Feykir


Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 3
14/2014 Feykir 3 Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Íþróttir Knatt- spyr- Hestar Húnvetnska liðakeppnin Skagfirsku mótaröðinni lokið Draumaliðið sigraði Síðasta mót vetrarins í Skagfirsku mótaröðinni fór fram í síðustu viku en þá var keppt var í tölti, fjórgangi og skeiði. Tryggvi Björnsson var í 1. sæti á Vág frá Höfðabakka með 6,83 í 1. flokki T2 og Elvar Einarsson var í 1. sæti í 1. flokki – Skeið með 33 stig. Stigahæsti knapinn í barnaflokki - T7 eftir veturinn var Björg Ingólfsdóttir með 36 stig. Stigahæsti knapinn í unglingaflokki - T3 var Ásdís Ósk Elvarsdóttir með 40 stig. Laufey Rún Sveinsdóttir var stigahæst í Ungmennaflokki – V2 með 34 stig og Halldór Þorvaldsson var stigahæstur í 2. flokki með 32 stig. Nánari úrslit má finna á Feyki.is undir Hestar. /BÞ Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar var haldið laugardaginn 5. apríl og var keppt í tölti. Draumaliðið sigraði liðakeppnina með 169,13 stig, í öðru sæti varð LiðLísuSveins með 165,23 stig, í þriðja sæti Víðidalur með 157,96 stig og í fjórða sæti 2Good með 147,37 stig. Í fyrsta sæti í 1. flokki í einstaklingskeppninni var Ísólfur Líndal Þórisson með 28 stig, í 2. sæti var Fanney Dögg Indriðadóttir 23,5 stig en í 3. sæti var Vigdís Gunnarsdóttir 21,5 stig. Í 2. flokki var Halldór Pálsson í 1. sæti með 22 stig, í 2. sæti Sveinn Brynjar Friðriksson 18 stig en því 3. var Helga Rún Jóhannsdóttir með 15 stig. Stine Kragh sigraði í 3. flokki 34 stig og Eva Dögg Pálsdóttir í unglingaflokki. Nánari úrslit má finna á Feyki.is undir Hestar. /BÞ Ásgerður Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson á Geitaskarði í Langadal hlutu útnefninguna heiðursfélagar Félags ferðaþjónustubænda. Ásgerður og Ágúst hafa rekið ferðaþjónustu á Geitaskarði í fjölda ára en samkvæmt vef Ferðaþjónustu bænda hafa félagsmál verið þeim afar hugleikin. Ágúst hefur komið bæði að stjórnarstörfum fyrir Félag ferðaþjónustubænda sem og Ferðaþjónustu bænda hf. Útnefningin fór fram á á nýafstöðnum aðalfundum Ferðaþjónustu bænda hf. og Félags ferðaþjónustubænda sem haldnir voru 24. og 25. mars á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. /BÞ Félag ferðaþjónustubænda Hjónin á Geitaskarði útnefnd heiðursfélagar Ásgerður Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson á Geitaskarði í Langadal, útnefnd heiðursfélagar Félags ferðaþjónustubænda. Mynd/Sigurður Már Harðarson Alls voru um 140 innsendar vörur þetta árið svo úrvalið var mikið. Frá þessu er sagt á heimasíðu SAH afurða. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið tekur þátt í keppninni. Þrír kjötiðnaðarmenn sem tóku þátt frá fyrirtækinu hlutu allir gullverðlaun í keppninni. „Fyrirkomulag keppni var þannig að keppendur sendu inn ómerktar vörur sem fóru fyrir dómnefnd. Þar mátu dómarar fjölmarga þætti er varða bragð, útlit, áferð og fl. Eftir að allir dómar lágu fyrir komu fram upplýsingar um framleiðendur og kjötiðnaðarmenn. Keppend- ur frá SAH Afurðum voru þau Elmar Sveinsson, Bergþór Páls- son og Gunnhildur Þórmunds- dóttir og hlutu þau öll gull- verðlaun. Auk þess fékk Bergþór Pálsson sérstök verðlaun fyrir bestu vöru í flokki grafinna og reyktra laxfiska. Fagkeppnin var mjög glæsileg í alla staði þetta árið og gaman að sjá allar þessar nýju hugmyndir á einum stað. Þetta er í fyrsta sinn sem kjötiðnaðarmenn frá SAH Afurðum taka þátt í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna. Björn Kristjánsson tók þátt fyrir hönd Sölufélag Austur- Húnvetninga svf. árið 1998 og vann þá gullverðlaun fyrir sviðasultu, kæfu og fl. . /KSE Kjötiðnaðarmenn SAH Afurða ehf. Nældu sér í sjö gullverðlaun Bergþór Pálsson vann gullverðlaun í keppninni, auk sérstakra verðlauna í flokki grafinna og reyktra laxfiska. Kjötiðnaðarmenn SAH Afurða ehf. á Blönduósi hlutu sjö gullverðlaun í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna 2014. Framboðslisti Framsóknarfélags Skagafjarðar Sveitarstjórnarkosningar 2014 Framsóknarfélag Skagafjarðar, sem er í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn ásamt Vinstri hreyfingunni grænu framboði undanfarið kjörtímabil, hefur sent frá sér fréttatilkynningu með framboðslista til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Framboðslistinn er eftirfarandi: 1. Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn 2. Sigríður Magnúsdóttir sérfræðingur 3. Bjarki Tryggvason skrifstofustjóri 4. Viggó Jónsson forstöðumaður 5. Þórdís Friðbjörnsdóttir forstöðumaður 6. Inga Huld Þórðardóttir talmeinafræðingur 7. Ísak Óli Traustason nemi 8. Einar Einarsson bóndi og ráðunautur 9. Hrund Pétursdóttir fjármálaráðgjafi 10. Jóhannes Ríkharðsson bóndi 11. Snorri Snorrason skipstjóri 12. Ásdís Garðarsdóttir skólaliði 13. Bryndís Haraldsdóttir nemi 14. Guðrún Sif Gísladóttir nemi 15. Ingi BJörn Árnason bóndi 16. Guðrún Kristín Kristófersd.atvinnurekandi 17. Gunnar Valgarðsson forstöðumaður 18. Einar Gíslason tæknifræðingur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.