Feykir


Feykir - 08.05.2014, Qupperneq 2

Feykir - 08.05.2014, Qupperneq 2
2 Feykir 17/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Afturhvarf til bernskunnar Það er alveg magnað hve hreyfing og líkamsrækt getur haft góð áhrif . Ég er kannski ekki að segja neinar nýjar fréttir í þessum leiðara en í þessu tilfelli eru sumar vísur aldrei of oft kveðnar. Þá eru það ekki einungis augljósu afleiðingar líkamsræktar sem ég vill ræða, s.s. bætt líkamlegt atgervi, aukið úthald og almennt hreysti, heldur er það gleðin og afturhvarfið til bernskunnar sem vill oft fylgja. Börn eru á fullu allan liðlangan daginn, leika sér, stunda íþróttir og eru glaðværð og iðjusemi einkennismerki æskunnar. Þegar við fullorðnumst hægist á okkur, kyrrseta og amstur hversdagsins vill oft taka völdin. Þá eru það stundirnar þegar hægt er að bregða sér á leik sem gefa lífinu gildi, hvort sem það er í fótbolta með félögunum, brunandi niður snævi þaktar fjallshlíðar, í reiðtúr í fallegu veðri eða þá þegar maður „gleymir öllu öðru um stund“ í trylltum dansi, eins og Linda Björk Ævarsdóttir Zumba kennari lýsir í viðtali á bls. 6. Öll höfum við gott af því að gleyma okkur í augnablikinu annað slagið og hvernig er betra að vera en á fullu í leik og ekki er verra ef það er góðra vina hópi. Berglind Þorsteinsdóttir 314 milljón kr. afgangur Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2013 var tekinn fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl sl. Samkvæmt fundargerð námu rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 3.902 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 3.289 millj. króna en í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf. Í fundargerðinni kemur fram að rekstrargjöld sam-stæðunnar, að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum, voru 3.198 millj. króna, þar af A-hluti 3.012 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 703 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 277 millj. króna. Afskriftir eru samtals 142 millj. króna, þar af 79 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 228 millj. króna, þ.a. eru 171 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrar- hagnaður A og B hluta á árinu 2013 er 314 millj. króna og rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 11 millj. króna. /BÞ Hugmyndum um samstarf fagnað hjá Svf. Skagafirði FNV skoðar samstarf við Háskólann í Skövde Verið er að skoða möguleikann á samstarfi á milli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og tölvunar- og verkfræðideildar Háskólans í Skövde í Svíþjóð. Ef þessar hugmyndir ganga eftir yrði um eins árs nám að ræða og í kjölfarið gætu nemendur lokið BSc námi við Háskólann í Skövde, eða aðra háskóla, á tveimur árum í stað þriggja. Slíkar hugmyndir um fjórða þreps nám og fjarnám í samvinnu við aðra skóla hafa verið til skoðunar um tíma m.a. í samvinnu FNV við Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf. Skaga- fjarðar og var þessi leið rædd á fundi nefndarinnar 2. maí sl. og fagnaði nefndin hugmyndinni og lýsti yfir vilja til samstarfs við skólann, Hátæknisetur Íslands og fleiri aðila um verkefnið. „Við ætlum að fara í undir-búningsvinnu með þetta og sjá hvernig þetta gæti litið út. Ef skólinn og skólanefnd telja verkefnið fýsilegt eftir þá vinnu, munum við í framhaldinu kynna það fyrir menntamálaráðuneytinu, en þar höfum við notið mikils velvilja við þróun nýrra námsleiða við skólann. Sú forathugun sem stefnt er að yrði fyrsta skrefið,“ segir Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar og formaður skólanefndar FNV, í samtali við Feyki. Hann segir helstu hindrunina vera skráning á milli skólanna en til þess þurfi sérstaka heimild frá menntamálaráðuneytinu. Um tilraunaverkefni yrði að ræða þar sem fjarkennsla færi fram fyrsta árið frá Skövde til FNV. Þá færi fram tilraunakennsla í tvö ár við FNV en að þremur árum loknum færi öll kennsla 1. árs fram innan fjölbrauta- skólans. En Bjarni segir hægt sé að hugsa sér fleiri útfærslur. „Skólanefnd FNV leggur mikla áherslu á að skólinn haldi áfram að sýna frumkvæði við þróun nýrra námsleiða og ekki síst svokallað fjórða þreps nám sem getur nýst sem hluti af frekara tækni og háskólanámi á næstu skólastigum. Þetta verkefni ef af verður yrði í þeim anda.“ Verkfræðideild Háskólans í Skövde býður upp á í bygg- ingarverkfræði, vélaverk- fræði, iðnaðar-og fram- leiðsluverkfræði og hönnunarverkfræði. Tölvunarfræðidei ldin býður upp á nám í tölvunarfræði, hönnun notendaviðmóts, kerfisfræði, kerfisfræði með áherslu á viðskiptamódel, sérhæfingu í stýringu og meðhöndlun á upplýsingaflæði, forritun og vefsíðugerð og þróun tölvuleikja. „Háskólinn í Skövde þykir mjög framarlega þegar kemur að samstarfi við atvinnulífið og hefur hlotið viðurkenningar vegna þessa. Nám við skólann byggir mikið á raunhæfum verkefnum sem nemendur vinna út í atvinnulífinu. Nemendur skólans hafa átt greiðan aðgang að atvinnulífinu að námi loknu. FNV hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á góða tengingu við atvinnulífið á Norðurlandi vestra og að námsframboð þjóni þörfum svæðisins. Þá hefur skólinn lagt mikla áherslu á að bjóða fjölbreytt og metnaðarfullt iðn- og tækninám. Samstarf við Háskólann í Skövde um nám á þessu sviði væri því kærkomin viðbót við það námsframboð sem nú er við skólann,“ segir í minnisblaði skólameistara FNV sem var lagt fyrir á fundi Atvinnu-, menningar-, og kynningar- nefndar. Nefndin samþykkti að leggja allt að eina milljón króna til skoðunar á slíku tilrauna-verkefni. /BÞ Elín R. Líndal leiðir lista framsóknar Framboðslisti Framsóknarflokksins í Húnaþingi vestra var samþykktur á aðalfundi Framsóknarfélags Húnaþing vestra þann 7. apríl síðastliðinn. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014 Listinn er eftirfarandi: 1. Elín R Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Lækjamóti 2. Ingimar Sigurðsson, bóndi, Kjörseyri 3. Valdimar Gunnlaugsson, stuðningsfulltrúi, Hvammstanga 4. Sigríður Elva Ársælsdóttir, félagsliði, Hvammstanga 5. Gerður Rósa Sigurðardóttir, tamningamaður og leiðbeinandi á leikskóla, Hvammstanga 6. Sigtryggur Sigurvaldason, bóndi, Litlu-Ásgeirsá 7. Sigurður Kjartansson, bóndi, Hlaðhamri 8. Sigrún Waage, bóndi og bókari skólabúða á Reykjaskóla, Bjargi 9. Ragnar Smári Helgason, viðskiptafræðingur og bóndi, Lindarbergi 10. Anna Birna Þorsteinsdóttir, veitingastjóri, Þórukoti 11. Guðmundur Ísfeld, handverksbóndi, Syðri-Jaðri 12. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla, Hvammstanga 13. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, grunnskólakennari, Hvammstanga 14. Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður, Hvammstanga

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.