Feykir


Feykir - 08.05.2014, Page 4

Feykir - 08.05.2014, Page 4
4 Feykir 17/2014 ÞURÍÐUR HARPA SIGURÐARDÓTTIR , KJÓSANDIAÐSENT LUMARÐU Á FRÉTT? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Hann Feykir okkar kemur út einu sinni í viku allan ársins hring, löðrandi í málefnum líðandi stundar með ofur áherslu á Norðurland vestra. Sendu okkur endilega fréttaskot, pistil, mynd eða bara ábendingu um ... eitthvað! Hafðu samband – síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is Við minnum einnig á Feykir.is – fullt net af fréttum og fíneríi alla daga! Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Áskriftarsíminn er 455 7171 Er „Allskonar fyrir aumingja“ á stefnuskrá? Ég er svo heppin að hafa ekki fatlast fyrr á lífsleiðinni, og hafa því ekki þurft að berjast fyrir tilveru minni og sjálfsögðum mannréttindum í áratugi. Hafandi farið hér um sveitarfélagið án hækja, göngugrindar eða hjólastóls man ég vel að aðgengi að hinum og þessum stöðum hér í bæ skipti mig litlu sem engu máli þá, ég bara pældi lítið í því hvort eða hvernig því var háttað. Ég þurfti heldur ekki að spá í að fá fólk til að þrífa heimili mitt, glugga, bíl eða sinna garð- verkum, hjálpa mér að halda matarboð, baka, fara með mér í skóla og svo mætti lengi telja, ég gat þetta allt sjálf. Það var því kannski svoldið mátulegt á mig að takast á við hugsunarleysi undanfarinna áratuga þegar ég, komin í hjólastól, ætlaði að fara á sömu staði og ég hafði áður hlaupið inn á, í hugsunarleysi mínu. Því velti ég því upp hér og nú, hvernig væri daglegt líf þitt ágæti frambjóðandi ef þú þyrftir að vera í hjólastól næsta mánuðinn eða árin? Vildir þú komast um bæinn þinn og inn á þá staði sem þú fórst á áður? Gætir þú heimsótt vini og ættingja eða búa þeir í lyftu- lausum blokkum? Vildir þú njóta NPA aðstoðar (notendastýrð persónuleg aðstoð), ég geri ráð fyrir að frambjóðendur hafi kynnt sér hvað það er. Í eftirfarandi orðum felast skýr skilaboð: Allir einstaklingar, hvort sem þeir glíma við líkam- legar, félagslegar eða andlegar hindranir, eigi möguleika á sjálfstæðu lífi, með reisn og fái til þess aðstoð ef þarf. Ég velti þessu hér upp af því að nú veit ég að öryrkjar og fatlað fólk njóta ekki sömu mann- réttinda og aðrir. Nú hef ég reynt á eigin skinni, aðgengis- leysi, skilningsleysi, og skort á skynsemi þeirra sem með vald fara. Ég hef fengið klapp á vangann og vera kölluð aum- inginn, en ég hef líka notið skilnings og séð aðgengismálum kippt í lag. Hugarfar gagnvart málefnum fatlaðs fólks þarf að breytast, fatlað fólk er hluti af samfélaginu en ekki sér hópur frá annarri plánetu. Í dag sér Anna P. Þórðardóttir fyrir endann á áratuga langri baráttu, nú loks er að koma lyfta við safnahúsið og þá mun Anna loks komast á bókasafnið á mannsæmandi hátt, en það tók 30 ár. Ég er ánægð með að þessi framkvæmd skuli loksins vera að hafin hér í bæ og mun ég örugglega bregða mér á Nýskipan í velferðarmálum AÐSENT GRÉTA SJÖFN GUÐMUNDSDÓTTIR OG SIGURJÓN ÞÓRÐARSON SKRIFA K-listi Skagafjarðar mun beita sér fyrir því að verkefni verði í auknum mæli flutt frá ríkinu heim í hérað og fjármagn fylgi með. Mikilvægt er að ákvarðanir um áherslur og skipulag þjónustu verði í nánara samstarfi og samvinnu við íbúa og á forsendum sveitarfélagsins. Breytt verkaskipting og verk- efnaflutningur til sveitarfé- laganna er nútímalegri skipan og meira í ætt við það sem gerist á Norðurlöndum. Ákvarðana- taka er þá í höndum heima- manna sem þekkja vel til staðbundinna aðstæðna, þekk- ing sem auðveldar markvissar ákvarðanir og þar með bætta meðferð opinbers fjár. Núverandi ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks boðaði eins og kunnugt er aukna miðstýringu og niðurskurð heilbrigðisþjón- ustunnar í Skagafirði, í mikilli andstöðu við Skagfirðinga. Sveitarfélagið Skagafjörður óskaði í kjölfarið eftir viðræðum við velferðarráðuneytið sl. haust um að yfirtaka rekstur Heil- brigðisstofnunarinnar á Sauð- árkróki. Sveitarstjórnarfull- trúarnir Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson hafa þrýst mjög á að hafnar verði framan- greindar viðræður við velferðarráðuneytið. Það hef- ur einhverra hluta vegna dreg- ist mjög á langinn hjá heilbrigðisráðherra að koma viðræðum á. Það skiptir afar miklu máli að Skagfirðingar allir sem einn, láti rödd sína heyrast í málinu og fylgi því eftir af krafti. Hætt er við að pólitískur þrýstingur sem er á ráðherra, að lenda málinu með farsælum hætti, gufi upp eftir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Viðræður um yfirtöku sveitarfélagsins á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki bjóða upp á aukin tækifæri m.a. með samþættingu við félagsþjón- ustu sveitarfélagsins. Með breyttri skipan næst fram samlegð, bætt og markvissari þjónusta. Mikilvægt er að horfa til framtíðar og þróa áfram styrkleika og sérstöðu stofnunarinnar m.a. á sviði endurhæfingar. Aukin sjálfstjórn er ávísun á framþróun Skagafjarðar, setjum X við K í sveitar- stjórnarkosningunum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson. Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Alsýn Rúnar Kristjánsson Yfir fjöll ég huga hleypi, hressir andann morgunsvali; mér af töfra tindum steypi til að svífa niðr´ í dali, til að fylgja ám að ósum eins og silfurstrengjum ljósum, eftir eigin vali. Ísland það er uppi og niðri, alls staðar í veldi sínu, eins að finna í fjallshlíð miðri og fullkomlega í hjarta mínu ! bókasafnið í fyrsta sinn í þá nær 8 ár þegar það verður opnað aftur. Ég hugsa að afgreiðslufólkið í apótekinu hér í bæ verði ekki minna ánægt en ég þegar aðgengileg gangstétt verður sett við húsið þannig að það þurfi ekki að afgreiða mig út í bíl lengur. Ég verð líka yfir mig ánægð þegar aðgengi að Húsi frítímans verður lagfært. Þessi þrjú hús verða öllum aðgengileg, loksins og það aðgengi mun gagnast fleirum en bara mér og Önnu Þórðar- dóttur. Það mun gagnast ófrískum konum, eldra fólki, hjartasjúklingum, sveitarstjór- anum, læknum, verkfræðing- unum, byggingafulltrúum og börnum. Við munum öll njóta betra aðgengis. Enn er pottur brotinn og vildi ég gjarnan sjá t.d. bakaríið aðgengilegt, ég vona að nýja ölstofan í gamla apótekinu verði aðgengileg og svo mætti lengi telja. Ég vildi sjá búsetuúrræði fyrir fatlað fólk hér á svæðinu löguð, að húsnæði sem nú stendur autt vegna fjármagnsskorts verði notað fyrir þá sem þess þurfa. Að fatlaðir einstaklingar komist í endurhæfingalaugina og að liðveisla í formi NPA verði efld. Er á ykkar stefnuskrá það sama og Jón Gnarr hafði á sinni stefnuskrá „svona allskonar fyrir aumingja?“ Ég beini hér spurningum að ykkur sem eruð nú í framboði til sveitarstjórnar: Hvað er á stefnuskrá þíns framboðs varðandi málefni fatlaðs fólks? Hvernig ætlið þið að tryggja að málefnum fatlaðs fólks verði betur sinnt af sveitarfélaginu en ríkinu? Hvað telur þitt framboð vera brýnast að bæta hvað varðar réttindi, þjónustu og aðra hagsmuni fatlaðra og/eða langveikra barna og fullorðinna? Hvernig sér þitt framboð fyrir sér þróun búsetuúrræða fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu? Munuð þið beita ykkur fyrir því að lækka fasteignagjöld hjá fötluðu fólki, öryrkjum og eldri borgurum og breyta viðmiðunar- upphæðum þannig að þær t.d. miðist við fjölskyldustærð og ríkjandi verðlag? Munuð þið beita ykkur fyrir því að NPA verði innleitt að fullu í sveitarfélaginu og þrýsta á samtök sveitarfélaga að lögfesta NPA?

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.