Feykir


Feykir - 10.04.2014, Side 10

Feykir - 10.04.2014, Side 10
10 Feykir 14/2014 Uppskeruhátíð strengjadeildar Tónlistarskóli Skagafjarðar Laugardaginn 29. mars voru haldnir lokatónleikar samspils- og hljómsveita- hópa Skagfirskra strengja. Voru tónleikarnir haldnir í Kakalaskála að loknum æfingadögum föstudag og laugardag. Á tónleikunum komu nemendur fram í hópum og var allt frá byrjendum og upp í nemendur á framhaldsstigi. Samhliða einkatímum í tónlistarnámi á strengjahljóð- færi eru starfandi hljómsveitir og samspilshópar sem æfa reglulega allan veturinn. „Nemendur stóðu sig vel í vetur á samspilsæfingum og var þetta einskonar uppskeruhátíð okkar í strengjadeildinni hjá Tón- listarskóla Skagafjarðar,“ segir Kristín Halla Bergsdóttir tónlistarkennari. Eldri nem- endur voru svo einnig með tónleika 2. apríl þar sem nær eingöngu var spiluð tónlist frá barokktímabilinu. Þeir tón- leikar voru haldnir í Sauð- árkrókskirkju og var tilgangurinn m.a. að kynna nemendur fyrir þessari tegund tónlistar og njóta tónlistar tónskálda á við Bach, Corelli, Vivaldi og fleiri. /BÞ Blúndur og blásýra Frábær kvöldstund í Hofsósi Eftir annasaman vinnudag settist undirrituð upp í bíl og ók í góðum félagsskap austur yfir Héraðsvötn til að eiga kvöldstund í leikhúsi. Það er alltaf sérstök tilfinning að fara á leiksýningu, ekki síst eftir að hafa kynnst innviðum áhugaleikhúss af eigin raun. Það verður þó að viðurkennast að í þetta skiptið var óvíst hvaða væntingar maður ætti að hafa. Gamlar konur sem eitra fyrir eldri mönnum – gat það nú verið fyndið og skemmtilegt? Stutta svarið er já. Það var mikið hlegið og ekki spillti notaleg kaffihúsauppröðunin fyrir stemningunni. Um leið og gengið var í salinn vakti athygli vel heppnuð og sannfærandi sviðsmynd sem augljóst er að mikið hefur verið lagt í. Brátt var amstur dagsins lönd og leið og hugurinn kominn inn á heimili þeirra Brewster systra sem reynast ekki allar þær sem þær eru séðar. Leikritið ku upphaflega hafa átt að vera ádeila en hin kolsvarta kómedía sem höfundurinn, Joseph Kesselring, var talinn inn á að gera að gamanleik, minnir um margt á gamanmyndina Saving Grace sem var vinsæl um síðustu aldamót. Þær Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir og Fríða Eyjólfs- dóttir, í velheppnuðum gervum Brewster systra, áttu virkilega skemmtilegan leik. Þá er ekki hægt annað en að deila áhyggjum leiklistargagnrýn- andans Mortimer Brewster, frænda þeirra systra, en í hans hlut kemur að reyna að bjarga öllu fyrir horn og það er nú ekkert einfalt. Fyrir nú utan allar flækjurnar í söguþræðinum þá er varla auðvelt að standa einn á sviði og halda karakter, en það leysti Haukur Freyr Reynisson snilldarlega af hendi og skemmtileg svipbrigði sann- færðu mann um að maðurinn væri virkilega að fara á taugum. Að öðrum ólöstuðum er ekki hægt annað en að nefna tvíeykið Sigmund Jóhannesson og Helga Þór Thorarensen í hlutverkum Jónatans Brewster og Doktors Einstein. Ljúflingnum Sigmundi tekst að skapa afar óhugnanlegan Frankenstein og Helgi er óborganlega fyndinn sem hinn málhalti en hláturmildi skottu- læknir. Það sama er raunar að segja um alla sem stigu á stokk þetta kvöld, skemmtilegar og skýrmæltar persónur og góð gervi. Í sumum þeirra reynir á góða förðum en gervin, sem og önnur umgjörð verksins, er óaðfinnanlegt. Í leikskrá kemur fram að um sé að ræða reynslubolta, bæði frá Hofsósi og öðrum leik- félögum, svo og nýliða. Leik- stjóra og leikurum tekst vel upp að skapa skemmtilegar og vel æfðar persónur, þrátt fyrir að æfingatími hafi verið í knappara lagi og fríin ekki mikil á milli æfinga. Það ber að þakka fórnfúsu fólki í Leikfélagi Hofsóss fyrir að gefa sér allan þennan tíma til að skemmta okkur hinum og ég vil hvetja fólk til að gera sér ferð á þessa sýningu. Allt að gerast á heimili Brewster systra Mortimer ásamt Brewster systrum Mortimer ásamt Brewster systrum og herra Gibbs Mortimer ásamt Elínu heitkonu sinni og Brewster systrum Dr. Einstein og Frankenstein handsama Mortimer GAGNRÝNI Kristín S. Einarsdóttir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.