Feykir


Feykir - 10.04.2014, Qupperneq 8

Feykir - 10.04.2014, Qupperneq 8
8 Feykir 14/2014 Yfirgripsmikið og krefjandi nám Átak í hækkun menntunarstigs sjúkraflutningamanna Nokkrir sjúkra- flutningamenn hjá Brunavörnum Skagafjarðar hafa setið við lærdóm undanfarna mánuði en að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkviliðsstjóra er um sameiginlegt átak slökkviliðsins, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og starfsmanna sjálfra að ræða. Markmiðið er að stórauka menntun sjúkraflutningamanna í Skagafirði og um leið þjónustustigið. Vernharð segir að breytingar á námi sjúkraflutningamanna hafi staðið til lengi og að á sínum tíma hafi verið gefin út markmið til að hækka menntunarstigið. „Sjúkraflutningaráð hefur verið að endurskoða námskránna og er það ætlunin að steypa saman grunnnáminu og neyðarbíls- náminu og það verði grunnámið eftir 2015.“ Eins og er hefur námið skipst í grunnnám, svo framhaldsnám sem kallast neyðarbílsnám og loks bráða- tæknir, sem hefur ekki ennþá verið boðið upp á hérlendis. Samkvæmt Vernharði mun námið þá verða þrjár annir með verknámi í stað þeirra nám- skeiða sem hafa verið boðið upp á fram til þessa. Þeir sem hafa grunnnámið þegar þessi breyting gengur í gegn koma til með að geta komið inn í námið á annarri önn og klárað á einum vetri. Síðan er ekki ljóst hvenær boðið verður upp á bráðatækninám á Ísland. „Það er óvíst hvernig sjúkraflutn- inganám þróast í framtíðinni, það er gjarnan horft til Norðurlandanna þar er allt að 2 ára nám til að mega starfa á sjúkrabíl. Sumstaðar eru þetta hjúkrunarfræðingar sem fara í sérnám eftir hjúkrunarfræði- námið,“ segir hann og bætir við: „Vonandi eflist bara menntunin - það er bara betra fyrir alla.“ 3 Enginn afsláttur veittur í verklega prófinu Áður en breytingarnar ganga í garð var ákveðið að drífa í því að hækka menntunarstig þeirra sjúkraflutningamanna sem starfa í Skagafirði í samstarfi við Heilbrigðisstofnunina Sauðár- króki og Brunavarnir Skaga- fjarðar og ekki síst starfs- mannanna. „Við ákváðum að setja þá á námskeið sem er núna í gangi, svokallað EMT-I námskeið, sem er framhaldsnám í sjúkraflutningum. [...] Nú eru sex menn á þessu námskeiði, þannig að eftir þetta námskeið erum við með alla okkar sjúkraflutningamenn með neyðarbílsmenntun,“ segir Vernharð en fyrir voru tveir starfsmenn Brunavarna Skaga- fjarðar með þessa menntun. „Þetta er töluverð viðbót við þá menntun sem þessir menn hafa, gunnnámið er rétt um mánaðarnámskeið en þetta er um tveir mánuðir með verklegri þjálfun.“ Vernharð segir námið vera mjög yfirgripsmikið og krefjandi en það hófst þann 24. febrúar og stendur yfir til 12. apríl. „Þeir sitja sína fyrirlestra í fjarnámi hjá Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri og svo eru verklegar lotur. Þá koma kennarar ýmist frá Reykjavík eða Akureyri með sambærilega eða meiri menntun, þ.e. bráðatæknar. Fyrirlesarar eru læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraflutningamenn og bæði neyðarbílsmenn og bráðatæknar. Síðan lýkur þessu námskeiði með skriflegum og verklegum prófum og er krafa gerð um 70% árangur í því skriflega en fullkominn árangur í verklega - það er enginn afsláttur þar,“ segir hann. Í VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Sjúkraflutningamenn sestir á skólabekk. Barnið er fætt! Fæðingarhjálp er snar þáttur í starfI sjúkraflutningamanna. Önnum kafnir við að rýna í hjartalínurit. kjölfarið fara sjúkraflutninga- mennirnir í verknám ýmist á Akureyri eða til Reykjavíkur. Þá fara þeir þá á vaktir á neyðarbílum og inn á deildir í sjúkrahúsum, slysadeildir og inn á Hjartagátt, en alls verða þetta um 16 – 18 vaktir. Ætlast er til þess að verknáminu sé lokið um miðjan maímánuð og þá verða þeir orðnir fullnuma neyðarbílsmenn. Vernharð segist vera afar ánægður með þetta samstarf en Heilbrigðisstofnunin og Brunavarnir Skagafjarðar kosta til námskeiðsins og útvega námsgögn en starfsmennirnir leggja sjálfir fram allan tíma. Fara létt með þetta Þegar blaðamaður Feykis leit inn á verklega lotu hjá sjúkraflutningamönnunum á dögunum voru þeir önnum kafnir við að æfa fæðingarhjálp en það er snar þáttur í þeirra starfi. Jafnframt voru þeir að rýna í hjartalínurit og að læra allt sem þarf að vita um endurlífgun. Þegar blaðamaður spurði þá hvernig gengi svöruðu þeir að þetta væri strembið nám og að farið sé yfir mikið efni á skömmum tíma, en þeir færu létt með þetta - þeir væru svo afburða gáfaðir.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.