Feykir


Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 02.10.2014, Blaðsíða 9
37/2014 9 ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Laufey NAFN: Laufey Kristín Skúladóttir. ÁRGANGUR: 1979. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift þriggja stúlkna móðir. BÚSETA: Sauðárkrókur. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er dóttir Ólafar og Skúla á Tannstaðabakka í Vestur-Húnavatnssýslu. STARF / NÁM: Verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði / Cand. Merc í stjórnun nýsköpunar. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Fjölskylduferð á gamlar heimaslóðir í Kaupmannahöfn og svo flutningar. Hvernig nemandi varstu? -Samviskusöm en ekkert allt of vinnusöm. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -13 hálsmenin sem komu úr pökkunum og litla kvígan sem fæddist í miðri veislunni. Ég fékk að velja hvort hún fengi nafnið Laufey eða Ferming. Ég valdi Ferming. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? -Hárgreiðslukona. Hvað hræðistu mest? -Að eitthvað komi fyrir þá sem ég elska mest. Besti ilmurinn? -Nýslegið gras. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)? -Það var hlustað sorglega mikið á Celine Dion og Tony Braxton en líka Alanis Morissette og Goo Goo Dolls í bland við íslensku klassíkina Sálina, Stjórnina og Todmobile. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? -Eitthvað með Sálinni. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? -Reyni að horfa á skandinavískar seríur ef þær eru í boði á RÚV. Besta bíómyndin (af hverju)? -Það er engin ein best. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? -Mér finnst Annie Mist og Aníta Hinriksdóttir mjög flottar íþrótta- konur. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? -Tek til og brýt saman þvott. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? -Þau eru mjög mörg ;) Ætli afmæliskökur dætranna standi samt ekki upp úr. Hættulegasta helgarnammið? -Snakk og nýja hrís-buffið. Hvernig er eggið best? -Spælt báðum megin. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? -Einbeitingarleysi og fljótfærni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? -Óheiðarleiki. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? -Komdu fram við aðra eins og þú vilt að það sé komið fram við þig. Hver er elsta minningin sem þú átt? -Ætli það sé ekki eitthvað frá fyrstu árunum þegar við fjölskyldan bjuggum á Selfossi. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera (og af hverju)? -Ég myndi vilja vera Sheryl Sandberg af því hún er svo flott fyrirmynd. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur (og af hverju)? -Ég les allt of lítið og aldrei sömu bókina tvisvar. Reyni samt alltaf að næla mér í Arnald um jólin og lesa, finnst hann alltaf mjög skemmtilegur. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? -Nákvæmlega. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? -Á Íslandi myndi ég segja að það hafi verið Vigdís Finnbogadóttir. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? -Ég myndi fara aftur á Sturlungaöld og kanna hvernig Skagafjörður var þá. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? -Skipulagt kaos. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Seattle í Bandaríkjunum þar sem við fjölskyldan bjuggum á því herrans hrun-ári 2008. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? -Mat, vatn og eld – og fjölskylduna mína. Undir septembersól Þá er komið að hausti og nokkuð sæmilegt sumar að baki, að minnsta kosti kartöflulega séð. Mannlífið er alltaf jafn áhugavert og það fornkveðna sannast sí og æ að - maður er manns gaman. Einn daginn í sumar mætti ég systrum tveim á götu hér, sem báðar eru orðnar heldri borgarar, voru þær á leið til móður sinnar sem er að sjálfsögðu orðin há-heldri borgari. Þegar ég kvaddi þær eftir smáspjall varð þessi vísa til: Ennþá mínu hjarta hlýnar helst við gömul tryggðabönd. Stingið frá mér – stelpur mínar, stórri kveðju í móðurhönd! Einn ágætur vinnufélagi tók upp á því síðsumars að láta sér vaxa skegg heldur mikið. Gerði ég eftirfarandi athugasemd við það: Kjálkaloðinn Einar er, ugg að manni setur. Breytnin virðist bera í sér boð um harðan vetur! Eftir efnahagshrunið telja margir sig hafa séð margt sem þeim var áður hulið og eftir umræður við einn slíkan orti ég: Spillingin með græðgi gýs, glöggt má sjá hvar aldan rís. Ríkiskerfið svipað SÍS er sérhagsmuna-paradís! Og í beinu framhaldi og að gefnu tilefni var áfram ort og meðal annars þetta: Mörgu er af öryggis ástæðum lokað, enda er hvergi að finna neitt traust. Enn yfir skítinn er skjótlega mokað, skyldu menn geta það endalaust? FRÁ LESENDUM RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR Og dansinn um gullkálfinn kemur fólki til að gera margt sem það ætti sjálfsagt ekki að gera: Löngum við að kemba um kúlur karlar engjast sitt á hvað. Eins og konur kringum súlur, kann ég ekki að meta það! Í sumar komu sem vitað er allnokkrir ágætir veðurdagar og á einum slíkum varð til þessi vísa: Grasið vex og gróður þráður grænkar jafnt og þétt. Bændur gæta bús sem áður, besta landsins stétt! Um tiltekinn mann sem stendur oft í stórræðum orti ég eftirfarandi vísu í sumar og held að hún sé nokkuð nærri lagi: Skapaður í Skaggasveit, skarfur á við fjóra, skelfist hvorki skítlegheit né skiltamálið stóra! Ekki verður á allt kosið í þessu lífi og eitt sinn þegar minnst var á tiltekinn mann hrökk upp úr mér eftirfarandi vísa: Eitt er það sem alltaf fer illa að mínu skyni, það að Hannes Hólmsteinn er húnvetnskur að kyni! Og stundum verður ekki komist hjá því að komast að eftirfarandi niðurstöðu: Ráðamenn á réttvísi reyna fátt að byggja. Pólitík er prettvísi, púra efnishyggja! Og að síðustu: Helst við sýn á heilbrigð rök haldast vonir góðar. Manndómsvilji og tryggðatök treysta gildi þjóðar! Rúnar Kristjánsson Hrútavinafélagið Örvar Opið hús Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi leggur upp í rútuferð á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn á laugardaginn. Stefnt er á að koma við á höfuðstöðvum héraðanna á leiðinni og í kvöld, 2. okt., verður blásið til mikillar héraðshátíðar á Sauðárkróki, í tilefni af 75 ára afmæli Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu er góð þátttaka í ferðinni, sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum er með í för en hann mun setjast að á forystu- fjársafninu á Svalbarði í Þistil- firði. Komið verður m.a. við á Staðarskála í Hrútafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Hólum í Hjaltadal þar sem rætt verður um sauð- kindina og vitsmuni forystu- fjárins. Margt verður gert til skemmtunar í ferðinni og með fólkinu í landinu en fararstjórar verða Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason. Í samtali við Feyki segist Guðni bera þá von í brjósti að Skagfirðingar komi á Mælifell - syngi, verði glaðastir og skemmtilegastir eins og þeim einum er lagið. „Þetta er opið hús til heiðurs Sigurði, forystu- kindinni og sauðkindinni á Íslandi. Það er mikilvægt að þeir sem vilja gleðjast með Sigurði og Hrútavinum komi á Mælifell kl. 20 en dagskrá byrjar kl. 21,“ segir Guðni að endingu. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.