Feykir


Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 7
17/2014 Feykir 7 Fertugur bridgeklúbbur á Króknum Gleði og gaman við völd Króknum, en frá upphafi hefur verið hefð að hittast öll fimmtudagskvöld frá fyrsta vetrardegi til sumardagsins fyrsta. Klúbburinn á aðild að Bridgefélagi Skagafjarðar en keppir þar ekki sem heild þó að einstaka keppnismenn taki þátt í mótum. Karlarnir láta vel af þætti kvennanna í þessum félagsskap. „Við erum þakklátir hvað þær gera vel við okkur, það er ef til vill þeim að þakka að við skulum hafa haldið saman í allan þennan tíma,“ segja þeir og bæta við að enda séu þeir allir miklir nautnaseggir. Konurnar taka þó ekki þátt í spilamennskunni en þær hafa slegist í för með klúbbnum í nokkrar sameiginlegar ferðir. Hefur hópurinn m.a. farið í eina utanlandsferð og einnig hefur verið ferðast innanlands, en ferðirnar vekja greinilega upp ljúfar minningar þegar þeirra er getið. Þeir viðurkenna að bridge sé mikið keppnisspil og oft sé hart barist þó að tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að hafa gaman af og leggja eitthvað inn í gleðibankann. Góður bridgespilari þurfti m.a. að hafa gott sjónminni og það megi merkja að meðan menn geti ennþá spilað bridge þá séu þeir skýrir í kollinum. Að þessu er ef til vill vikið í eftirfarandi vísu sem klúbb- meðlimur færði öðrum meðlimi í tilefni af fimmtudagsafmæli hans: Daprast sýn og förlast flest farin að ruglast sortin. Því er okkar þörfin mest það er að stækka kortin. /KSE Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum á bridgekvöldi Þessi var tekin rétt fyrir páska. Á Sauðárkróki starfar sex manna bridgeklúbbur sem hefur hist á fimmtudagskvöldum yfir vetrartímann og spilað saman vikulega síðan árið 1974. Þrír félagar hafa verið með frá upphafi en aðrir bæst við og verið í allmörg ár. Blaðamaður brá sér til nágrannanna á fimmtudagskvöldi í apríl, um það leyti sem klúbbfélagar voru að setjast að síðasta veisluborði vetrarins, og fékk að kynnast starfseminni. Klúbbmönnum var aldeilis ekki í kot vísað á heimili þeirra Sævars Einarssonar og Guðlaugar Gunnarsdóttur þar sem menn voru um það bil að setjast að kaffiborði þegar blaðamann bar að garði. Fyrst þurfti þó að ljúka spilinu og höfðu menn á orði að þeir vissu alltaf betur sem stæðu fyrir aftan, en þegar fullmannað er þurfa tveir að sitja hjá meðan fjórir spila og þá er tilvalið að fylgjast með því hvernig hinir spila. Sævar er einn af þremur sem hafa spilað með klúbbnum frá upphafi en hinir eru Kári Þorsteinsson og Reynir Barðdal. Með þeim spiluðu upphaflega Pétur Pétursson og Ingimar Hólm og einnig um tíma Ólafur Ragnar Ingimarsson skurðlæknir. Þessir þrír eru fluttir á brott en við hafa bæst Sigurfinnur Jónsson, Símon Skarphéðinsson og Guðmundur Hjálmarsson. Mannabreytingar hafa því verið litlar gegnum tíðina en þeir félagar telja að klúbburinn sé jafnvel elsti starfandi bridgeklúbburinn á Ný Skagfirðingabók er komin út Fagurlega myndskreytt og vandað verk Ný Skagfirðingabók er komin út og er hún efnismikil, innbundin og fagurlega myndskreytt. Að sögn Hjalta Pálssonar, sem er í ritstjórn, hefur bókin að geyma á annað hundrað myndir og er mikið vandað til verks. Um er að ræða 35. hefti en útgáfan hófst árið 1966. „Það er dálítill róður að fá menn til að skrifa en nú eru komnar á milli þrjú til fjögurþúsund blaðsíður af skagfirsku efni í Skagfirðingabók. Þetta eru því gríðarlega miklar heimildir um héraðið,“ segir Hjalti um útgáfuna. Í nýjasta ritinu eru efnistökin fjölbreytt, bæði gamalt efni og yngra. „Við höfum gjarnan haft eina höfuðgrein sem fjallar um einhvern þekktan Skagfirðing frá síðustu öld,“ segir Hjalti en að þessu sinni eru það endurminningar Valgerðar Guðrúnar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð, hún var læknisfrú og bjó austur í Öxarfirði. „Afskaplega vel skrifaðar minningar,“ tekur hann fram. Í bókinni er ein skemmtileg grein sem Hjalti segist vera sérstaklega ánægður með að fá. „Ég var fyrir tilviljun að spjalla við mann sem tók þátt í siglingum í skipalestum á stríðsárunum. Ennþá lifandi og eldsprækur sveitadrengur úr Lýtings- staðahreppi, Jón R. Hjálmars- son.“ Jón skrásetti sögu sína fyrir Hjalta en skipalest hans varð m.a. eitt sinn fyrir árás í stríðinu. Hjalti segir frá áhugaverðu viðtali sem hann tók við dr. Jakob Benediktsson frá Fjalli í Sæmundarhlíð. „Viðtalið er að mestu um hans æskuuppvöxt og dvölina í Kaupmannahöfn á stríðsárunum. Þar hjálpaði hann aðeins mönnum í andspyrnu- hreyfingunni þegar hann var að vinna hjá Konunglegu bókhlöðunni, en þar var hægt að fela ýmis skjöl,“ segir Hjalti. Eftirfarandi er brot úr viðtali Hjalta við Jakob þegar segir frá gestaganginum á Fjalli en menn úr Svartárdal komu gjarnan við á leið sinni til Sauðárkróks þar sem þeir áttu viðskipti. „Sumir voru skrýtnir þarna, en margt greindarfólk og þetta voru engir hérvillingar. Einn þessara manna var Andrés í Steinárgerði, bróðir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki, fátækur bóndi, en kátur náungi og stórlega lyginn og sagði alltaf frægðarsögur af sjálfum sér sem enginn trúði. Hann var ágætur frásagnamaður, ekki síst þegar hann fór að segja frá rjúpnaveiðum sínum, sem voru stórkostlegar. Einu sinni sagðist hann hafa verið á ferð uppi á fjallinu og ekki séð eina einustu rjúpu og var komin heim undir túngarð hjá sér og það var farið að skyggja svo að hann sé ekki lengur fugla í kringum sig. Svo heyrði hann allt í einu að rjúpurnar kurruðu allt í kringum hann á einhverjum tilteknum móa. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, því ég vildi ná einhverju, svo að ég hlóð byssuna með eins stóru skoti og ég kom í hana og svo stillti ég mér upp mitt í þessum kurrandi hópi og hleypti af en sneri mér í snarkringlu um leið. Og það lágu fimmtíu.“ Hann var óborganlegur maður með sínar lygasögur. Andrés var alltaf fátækur og ég held að Kristján bróðir hans hafi haldið í honum lífinu að einhverju leyti, en Andrés hafði samt aðra skýringu á því. „Ég hef oft étið skít og aldrei orðið meint af, en Stjáni bróðir hefur aldrei étið skít og þess vegna er hann alltaf að drepast.“ Bókin kostar kr. 5600,- og er hægt að panta hana með því að hringja í síma 453-6640 eða senda tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is . Framboðsfrestur rennur út 10. maí Sveitastjórnarkosningar 2014 Minnt er á að frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Hjá Skagafirði er tekið á móti framboðslistum á skrifstofu Sveitarfélagins á opnunartíma skrifstofunnar eða frá kl. 9:00 til 16:00 virka daga og á milli kl. 11:00 og 12:00 laugardaginn 10. maí 2014. /Fréttatilkynning

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.