Feykir


Feykir - 10.04.2014, Síða 4

Feykir - 10.04.2014, Síða 4
4 Feykir 14/2014 Ekki mjög sexý setning...en gæti skipt þig miklu máli... Á raunfærnimat erindi við þig? Ef þú hefur ekki menntun í starfsgrein sem þú hefur samt mikla starfsreynslu í gætir þú bætt stöðu þína á vinnumarkaði með því að fara í raunfærnimat. Þú gætir tekið stór skref í átt að starfsréttindum og auknu starfsöryggi. Hægt er að fá færni sína metna í mörgum starfsgreinum á Íslandi, t.d. má nefna flestar iðngreinarnar, skipstjórn, fisktækni, matartækni og fleira. Ef fólk hefur starfað við starfsgrein þar sem raunfærnimat er í boði en hefur ekki lokið námi á því sviði þá getur það mögulega fengið færni sína metna á ákveðnum sviðum starfsins sem samsvara tilteknum námsgreinum í fagmenntun. Ekki er um að ræða að taka próf eins og við þekkjum þau úr skólum heldur mætir fólk í samtal þar sem rætt er um alla þætti og allar hliðar á því sem gert er í viðkomandi starfsemi, faggrein eða framleiðsluferli. Matið getur leitt til þess að einstaklingur telst hafa lokið tilteknum áföngum og þar með tilteknum einingafjölda í framhaldsnámi. Mánudaginn 14. apríl næstkomandi munu starfs- menn Iðunnar fræðslu- seturs kynna raunfærnimat á opnum fundi í Farskólanum á Sauðárkróki kl. 17:00. Fundurinn verður opinn almenningi á Blönduósi og Skagaströnd, í fjarfunda- búnað, í námsverum staðanna á Þverbraut 1 og Einbúastíg 2. Einnig getur hver sem er, hvenær sem er, fengið viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa á vegum Farskólans og fræðst um möguleika sína á sviði menntunar og atvinnu. Hörður Ríkharðsson AÐSENT HÖRÐUR RÍKHARÐSSON, FRÆÐSLUERINDREKI SKRIFAR: Nafn: Jón Kristinn Skúlason. Heimili: Kvistahlíð á Sauðárkróki. Starf: Starfsmaður í Árskóla. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Ég held með Manchester United og það var aðalega út af hópþrýstingi fótbolta stráka af árgangi ´86 að þakka. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? 6. sætið. Ertu sáttur við stöðu liðsins? -Nei, því miður er þeim ekki að ganga vel en maður bjóst reyndar við því eftir að meistarinn Alex Ferguson hætti en ég er samt bjartsýnn á að næsta tímabil verði betra. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Engu alvarlegu, bara smá frá Liverpool aðdáendum og aðalega á þessu tímabili því þeir eru að vakna all rækilega af löööönnnggguuum blundi. Hver er uppáhalds leikmaðurinn fyrr og síðar?-Ætli það sé ekki King Cantona. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu?-Nei, því miður hefur það ekki gerst. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já, ég á þetta hefðbundna. Bolla, föt og bangsa. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi Jón Kristinn Skúlason heldur með Man Utd Bjartsýnn á að næsta tímabil verði betra Gauti Ásbjörnsson stangastökkvari. við liðið? -Ég held að það gangi bara ágætlega strákurinn minn nennir að sitja hjá mér og horfir á Man Utd leiki en hefur ekki þolinmæði yfir hinum leikjunum. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei, og það mun aldrei gerast. Uppáhalds málsháttur? -Ég er ekki mikið að hugsa um málshætti svo ég man ekki eftir neinum. Einhver góð saga úr boltanum? -Það er ein sem poppar strax upp. Ég man ekki hvort það var í 3. eða 4. flokki en þá vorum við að keppa á móti KA hér á Króknum og vorum að vinna 4-0. Í seinni hálfleik vildi þjálfarinn af einhverri ástæðu að ég færi í vörn í hornspyrnu andstæðinganna og það endaði með því að ég skoraði líka þetta flotta sjálfsmark með flottum skalla yfir markmanninn og upp í samskeitin, þetta kom KA mönnum í gang sem skoruðu svo þrjú mörk stuttu seinna og náðu jafntefli. Þjálfarinn bað mig aldrei aftur að fara til baka við hornspyrnu andstæðingana. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir?-Ég man ekki eftir neinu. Spurning frá Gauta Ásbjörnssyni: –Hvernig myndir þú bregðast við ef Dominic byrjaði að halda með Liverpool? -Ætli ég yrði ekki að taka því en hann myndi þurfa að biðja mömmu sína eða afa sinn um að kaupa Liverpool dót fyrir sig. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? -Ég myndi vilja sjá Bergmann Guðmundsson svara þessum spurningum. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Þar sem Liverpool eru öryggir með Meistaradeildar sætið hvernig spáir þú þá gengi liðsins í þeirri deild á næsta tímabili? ( LIÐIÐ MITT ) kristin@feykir.is Íþróttir Framleiðsla á kynningarefni Erlendir leikmenn ganga í raðir Tindastóls Húnaþing vestra gerir samning við N4 Knattspyrnudeild Tindastóls hefur kynnt til leiks tvo nýja erlenda leikmenn sem spila með liðinu í sumar. Annar þeirra heitir Jose Figura, 21 árs enskur miðvallarleikmaður, en hann lék með Redbridge háskólanum frá 2009 – 2011. Hinn heitir Mark Magee og er 24 ára gamall enskur sóknar- og miðvallarleikmaður. Magee lék með u16 og u18 ára liðum Bristol City en fór til Bandaríkjanna árið 2010 þar sem hann lék með Rockhurst háskólanum. Báðir leikmennirnir koma til Íslands í lok apríl. /BÞ Sveitarfélagið Húnaþing vestra og sjóvarpsstöðin N4 hafa gert með sér samning um gerð kynningarefnis fyrir Húnaþing vestra. Samningurinn var lagður fram til kynningar á fundi byggðarráðs þann 7. apríl sl. Í samningnum er m.a. tiltekið að unnið verði að eftirtöldum verkefnum í Húnaþingi vestra frá apríl 2014 - apríl 2015: framleiðsla og sýningar á fjórum þáttum af „Óvissuferð í Húnaþingi.“ Framleiðsla og sýningar á heimildarþætti um Húnaþing vestra og fram- leiðsla og sýningar á 75 inn- slögum frá Húnaþingi vestra í þættinum „Að norðan“. Í fundargerð kemur fram að gerð þessa kynningarefnis og fjármögnun er í samræmi við samkomulag Húnaþings vestra og verkefnisstjórnar um Sóknaráætlanir landshluta um markaðssetningu á búsetukostum, atvinnuupp- byggingu og innviðum í Húnaþingi vestra. /BÞ Skagaströnd Framkvæmdir við Fellsborg Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagastrandar voru sam- þykktar framkvæmdir við félagsheimilið Fellsborg á Skagaströnd. Gert er ráð fyrir að breytingar og endur- bætur í heild muni kosta 19,2 milljónir. Fyrir fundinum lágu upp- drættir og kostnaðaráætlun vegna breytinga á snyrt- ingum í kjallara og á 1. hæð, ásamt flísalögn á stiga og fleira sem Form – arkitektar höfðu unnið. Sveitarstjórn samþykkti að hefja fram- kvæmdir. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárfestingin geti numið allt að 22 m.kr. og því var framkvæmdin innan marka. /KSEMark MageeJose Figura

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.