útsjónarsemi og nýtni. Ég nýti mér gjarnan verslanir Rauða krossins, sem eru víða, en þar má finna allt mögulegt á frábæru verði. Rauði krossinn í Skagafirði er með fata- markað einu sinni í mánuði og þar hef ég fundið gersemar sem ég hef notað mikið. Að vísu hafa leðurstígvél verið nauðsynjahlutur í fata- skápnum mínum allt frá 10 ára aldri, þeirra get ég alls ekki verið og á ansi mörg pör af leður- stígvélum eða alveg fullan skáp. Á myndinni er ég í uppáhaldsdressinu mínu þessa dagana; buxum sem ég keypti í Lindex í Smáralind, einum af mínum uppáhalds leður- stígvélum sem ég hef átt í fjöldamörg ár og skyrtu sem ég keypti á fatamarkaði Rauða kross- ins í Skagafirði. Þessi skyrta er efri partur af samsettri flík, þ.e. skyrta og pils. Ég stytti pilsið og nota það síðan við svarta peysu og leðurstígvél. Yndislegt að endurnýta og búa til nýja flík úr gamalli. Hverjum ætla þú svo að afhenda tískukyndilinn? -Ég ætla að tilnefna heiðurshjónin Dóru Heiðu Halldórsdóttur og Þorstein T. Broddason. Þau eru alltaf smekkleg, elegant og skemmtileg í fatavali hvort sem er í vinnu, útivist eða á hátíðarstundum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.