Feykir


Feykir - 10.04.2014, Side 6

Feykir - 10.04.2014, Side 6
6 Feykir 14/2014 lengri utan það að hann lærði sund á Reykjaskóla. Steinn faðir Rögnvaldar rak umsvifamikinn búskap á Hrauni og sótti auk þess sjó af kappi. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að börnin tækju þátt í vinnunni eftir því sem kraftar þeirra leyfðu og svo var á Hrauni. Jörðin var að ýmsu leyti erfið til landbúskapar því besta landið lá til heiðarinnar. Fénaðarferð var því mikil, smalamennskur langar og oft erfiðar og gjarnan mun Valdi hafa komið göngulúinn úr þeim ferðum. Heyskap varð einnig að sækja til heiðar að stórum hluta, oft um langan veg, á blautar engjar. Heyfengurinn var fluttur heim sem votaband og þeir dagar voru erfiðastir sem bundið var. Þá var farið á fætur klukkan 5 til 6 að morgni og síðsumars var unnið fram í myrkur. Sums staðar var landið svo blautt og rótlítið að hrossin komust ekki að böggunum og varð þá bindingsmaðurinn að bera sáturnar á herðum sér á þurrt land. Valdi var aðal bindingsmaður á Hrauni til margra ára. Það átti einnig við um sjósókn og vinnslu sjávaraflans að börnin hjálpuðu til eftir getu. Fyrst voru þeim fengin auðveld verk svo sem að búa til spyrður Rögnvaldur var fæddur 3. október 1918 á Hrauni, sonur heiðurshjónanna Steins Leós Sveinssonar bónda og hrepp- stjóra og eiginkonu hans Guðrúnar Sigríðar Kristmunds- dóttur húsfreyju. Hraunsheim- ilið var fjölmennt á upp- vaxtarárum Valda eins og hann var jafnan kallaður. Systkinin voru ellefu talsins, þau sem komust til fullorðinsára, auk þess sem afi og amma í móðurlegg dvöldu á heimilinu og einnig vinnufólk, mismargt eftir árstíma. Valdi átti góðar Gæfumaður sem sá flesta sína drauma rætast og þvo smáfisk og hengja hann upp en eftir því sem kraftarnir styrktust urðu verkefnin viðameiri og unglingar beittu lóðir og flökuðu og söltuðu stórþoskinn. Ég held að fullyrða megi að Valdi átti sér þá ósk heitasta sem unglingur að komast á sjóinn. Veiðieðlið var honum í blóð borið og er ekki að undra því faðir hans og báðir afar voru formenn á fiskibátum. Gæfusporið Gilla Valdi vann búi foreldra sinna af mikilli natni og dyggð meðan þau þurftu á að halda og kom sér einnig upp nokkrum fjárstofni. Það áraði illa í sauðfjárbúskap á þeim árum sem hann var ungur maður og var að byggja undir lífsstarf sitt. Hin illræmda sauðfjárpest, mæðiveikin, olli þungum búsifjum og svo fór að allt sauðfé milli Blöndu og Héraðsvatna var skorið niður. Haustið 1948 voru keypt líflömb af Melrakkasléttu og var Valdi fulltrúi Skefil- staðarhrepps við fjárkaupin. Á fjárleysisárunum vann Valdi mikið utan heimilis, mest að sjósókn og var þá meðal annars á bát frá Reykjavík. Að fjárskiptunum afstöðnum sneri Valdi sér óskiptur að búskap á Hrauni, kom sér upp bústofni og jók ræktun, meðal annars með því að sá í mela sem urðu að grænum velli og er mér vel í minni að ekki var spáð vel fyrir þeirri ræktun. Á jóladag árið 1956 steig Valdi mesta gæfuspor æfi sinnar er hann gekk að eiga Guðlaugu Jóhannsdóttur frá Sólheimum í Sæmundarhlíð, dóttur Helgu Lilju Gottskálksdóttur og Jóhanns Ingibergs Jóhannes-sonar. Nú var skammt að bíða fleiri stórviðburða á Hrauns- heimilinu. Steinn bóndi andaðist 27. nóvember 1957 og árið eftir tóku þau Valdi og Gilla við búsforráðum og einnig vitavörslu og veður- athugunum. Skömmu síðar eignuðust þau alla jörðina. Valdi og Gilla eignuðust fjóra drengi, Stein Leó fæddan 8. 10. 1957, Jón fæddan 22. 6. 1959, Jóhann Eymund, fæddan 29. 3. 1962 og Gunnar fæddan 3. 10. 1967 og gekk hagur þeirra fram í hvívetna. Vélaöld var gengin í garð og Valdi nýtti sér möguleikana sem vélarnar færðu með sér til þess að auka ræktun og fjölga bústofni og endurbæta og stækka penings- hús. Vinnudagur hans var oft ærið langur því auk venjulegra Sveinn Sveinsson á Tjörn á Skaga skrifar minningarorð um Rögnvald Steinsson UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir minningar frá æsku- og uppvaxtarárum sínum. Mér þótti fróðlegt að heyra hann rifja upp atburði æskuáranna og segja frá því sem fólk gerði helst sér til gamans. Hann tíundaði ýmsa útileiki, meðal annars skautahlaup, en innan dyra styttir fólk sér stundi við spil, tafl og lestur. Mikið var líka sungið á Hrauni sagði Valdi. Á uppvaxtarárum Valda voru börn skólaskyld frá 10 til 14 ára aldurs. Kennslan í heimasveit hans fór fram í farskóla sem stóð yfir í þrjá mánuði á hverjum vetri. Þessarar fræðslu naut Valdi vel en ekki varð skólagangan Rögnvaldur naut sín vel á varpsvæði æðakollana. Mynd: HSk Rögnvaldur Steinsson bóndi á Hrauni á Skaga var ættstór og vinamargur. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki miðvikudaginn 16. október 2013 og var kvaddur á heimili sínu mið- vikudaginn 30. október. Húskveðjuna flutti sóknarpresturinn, séra Sigríður Gunnarsdóttir og var hann jarðsunginn sama dag frá Ketukirkju af séra Hjálmari Jónssyni dómkirkjupresti. Sveinn Sveinsson frá Tjörn á Skaga segir fjölda fólks hafa verið viðstaddur húskveðju hans og útför en hann sendi Feyki nokkur minningarorð um vin sinn og nágranna til fjölda ára.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.