Feykir


Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 10.04.2014, Blaðsíða 9
14/2014 Feykir 9 Botnaðu nú Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hefur átt sinn fasta sess í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og notið mikilla vinsælda allt frá árinu 1975 er hún var haldin í fyrsta sinn. Var það að frumkvæði Magnúsar Bjarnasonar kennara og minningarsjóðs hans sem keppnin komst á laggirnar. Samkvæmt venju mun Safnahúsið standa fyrir vísnakeppni þetta árið og verður hún með sama sniði og undanfarin ár. Annars vegar eru hagyrðingar beðnir um að yrkja um komandi sveitarstjórnarkosningar sem og að botna eftirfarandi fyrriparta. Skagafjörður skartar dýrð og skaparans er prýði. Í leik og gleði lífið er léttast hverjum manni. Enn mig tæla öll þau game sem eru á Sæluviku. Lifnar þor og léttast spor er líður vor um bæinn. Veitt verða verðlaun, annars vegar fyrir bestu kosningavísuna og hins vegar fyrir besta botninn. Verðlaun eru í boði Sparisjóðs Skagafjarðar, 15.000 fyrir bestu vísuna og sama upphæð fyrir besta botninn. Ekki er skilyrði að allir fyrripartar séu botnaðir og einnig má einungis senda kosningavísu. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga, Faxatorgi 550 Sauðárkróki í síðasta lagi miðvikudaginn 23. apríl nk. Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dulnefni, en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi. Einnig er hægt að senda vísur og botna í tölvupósti á netfangið skjalasafn@skagafjordur.is og verður þá viðkomandi höfundi gefið dulnefni áður en vísunar fara til dómnefndar. Úrslit verða tilkynnt sunnudaginn 27. apríl á Atvinnulífs- sýningunni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en þar verður Sæluvikan formlega sett./PF ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Birkir Þór NAFN: Birkir Þór Þorbjörnsson ÁRGANGUR: 1990 FJÖLSKYLDUHAGIR: TRÚLOFAÐUR ELÍSABETU EIR STEINBJÖRNSDÓTTUR. BÚSETA: Eins og er bý ég á hótel mömmu meðan frúin er í Reykjavík fyrir sunnan í námi. HVERRA MANNA ERTU: Sonur Þorbjörns Gíslasonar grunnskólakennara og Helgu Jónsdóttur, bókara í Kaupfélagi Vestur Húnvetninga. Vel upp alinn á Hvammstanga. STARF / NÁM: Lærði húsasmíði í FNV og gæti titlað mig húsasmið ef danskan væri ekki að vefjast svolítið fyrir mig. En ég starfa í prjónastofunni Kidka á Hvammstanga. Þar sé ég um að reyna að halda prjónavélum gangandi. Hvernig nemandi varstu? Bara svona ágætur held ég. Þurfti stundum svoldið mikið að spjalla. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Sennilega gjafirnar. Það var sérstaklega ánægjulegt að fá rafmagnsgítarinn frá mömmu og pabba. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Einhverntíman ætlaði ég mér að verða smiður eða bifvélavirki. Hvað hræðistu mest? Mýs. Og loft – er mjög lofthræddur. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það var ekki neinn einn tónlistarmaður í uppáhaldi en á rúntinum var mikið hlustað lagið Canon eftir Johann Pachelbel í rokkútgáfu manns sem mig minnir að kalli sig Jerry C. Svo var lagið Lauslát með hljómsveitinni Múgsefjun líka í uppáhaldi. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Gamlárspartý með Baggalút. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? How I met your mother og spurningabomban með Loga Bergmanni. Besta bíómyndin (af hverju)? Shawshank Redemption. Green Mile og Shawshank Redemption því þær fá svo góða einkun á imdb. com og eru mjög góðar myndir. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Kjötsúpu. Hættulegasta helgarnammið? Lakkrís. Það getur endað illa að borða of mikið af honum. Hvernig er eggið best? Spælt ofan á hamborgara. Uppáhalds málsháttur? „Á meðan maður er með nef á maður aldrei nóg af neftóbaki“ úr myndinni Fiskar á þurru landi. Ólafía Hrönn lék svo fyndna kellingu sem sagði þessa línu. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Við Hómer Simpson erum leiðinlega líkir. Hver er uppáhalds bókin þín? The Curious Incident of the Dog in the Night-Time. Þurfti að lesa hana í ensku í FNV. Merkilega góð miðað við skólabók. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ég tala mikið um hvað mér leiðist Reykjavík. Sjálfsagt er einhverjum sem finnst ég gera of mikið af því. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Spánar eða Bandaríkjanna. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég er óþolinmóður. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar fólk er mjög neikvætt og tuðar mikið. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Jón Páll var mjög flottur. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? Annar hvor Hraðfréttagaurinn því þeir eru svo fyndnir. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Grill, hníf og einhverja góða sósu. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Að eilífu rauðhærður. Eða dvergurinn Rauðgrani. Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smá AUGLÝSINGAR Tamning og þjálfun Tek í tamningu og þjálfun. Upplýsingar í síma 862-6394 Drangeyjarfélagið Heimild til að nytja Drangey til þriggja ára Byggðarráð Svf. Skaga- fjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. apríl að heimila Drangeyjarfélaginu að nytja Drangey til þriggja ára. Fram kemur í fundargerð að félagið mun kappkosta að viðhalda veiðiaðferðum, veiðistöðum og ganga um eyna í fullri sátt við náttúruna eins og gert hefur verið undanfarna áratugi. „Félagsmenn hafa haldið við skála í Drangey og unnið betrumbætur við lendingu og uppgöngu í eyna á kostnað félagsins. Ef nytjaleyfi fæst, þá stefnir félagið á að setja upp flotbryggju í sumar við eyna á eigin kostnað,“ segir í fundargerðinni. Byggðaráð samþykkti beiðnina sem fyrr segir, „enda verði almennt og eðlilegt aðgengi í eyjuna tryggt á samningstímanum.“ /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.